Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2014-15

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Bein lýsing
Olís deild karla 1. mars 2015 kl.16:00 í Framhúsinu
Fram
 
Akureyri
0
-
0
00:00
Við viljum byrja á því að óska stelpunum á eldra ári 4. flokks hjá KA/Þór til hamingju með bikarmeistaratitilinn en þær unnu sannfærandi átta marka sigur, 20-12 á Fylki fyrr í dag.


Tími   Staða   Skýring
Við viljum byrja á því að óska stelpunum á eldra ári 4. flokks hjá KA/Þór til hamingju með bikarmeistaratitilinn en þær unnu sannfærandi átta marka sigur, 20-12 á Fylki fyrr í dag.
Akureyri og Fram hafa mæst tvisvar í Olís Deildinni í vetur og í bæði skiptin hefur Akureyri farið með sigur af hólmi. Með sigri hér í dag getur Akureyri skilið Framarana eftir.
0:01 Leikurinn er hafinn, Akureyri með boltann
0:29  Arnar Freyr fær gult spjald í vörn Fram
1:11 Halldór Logi Árnason og Sissi báðir með skot sem Kristófer Fannar ver
1:37 Akureyri missir boltann
1:56 Elías skýtur framhjá, Akureyri með boltann
2:16 1-0 Stefán Baldvin skorar fyrir Fram úr hraðaupphlaupi
2:42  Gult spjald á Sigurð Örn í vörn Fram
3:09 2-0 Bergvin Þór Gíslason með skot framhjá og Ólafur Jóhann skorar fyrir Fram
3:50 2-1 Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar úr horninu
4:24 Kristinn Björgúlfsson varði skot í vörn Fram
5:01 3-1 Kristinn Björgúlfsson skorar fyrir Fram
5:15 Skot í stöng hjá okkar mönnum og Framarar í sókn
5:49 Sókn Akureyrar er ekki alveg nógu markviss í upphafi
6:01 4-1 Stefán Baldvin skorar fyrir Fram
6:17 5-1 Ólafur Jóhann skorar fyrir Fram eftir að Kristófer hafði varið skot
6:40 Atli Hilmarsson tekur leikhlé
6:40 Alls ekki nógu góð byrjun á leiknum, Framarar hafa verið fljótir að refsa og strax komnir með fjögurra marka forskot
6:41 Leikurinn er hafinn að nýju
7:27 Enn er Kristófer að verja og Framarar í sókn
7:46 Framarar missa boltann
7:53  Birkir Smári fær gult spjald í vörn Fram, öll gulu spjöldin búin hjá Fram
8:17 Akureyri fær vítakast
8:22 5-2 Kristján Orri Jóhannsson skorar úr vítinu
8:41 Tomas Olason ver sitt fyrsta skot í leiknum og...
8:50 5-3 ...Kristján Orri Jóhannsson skorar strax í bakið, vel gert!
9:41 5-4 Ingimundur Ingimundarson skorar og minnkar muninn í eitt mark eftir að vörnin hafði varið boltann
10:22   Ingimundur Ingimundarson fær gult spjald í vörninni
10:37 Tomas Olason ver skot, vonandi er Tomas að komast í gang
10:52 5-5 Nicklas Selvig skorar og jafnar leikinn, frábær kafli hjá Akureyri eftir leikhléið
11:45   Ingimundur Ingimundarson fær 2 mínútur, búinn að fá gult spjald og fer því útaf
12:06   Halldór Logi Árnason fær gult spjald í vörninni
12:17 6-5 Garðar skorar fyrir Framara úr vítakasti
13:00 6-6 Bergvin Þór Gíslason stígur upp og skorar, vel gert einum færri
13:19  Sigurður Örn fær 2 mínútur í liði Fram
13:35   Bergvin Þór Gíslason fær gult spjald
13:54 Framarar fá vítakast
14:00 Tomas Olason ver það að sjálfsögðu!
14:35  Birkir Már fær 2 mínútur í liði Fram, nú er að nýta liðsmuninn
14:58 6-7 Kristján Orri Jóhannsson skorar af öryggi af vítapunktinum, Akureyri komið yfir!
16:15 Tomas Olason heldur áfram að verja
16:53 Akureyri missir boltann, Framarar koma í sókn
17:51   Ingimundur Ingimundarson fær aftur 2 mínútur, hrikalega slæmt og ekki var þetta mikið hjá Ingimundi að þessu sinni
18:16 7-7 Stefán Baldvin jafnar fyrir Framara
19:00 8-7 Stefán Baldvin skorar fyrir Framara og kemur þeim aftur yfir
19:12 Enn eru okkar menn að missa boltann
20:00 Framarar taka leikhlé
20:00 Það stefnir í hörkuleik hér í dag, Akureyri hefur komið vel til baka eftir að hafa lent 5-1 undir nú er bara að vona að Guðlaugur fái ekki það sama útúr sínu leikhléi og Atli hér áðan
20:11 Tomas Olason varði skot
20:24 8-8 Nicklas Selvig skorar og jafnar
21:17 9-8 Arnar Freyr skorar, þetta er fljótt að gerast
21:39 9-9 Kristján Orri Jóhannsson skorar og jafnar í 9-9
22:00 10-9 Stefán Baldvin skorar fyrir Fram
22:14 10-10 Kristján Orri skorar og jafnar, þetta gerist hratt hér
22:27 Tomas Olason ver glæsilega í markinu
22:58 Kristófer er einnig að eiga góðan leik í marki Fram
23:17 Tomas Olason svarar með vörslu, frábært að sjá Tomas í dag
23:22 10-11 Kristján Orri Jóhannsson heldur áfram að raða inn mörkunum og skorar
23:46 Skot framhjá og Akureyri með boltann
24:32 Framarar náðu boltanum og fóru í sókn en Tomas Olason er enn að verja, frábær frammistaða hjá Tomas
24:54 Það er hreinlega sýning í gangi hjá markmönnum liðanna, Kristófer að verja
25:19 11-11 Stefán Baldvin er yfirburðamaður í sókn Fram og jafnar metin, það þarf að stöðva hann!
25:54 11-12 Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar gott mark og Akureyri aftur komið yfir
27:13 Tomas Olason er enn að verja og Akureyri með boltann
27:36 Sömu sögu má segja hinum megin, varið skot og Fram með boltann
28:07 Tomas Olason er ótrúlegur, enn eitt varið skotið hjá kappanum
28:46 Tomas tekur enn eitt skotið
29:17 12-12 Ragnar Þór jafnar fyrir Fram, mikil spenna í leiknum
29:34   Kristján Orri Jóhannsson fær 2 mínútur
29:50 12-13 Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar og kemur Akureyri yfir
30:00 Hálfleikur hér í Safamýri, Akureyri leiðir 12-13 í hörkuleik. Mikil spenna og gríðarlega hart barist
30:00 Kristján Orri Jóhannsson er markahæstur með 6 mörk (2 úr vítum), Heiðar Þór er með 3 mörk, Nicklas Selvig er með 2 mörk og Ingimundur og Bergvin 1 mark hvor
30:00 Tomas Olason hefur varið 12 skot í markinu og verið virkilega góður
30:01 Framarar hafa hafið síðari hálfleikinn
30:26 Tomas Olason heldur áfram að verja
31:01 12-14 Halldór Logi Árnason skorar mark
32:08 12-15 Nicklas Selvig kemur Akureyri í þriggja marka forskot!
33:12 13-15 Stefán Baldvin minnkar muninn fyrir Fram
33:28 Tomas Olason ver
34:17 14-15 Ragnar Þór skorar fyrir Fram
35:23 Akureyri missir boltann, búið að vera töluvert um glataða bolta í dag
36:04 15-15 Elías Bóasson jafnar fyrir Framara
36:15 15-16 Sigþór Árni Heimisson skorar, kemst loksins á blað
36:35 16-16 Garðar skorar úr víti fyrir Framara
36:46   Kristján Orri Jóhannsson fær 2 mínútur, Akureyri einum færri
37:22 17-16 Elías Bóasson skorar og Framarar allt í einu komnir yfir
37:37 Atli Hilmarsson tekur leikhlé
37:37 Akureyri var komið í þriggja marka forskot en Framararnir fljótir að snúa stöðunni sér í vil, nú þarf að byrja aftur
37:48 18-16 Sigþór Árni Heimisson tapar boltanum og Stefán Baldvin skorar fyrir Fram
38:32 Ruðningur dæmdur á Akureyri, áhugaverður dómur enda Framarar að verjast langt inn í teig
39:00   Atli Hilmarsson fær 2 mínútur, ekki sáttur enda nokkrir furðudómar búnir að sjást í dag
39:00   Sverre Andreas Jakobsson fær líka 2 mínútur fyrir kjaft
39:36 18-17 Kristján Orri Jóhannsson skorar, mikilvægt og það þrátt fyrir að vera tveimur færri
40:12 Tomas Olason ver! Frábært
41:46  Sigurður Örn fær 2 mínútur hjá Fram, Akureyri hinsvegar með fullskipað lið
42:12 Tomas Olason heldur áfram að verja
42:57 19-17 Arnar Freyr skorar fyrir Fram
44:01 19-18 Ingimundur Ingimundarson skorar, mikil spenna í leiknum
44:24 Guðlaugur tekur leikhlé fyrir Fram
44:24 Síðari hálfleikur að verða hálfnaður og munurinn aðeins eitt mark
44:43 20-18 Garðar skorar fyrir Fram
45:36 20-19 Nicklas Selvig skorar, Selvig búinn að vera öflugur í dag
46:12 Ragnar Þór á skot sem Akureyrarvörnin ver vel
46:25 Fram enn í sókn
47:06 Bergvin Þór Gíslason missir boltann
48:22 Framarar missa boltann
48:46 20-20 Þrándur Gíslason skorar af línunni og jafnar metin!
49:03 20-21 Kristján Orri Jóhannsson skorar sitt áttunda mark í dag og Akureyri er komið yfir
49:51 Akureyri nær boltanum
51:13 21-21 Ólafur Jóhann skorar fyrir Fram
51:34 21-22 Nicklas Selvig svarar og Akureyri er yfir
51:45 Tomas Olason ver enn og aftur
52:02 21-23 Nicklas Selvig skorar, koma svo!
52:31 Fram með skot framhjá
53:16 Tomas Olason ver, þvílíkur leikur hjá Tomasi
53:36 Skot framhjá og Fram í sókn
53:52 Tomas Olason með enn eitt varða skotið, þvílík frammistaða
54:19 21-24 Kristján Orri Jóhannsson er að skora, munurinn er orðinn þrjú mörk!
54:38 Framarar taka leikhlé
54:38 Akureyri í lykilstöðu, geta okkar menn klárað dæmið og skilað tveimur stigum í hús?
55:13 Framarar missa boltann, nú er bara að klára dæmið
55:57 Ingimundur Ingimundarson með skot sem Kristófer ver
56:07 22-24 Sigurður Örn skorar fyrir Fram, gríðarleg spenna í þessu ennþá
56:30 Akureyri fær vítakast
56:36 en Kristófer ver!
56:46  Ólafur Jóhann fékk 2 mínútur hjá Fram
57:23 Tomas Olason ver í tvígang
58:07 23-24 Stefán Baldvin minnkar muninn í eitt mark
58:48 23-25 Nicklas Selvig skorar!!! Gríðarlega mikilvægt mark hjá Dananum
59:34 24-25 Sigurður Örn skorar fyrir Fram, ennþá er spennan í loftinu
59:35 Atli Hilmarsson tekur leikhlé
59:35 25 sekúndur eftir, við erum með boltann, nú er bara að spila öruggt og sigla þessu heim
59:47 24-26 Sigþór Árni Heimisson er að skora sigurmarkið!!! Þetta er klárt!
60:00 Tomas Olason ver og Akureyri sigrar 24-26
60:00 Frábær sigur og hrikalega mikilvæg 2 stig í hús! Þetta var baráttuleikur enda var mikilvægt fyrir bæði lið að ná sigri. Akureyri er búið að skilja Framarana eftir og nú er bara að reyna að ná sem bestu sæti í úrslitakeppninni
60:00 Kristján Orri Jóhannsson var frábær með 9 mörk (2 úr vítum), Nicklas Selvig 7 mörk, Heiðar Þór 3 mörk, Ingimundur og Sigþór með 2 mörk hver, Halldór Logi, Bergvin og Þrándur allir með 1 mark
60:00 Tomas Olason varði 21 skot í leiknum þar á meðal eitt vítakast, þvílík frammistaða
60:00 Við þökkum fyrir okkur hér í dag og fögnum þessum frábæra sigri sem og Bikarmeistaratitli stúlknanna á eldra ári í 4. flokki í KA/Þór

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson