Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2014-15

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Bein lýsing
Olís deild karla 15. mars 2015 kl. 16:00 í Digranesi
HK
 
Akureyri
0
-
0
00:00
Velkomin í Beina Lýsingu frá leik HK og Akureyrar í 23. umferð Olís Deildarinnar.


Tími   Staða   Skýring
Velkomin í Beina Lýsingu frá leik HK og Akureyrar í 23. umferð Olís Deildarinnar.
Þetta er lokaleikur umferðarinnar en honum var frestað í gær vegna veðurs. Úrslit í öðrum leikjum umferðarinnar voru nokkuð óvænt
Framarar unnu topplið Vals og Stjarnan náði jafntefli gegn ÍR, því er sú staða komin upp að ef Akureyri sigrar í dag þá er HK endanlega fallið
Leikmannahópur HK
Markmenn:
Lárus Helgi Ólafsson og Aron Daði Hauksson
Útileikmenn: Daði Laxdal Gautason, Óðinn Þór Ríkharðsson, Aron Gauti Óskarsson, Tryggvi Þór Tryggvason, Leó Snær Pétursson, Garðar Svansson, Máni Gestsson, Þorkell Magnússon, Þorgrímur Smári Ólafsson, Guðni Már Kristinsson, Andri Þór Helgason og Atli Karl Bachmann
Leikmannahópur Akureyrar
Markmenn:
Tomas Olason, Hreiðar Levý Guðmundsson og Bjarki Símonarson
Útileikmenn: Birkir Guðlaugsson, Halldór Logi Árnason, Heimir Örn Árnason, Sverre Andreas Jakobsson, Bergvin Þór Gíslason, Kristján Orri Jóhannsson, Arnór Þorri Þorsteinsson, Sigþór Árni Heimisson, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Nicklas Selvig og Ingimundur Ingimundarson
Eins og ég kom að áðan þá fellur HK endanlega úr deildinni með tapi en Akureyri þarf einnig sigur til að halda í við Hauka, ÍBV og FH í baráttunni um að koma sér í sem besta stöðu fyrir úrslitakeppnina
Þetta er þriðji leikur HK og Akureyrar í vetur. Liðin mættust í fyrsta leik tímabilsins hér í Digranesi þar sem Akureyri sigraði 21-25
Liðin mættust svo í 10. umferðinni í Höllinni á Akureyri þar sem Akureyri sigraði 23-18.
Búið er að kynna liðin, þetta er að bresta á!
Akureyri byrjar með boltann, nú er bara að vona að okkar lið byrji leikinn vel
0:01 Leikurinn er hafinn, Akureyri í sókn
0:30 Bergvin Þór Gíslason náði ekki að grípa og HK náði hraðaupphlaupi. En skotið var yfir
0:48 Akureyri með boltann
1:09 0-1 Sigþór Árni Heimisson prjónar sig í gegn og skorar, gott mark!
1:50 1-1 Þorgrímur Smári óáreittur fyrir framan vörn Akureyrar og hann skorar, verður að mæta þessum manni
2:22 Bergvin Þór Gíslason með laust skot sem er varið
2:31 Þorgrímur Smári skýtur yfir markið, kom þarna í seinni bylgju
2:47 Akureyri í sókn
2:58 Nicklas Selvig upp í loft en varið er frá honum
3:11 Atli Karl lyfir sér upp og skýtur yfir, gengur illa hjá heimamönnum að skjóta nógu neðarlega
3:42 Halldór Logi Árnason fær aukakast á línunni
4:03 1-2 Halldór Logi Árnason skorar af línunni eftir frábæra sendingu frá Sigþóri
4:45 Tomas Olason ver frá Atla Karli og Akureyri með boltann
5:02 Nicklas Selvig í dauðafæri en Lárus ver frá honum
5:16 Skot frá HK í slá og yfir, Akureyri með boltann
5:39 Nicklas Selvig kemur á vörnina og fær dæmdan á sig ruðning
5:51 Andri Þór skorar úr hraðaupphlaupi fyrir HK en markið dæmt af
6:06 Sigþór Árni Heimisson með lúmskt undirhandarskot en Lárus sér við honum
6:20 Guðni Már með skot sem Tomas Olason ver vel, Akureyri með boltann
6:38 Það ríkir algjör þögn hér í Digranesi, hrikalega skrýtin stemning hér
6:59 Kristján Orri Jóhannsson skorar en dæmd lína
7:35 Þorgrímur sækir vítakast fyrir HK
8:02 Tomas Olason ver vítið með tilþrifum!
8:26   Sigþór Árni Heimisson fær aukakast, gult spjald á Mána
8:42 Boltinn dæmdur af Akureyri
9:21 Þorgrímur með skot sem Tomas Olason ver
9:42 Nicklas Selvig reynir sendingu niður í horn en HK kemst í boltann
9:53 Sending HK upp völlinn hinsvegar slök og Akureyri fær boltann að nýju
10:02 Tíminn er stopp, verið að þurrka gólfið. Þetta fer afskaplega rólega af stað hér í dag.
10:03 Vantar gjörsamlega alla stemningu hér í dag
10:21 1-3 Sigþór Árni Heimisson fer í gegn og skorar, hrikalega vel gert
10:35 2-3 Atli Karl skorar fyrir HK
11:12 Sigþór Árni Heimisson í gegn og skorar en búið að dæma aukakast, kraftur í Sissa
11:27 2-4 Sigþór Árni Heimisson kemur með gott undirhandarskot sem lekur inn, Lárus í boltanum en skotið of fast
11:54 Sverre Andreas Jakobsson ver boltann í vörninni
12:03  Bergvin Þór Gíslason að komast í gegn en hann er rifinn niður. Tryggvi Þór fær brottvísun
12:04 Akureyri með aukakast
12:17 2-5 Ingimundur Ingimundarson með frábæra takta, lyftir sér upp og setur boltann upp í skeytin. Meira svona takk!
12:59 Slök sending hjá heimamönnum og Akureyri nær boltanum
13:16 2-6 Ingimundur Ingimundarson nær frákasti eftir að Kristján Orri hafði skotið í stöngina. Ingimundur klárar sitt færi hinsvegar af öryggi
13:56 Peking vörnin handsamar Atla Karl, aukakast
14:15 Sverre Andreas Jakobsson ver skot í vörninni
14:25 Sverre Andreas Jakobsson skorar af línunni en löngu búið að dæma aukakast, Sverre glottir við tönn þegar hann hleypur útaf
14:57 Ingimundur Ingimundarson með skot sem Lárus ver
15:10 HK tekur leikhlé
15:10 Það er eins og heimamenn séu ekki til staðar hér fyrsta kortérið. Algjörlega dautt yfir liðinu sem og áhorfendum. Akureyri hefur hinsvegar verið að spila vel síðustu mínútur og er komið með fjögurra marka forystu
15:46 Tomas Olason ver auðveldlega skot frá Þorgrími Smára
16:12  Flott leikflétta hjá Akureyri sem endar með því að Sigþór Árni Heimisson er rifinn niður. Garðar Svansson fær 2 mínútur og Akureyri aukakast
16:24 2-7 Halldór Logi Árnason gerir vel á línunni og nær boltanum, kemur honum svo laglega í netið
16:59 Leó Snær stöðvaður, aukakast
17:29   Bergvin Þór Gíslason fær gult spjald
17:48 3-7 Þorgrímur Smári skorar eftir að höndin var komin upp
18:09 Nicklas Selvig fer auðveldlega í gegn en skýtur í stöng
18:21 Akureyri heldur boltanum, dæmd lína á HK
18:33 Sigþór Árni Heimisson með slaka sendingu sem endar útaf, HK kemur í sókn
19:03 Garðar sækir vítakast fyrir HK
19:17 4-7 Leó skorar úr vítinu
19:41 4-8 Sigþór Árni Heimisson með flott undirhandarskot sem fer í gegnum klofið á Lárusi í markinu
20:11 Halldór Logi Árnason stöðvar Atla Karl
20:25 Þorgrímur með skot í vörn Akureyrar og HK fær hornkast
20:42 Dauðafæri á línunni en Tomas Olason ver glæsilega
20:55 4-9 Kristján Orri Jóhannsson fær gott færi í hægra horninu og setur boltann í netið, vel gert og Kristján kominn á blað
21:26 Sverre Andreas Jakobsson nær boltanum en missir hann aftur, HK fær svo aukakast
21:46 5-9 Tryggvi Þór nær boltanum á línunni og minnkar muninn. Sverre Andreas Jakobsson ósáttur við sjálfan sig að hafa ekki komist í boltann
22:12 5-10 Nicklas Selvig með skot alveg upp í skeytin, Daninn fagnar þessu enda virkilega flott mark
22:41 6-10 Máni fær boltann á línunni og skorar, línuspilið er að gefa þessa stundina fyrir heimamenn
23:09 Sigþór Árni Heimisson reynir aðeins of flókna leið í gegnum vörnina og fær aukakast
23:28 Nicklas Selvig reynir sendingu á Halldór Loga en HK nær boltanum
23:41 7-10 Andri Þór skorar úr seinni bylgju og munurinn kominn niður í þrjú mörk
23:46 Atli Hilmarsson tekur leikhlé
23:46 Heimamenn að komast betur í gang og Atli vill greinilega skerpa á sínum mönnum
23:48 Leikurinn hafinn að nýju, Akureyri með boltann
24:09 Glæsilega gert hjá Sigþóri Árna Heimissyni. Sér gat á vörninni og brunar í gegn, fær vítakast
24:34 Kristján Orri Jóhannsson nær hinsvegar ekki að nýta vítið, Lárus sér við honum
24:59 8-10 Þorgrímur Smári með gott skot fyrir utan og skorar, munurinn orðinn tvö mörk
25:23 Ingimundur Ingimundarson reynir að komast í gegn en hann er stöðvaður, aukakast dæmt
25:38 Sigþór Árni Heimisson með þrumuskot fyrir utan en Lárus ver
25:51 HK fær aukakast, heimamenn geta minnkað muninn í eitt mark
26:15   Kristján Orri Jóhannsson fær gult spjald
26:29 Akureyri nær boltanum
26:39 Ingimundur Ingimundarson reynir línusendingu en er heppinn og nær boltanum aftur
27:08  Máni brýtur á Nicklas Selvig sem var kominn í gegn og fær brottvísun. Akureyri vítakast
27:10 8-11 Heiðar Þór Aðalsteinsson sem ber glæsilegt skegg kemur inn og skorar úr vítinu
27:41 9-11 Andri Þór gerir vel og skorar úr erfiðu færi í horninu, Akureyri kemur í sókn
28:08 10-11 Boltinn dæmdur af Akureyri og Leó Snær skorar úr hraðaupphlaupi
28:40 Sigþór Árni Heimisson fer í gegn og fær vítakast
28:44 10-12 Heiðar Þór Aðalsteinsson kemur aftur inn og skorar af öryggi úr vítinu
29:21 Ruðningur dæmdur á Atla Karl og Akureyri kemur í sókn
29:43 Sigþór Árni Heimisson með ótímabært skot sem er varið
29:52 Lína hinsvegar dæmd á HK
30:00 Akureyri missir boltann strax aftur og Leó nær skoti sem Tomas Olason ver.
30:00 Staðan er því 10-12 fyrir Akureyri í hálfleik.
30:00 Eftir flotta byrjun þar sem Akureyri komst í 5-10 þá hafa heimamenn komið sterkari inn og minnkað muninn. Það má því búast við spennu í síðari hálfleik
30:00 Mörk Akureyrar: Sigþór Árni Heimisson 4 mörk, Ingimundur Ingimundarson, Halldór Logi Árnason og Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 mörk hver, Kristján Orri Jóhannsson og Nicklas Selvig 1 mark hvor
30:00 Tomas Olason hefur varið 8 skot í marki Akureyrar
30:00 Styttist í að síðari hálfleikurinn hefjist
30:01 HK hefur hafið síðari hálfleikinn
30:24 Ingimundur Ingimundarson nær utan um Atla Karl og aukakast dæmt
30:46 11-12 Leó Snær skorar úr horninu og munurinn orðinn eitt mark
31:13 Nicklas Selvig skorar en réttilega dæmd skref á kappann
31:31 12-12 Tomas Olason ver en nær ekki boltanum og Leó Snær skorar í autt markið
32:05 12-13 Kristján Orri Jóhannsson kemur úr horninu og lyftir sér upp fyrir utan og skorar
32:26 Tomas Olason ver og Akureyri í sókn
32:33 Kristján Orri Jóhannsson með skot í stöng
32:41 HK í sókn
32:58 Sverre Andreas Jakobsson brýtur á Tryggva á línunni og aukakast dæmt, heppinn að ekki var dæmt víti
33:21 13-13 HK jafnar metin
33:34 13-14 Sigþór Árni Heimisson flottur og svarar um leið, Akureyri heldur forystunni
33:55 Boltinn lekur inn í teig og Akureyri fær boltann
34:32 Nicklas Selvig kemur á vörnina en er stöðvaður, aukakast
34:46 Sigþór Árni Heimisson með skot sem Lárus ver
34:57 Tomas Olason svarar því með frábærri vörslu og Akureyri fær boltann aftur
35:18 13-15 Bergvin Þór Gíslason með baneitraða einfalda fintu og skorar!
35:32 14-15 Leó Snær kemst í gegn og skorar fyrir HK, kraftur í Leó hér í dag
36:04 Nicklas Selvig hótar skoti en fer svo í gegn, fær vítakast
36:31 14-16 Heiðar Þór Aðalsteinsson lætur verja frá sér í vítinu en nær frákastinu og skorar, mikilvægt!
37:13 Tomas Olason ver skot Þorgríms fyrir utan
37:28 15-16 Andri Þór skorar fyrir HK eftir að ruðningur var dæmdur á Sigþór Árna Heimisson
37:56 Nicklas Selvig með skot hátt yfir
38:09 Sverre Andreas Jakobsson nær boltanum en dæmt aukakast, HK heldur því boltanum
38:40 Kristján Orri Jóhannsson nær að stöðva Garðar sem var við það að sleppa í gegn
38:58 16-16 Þorgrímur með lúmskt skot sem Tomas ræður ekki við og staðan er orðin jöfn
39:30 Nicklas Selvig með skot sem Lárus ver
39:38 Sóknarleikur Akureyrar hefur alls ekki verið að ganga hér að undanförnu
40:00 17-16 Garðar skorar fyrir utan og HK er komið yfir
40:03 Atli Hilmarsson tekur leikhlé
40:03 Atli er alls ekki sáttur og það eðlilega, spilamennskan hefur hrunið eftir að liðið virtist ætla að stinga af
40:04 Akureyri kemur aftur í sókn
40:26 Heimir Örn Árnason er mættur á svæðið og fær aukakast
40:40 Heimir Örn Árnason er svo sannarlega mættur! Glæsileg línusending á Halldór Loga sem skilar vítakasti
41:05 17-17 Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar af öryggi úr vítakastinu
41:36 Komið smá líf í stúkuna
41:49   Ingimundur Ingimundarson var að missa Þorgrím og fékk ekki hjálparvörn. Ingimundur heldur því of lengi í Þorgrím sem endar með brottvísun og víti
41:57 18-17 Leó Snær skorar úr vítinu
42:25 Heimir Örn Árnason skorar en dæmt á hann sóknarbrot
42:55 Þorgrímur með skot sem Tomas Olason ver
43:06 Klaufagangur hjá Akureyri og HK fær boltann aftur
43:21 Skelfilegt skot hjá Garðari sem fer himinhátt yfir mark Akureyrar
43:57 Bergvin Þór Gíslason með skot sem er varið, Akureyri heldur boltanum og er með fullskipað lið
44:12 Höndin er komin upp
44:22 Bergvin Þór Gíslason inn úr horninu en dæmd lína á hann
44:36 HK reynir línusendingu sem enginn snertir og Akureyri fær boltann
45:02 Heimir Örn Árnason kemur á vörnina og fær dæmdan á sig ruðning
45:27 Garðar í gegn en Tomas Olason ver frá honum
45:37 18-18 Halldór Logi Árnason skorar úr seinni bylgjunni, um að gera að keyra aðeins á þetta
46:01   Heimir Örn Árnason fær beint rautt spjald fyrir brot á Þorgrími. Þetta leit ekkert sérlega vel út en Heimir eðlilega ekki sáttur
46:01 HK tekur leikhlé
46:01 Ja hérna, veit ekki alveg hvað á að segja um þetta rauða spjald. Heimir Örn Árnason fór vissulega nokkuð harkalega í Þorgrím en held að 2 mínútur hefðu alveg dugað í þessu tilfelli
45:53 HK í sókn
46:13 Óvænt skot sem Tomas Olason ver og Akureyri kemur í sóknina
46:27 Sigþór Árni Heimisson er tekinn úr umferð þegar Akureyri er einum færri
46:47 Bergvin Þór Gíslason kemur sér í gegn en það er varið frá honum
46:58 Frábær vörn hjá Ingimundi og ruðningur dæmdur
47:34 18-19 Bergvin Þór Gíslason með svakalega einfalda fintu og skilur varnarmanninn algjörlega eftir. Beggi skorar svo að sjálfsögðu
47:59 19-19 Andri Þór jafnar hinsvegar fyrir heimamenn
48:27 HK kemur í sóknina
48:55 Sverre Andreas Jakobsson ver skot í vörninni...
49:05 19-20 ...boltanum er kastað fram á Bergvin sem sendir áfram á Halldór Loga Árnason sem skorar!
49:35 20-20 Atli Karl skorar fyrir utan
49:45 Nicklas Selvig kemur á þetta en fær aukakast
50:07 Halldór Logi Árnason í baráttu á línunni en fær aukakast, einhverjir vildu vítakast en held að aukakastið sé réttur dómur
50:19 Nicklas Selvig kemur á vörnina og skorar!
50:47 20-21 HK kastar boltanum útaf
51:13 Kristján Orri Jóhannsson inn úr horninu en Lárus ver frá honum
51:25 Þorgrímur með þrumuskot í slá en HK nær frákastinu
51:43 Halldór Logi Árnason harður í vörninni og stöðvar Atla Karl
52:00 Guðni Már fær vítakast fyrir HK
52:19 Tomas Olason hinsvegar ver vítakastið!!!
52:28 Þetta gæti reynst mikilvægt, það styttist í lokin á þessum leik
52:47 Ingimundur Ingimundarson með skot sem er varið og svo dæmd lína á Halldór Loga
52:59 Tomas Olason ver glæsilega fast skot fyrir utan og Akureyri með boltann
53:20 Halldór Logi Árnason kemst ekkert á línunni en fær þó aukakast
53:33 Nicklas Selvig í fínu færi en skýtur yfir
54:10 Guðni Már með hörkuskot í stöngina og útaf, Akureyri sleppur með skrekkinn og fær boltann
54:43 20-22 Ingimundur Ingimundarson með frábæra línusendingu og Halldór Logi skorar að sjálfsögðu
55:24 Akureyri nær boltanum en Lárus markvörður HK kemst inn í hraðaupphlaupssendingu
55:45 HK er því með boltann
56:00 Atli Karl með skot en Tomas Olason ver frábærlega, Akureyri með boltann
56:27 Ingimundur Ingimundarson er að spila einstaklega skemmtilegan leik hér! Virtist vera í vandræðum en kemur boltanum á Halldór Loga sem fær vítakast
56:54 Heiðar Þór Aðalsteinsson kemur inn í vítið en Lárus ver frá honum
57:06 Enn eitt stangarskotið hjá heimamönnum og Akureyri fær boltann
57:35 Boltinn dæmdur af Akureyri
57:44 21-22 Leó Snær refsar með hröðu marki og munurinn eitt mark á ný
57:57 Sigþór Árni Heimisson fær aukakast
57:57 Ekki sá ég hvað gerðist þarna en einn HK leikmaðurinn liggur sárkvalinn eftir
57:57 Guðni Már er þetta en hann gengur hér af velli
57:58 En leikurinn heldur áfram og Akureyri er í sókn
58:12 Nicklas Selvig fær aukakast, virtist vera að missa boltann
58:25 Nicklas Selvig í gegn en Lárus ver frá honum
58:31 HK tekur leikhlé
58:31 Hvað gerist hér í lokin? Nær Akureyri að klára dæmið eða ná heimamenn að halda lífi í sinni fallbaráttu?
58:32 HK hefur leikinn að nýju
59:03 Fast skot frá Daða Laxdal en Tomas Olason ver vel!
59:22 22-22 Ingimundur Ingimundarson missir boltann og Leó Snær jafnar metin
59:35 Atli Hilmarsson tekur leikhlé
59:35 Bara 25 sekúndur eftir af þessum leik, Akureyri hlýtur að spila upp á síðasta skotið til að fá allavega 1 stig úr þessum leik
59:36 Leikurinn byrjaður aftur, Akureyri í sókn
59:51 Sigþór Árni Heimisson fær vítakast!
60:00 Tíminn er búinn!
60:00 Bara vítið eftir, Kristján Orri Jóhannsson tekur það
60:00 Lárus ver vítið!
60:00 Jafntefli er því staðreynd, bæði lið væntanlega ósátt með þetta en líklega sanngjörn niðurstaða
60:00 Tomas Olason er maður leiksins hjá Akureyri, varði 21 skot þar á meðal 2 vítaköst
60:00 Þetta var áhugaverður leikur hér í dag, alls ekki merkilegur handbolti lengst af en spennan var þó í boði
60:00 Við þökkum fyrir okkur í dag og bendum á að Akureyri fær Íslands- og Bikarmeistara ÍBV í heimsókn á laugardaginn næsta

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson