Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2014-15

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Bein lýsing
8-liða úrslit karla 8. apríl 2015 kl. 19:30 í Austurbergi
ÍR
 
Akureyri
0
-
0
00:00
Verið velkomin í Beina Lýsingu frá leik ÍR og Akureyrar


Tími   Staða   Skýring
Verið velkomin í Beina Lýsingu frá leik ÍR og Akureyrar
Þetta er fyrsti leikur liðanna í 8-liða úrslitum en liðið sem fyrr vinnur tvo leiki fer áfram. Það er því gríðarlega mikilvægt að sigra hér í kvöld
Hópur ÍR
Markmenn:
Svavar Már Ólafsson og Arnór Freyr Stefánsson
Útileikmenn: Sturla Ásgeirsson, Eggert Jóhannsson, Björgvin Hólmgeirsson, Ingi Rafn Róbertsson, Davíð Georgsson, Jón Heiðar Gunnarsson, Daníel Ingi Guðmundsson, Arnar Birkir Hálfdánsson, Bjarni Fritzson, Ingvar Birgisson, Brynjar Steinarsson og Sigurjón Friðbjörn Björnsson
Hópur Akureyrar
Markmenn:
Tomas Olason og Hreiðar Levý Guðmundsson
Útileikmenn: Bergvin Þór Gíslason, Birkir Guðlaugsson, Halldór Logi Árnason, Heimir Örn Árnason, Sverre Andreas Jakobsson, Kristján Orri Jóhannsson, Sigþór Árni Heimisson, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Brynjar Hólm Grétarsson, Nicklas Selvig, Þrándur Gíslason og Ingimundur Ingimundarson
Sigþór Árni Heimisson og Bergvin Gíslason koma aftur inn í hóp Akureyrar eftir að hafa hvílt í síðasta leik
Það ætti ekki að koma neinum á óvart að þeir Björgvin Hólmgeirsson og Jón Heiðar Gunnarsson eru með ÍR hér í dag. Báðir búnir að eiga við meiðsli en menn einfaldlega láta vaða í úrslitakeppninni
ÍR er með heimaleikjaréttinn í einvíginu en sigri Akureyri hér í dag er liðið í lykilstöðu og gæti klárað einvígið í Höllinni á föstudaginn
Það er áhugavert að fylgjast með Bjarna Fritz hér í upphitun. Bjarni er með sín eigin heyrnatól og hitar uppi í góðri fjarlægð frá liðsmönnum sínum
Þorgerður Anna Atladóttir er mætt snemma í Austurbergið til að fylgjast með pabba sínum, Atla Hilmarssyni. Reyndar er strax kominn smá hópur í stúkuna og verður væntanlega vel mætt hér í kvöld
Dómarar í dag eru þeir Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson. Vonum að þeir höndli þennan leik en það má búast við svakalegum baráttuleik
Fyrir 10 árum síðan léku KA og ÍR í 8-liða úrslitum og var fyrsti leikurinn einmitt hér í Austurbergi. Þá átti Hreiðar Levý góðan leik í marki ÍR og Ingimundur Ingimundarson fór hamförum og skoraði 11 mörk. Í dag leika þeir báðir með Akureyri en eiga vonandi svipaðan leik og fyrir áratug síðan
Það er ekki að sjá á þeim Jóni Heiðari og Björgvini Þór í upphitun að þeir séu eitthvað alvarlega meiddir. Verða væntanlega báðir á fullu með ÍR í kvöld
ÍR-lagið hljómar í græjunum og veit ég núna af hverju maður heyrir þetta lag ekki oft. Ekki alveg besta stuðningsmannalagið á markaðnum
Stuðningssveit Akureyrar er kannski ekki með trommur en menn mæta með skúringarfötu og það er hægt að berja í hana, fín redding!
Verið er að kynna liðin, þetta er að bresta á!
Ég veit ekki með ykkur en ég get ekki beðið eftir því að þessi veisla hefjist
0:01 Akureyri hefur hafið leikinn
0:07 Jón Heiðar kemur beint í byrjunarliðið hjá ÍR
0:31 Heimir Örn Árnason sækir aukakast
0:47 0-1 Kristján Orri Jóhannsson skorar úr horninu eftir frábæra sendingu frá Sissa. Flott byrjun
1:23 Davíð Georgsson skýtur framhjá marki Akureyrar og okkar menn í sókn
1:46 Björgvin Hólmgeirsson er strax kominn inn á í lið ÍR
2:10 Sigþór Árni Heimisson fær aukakast og væga flugferð frá Davíð
2:25 Nicklas Selvig með skot sem vörnin ver
2:36  Ingimundur Ingimundarson fær gult spjald eftir að hafa misst Björgvin framhjá sér og ÍR fær víti
2:56 1-1 Sturla skorar af öryggi úr vítinu, þessi var við skeytin
3:24 Jón Heiðar grípur Sigþór Árni Heimisson sem fær aukakast
3:46 Heimir Örn Árnason með skot sem fer í vörnina og Svavar blakar boltanum útaf
3:58 ÍR með boltann
4:17 2-1 Arnar Birkir með skot af gólfinu og mark
4:31 Nicklas Selvig missir boltann
4:39 Akureyri nær boltanum fljótt aftur
5:08 Nicklas Selvig fær aukakast, ÍR-ingar voru við það að ná boltanum, gott að fá aukakastið
5:25 Nicklas Selvig upp í loft en Svavar ver frá honum
5:35 Arnar Birkir með alltof háa sendingu og Akureyri fær boltann
5:48 Boltinn dæmdur af Akureyri. Sóknarleikurinn brösuglegur hjá báðum liðum þessa stundina
6:14 3-1 Váá, þvílík negla frá Björgvin. Sér gat á vörninni og hamrar boltanum í markið
6:50 Heimir Örn Árnason við það að sleppa í gegn en fær aukakast
7:06 Nicklas Selvig upp í loft en Svavar ver frá honum
7:18 Kristján Orri Jóhannsson gerir vel í að stoppa Sturlu frá því að skora úr hraðaupphlaupi. ÍR fær aukakast
7:43 Tomas Olason er kominn á blað! Davíð í dauðafæri en Tomas ver frá honum. ÍR heldur þó boltanum
8:02 4-1 Björgvin Hólmgeirsson skorar fyrir utan, Bjöggi er allt í öllu hjá ÍR
8:19 4-2 Kristján Orri Jóhannsson fær færi í horninu og að sjálfsögðu nýtir hann það. Drengurinn er með frábæra nýtingu í vetur
8:48   Halldór Logi Árnason stekkur á Björgvin og fær gult spjald. ÍR-ingar vilja brottvísun en við sættum okkur við gult spjald
9:11 Halldór Logi Árnason ver skot frá Björgvin og ÍR fær hornkast
9:44 5-2 Davíð Georgsson með flott skot af gólfinu og það er mark
9:57 Hreiðar Levý Guðmundsson kemur inn í mark Akureyrar. Um að gera að skipta strax
10:13  Heimir Örn Árnason með baneitraða snúningsfintu og fær vítakast. Arnar Birkir fær gult spjald
10:45 5-3 Tískukóngurinn ískaldur á línunni, Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar að sjálfsögðu
11:15 Ingimundur Ingimundarson ver frá Davíð en ÍR fær innkast
11:39  Björgvin með skot í slá og boltinn útaf. Ingimundur Ingimundarson og Arnar berjast um boltann og eftir töluverðan hasar fá þeir báðir brottvísun en ÍR heldur boltanum
11:39 Áhugaverður dómur vægast sagt, en hasar í mönnum
11:41 ÍR kemur í sókn, var smá stopp á leiknum áðan
12:00 6-3 Sigurjón inn úr horninu og setur boltann undir Hreiðar í markinu og skorar
12:26 Nicklas Selvig kemur sterkur inn þarna, fintar sig í gegn og fær vítakast. Vel gert hjá þeim danska
12:49 6-4 Heiðar Þór Aðalsteinsson mjög öruggur og skorar framhjá Svavari í vítakastinu
13:16 7-4 Björgvin upp í loft og skorar, menn verða einfaldlega að finna eitthvað ráð til að stöðva Bjögga. Hann er einfaldlega alltof góður skotmaður til að mega fá svona færi
13:49 7-5 Glæsilega spilað hjá Akureyri. Sissi hendir á Nicklas sem finnur Halldór Loga á línunni sem skorar
14:30 Heiðar Þór Aðalsteinsson nær að stöðva Bjarna, ÍR aukakast
14:47 Höndin er uppi
14:56  Hreiðar Levý Guðmundsson ver en Bjarni Fritz fær vítakast. Heiðar Þór fær gult spjald fyrir brotið
15:20 8-5 Hreiðar Levý Guðmundsson er í boltanum en skot Sturlu fer inn á endanum
15:50 Það er flott stemning hér í Austurbergi
16:06 8-6 Heiðar Þór Aðalsteinsson kann sitt fag! Fer inn úr ekki besta færinu í horninu en snýr boltann meistaralega í markið
16:45 Ingimundur Ingimundarson hreinlega étur skot Arnars Birkis og Akureyri með boltann
17:05 Björgvin er í hvíld þessa stundina hjá ÍR, við fögnum því
17:28 Hreiðar Levý Guðmundsson ver hraðaupphlaup ÍR-inga eftir að Nicklas hafði glatað boltanum
17:43 ÍR enn með boltann þó
18:02 9-6 Davíð Georgsson skorar, spurning með ruðning þarna. Dómarinn virtist ekki alveg viss þarna og beið með að flauta en dæmdi mark á endanum
18:37 Atli Hilmarsson tekur leikhlé
18:37 Hvað skal segja, munurinn á liðunum hingað til er einfaldlega Björgvin Hólmgeirsson. Vonum að hann sé ekki í standi til að spila eins og hann gerði í upphafi
18:38 Akureyri hefur leikinn að nýju
18:55 9-7   Kristján Orri Jóhannsson kemur úr horninu og skorar með uppstökki, glæsilegur Kristján Orri! Gult spjald á Jón Heiðar í vörninni
19:29 Ingimundur Ingimundarson fellur við í vörninni og Akureyri dæmdur boltinn. Ingimundur féll þarna með tilþrifum
20:01 Sigþór Árni Heimisson í gegn og skorar en dæmd skref á kappann
20:13 Bergvin Þór Gíslason er mættur hjá Akureyri
20:32 Hreiðar Levý Guðmundsson með flotta vörslu og Akureyri með boltann
20:39 Hreiðar Levý Guðmundsson vonandi að finna sig hér í dag. Tomas náði sér ekki á strik í upphafi leiks
21:02 Heiðar Þór Aðalsteinsson leysir á línuna en dæmd lína á hann
21:14 Ruðningur dæmdur á Daníel Inga og Akureyri með boltann
21:38 Bergvin Þór Gíslason kemst framhjá Jóni Heiðari en missir boltann frá sér. Fær aukakast, smá heppni þarna
22:03 9-8 Heiðar Þór Aðalsteinsson leggur boltann yfir höfuðið á Svavari í markinu. Frábær sending frá Sissa
22:32 10-8 Arnar Birkir alveg óáreittur þarna og hann skorar af öryggi. Menn verða að mæta honum þá sérstaklega þar sem Björgvin er ekki að leika þessar mínúturnar
23:22 11-8 Bergvin Þór Gíslason missir boltann og Sturla skorar úr hraðaupphlaupi. ÍR-ingarnir eru fljótir að refsa
23:59 Sigþór Árni Heimisson með undirhandarskot sem Svavar ver. Akureyri heldur boltanum með innkasti
24:30 11-9 Heiðar Þór Aðalsteinsson getur hreinlega ekki klikkað hér í dag! Sissi fann hann í horninu og Heiddi er sjóðheitur
25:13 Ingimundur Ingimundarson ver skot í vörninni en ÍR heldur boltanum
25:18 ÍR-ingar taka leikhlé
25:18 Það stefnir í hörkuleik hér í kvöld, vörnin er að koma til og nú er bara að vona að okkar menn nái að jafna fyrir leikhlé
25:19 ÍR kemur leiknum aftur í gang
25:38 Hreiðar Levý Guðmundsson ver skot frá Daníel Inga og Akureyri fær boltann
25:52 Heimir Örn Árnason kemur inn fyrir Bergvin. Beggi ekki alveg að finna sig þarna
26:12  Heimir Örn Árnason ekki lengi að koma sér í gang! Fær vítakast og gult spjald á Ingvar sýnist mér
26:42 11-10 Sá skeggjaði er í ham! Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar af þvílíku öryggi, nú framhjá Arnóri í markinu
27:13   Heimir Örn Árnason missir af Arnari Birki og hann fær brottvísun. ÍR fær vítakast
27:16 12-10 Hreiðar Levý Guðmundsson er aftur í boltanum en Sturla skorar engu að síður
27:37 Bergvin Þór Gíslason kemur í sóknina, enginn á línunni enda einum færri
27:53 Nicklas Selvig í gegn en Svavar ver frá honum. Þarna hefði alveg mátt dæma vítakast og bekkurinn hjá Akureyri er ekki sáttur
28:23 Sturla vippar í slá og svo lína dæmd á Bjarna Fritz, Akureyri með boltann
29:00 Bergvin Þór Gíslason fær aukakast, um að gera að fá manninn inná
29:16 12-11 Sigþór Árni Heimisson gjörsamlega brunar í gegnum ÍR vörnina og skorar. Það getur enginn stöðvað hann þegar hann nær hámarkshraða!
29:40 Hreiðar Levý Guðmundsson ver glæsilega og Akureyri með boltann
29:54 12-12 Nicklas Selvig skorar af gólfinu
30:00  Kristján Orri Jóhannsson fær tvær mínútur fyrir að fara fyrir skot ÍR-inga undir lokin
30:00  Atli Hilmarsson er brjálaður og fær fyrst gult spjald og síðan brottvísun
30:00 13-12 Daníel Ingi skorar svo úr aukakastinu framhjá Akureyrarvörninni. Vá þetta var rándýr endir á hálfleiknum
30:00 Úff, einn stuðningsmaður Akureyrar henti fötunni sem hann var að tromma á inn á völlinn í bræði sinni. Veit ekki hvort hann fái að klára að horfa á leikinn en fatan er allaveg farin
30:00 Þessi endir þýðir að ÍR byrjar síðari hálfleikinn tveimur fleiri og með boltann
30:00 Heiðar Þór Aðalsteinsson er með 6 mörk (þar af þrjú úr vítum), Kristján Orri með 3 mörk og þeir Sigþór, Halldór Logi og Nicklas með 1 mark hver
30:00 Hreiðar Levý Guðmundsson með 6 skot varin og Tomas náði að verja 1 skot áður en Hreiðar kom inná
30:00 Held að ég hafi aldrei séð þessa takta í Atla Hilmarssyni. Hann var alls ekki sáttur með að Kristján hafi fengið brottvísun á lokasekúndunni og ÍR aukakast sem þeir svo skoruðu úr
30:00 Sverre Andreas Jakobsson ræðir við Nicklas Selvig og reynir að róa taugarnar hjá honum. Það er einfaldlega meira í húfi í þessum leik heldur en venjulega!
30:00 Það verður gríðarlega mikilvægt fyrir Akureyri að ná að halda í við ÍR þessar fyrstu mínútur síðari hálfleiksins. Liðið tveimur færri í heilar tvær mínútur og ÍR byrjar með boltann
30:01 ÍR-ingar hefja síðari hálfleikinn, nú þurfa fjórir leikmenn að standa vörnina!
30:12 Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Bjarna Fritz en hann fær vítakast. Þetta var ódýrt en víti dæmt
30:34 14-12 Sturla skorar, Hreiðar ekki líklegur í þetta skiptið
30:59 Halldór Logi Árnason fær boltann á línunni en fær aukakast, erfitt með þrjá fyrir utan
31:17 Halldór Logi Árnason fær dauðafæri á línunni en Svavar ver frá honum!
31:28 Akureyri heldur þó boltanum
31:35 Heimir Örn Árnason fær dæmdan á sig ruðning. Löng sókn sem er jákvætt en mikið rosalega hefði það verið gott ef Dóri hefði skorað
31:38 Ingvar liggur eftir í liði ÍR
31:38 22 sekúndur í viðbót tveimur færri
31:52 Skelfileg sending hjá ÍR-ingum og boltinn fer útaf
32:03 Akureyri í sókn og með fullskipað lið
32:29 Sigþór Árni Heimisson fintar sig vel í gegn en nær ekki að skora. ÍR með boltann
33:07 Sverre Andreas Jakobsson greip boltann í vörninni en stígur á línuna
33:20 15-12 Daníel Ingi með skot fyrir utan sem Hreiðar Levý Guðmundsson missir í gegnum hendur sínar. Þriggja marka munur
33:47 Kristján Orri Jóhannsson upp í loft en Svavar ver frá honum, Svavar að eiga flottan leik í ÍR markinu
34:26 Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Davíð en aukakast dæmt ansi seint
34:40 Hreiðar Levý Guðmundsson ver þá bara aftur
34:51 Sverre Andreas Jakobsson kemur sér í sóknina fær sendingu frá Heimi og Sverre fær vítakast
35:01 15-13 Heiðar Þór Aðalsteinsson alveg Kasúal á línunni og skorar
35:28 16-13 Arnar Birkir alveg ósnertur fyrir utan og hann bombar boltanum í markið. Fyrst að Björgvin er ekki að spila þá verða menn að leggja meiri áherslu á að stöðva Arnar
35:58 Halldór Logi Árnason fær aukakast á línunni, Akureyri heppið að halda boltanum þarna
36:19 Nicklas Selvig laumar sér í gegn og fiskar vítakast, flottur kraftur í Nicklas þarna
36:47 16-14 Heiðar Þór Aðalsteinsson er sjóðandi heitur hér í dag, drengurinn getur ekki klikkað! Skorar af öryggi af punktinum
37:35 Daníel Ingi með skot hátt yfir mark Akureyrar
37:50 Væri gott að fá Akureyrskt mark hér
38:03 Sigþór Árni Heimisson gætir ekki að sér og ÍR-ingar stela boltanum
38:36 17-14 Bjarni Fritzson skorar glæsilegt sirkusmark, þetta kveikir í Austurberginu
38:58 Heimir Örn Árnason brýst í gegn og fær víti
39:12 17-15 Hvað var ég að segja? Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar af öryggi, eigum við ekki bara alltaf að henda boltanum á Heidda?
39:43 Bjarni Fritz í gegn en Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá honum. Hreiðar búinn að vera flottur í dag
40:01 Heimir Örn Árnason fær aukakast, kraftur í Heimi
40:11 Brynjar Hólm Grétarsson kemur inná, mjög ánægður með þessa skiptingu
40:31 Nicklas Selvig með skot hátt yfir, ÍR með boltann
40:57 Arnar Birkir með skot yfir höfuðið á Heimi en boltinn í slá og yfir
41:09 Brynjar Hólm Grétarsson fer í gegn en ruðningur dæmdur á hann
41:18 18-15 Sturla refsar strax með marki úr hraðaupphlaupi, þetta er fljótt að gerast
41:53 Heimir Örn Árnason leitar að Dóra á línunni en Akureyri fær aukakast
42:10  Ruðningur dæmdur á Akureyri en Davíð Georgs fær brottvísun fyrir að taka vel á Halldóri Loga. Dóri var alls ekki sáttur með framgöngu Davíðs þarna
42:34 Arnar Birkir kastar boltanum útaf
42:44 Ingimundur Ingimundarson fær aukakast og kemur svo útaf
43:10 Glæsilega opnað hjá Akureyri og Nicklas Selvig sækir vítakast
43:21 Flott að vera einum fleiri og ná að galopna vörnina
43:22 18-16 Heiðar Þór Aðalsteinsson skýtur um leið og flautið kemur og skorar. Arnór ekki klár í rammanum, þetta virkar!
43:58 19-16 Arnar Birkir skorar með gólfskoti, fer mikið fyrir honum
44:12 Brynjar Hólm Grétarsson kemur á vörnina en farið í höndina á honum og hann fær aukakast. Binni var flottur síðast og væri gaman að sjá hann koma af krafti inn í þetta
44:29 19-17 Nicklas Selvig hamrar boltanum í netið, man ekki eftir svona neglu frá kappanum!
45:10 Ingimundur Ingimundarson ver skot frá Arnari Birki en ÍR fær innkast
45:10 ÍR-ingar taka leikhlé
45:10 Þetta er einfaldlega hörkuleikur, það er svo stutt á milli í þessu. Síðasta kortérið verður eitthvað!
45:11 ÍR komið aftur í sókn
45:20 Jón Heiðar við það að losna á línunni en stöðvaður
45:32 Kristján Orri Jóhannsson stelur boltanum glæsilega
45:42 Ingimundur Ingimundarson fær aukakast og kemur svo útaf. Væri til í að sjá Ingimund spila smá sókn
46:12 19-18 Kristján Orri Jóhannsson skorar úr horninu, önnur galdrasending frá Sissa. Hann er að kasta yfir alla vörnina í þriðja sinn og búa til gott hornafæri
46:59 Óvænt skot frá Arnari Birki en Hreiðar Levý Guðmundsson vel vakandi og ver
47:11  Davíð Georgsson fær brottvísun fyrir að fara aftan í Ingimund
47:12 Akureyri einum fleiri og getur jafnað, koma svo!
47:34 Sigþór Árni Heimisson með skot úr hægri skyttunni sem Svavar ver. Við hljótum að geta fundið betra færi einum fleiri
48:19 20-18 Arnar Birkir hamrar boltanum af gólfinu og boltinn fer yfir Hreiðar og í markið
48:40 Halldór Logi Árnason er svo glæsilegur þarna! Nautabaninn tuddast á línunni og sækir víti
49:03 Það kom að því, Svavar ver vítið frá Heiðari Þór
49:38 Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Jóni Heiðari í dauðafæri á línunni, frábær Hreiðar!
49:49 Akureyri í sókn
50:07 Heimir Örn Árnason fær aukakast, þvílík spenna og stemning í húsinu
50:26 Halldór Logi Árnason fær aukakast, gríðarleg barátta á línunni
50:41 Nicklas Selvig með skot fyrir utan sem Svavar ver
51:24 ÍR fær aukakast, styttist í höndina
51:45 Bjarni Fritz í opnu færi á línunni en hann skýtur framhjá
52:01 Núna viljum við fá mark hjá okkar mönnum
52:20 Kristján Orri Jóhannsson í góðu færi en lína dæmd á hann, Svavar varði einnig frá honum
52:52 21-18 Arnar Birkir bombar boltanum í netið, þvílíkur leikur hjá drengnum
53:04 Atli Hilmarsson tekur leikhlé
53:04 Nú verður sóknin einfaldlega að fara að gefa mörk, gengið illa að undanförnu að koma boltanum í netið. Þá verður að fara að skrúfa fyrir Arnar Birki. Arnar er gjörsamlega að halda ÍR-ingum uppi
53:05 Akureyri hefur leikinn að nýju
53:33 Nicklas Selvig með erfiða sendingu á Bergvin og boltinn endar útaf
53:44 ÍR getur farið langleiðina með þennan leik með marki í þessari sókn
54:10 Bergvin Þór Gíslason stöðvar Arnar, meira svona, ógnunin er af honum
54:39  Arnar Birkir ræðst á hornið og fær vítakast, Bergvin Þór Gíslason fær brottvísun
54:42 22-18 Sturla skorar úr vítinu og munurinn er orðinn fjögur mörk
55:00 Halldór Logi Árnason fær gott færi á línunni en Svavar ver frá honum. Dóri hefur átt betri leiki
55:16   Ingimundur Ingimundarson fær brottvísun fyrir ólöglega skiptingu. Mikið er þetta klaufalegt strákar mínir
55:17 ÍR í sókn, tveimur fleiri
55:33 Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Arnari Birki sem var í dauðafæri. Hreiðar varði með hausnum en er harður og harkar af sér
55:49 Akureyri með boltann
56:13 23-18 Bjarni Fritzson skorar úr hraðaupphlaupi eftir að Jón Heiðar hafði stolið boltanum
56:42 Heiðar Þór Aðalsteinsson með skot fyrir utan í vörnina og útaf
56:53 Brynjar Hólm Grétarsson brunar inná og sækir vítakast. Gott Binni
57:12 23-19 Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar úr vítinu
57:28 Arnar Birkir tekinn úr umferð, hefði mátt gerast fyrr
57:48 Bjarni fær aukakast, lítil snerting en mikið af skrefum
58:16 Skot í stöng og Akureyri með boltann
58:29 Brynjar Hólm Grétarsson fær aukakast, nú þurfum við mark fljótt
58:51 23-20 Kristján Orri Jóhannsson inn úr vinstri skyttunni og skorar, markið kemur þó alltof seint
59:05 Akureyri mætir mun framar núna
59:17 Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Sturlu en ÍR fær vítakast
59:27 Tíminn gengur og þetta er að fjara út
59:35 24-20 Sturla skorar úr vítinu og þetta er komið hjá heimamönnum
60:00 Heiðar Þór Aðalsteinsson reynir snúning úr ómögulegu færi en boltinn fer framhjá
60:00 ÍR sigrar með fjórum mörkum, voru yfir eiginlega allan leikinn og áttu sigurinn skilið í dag
60:00 En þetta einvígi er rétt að byrja, nú þurfum við bara að fjölmenna í Höllina á föstudaginn og styðja strákana til sigurs til að tryggja oddaleik
60:00 Heiðar Þór Aðalsteinsson var öflugur í dag og gerði 11 mörk, 8 að vísu úr vítum en það þarf að skora úr þeim
60:00 Við þökkum fyrir okkur hér í dag og minnum á að það verður svakalegur leikur í Höllinni á föstudaginn, Akureyri verður að sigra til að halda þessu einvígi gangandi

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson