Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2015-16

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Bein lýsing
Olís deild karla 10. september kl. 19:00 í Austurbergi
ÍR
 
Akureyri
0
-
0
00:00
Verið velkomin í beina lýsingu frá leik ÍR og Akureyrar. Þetta er fyrsti leikur tímabilsins hjá liðunum og mikilvægt að byrja á sigri.


Tími   Staða   Skýring
Verið velkomin í beina lýsingu frá leik ÍR og Akureyrar. Þetta er fyrsti leikur tímabilsins hjá liðunum og mikilvægt að byrja á sigri.
Ótrúlegt en satt þá er þetta 5. leikurinn í röð hjá Akureyri á Íslandsmóti gegn ÍR, liðin mættust í lokaumferð Olís deildarinnar á síðasta tímabili og mættust svo þrisvar í 8-liða úrslitum.
Leikurinn hefst klukkan 19:00 í Austurbergi
Hópur ÍR:
Markmenn:
Svavar Már Ólafsson og Arnór Freyr Stefánsson
Útileikmenn: Bjarni Fritzson, Davíð Georgsson, Brynjar Valgeir Steinarsson, Aron Örn Ægisson, Ingvar Heiðmann Birgisson, Sturla Ásgeirsson, Jón Kristinn Björgvinsson, Sigurður Óli Rúnarsson, Sveinn Andri Sveinsson, Eggert Sveinn Jóhannsson, Ingi Rafn Róbertsson, Arnar Birkir Hálfdánsson og Arnar Freyr Guðmundsson
Hópur Akureyrar:
Markmenn:
Tomas Olason og Hreiðar Levý Guðmundsson
Útileikmenn: Andri Snær Stefánsson, Patrekur Stefánsson, Garðar Már Jónsson, Halldór Logi Árnason, Róbert Sigurðarson, Hörður Másson, Friðrik Svavarsson, Bergvin Þór Gíslason, Kristján Orri Jóhannsson, Sigþór Árni Heimisson, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Brynjar Hólm Grétarsson og Ingimundur Ingimundarson
ÍR datt út í oddaleik í undanúrslitum á síðasta tímabili. Þeir hafa misst Björgvin Hólmgeirsson en hafa að öðru leiti sama lið. Það er því furðulegt að sjá hve lágt sumir eru að spá þeim fyrir mót. ÍR er með hörkulið og geta farið langt í vetur
Hörður Másson leikur í dag sinn fyrsta leik fyrir Akureyri. Hörður hefur sýnt fín tilþrif í æfingaleikjum og kemur vonandi sterkur inn hér í dag í hægri skyttunni
Andri Snær Stefánsson fyrirliði Akureyrar leikur í dag sinn fyrsta leik fyrir félagið síðan 6. nóvember. Öflugt að fá hann aftur inn í leikmannahópinn
Friðrik Svavarsson kemur á ný inn í leikmannahóp Akureyrar en hann var lánaður til Kristiansund í Noregi á síðasta tímabili, hann mun deila línustöðunni með Halldóri Loga
Garðar Már Jónsson er kominn aftur í hóp Akureyrar en hann lék einmitt með ÍR á síðasta tímabili. Flott að mæta sínu gamla liði strax í fyrsta leik
Róbert Sigurðarson er að leika sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Akureyrar hér í dag
Verið er að kynna liðin til leiks, ballið er að fara að byrja!
Akureyri mun byrja með boltann
0:01 Leikurinn er byrjaður, Akureyri kemur í sókn
0:29 0-1 Hörður Másson er ekki lengi að koma sér á blað, lyftir sér upp og setur boltann af öryggi í netið, Akureyri með fyrsta markið
1:10 Brynjar Hólm Grétarsson gerir vel og stöðvar Arnar Birki, ÍR fær aukakast
1:27 1-1 Ingi Rafn skorar fyrir ÍR með skoti af gólfinu, þarna hefði einhver mátt mæta honum
2:09  Sigurður Óli fær gult spjald í vörn heimamanna
2:28 Brynjar Hólm Grétarsson með skot í vörnina sem Arnór tekur á endanum
2:45 Akureyri nær boltanum og kemur í sókn
3:05 Hörður Másson með slaka línusendingu og ÍR kemur í sókn
3:19 Kristján Orri Jóhannsson stelur boltanum en klaufaskapur hjá okkar mönnum og heimamenn fá boltann
3:55 Tomas Olason ver og Akureyri með boltann, flottur Tomas
4:31 1-2 Brynjar Hólm Grétarsson prjónar sig í gegnum vörnina og skorar af öryggi, virkilega vel gert hjá Binna
5:18 Ingi Rafn með skot yfir mark Akureyrar
5:31 1-3 Brynjar Hólm Grétarsson smýgur í gegnum vörnina og skorar, flott spil og vel klárað
5:46 Akureyri nær boltanum strax aftur, flott byrjun
6:10 Hörður Másson reynir að koma sér í gegn en fær aukakast
6:38  Arnar Birkir fær gult spjald í vörn ÍR, sóknarleikur Akureyrar lítur vel út
7:02 Hörður Másson með þrumuskot en Arnór sér við honum og ÍR með boltann
7:12 2-3 Arnar Birkir gerir vel og kemur sér í gott færi og skorar, þarf að hafa góðar gætur á honum hér í dag
7:49  Brynjar Hólm Grétarsson með gott skot sem er varið. Fær aukakast og gult spjald á loft
8:13  Aron Örn Ægisson fær brottvísun í liði ÍR en Brynjar Hólm Grétarsson náði ekki að nýta gott færi sem Akureyri fékk
8:28 Heimamenn koma því í sókn manni færri
8:35 ÍR-ingar leika með aukamann í sókninni en hann er ekki í vesti og má því ekki fara í markið
8:55 Sóknarbrot dæmt á ÍR, farið harkalega í Ingimund í vörninni
9:26 2-4 Hörður Másson kemur sér á endanum í gegnum vörnina og skorar, vel gert hjá Herði eftir að hann var við það að missa boltann
10:03 Dauðafæri hjá ÍR en skot í gólfið og yfir
10:15 2-5 Brynjar Hólm Grétarsson skorar úr seinni bylgju og Akureyri er að byrja leikinn af miklum krafti
10:36 3-5 Ingi Rafn kemur sér í gegnum Akureyrarvörnina og skorar, lunkinn leikmaður þarna á ferðinni
11:06 3-6 Halldór Logi Árnason skorar af línunni, flott sending hjá Herði
11:24 4-6 Arnar Birkir með skot uppúr engu sem fer í vörnina og í netið, stórhættulegur að vanda
12:10 Arnór ver í tvígang frá okkar mönnum, fyrst frá Brynjari og svo frá Heiðari Þór úr dauðafæri. En Akureyri heldur boltanum
12:43 Ingimundur Ingimundarson fær dæmdan á sig ruðning
12:53 Tomas Olason með magnaða vörslu og Akureyri fær boltann á ný, glæsilegur Tomas
13:07 Ingimundur Ingimundarson er í hægri skyttunni og Hörður er í horninu, spurning hvort Kristján Orri sé eitthvað tæpur?
13:30 4-7 Ingimundur Ingimundarson treður sér í gegn og skorar, kann vel við sig á þessu gólfi
13:54 5-7  Sturla Ásgeirsson skorar úr víti fyrir ÍR, Heiðar Þór Aðalsteinsson fær gult spjald í aðdraganda vítisins
14:26 Sigþór Árni Heimisson með skot framhjá
14:39  Ingimundur Ingimundarson fer í Aron Örn og uppsker brottvísun, Ingimundur ekki parsáttur en það þýðir ekki að deila við dómarann sagði víst einhver
15:00 Tomas Olason ver glæsilega, gott að fá svona vörslu frá okkar manni
15:16 Akureyri leikur sama leik og ÍR, setur aukamann í sóknina vestislausan
15:35 5-8 Hörður Másson fer í gegn og skorar, frábært að sjá til Harðar hér í upphafi
16:13 6-8 Ingi Rafn lyftir sér upp og hamrar boltann í netið
16:44 Sigþór Árni Heimisson kemur inn í sókn Akureyrar
16:58 Brynjar Hólm Grétarsson fer upp, farið harkalega í hann en aðeins aukakast dæmt
17:11 Brynjar Hólm Grétarsson með skot sem Arnór ver, höndin var komin upp
17:26 Einar Hólmgeirs tekur leikhlé fyrir ÍR
17:26 Flott byrjun hjá okkar mönnum, sóknin að ganga fínt. Vörnin flott en það mætti mæta mönnum betur enda hörkuskyttur í ÍR liðinu. Tomas tekið nokkra góða bolta
17:27 ÍR kemur aftur í sókn
17:44 Ingi Rafn upp í loft en Tomas Olason ver frá honum
17:59 6-9   Kristján Orri Jóhannsson skorar af miklu harðfylgi og Aron Örn fer útaf í tvær mínútur fyrir að ýta á bakið á honum
18:29 7-9 Ingi Rafn nær að galopna vörn okkar manna og skorar, þetta á ekki að vera svona auðvelt
19:24 Heiðar Þór Aðalsteinsson fer inn í horninu en snýr boltann í stöng og út, ÍR með boltann
19:55 Kristján Orri Jóhannsson stelur boltanum
20:04 8-9 En ÍR nær boltanum fljótt aftur og Bjarni Fritz skorar
20:37 Boltinn dæmdur af Akureyri
20:50 9-9 Aron Örn skorar fyrir ÍR og jafnar metin
21:01 Sverre Andreas Jakobsson tekur leikhlé, enda liðið búið að gefa aðeins eftir
21:01 Þetta er fljótt að breytast í handboltanum, um leið og Akureyri gefur aðeins eftir eru ÍR-ingarnir búnir að jafna leikinn. Vonum að Sverre kveiki í mönnum
21:30   Hörður Másson fer upp í loft og ýtt er við honum, Ingvar Heiðmann fær brottvísun og Akureyri einum fleiri
21:49 9-10 Sigþór Árni Heimisson brunar í gegnum vörnina og skorar, þarna þekkir maður Sissa!
22:09 Það er ágætis stemning í Austurberginu hér í kvöld
22:59 Leiktöf dæmd á ÍR, Halldór Logi Árnason át skot frá Sturlu Ásgeirs og var það kornið sem fyllti mælinn hjá dómurunum
23:26 Ingimundur Ingimundarson stekkur á lausan boltan og bjargar sókn Akureyrar
23:41 Brynjar Hólm Grétarsson með skot fyrir utan en Arnór ver frá honum
24:10   Brynjar Hólm Grétarsson fær brottvísun eftir brot á Arnari Birki. Arnar er hrikalega snöggur og Binni í erfiðleikum með hann
24:14 Tomas Olason ver hinsvegar vítakastið frá Sturlu, magnaður Tomas!
24:54 9-11 Halldór Logi Árnason skorar af línunni, frábær sending hjá Ingimundi sem er í vinstri skyttunni á meðan Binni er útaf
25:18 10-11 Ingi Rafn hamrar boltann í netið, tekur boltann á lofti og þrumar honum. Erfitt að stöðva þetta
25:46 Hörður Másson fær dæmdan á sig ruðning, veit ekki með þennan dóm
25:59   Ingimundur Ingimundarson fær brottvísun og ÍR víti fyrir að fara í Bjarna Fritz. Furðuleg lína um þessar mundir í dómgæslunni
26:05 11-11 Sturla setur boltann í slá og inn, öruggara verður það varla
26:57 Bergvin Þór Gíslason bjargar Akureyri þegar ÍR ætlaði að koma hratt á þetta
27:18 Tomas Olason stekkur síðan á lausan bolta útúr teignum og nær honum, ekki löglegt en ekkert dæmt og því mótmælum við ekki!
27:40  Davíð Georgsson fær brottvísun en dómararnir flauta í miðju dauðafæri hjá Akureyri. Leiðinlegt að skrifa þetta en dómararnir afar slakir hingað til
27:57 Akureyri missir boltann
28:02 12-11 Bjarni Fritzson skorar yfir allan völlinn, enginn í markinu
28:27 Hörður Másson fær dæmdan á sig ruðning, fer framhjá manninum en samt dæmdur ruðningur
29:08 Ingi Rafn stöðvaður en ÍR fær aukakast
29:21 Akureyri fær boltann, misheppnaður sirkus hjá ÍR
29:29 Halldór Logi Árnason í algjöru dauðafæri en Arnór ver frá honum
29:45 ÍR með fullskipað lið
30:00 Arnar Birkir með skot framhjá og þá er flautað til hálfleiks
30:00 Sveiflukenndur leikur hjá okkar mönnum, hófu leikinn mjög vel en gefið aðeins eftir seinni partinn og ÍR leiðir því með einu marki
30:00 Vonum að okkar menn sýni stöðugri leik í síðari hálfleiknum
30:00 Dómarar í dag eru Magnús Kári Jónsson og Ómar Ingi Sverrisson. Það hefur ekki hallað á annað liðið en nokkrir dómar hjá þeim furðulegir vægast sagt
30:01 ÍR hefur hafið síðari hálfleikinn
30:22 Ingi Rafn með skot hátt yfir
30:32 12-12 Bergvin Þór Gíslason kemur sér í gegn og skorar, glæsilegur Beggi!
30:57 Ingimundur Ingimundarson stelur boltanum...
31:06 12-13 ...Halldór Logi Árnason skorar úr hraðaupphlaupi
31:41   Heiðar Þór Aðalsteinsson fær brottvísun fyrir ansi litlar sakir
31:56 13-13 Ingi Rafn skorar fyrir ÍR, gott flæði hjá þeim og Ingi nýtir gott færi
32:35 Hörður Másson með skot sem Arnór ver
32:43 14-13 Sturla skýtur yfir allan völlinn og skorar, í annað sinn í kvöld sem Akureyri fær á sig mark með þessum hætti
33:17 Hörður Másson reynir en fær aukakast
33:36 Hörður Másson með skot sem Arnór ver, höndin var komin upp
34:16 Hörður Másson stöðvar Davíð Georgs, ÍR fær aukakast
34:31 15-13 Ingi Rafn skorar fyrir ÍR, það þarf að mæta honum
34:54 15-14 Halldór Logi Árnason skorar af línunni, nautsterkur á línunni þarna
35:45 Arnar Birkir sækir vítakast fyrir ÍR-inga
36:06 16-14 Sturla skorar úr vítinu en Tomas var alls ekki langt frá því að verja þennan
36:23 Það vantar bit í sóknarleik Akureyrar núna
36:58 16-15 Sigþór Árni Heimisson er ótrúlegur, brunar í gegnum vörnina og skorar. Þvílíkur hraði í drengnum
37:15 17-15 ÍR-ingar snöggir að keyra til baka og eru fljótir að skora
37:36 Brynjar Hólm Grétarsson fær aukakast
38:00 17-16 Hörður Másson fleygir sér inn um gat í vörn ÍR og kemur boltanum í netið. Hörður er að eiga flottan leik
38:30 Boltinn dæmdur af ÍR-ingum
39:27 17-17 Sigþór Árni Heimisson brunar í gegn eftir að höndin var komin upp og skorar. Þú stoppar hann ekkert einn á einn!
40:11 18-17 Arnar Birkir laus eftir að Ingimundur náði ekki til boltans og hann skorar af öryggi
40:30 Hreiðar Levý Guðmundsson kemur í markið
40:40 Sigþór Árni Heimisson sækir vítakast, gríðarlegur kraftur í Sissa um þessar mundir
41:01 Kristján Orri Jóhannsson með slakt víti, setur hann í gólfið og yfir
41:37 Hreiðar Levý Guðmundsson ver en ÍR fær aukakast
41:56 Ingimundur Ingimundarson ver boltann í vörninni en ÍR fær hornkast
42:14 Hreiðar Levý Guðmundsson ver en fótur dæmdur á Ingimund í kjölfarið
42:24 Einar Hólmgeirsson tekur leikhlé fyrir ÍR
42:24 Það stefnir allt í hörkuleik hér til enda. Liðin áþekk að getu og fínasti handbolti hér í kvöld
42:26 ÍR með boltann
42:34 Sóknarbrot hjá heimamönnum og Akureyri getur jafnað metin
43:14 Kristján Orri Jóhannsson í dauðafæri en setur boltann í slánna og út
43:26 Heiðar Þór Aðalsteinsson nær hinsvegar boltanum
43:49 Brynjar Hólm Grétarsson með skot sem er varið í slá og út
43:57 19-17 Arnar Birkir skorar fyrir ÍR
44:20 Patrekur Stefánsson kemur í sókn Akureyrar
44:49  Ingvar Heiðmann fær brottvísun fyrir að fara í andlitið á Herði
44:52 Hörður Másson skaut hinsvegar á markið eftir brotið sem skilaði ekki marki og ÍR er því með boltann manni færri
45:36 Ingi Rafn með skot framhjá og Akureyri með boltann
46:10 20-17 Sturla Ásgeirsson skorar úr hraðaupphlaupi fyrir ÍR eftir misheppnaða línusendingu hjá Akureyri
46:41 Heiðar Þór Aðalsteinsson í mjög góðu færi í horninu en Arnór ver frá honum, við verðum að fara að nýta þessi færi
47:22 Flott vörn hjá Akureyri, en ÍR heldur boltanum
47:45 Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Davíð Georgssyni
48:01 Sverre Andreas Jakobsson tekur leikhlé
48:01 12 mínútur eftir og munurinn þrjú mörk. Munurinn liggur aðallega í því að ÍR-ingar hafa nýtt færin sín betur
48:01 Akureyri kemur leiknum aftur í gang
48:03 Friðrik Svavarsson er kominn á línuna
48:25 Bergvin Þór Gíslason rennur til á blautu gólfinu en nær að bjarga sér. Verið að þurrka núna
48:31 20-18 Heiðar Þór Aðalsteinsson fer inn úr horninu og laumar boltanum yfir höfuðið á Arnóri, vel gert Heiddi!
48:55 21-18 Arnar Birkir er að eiga virkilega góðan leik, skorar að vild fyrir ÍR
49:18 Bergvin Þór Gíslason stekkur upp fyrir utan en skýtur framhjá
49:45 22-18 Ingi Rafn skorar auðveldlega og munurinn orðinn 4 mörk
49:59  Aron Örn fær brottvísun í liði ÍR og Akureyri þarf núna að nýta sér liðsmuninn
50:11 Ólögleg blokkering dæmd á Friðrik Svavarsson og ÍR fær boltann
50:51 Boltinn dæmdur af ÍR-ingum
51:03 23-18 Friðrik Svavarsson grípur ekki á línunni og Bjarni Fritz skorar úr hraðaupphlaupi
51:22 Halldór Logi Árnason kemur inn á línuna á ný
51:41   Hörður Másson fær brottvísun, reif aftan í Arnar Birki sem var að ná boltanum í hraðaupphlaupi. Hárréttur dómur
51:43 24-18 ÍR fékk vítakast í leiðinni og Sturla skorar af öryggi, þetta er orðið erfitt hér í Austurberginu
52:14 Halldór Logi Árnason kemur boltanum á ævintýranlegan hátt í netið en búið að dæma aukakast
52:32 Bergvin Þór Gíslason með skot fyrir utan sem Arnór ver
52:42  Kristján Orri Jóhannsson fær brottvísun og ÍR víti
52:47 Hreiðar Levý Guðmundsson ver hinsvegar vítið frá Sturlu!
53:01 Nú verðum við að fá Akureyrskt mark
53:27 Sigþór Árni Heimisson reynir ítrekað en er stöðvaður, sóknarleikurinn búinn að vera erfiður í dag fyrir utan byrjunina
53:44 Bergvin Þór Gíslason sækir vítakast, það sem hefur verið brottvísun Akureyrarmegin er það ekki ÍR megin
54:04 24-19 Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar úr vítinu
54:33 Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Sturlu sem var í góðu færi
54:42 En okkar menn missa boltann
54:49 Hreiðar Levý Guðmundsson ver hinsvegar bara aftur og nú frá Bjarna Fritz. Hreiðar er að loka á sína gömlu samherja
55:19 Bergvin Þór Gíslason fær aukakast, en tíminn er að renna út
55:36 24-20 Heiðar Þór Aðalsteinsson hausar Arnór vel úr horninu, er enn von?
56:09 Heiðar Þór Aðalsteinsson nær til boltans og Akureyri í sókn
56:27 Boltinn dæmdur af Akureyri, bekkur okkar manna furðar sig á þessu og ég segi það sama, sá ekkert athugavert þarna
57:10 ÍR-ingar missa boltann
57:29 Þarna átti nú að vera skref á okkar menn en ekkert dæmt. Akureyri heldur boltanum
57:45 24-21 Bergvin Þór Gíslason kemur sér í gegn og skorar, við lifum ennþá í þessum leik
58:33 Einar Hólmgeirsson tekur leikhlé, ÍR-ingar eru að sigla þessu heim
58:33 Það þarf eitthvað mikið að gerast ef Akureyri á að fá eitthvað útúr þessum leik úr þessu, en það getur ýmislegt gerst í handbolta
58:37 Hreiðar Levý Guðmundsson ver og Akureyri í sókn
58:48 En við missum boltann strax
59:14 24-22 Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar úr hraðaupphlaupi
59:17  Brottvísun á einn ÍR-inginn, missti af því hver það var
59:30 25-22 Sturla skorar úr horninu og klárar leikinn
59:43 25-23 Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar magnað mark úr horninu, snýr boltann í netið
60:00 Þá er þetta búið, ÍR vinnur 25-23. Bæði lið sveiflukennd hér í kvöld en ÍR-ingar nýttu færin sín betur og náðu þannig báðum stigunum
60:00 Sóknarleikur Akureyrar ekki nægilega góður í dag, en Hörður Másson átti flotta innkomu í liðið í dag og er maður leiksins að þessu sinni.
60:00 Hefði verið fínt að ná stigi eða stigum í dag en það var vitað að það gæti tekið Akureyri nokkra leiki til að koma sér í gang enda lék liðið fáa æfingaleiki.
60:00 Við þökkum fyrir okkur hér í dag og sjáumst á sunnudaginn þegar Akureyri tekur á móti Val í KA-Heimilinu

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson