Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2014-15

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Bein lýsing
Olís deild karla 28. mars 2015 kl. 16:00 í Schenkerhöllinni
Haukar
 
Akureyri
0
-
0
00:00
Velkomin í Beina Lýsingu frá leik Hauka og Akureyrar í lokaleik 25. umferðar


Tími   Staða   Skýring
Velkomin í Beina Lýsingu frá leik Hauka og Akureyrar í lokaleik 25. umferðar
Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur, með sigri fer Akureyri upp fyrir Hauka og ÍBV og hefur betur gegn Haukum í innbyrðisviðureignum. Sigri Haukar fara þeir langleiðina með að tryggja sér 5. sætið og hafa betur í innbyrðisviðureignum gegn Akureyri
Hópur Hauka:
Markmenn: Einar Ólafur Vilmundarson og Giedrius Morkunas
Útileikmenn: Tjörvi Þorgeirsson, Janus Daði Smárason, Adam Haukur Baumruk, Brynjólfur Snær Brynjólfsson, Vilhjálmur Geir Hauksson, Árni Steinn Steinþórsson, Brimir Björnsson, Jón Þorbjörn Jóhannsson, Matthías Árni Ingimarsson, Þröstur Þráinsson, Elías Már Halldórsson og Einar Pétur Pétursson
Hópur Akureyrar:
Markmenn: Tomas Olason og Hreiðar Levý Guðmundssson
Útileikmenn: Birkir Guðlaugsson, Halldór Logi Árnason, Þrándur Gíslason, Heimir Örn Árnason, Sverre Andreas Jakobsson, Bergvin Þór Gíslason, Kristján Orri Jóhannsson, Arnór Orri Þorsteinsson, Sigþór Árni Heimisson, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Nicklas Selvig og Ingimundur Ingimundarson
Gaman að sjá Sigþór aftur kláran í slaginn, en hann missti af sigurleiknum gegn ÍBV vegna meiðsla
Þá verður áhugavert að fylgjast með Elíasi Má Halldórssyni en hann lék með Akureyri fyrir áramót eins og flestir ættu að vita
Það var stórsigur fyrir Akureyrskan handbolta í gær þegar Hamrarnir tryggðu sér sæti í umspili um laust sæti í Olís Deildinni. Ingimundur Ingimundarson þjálfari Hamranna leikur svo að sjálfsögðu með Akureyri hér í dag
Þá verður áhugavert að sjá Haukana hér í dag en þetta er fyrsti leikur liðsins eftir að það spurðist út að Patrekur Jóhannesson þjálfari myndi hætta með liðið eftir tímabilið
Það er rosalega slök mæting á þennan leik, vissulega enn tími til stefnu en nokkuð ljóst að landsleikur Íslands og Kasakstan dregur athygli frá þessum leik
Verið er að kynna liðin, þetta er að bresta á!
Sýnist Haukar munu byrja með boltann
0:01 Þetta er byrjað! Haukarnir í sókn
0:36 Adam Haukur upp í loft en Ingimundur Ingimundarson ver frá honum, hornkast sem Haukar eiga
0:52 1-0 Tjörvi skorar fyrir utan og Haukar eru komnir á blað
1:14 Glæsileg trommusveit Akureyrar lætur vel heyra í sér
1:30 Akureyri fær vítakast
1:47 1-1 Kristján Orri Jóhannsson skorar af öryggi að sjálfsögðu
2:23 2-1 Jón Þorbjörn skorar af línunni og Haukarnir komast aftur yfir
2:55 Þrándur Gíslason náði ekki til boltans á línunni en fær aukakast, þetta var svolítið ódýrt en við tökum það!
3:23 2-2 Að sjálfsögðu! Nicklas Selvig með gott skot fyrir utan og mark
3:42 Tomas Olason ver og Akureyri kemur í sókn
3:51 Bergvin Þór Gíslason með skot sem er varið en Beggi fær aukakast, Akureyri í sókn
4:22 Heimir Örn Árnason reynir að koma boltanum á línuna en dæmt aukakast
4:35 Akureyri missir boltann
4:49 2-3 Akureyri nær boltanum og Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar úr hraðaupphlaupi. Selvig fljótur að átta sig og kemur boltanum á Heidda
5:19   Sverre Andreas Jakobsson missir af Jóni á línunni og vítakast dæmt. Sverre fær gult spjald
5:44 Adam Haukur tekur vítið en Tomas Olason ver glæsilega! Akureyri með boltann
6:22  Akureyri fær aukakast og Matthías fær gult spjald í vörn Hauka
6:53 Boltinn dæmdur af Akureyri
6:53  Elías Már kemur í hraðaupphlaupi og Heimir Örn Árnason brýtur á honum. Víti og 2 dæmdar sem er furðulegur dómur, Heimir er ekki sáttur
7:00 3-3 Þröstur Þráinsson skorar úr vítinu, Tomas Olason varði boltann inn, þarna munaði litlu
7:27 3-4 Nicklas Selvig með skot af gólfinu beint á Giedrius í markinu en einhvernveginn fer boltinn inn, þessi mörk eru mikilvæg!
7:56 Adam Haukur með skot fyrir utan en Tomas Olason ver!
8:09 Ánægður með Tomas Olason, byrjar vel og klappar svo í takt við trommusveitina þegar Akureyri er í sókn
8:36 Haukarnir koma í sókn...
8:44 Tomas Olason hinsvegar ver glæsilega frá Elíasi Má, ætli Tomas viti nákvæmlega hvar Elías skýtur á markið?
9:20 Bergvin Þór Gíslason fær aukakast
9:43 Leiktöf dæmd á Akureyri, var að opnast færi í horninu en höndin búin að vera uppi í smá tíma og leiktöf dæmd
10:14 Adam Haukur með skot framhjá en aukakast dæmt, Haukar enn í sókn
10:36 Adam Haukur heldur áfram og skýtur framhjá, Akureyri með boltann
11:12 4-4 Nicklas Selvig með slakt skot og Elías Már refsar með marki úr hraðaupphlaupi
11:46 Bergvin Þór Gíslason fær aukakast, Haukavörnin að loka vel þessa stundina
12:00 4-5 Þrándur Gíslason hinsvegar finnur svæði og þessi syngur í netinu, rétt eins og Þrándur í kórnum!
12:25 5-5 Árni Steinn lyftir sér upp og jafnar metin, þarf að mæta svona skyttu
12:58 Bergvin Þór Gíslason með skot sem er varið, Heiðar Þór Aðalsteinsson nær frákastinu en skýtur beint í andlitið á Giedrius í markinu
12:58 Haukarnir eru með boltann og Giedrius harkar af sér
13:00 Haukarnir koma í sóknina
13:22  Jón Þorbjörn losnar á línunni og fær vítakast, Heiðar Þór Aðalsteinsson fær gult spjald
13:46 Tomas Olason, þvílíkur maður! Ver vítið frá Þresti og Akureyri kemur í sókn!
14:14 Ingimundur Ingimundarson er mættur í sóknina
14:40 Heimir Örn Árnason með ótrúlega línusendingu í gegnum sitt eigið klof en ekki er dæmt víti, Akureyringar í stúkunni ekki sáttir og heimta samræmi
15:02 Ingimundur Ingimundarson með skot yfir markið
15:13 Fótur á Elías Má og Akureyri með boltann
15:25 5-6 Þrándur Gíslason fær boltann á línunni og klínir þessum í skeytin, glæsilegur Þrándur!
15:35 Patrekur tekur leikhlé fyrir heimamenn
15:35 Stefnir í hörkuleik hér í dag, bæði lið að spila fínustu vörn og jafnt á öllum tölum hingað til
15:36 Haukarnir hefja leikinn að nýju
15:58 6-6 Adam Haukur með skot í stöngina og í Tomas Olason og inn
16:40 Ingimundur Ingimundarson fær aukakast, Nicklas Selvig fékk eitthvað högg og hvílir þessa stundina
17:09 6-7 Kristján Orri Jóhannsson kemur úr horninu, lyftir sér upp og skorar í fjærhornið. Meira svona takk!
17:39 Kristján Orri Jóhannsson brýtur á Jóni Þorbirni á línunni og Haukar fá aukakast
18:07 Adam Haukur reynir að komast í gegn en Heimir Örn Árnason sér við honum
18:20 7-7 Janus Daði finnur hinsvegar glufu á vörn Akureyrar og skorar
18:54 7-8 Sigþór finnur Þránd Gíslason á línunni og Þrándur skorar af öryggi
19:32 Mjög hrifinn af varnarleik Akureyrar til þessa, Haukarnir í vandræðum með að opna vörnina, vantar bara herslumuninn til að loka alveg á þá
19:44 Ruðningur dæmdur á Haukana, Bergvin Þór Gíslason stóð vel þarna
20:26 Kristján Orri Jóhannsson í fínu færi en Einar Ólafur ver frá honum
20:38 Haukar með boltann
20:56 Árni Steinn með lúmskt skot fyrir utan en Tomas Olason ver, Akureyri með boltann
21:34 Ingimundur Ingimundarson fær aukakast, lítið að gerast í sókn Akureyrar
21:46 7-9 Þá fáum við bara einn Heimi Örn Árnason special! Skot uppúr engu og mark!
22:20  Janus Daði í gegn, Heimir Örn Árnason brýtur á honum og víti og 2 dæmt
22:21 8-9 Vilhjálmur Geir skorar af öryggi úr vítinu
22:39 Slæmt að Heimir Örn Árnason er strax kominn með tvær brottvísanir
23:14 Nicklas Selvig með skot framhjá, höndin var komin upp
23:25 Slök sending upp völlinn hjá Haukum sem fer útaf, Akureyri fær því boltann að nýju
23:40 Atli Hilmarsson tekur leikhlé
23:40 Eins og venjulega þá er sóknarleikur Akureyrar erfiður en fín vörn og góð markvarsla hefur séð til þess að liðið leiðir leikinn
23:41 Akureyri hefur hafið leikinn að nýju
23:57 Sigþór Árni Heimisson kemur á vörnina en er stöðvaður, aukakast dæmt
24:17 8-10 Sóknin virtist vera að renna út í sandinn en Kristján Orri Jóhannsson skorar!
24:37 8-11 Haukar með skot í stöng, Akureyri kemur hratt á þá og Kristján Orri Jóhannsson skorar aftur
25:11 Sverre Andreas Jakobsson nær boltanum og hröð sókn Akureyrar gengur ekki upp og Sverre róar leikinn niður
25:41 Sigþór Árni Heimisson með frábæra sendingu á Þránd en varið er frá honum
25:54 9-11 Vilhjálmur er fljótur að refsa og minnkar muninn úr hraðaupphlaupi
26:18 Bergvin Þór Gíslason við það að sleppa í gegn en hann fær aðeins aukakast
26:37 Þrándur Gíslason í baráttu á línunni og uppsker aukakast
26:54 Sigþór Árni Heimisson með undirhandarskot sem vörnin ver, Haukar með boltann
27:22 Elías Már inn úr horninu en Tomas Olason ver frá honum! Akureyri með boltann
27:52 9-12 Bergvin Þór Gíslason með uppstökk og hann skorar, frábær hann Beggi
28:09 10-12 Árni Steinn losnar og skorar, smá hraði að komast í þennan leik
28:47 10-13 Boltinn gengur vel á milli manna og Bergvin Þór Gíslason skorar gott mark
29:27 Tomas Olason grípur boltann frá Janus Daða!
30:00 Sigþór Árni Heimisson fær dæmdan á sig ruðning og Haukarnir þurfa að taka aukakastið á réttum stað og því kemur ekkert úr síðustu sókn fyrri hálfleiks
30:00 Fínasti fyrri hálfleikur hér í Hafnarfirði og Akureyri leiðir með þrem mörkum
30:00 Mörk Hauka: Vilhjálmur Geir og Árni Steinn með 2 mörk hvor, Tjörvi, Janus Daði, Adam Haukur, Jón Þorbjörn, Þröstur og Elías Már 1 mark hver
30:00 Mörk Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 4 mörk, Þrándur Gíslason 3 mörk, Bergvin Þór Gíslason og Nicklas Selvig 2 mörk hvor, Heimir Örn Árnason og Heiðar Þór Aðalsteinsson 1 mark hvor
30:00 Tomas Olason með 8 skot varin þar af 2 víti
30:00 Styttist í síðari hálfleikinn
30:01 Akureyri hefur hafið síðari hálfleikinn, koma svo strákar klárum þennan leik!
30:17 Heimir Örn Árnason kemur á vörnina og fær aukakast
30:37 Nicklas Selvig með skot fyrir utan en það fer framhjá
30:50 11-13 Adam Haukur í gegn og skorar fyrir Hauka
31:26 Einhverju missti ég af hérna, Akureyrarliðið er alls ekki sátt og Sævar ræðir hér við eftirlitsdómarann
32:03 Klukkan hefur gengið allan þennan tíma og líklegt að klukkan verði stopp þegar leikurinn fer aftur í gang
32:03 Akureyri kemur í sóknina
32:03  Bergvin Þór Gíslason fer framhjá Brim í vörninni sem rífur aftan í hann og fær 2 mínútur
32:03 Einhver rekistefna í gangi, enda má ekki setja klukkuna strax í gang en einhvernveginn þarf að fylgjast með þessum tveim mínútum sem Brimir var að fá
32:03 Við bíðum enn eftir að þetta klukkuvandamál verði lagað
31:08 Jæja, búið að laga klukkuna og við höldum áfram
31:24 11-14 Kristján Orri Jóhannsson kólnaði greinilega ekki við þetta stopp, fer í gegn og skorar af öryggi
31:58 Haukarnir reyna sirkusmark en Tomas Olason ver þetta! Ekkert svona hér segir sá danski!
32:29 Heimir Örn Árnason í gegn og bæði rifið aftan í hann og farið í andlitið, hinsvegar engin brottvísun en Heimir er ekki parsáttur við það
32:44  Nicklas Selvig í gegn og fær vítakast. Tjörvi fær 2 mínútur
32:46 Giedrius ver hinsvegar frá Kristjáni Orri Jóhannssyni
32:52 Haukarnir hafa greinilega fengið brottvísun fyrir brotið á Heimi áðan, þeir eru fjórir þessa stundina
33:24 Nei, þarna kemur hann inn á, þeir eru fimm, það hlaut líka að vera!
33:40 12-14 Adam Haukur með skot og skorar
34:14 13-14 Nicklas Selvig missir boltann og Adam Haukur skorar úr hraðaupphlaupi, munurinn orðinn eitt mark
34:32 13-15 Eigum við að skeggræða þetta eitthvað? Heiðar Þór Aðalsteinsson með frábæran snúning í horninu og mark!
35:08 14-15 Adam Haukur kemur óáreittur á vörnina og skorar, Adam í stuði þessa stundina
35:46 Heimir Örn Árnason að losna en búið að flauta og aukakast dæmt
36:00 14-16 Heiðar Þór Aðalsteinsson með frábært mark úr horninu, setur hann yfir Giedrius í markinu
36:29 15-16 Tjörvi alveg ósnertur þarna og hann skorar af gólfinu, menn verða að fara að mæta þeim þegar Haukarnir koma á vörnina
37:17 Heimir Örn Árnason með undirhandarskot sem Giedrius ver auðveldlega
37:32 Lína dæmd á Haukana
37:41 Svaðaleg barátta hjá Þrándi Gíslasyni á línunni
37:48 Atli Hilmarsson tekur leikhlé
37:48 Skiljanleg ákvörðun hjá Atla, Haukarnir búnir að vera betri þessar upphafsmínútur síðari hálfleiks. Þarf smá kraft í vörnina þessa stundina
37:49 Akureyri hefur leikinn að nýju
38:00 Bergvin Þór Gíslason með misheppnaða línusendingu, Haukar í sókn
38:29 Tomas Olason ver en Haukar halda boltanum
38:44 Þrándur Gíslason kemur langt út og stöðvar Tjörva, aukakast
38:56 16-16 Adam Haukur með þrumuskot sem Tomas Olason ver inn, þetta er orðið jafnt
39:25 Ingimundur Ingimundarson reynir en er stöðvaður, Akureyri reynir að finna einhverjar lausnir á góðri vörn Haukanna
39:45 Bergvin Þór Gíslason missir boltann
39:56 Adam Haukur í gegn og vítakast dæmt
39:59 17-16 Vilhjálmur skorar og Haukar eru komnir yfir
40:19 Tíminn er stopp, verið að þurrka eftir baráttu á línunni. Akureyri þarf á marki að halda
40:36 Nicklas Selvig með skot sem Giedrius ver, sá er kominn í gang
41:07 Aftur sækir Adam Haukur vítakast, Akureyrarvörnin er að opnast
41:29 18-16 Vilhjálmur Geir skorar úr vítinu
42:06 Haukarnir ná boltanum og Þröstur í dauðafæri en Tomas Olason ver frá honum!
42:26 Halldór Logi Árnason er kominn á línuna hjá okkar mönnum
42:26 Adam Haukur liggur eftir, fékk eitthvað högg en virðist ætla að harka þetta af sér
42:41 Akureyri fær innkast, lítið að gerast
43:04 Akureyri missir boltann en Haukarnir klaufar og missa hann líka
43:15 Akureyri hinsvegar missir strax boltann líka, rosalegt að horfa upp á þetta
43:31 Haukarnir stilla upp í sókn
43:45 Kristján Orri Jóhannsson tekur harkalega á Adam Hauk, meira svona
43:48 Patrekur tekur leikhlé fyrir heimamenn
43:48 Varnarleikurinn þarf smá í viðbót til að loka almennilega, eins og vörnin var nú góð í fyrri hálfleik
44:04 Haukar í sókn
44:12 Tjörvi með skot sem er varið af Sverre Andreas Jakobsson en fótur dæmdur
44:29 Skot í stöng og Akureyri með boltann
45:09 Nicklas Selvig heppinn að fá ekki á sig ruðning, fær aukakast
45:23 18-17 Ingimundur finnur Halldór Loga Árnason á línunni og hann skorar. Mikilvægt mark!
45:56 Skot í slá og Akureyri nær boltanum
46:03 18-18 Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar úr horninu, frábært hjá skeggjaða manninum!
46:41 Kominn meiri kraftur í vörn okkar manna
46:56 Sverre Andreas Jakobsson kastar sér á Adam Hauk, ánægður með svona baráttu. Adam liggur eftir og Haukar fá aukakast
46:56 Adam Haukur stendur upp, Sverre Andreas Jakobsson tekur utan um hann enda heiðursmaður
47:07 Sverre Andreas Jakobsson nær boltanum en Haukar fá aukakast
47:18 Vörnin ver skot frá Árna Steini og Tomas Olason nær honum svo, Akureyri með boltann!
47:48 18-19 Sigþór finnur Halldór Loga Árnason á línunni og Dóri skorar, fjósamaðurinn klikkar ekki!
48:31 Adam Haukur upp í loft og Akureyrarvörnin ver skotið hans!
48:44 Akureyri með boltann
49:07 Halldór Logi Árnason brýtur af sér og Haukum dæmdur boltinn
49:21 Haukarnir brjóta svo af sér í sinni sókn og Akureyri fær aftur tækifæri til að bæta við forskotið
49:43 18-20 Sigþór Árni Heimisson er kannski ekki sá hæsti í loftinu en þegar hann fer upp á tær getur hann bombað af gólfinu og skorað! Flottur Sissi!
49:52 Patrekur tekur leikhlé og er þá búinn með sín leikhlé
49:52 Allt annað að sjá Akureyrarliðið núna, mikill kraftur og flott barátta í liðinu. Frábært að sjá þetta
50:06 Haukar í sókn
50:22 Árni Steinn með skot sem Tomas Olason ver en Árni fær aukakast
50:44 Janus Daði með undirhandarskot sem fer framhjá! Akureyri með boltann
51:13 Nicklas Selvig reynir sendingu í hornið en hann fer af Haukamanni og útaf, innkast Akureyri
51:34 18-21 Nicklas Selvig með bombu úr skyttunni, sá er að standa sig
52:03 Jón Þorbjörn stöðvaður á línunni, Haukar eiga aukakast
52:20 Jón Þorbjörn reynir aftur á línunni og fær vítakast
52:28 Hreiðar Levý Guðmundsson kemur inn og reynir að verja vítið
52:29 19-21 Vilhjálmur skorar af öryggi, Hreiðar Levý Guðmundsson fer í vitlaust horn
52:47 Tomas Olason kemur aftur í markið
53:23 19-22 Sigþór Árni Heimisson er svo frábær, brunar í gegnum vörnina og skorar
53:35  Æji strákar, ólögleg skipting og Akureyri fær brottvísun. Þetta er svo klaufalegt
53:35 Sigþór Árni Heimisson sá brotlegi í þetta sinn
53:51 Tomas Olason ver frá Adam Hauk og eftir smá barning nær Akureyri boltanum
54:24 Nicklas Selvig að sleppa í gegn en fær aukakast
54:40 Nicklas Selvig með undirhandarskot af vörninni og útaf
54:56 20-22 Haukarnir ná boltanum og Brynjólfur Snær minnkar muninn úr seinni bylgju
55:25 20-23 Þvílík stimplun einum færri! Kristján Orri Jóhannsson skorar úr hægra horninu
55:51 Akureyri með fullskipað lið
55:58 Tomas Olason ver og fagnar ógurlega!
56:13 Mark hjá Akureyri færi langleiðina með þetta
56:36 Sigþór Árni Heimisson með línusendingu í fót og Akureyri með aukakast
56:47 Atli Hilmarsson tekur leikhlé
56:47 Flott að róa menn aðeins niður og stilla upp í kerfi, mark í þessari sókn gæti reynst ansi mikilvægt
56:49 20-24 NICKLAS SELVIG!!! Fer í gegnum vörnina og skorar af öryggi
57:14 Árni Steinn með skot sem Sverre Andreas Jakobsson ver, en Haukar eiga hornkast
57:34 Tomas Olason ver skot frá Árna Steini og Akureyri með boltann!
57:46 Haukarnir að spila langt út á móti núna enda þurfa þeir að taka sénsa
58:03 20-25 Kristján Orri Jóhannsson inn úr hægra horninu og skorar! Þetta er mark númer 7 hjá Krissa í dag
58:25 Adam Haukur með skot framhjá! Þetta er komið hjá okkar mönnum!
58:55 Nicklas Selvig í gegn en Giedrius ver
59:15 Tomas Olason! Vilhjálmur reynir að vippa yfir Tomas en hann ver
59:44 Boltinn dæmdur af Akureyri, menn lengi að átta sig en Haukar koma hér í sókn
60:00 Tjörvi reynir skot en það fer framhjá og Akureyri vinnur þennan leik!
60:00 Glæsilegur leikur hjá Akureyri hér í dag, gáfu aðeins eftir í upphafi síðari hálfleiks en heilt yfir miklu betri en Haukar hér í dag
60:00 Gríðarlega mikilvægur sigur og Akureyri stekkur upp í 5. sætið og hefur nú betur í innbyrðisviðureignum við Hauka
60:00 Akureyrarliðið kemur hér að stuðningsmönnum liðsins og klappa fyrir þeim. Flott stemning hér og góð trommusveit
60:00 Við þökkum fyrir okkur hér í dag og bendum á að það er stutt í næsta leik, FH kemur í heimsókn á mánudaginn og það er frítt í Höllina!

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson