Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2015-16

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Bein lýsing
Olís deild karla 19. september kl. 14:00 í Mosfellsbæ
Afturelding
 
Akureyri
0
-
0
00:00
Verið velkomin í beina lýsingu frá leik Aftureldingar og Akureyrar í 3. umferð Olís deildar karla


Tími   Staða   Skýring
Verið velkomin í beina lýsingu frá leik Aftureldingar og Akureyrar í 3. umferð Olís deildar karla
Bæði lið töpuðu síðasta leik sínum, Akureyri tapaði gegn sterku liði Vals 19-27 á meðan Afturelding tapaði fyrir ÍR 25-24
Hópur Aftureldingar:
Markmenn:
Pálmar Pétursson og Davíð Svansson
Útileikmenn: Ágúst Birgisson, Árni Bragi Eyjólfsson, Bjarki Lárusson, Þrándur Gíslason Roth, Böðvar Páll Ásgeirsson, Gunnar M. Þórsson, Gestur Ólafur Ingvarsson, Pétur Júníusson, Jóhann Jóhannsson, Guðni Kristinsson, Birkir Benediktsson og Bjarki Kristinsson
Hópur Akureyrar:
Markmenn:
Tomas Olason og Hreiðar Levý Guðmundsson
Útileikmenn: Andri Snær Stefánsson, Garðar Már Jónsson, Halldór Logi Árnason, Róbert Sigurðarson, Hörður Másson, Friðrik Svavarsson, Bergvin Þór Gíslason, Kristján Orri Jóhannsson, Sigþór Árni Heimisson, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Brynjar Hólm Grétarsson og Ingimundur Ingimundarson
Það er farið að styttast í þennan leik, bæði lið að verða búin að hita upp og það er komin stemning á pöllunum
Verið er að kynna liðin til leiks
Atli Hilmarsson fyrrum þjálfari Akureyrar er mættur á svæðið, fylgist greinilega grannt með gangi liðsins ennþá
Í liði heimamanna eru tveir fyrrum leikmenn Akureyrar en það eru þeir Þrándur Gíslason Roth og Gunnar Malmquist Þórsson
Andri Snær, Bergvin, Róbert, Halldór Logi, Ingimundur og Kristján Orri byrja leikinn fyrir Akureyri
0:01 Afturelding hefur hafið leikinn
0:54 Halldór Logi Árnason stöðvar Böðvar en Afturelding fær aukakast
1:12 Hreiðar Levý Guðmundsson ver og Akureyri kemur í sókn
1:23 0-1 Kristján Orri Jóhannsson skorar úr frekar þröngu færi, vel klárað og Akureyri skorar fyrsta markið
1:53 1-1 Böðvar Páll lyftir sér upp og skorar af öryggi, það þarf að mæta honum betur
2:24   Bergvin Þór Gíslason reynir að koma sér í gegn en fær aukakast, gult spjald á Birki Benediktsson
3:07 1-2 Hörður Másson skorar gott mark fyrir utan, sóknin búin að vera ómarkviss en gott að ná skoti þarna
3:56 Hreiðar Levý Guðmundsson grípur næstum því boltann eftir skot frá Böðvari
4:11 Sigþór Árni Heimisson reynir að koma boltanum á línuna en brotið á Halldóri Loga
4:34   Hörður Másson fer framhjá Gunnari Malmquist sem fær gult spjald fyrir að stöðva hann
4:55 Hörður Másson með skot í vörnina og Afturelding kemur í sókn
5:09   Andri Snær Stefánsson fær gult spjald og Afturelding vítakast. Hreiðar varði vel frá Árna Braga en víti
5:36 Hreiðar Levý Guðmundsson ver vítakastið bara einnig! Greinilega með Árna Braga í vasanum
5:52 1-3 Bergvin Þór Gíslason prjónar sig í gegn og skorar, glæsileg byrjun hjá okkar mönnum!
6:25 Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Böðvari en Afturelding fær innkast
6:45 Aftur fá heimamenn innkast, flott vörn hjá Akureyri
7:05 Höndin er komin upp, þvílík vörn
7:20 Hreiðar Levý Guðmundsson ver máttlítið skot frá Árna Braga og Akureyri með boltann
7:33 Davíð ver í marki Aftureldingar og heimamenn ná boltanum
7:49 Hreiðar Levý Guðmundsson svarar með góðri vörslu en slök sending fram endar í höndum heimamanna
8:30 Hreiðar Levý Guðmundsson ver algjört dauðafæri hjá Pétri Júníussyni á línunni!
8:45  Dómararnir stoppa leikinn þegar Akureyri var að reyna að komast í hraðaupphlaup til að gefa Ingimundi gult spjald
9:12 Bergvin Þór Gíslason stöðvar hraðaupphlaup Aftureldingar eftir að Akureyri hafði misst boltann
9:37 2-3 Birkir Benediktsson með þrumuskot af gólfinu sem fer rakleiðis í netið, erfitt að stöðva svona
10:09 Sigþór Árni Heimisson kemur á Birki en Birkir stöðvar hann
10:25 Andri Snær Stefánsson kemur hratt inn á línuna og fær sendingu en er stöðvaður. Varnarmennirnir klárlega fyrir innan en aðeins aukakast dæmt
10:53 Hörður Másson með skot í vörnina en höndin var komin upp
11:07 Akureyri nær boltanum
11:15 2-4 Andri Snær Stefánsson skorar snyrtilegt mark úr horninu, klínir honum í skeytin!
11:57 Hreiðar Levý Guðmundsson heldur áfram að verja, þvílíkur leikur hjá honum til þessa!
12:29 Halldór Logi Árnason í baráttu á línunni og fær aukakast
12:54 Akureyri svolítið að leita að línunni þessa stundina, gengur ekki
13:17 Hreiðar Levý Guðmundsson er að eiga ótrúlegan leik hérna. Hann er að taka enn eitt skotið og heimamenn taka leikhlé eftir að hafa náð frákastinu
13:23 Sóknarleikur beggja liða ekki frábær en Hreiðar Levý Guðmundsson er munurinn á liðunum hingað til. Magnaður í rammanum
13:24 Heimamenn hefja leikinn að nýju
13:52 Brynjar Hólm Grétarsson er kominn inná og stöðvar Jóhann Jóhannsson
14:06 Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Pétri í dauðafæri á línunni og einnig dæmd lína á Pétur. Akureyri kemur í sókn
14:40 Brynjar Hólm Grétarsson með skot sem Davíð ver og Afturelding með boltann
15:01 Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Guðna og Akureyri með boltann
14:56   Róbert Sigurðarson fékk 2 mínútur fyrir brot
15:24 Andri Snær Stefánsson reynir að komast í gegn en fær aukakast
15:45 3-4 Árni Bragi skorar úr hraðaupphlaupi fyrir Aftureldingu
16:16  Sigþór Árni Heimisson sækir vítakast! Gult spjald á Jóhann Jóhannsson
16:20 Kristján Orri Jóhannsson tók vítið en Davíð varði frá honum.
17:24 4-4 Árni Bragi Eyjólfsson jafnar úr horninu
17:26 Sverre Andreas Jakobsson tekur leikhlé
17:28 Akureyri kemur í sóknina
17:45 Brynjar Hólm Grétarsson fær aukakast, kraftur í mönnum í sókninni núna
17:50 Andri Snær Stefánsson tekur kústinn af kústastráknum og þurrkar bleytu á vellinum gaman af þessu
18:09 Andri Snær Stefánsson í gegn en Davíð ver frá honum
18:22 Guðni með skot í slá en Afturelding nær boltanum aftur
18:58 Höndin er komin upp, nú er að klára þessa vörn
19:15 Ingimundur Ingimundarson kemst í boltann og Akureyri kemur í sókn
19:27 4-5 Kristján Orri Jóhannsson fer inn úr horninu og skorar, æðislegt að sjá hve vel Kristján nýtir hornafærin sín
20:01 Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Guðna og Akureyri með boltann
20:11 4-6 Brynjar Hólm Grétarsson fer í gegn og skorar, heppnismark en sending Brynjars fór í varnarmann og hann náði boltanum aftur og var allt í einu í dauðafæri
20:45 5-6 Árni Bragi skorar úr horninu fyrir heimamenn eftir að vörn Akureyrar hafði varið skot en boltinn hrökk til Árna
21:35 Höndin er komin upp
21:44 Töf dæmd á Akureyri
22:00 6-6 Ágúst Birgisson jafnar metin með marki af línunni, þetta er hörkuleikur!
22:43 Varnarleikur heimamanna er hrikalega sterkur núna
23:01 Afturelding nær boltanum
23:13   Brynjar Hólm Grétarsson fær 2 mínútur
23:15 Afturelding í sókn manni fleiri
23:27 7-6 Birkir Benediktsson skorar af gólfinu og heimamenn komnir yfir
24:18   Andri Snær Stefánsson fintar Ágúst sem fer aftan í hann og uppsker brottvísun
24:19 Bæði lið með mann útaf þessa stundina
24:33 7-7 Andri Snær Stefánsson skorar úr horninu eftir að Davíð hafði varið frá Kristjáni í hinu horninu
25:15 Andri Snær Stefánsson nær boltanum og Akureyri kemur í sókn
25:45 Hörður Másson kemst í gegn en Davíð ver frá honum, Akureyri fær innkast
26:07 Andri Snær Stefánsson í góðu færi í horninu en Davíð ver frá honum
26:22 Hreiðar Levý Guðmundsson og Davíð Svansson hafa verið magnaðir í mörkunum í dag
26:42 Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Jóhanni en heimamenn fá innkast
27:06 8-7 Pétur Júníusson skorar af línunni, höndin var komin upp en vel útfært hjá Aftureldingu
27:34 Gunnar Malmquist fer harkalega í Hörð Másson en sleppur með skrekkinn. Gólfið þurrkað og leikurinn settur aftur í gang
27:52 9-7 Gunnar Malmquist skorar fyrir heimamenn úr hraðaupphlaupi og allt í einu er Afturelding komið í tveggja marka forystu
28:34 Hörður Másson með skot hátt yfir markið en fær aukakast
28:52  Gunnar Malmquist fær nú brottvísun og Akureyri því manni fleiri. Þetta þarf að nýta
29:05 Boltinn endar útaf og Afturelding með boltann
29:40 Friðrik Svavarsson eitthvað aumur í löppinni og tíminn stöðvaður, en hann heldur áfram
29:56 Hreiðar Levý Guðmundsson ver enn einu sinni
30:00 Akureyri nær ekki alvöru sókn og því 9-7 þegar flautað er til hálfleiks
30:00 Andri Snær Stefánsson og Kristján Orri eru með 2 mörk fyrir Akureyri og þeir Hörður Másson, Bergvin Þór Gíslason og Brynjar Hólm Grétarsson hafa skorað 1 mark hver
30:00 Það er hinsvegar Hreiðar Levý Guðmundsson sem hefur farið á kostum hingað til. Kappinn hefur varið 14 skot og þar á meðal 1 vítakast. Vörnin hefur verið mjög góð og það hefur verið hægt að stóla á Hreiðar fyrir aftan
30:00 Það er hinsvegar sóknarleikurinn sem er að kosta liðið mikið hingað til. Þetta er hrikalega erfitt og sérstaklega eftir að heimamenn fóru að leika betur er leið á hálfleikinn
30:00 Liðin eru mætt aftur út á völl og styttist í að síðari hálfleikur hefjist. Nú er bara að vona að varnarleikurinn og markvarslan haldist í sama gangi á meðan að sóknin fari að gefa meira af sér
30:02 Akureyri kemur í sókn og hefur síðari hálfleikinn
30:25 Halldór Logi Árnason nær ekki að grípa boltann á línunni og Afturelding kemur í sókn
31:11 Bjarki Lárusson skaut í stöngina en Afturelding náði boltanum aftur
31:33 Róbert Sigurðarson er að standa vel í vörninni og stöðvar Böðvar
31:56 Aftur skot í stöngina hjá heimamönnum en nú fær Akureyri boltann
32:23 Brynjar Hólm Grétarsson gerir sig líklegan en skot hans er varið, fær réttilega aukakast
32:48 Andri Snær Stefánsson fær aukakast
32:59 Bergvin Þór Gíslason í dauðafæri en Davíð ver frá honum, sá er að verja
33:30 Bergvin Þór Gíslason reynir að fiska ruðning á Böðvar en fær ekki og Böðvar fær aukakast
33:50 Ingimundur Ingimundarson étur skot Böðvars en Afturelding nær boltanum aftur en Andri Snær var ekki langt frá því að ná honum
34:00 Afturelding í sókn
34:17 10-7 Ágúst Birgisson skorar af línunni, mikill heppnisstimpill þarna en Birkir hafði dottið en náði að kasta boltanum frá sér til Ágústar
34:49 Halldór Logi Árnason nær ekki til boltans á línunni og Afturelding kemur í sókn
35:18 Góð vörn hjá okkar mönnum, Bjarki Lárusson stöðvaður
35:38 Vörnin er að standa flott, nú þarf sama takt í sóknina
35:52 Hreiðar Levý Guðmundsson ver skot fyrir utan og Akureyri kemur í sóknina
36:34 10-8 Sigþór Árni Heimisson prjónar sig í gegnum vörnina af miklum krafti og setur boltann í netið, meira svona takk fyrir!
37:16 10-9 Ingimundur Ingimundarson MEÐ SVAKALEGA VÖRSLU í vörninni og Kristján Orri skorar svo úr hraðaupphlaupi
37:50 Hreiðar Levý Guðmundsson ver boltann í slá og upp í loft og heimamenn fá því boltann aftur
38:19 Halldór Logi Árnason stöðvar Guðna, fátt um opnanir í magnaðri vörn okkar manna
38:44 Árni Bragi inn úr vonlausu færi og skýtur framhjá
38:58 10-10 Andri Snær Stefánsson jafnar metin! Þvílíkur kafli hjá Akureyri
39:03 Einar Andri tekur leikhlé og skyldi engan undra
39:03 3 mörk í röð hjá Akureyri og leikurinn orðinn jafn aftur. Liðið er farið að sækja hratt á eftir að liðið nær boltanum og það er að gefa. Þessi vörn og markvarsla á að skila sigri það er bara þannig!
39:04 Afturelding kemur í sóknina
39:23 11-10 Guðni Kristinsson skorar fyrir utan, þarf að mæta honum betur
39:43   Brynjar Hólm Grétarsson kemur á vörnina og Gunnar Malmquist fær brottvísun
39:55 11-11 Hörður Másson kemur sér í gegn af krafti og skorar, virkilega gaman að sjá svona tilþrif
40:33 Sverre Andreas Jakobsson minnir um margt á Alfreð Gíslason á hliðarlínunni, spilar vörnina af krafti hjá bekknum
40:58 11-12 Andri Snær Stefánsson skorar úr horninu eftir góða seinni bylgju og Akureyri komið yfir!
41:41 Afturelding með fullskipað lið
41:50 Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Jóhanni og Akureyri með boltann
42:14 11-13 Sigþór Árni Heimisson fer í gegn, færi orðið þröngt þegar hann nær skotinu en hann klobbar Davíð og Akureyri með tveggja marka forskot
42:54 Ágúst Birgisson sækir vítakast fyrir Aftureldingu. Var í dauðafæri á línunni en sem betur fer engin brottvísun á okkar lið
43:19 12-13 Bjarki Lárusson skorar úr vítinu
43:42 Halldór Logi Árnason við það að komast í gegn á línunni en fær aðeins aukakast. Finnst vanta smá kraft í Dóra í þessum leik hingað til
44:17 Brynjar Hólm Grétarsson með slaka sendingu sem fer útaf, höndin var komin upp
44:34 Hreiðar Levý Guðmundsson ver en vítakast dæmt
44:55 13-13 Bjarki skorar af öryggi og jafnar metin
45:25 Hreiðar Levý Guðmundsson MEÐ ROSALEGA VÖRSLU! Gunnar Malmquist einn í hraðaupphlaupi en Hreiðar tekur hann og Akureyri með boltann aftur
46:00 14-13 Gunnar fær aftur sama færið og nú skorar hann
46:10 Sverre Andreas Jakobsson tekur leikhlé
46:10 Sóknin er erfið hjá okkar mönnum en nú eru menn farnir að kasta boltanum í óðagoti og það eru heimamenn að nýta sér. Menn þurfa allavega að ná skoti á markið
46:12 Akureyri hefur leikinn að nýju
46:36 Sigþór Árni Heimisson í gegn en skýtur framhjá
47:02 Boltinn dæmdur af Aftureldingu
47:12   Róbert Sigurðarson keyrir á vörnina, sækir vítakast og Þrándur Gíslason útaf í 2 mínútur, það var lagið!
47:15 14-14 Heiðar Þór Aðalsteinsson kemur inná og skorar úr vítinu, brunar svo beint aftur útaf
48:24   Róbert Sigurðarson klaufi þarna, missir manninn en sleppir ekki og uppsker brottvísun
48:32 15-14 Guðni fer léttilega í gegnum vörnina og skorar, eitt feikskot og vörnin galopin
49:00 Akureyri missir boltann
49:12 Afturelding með fullskipað lið, nú þurfa menn að standa saman
49:26 16-14 Birkir Benediktsson með bombu í stöng og inn
50:03 Halldór Logi Árnason nær ekki til boltans, fannst nú vera brotið á honum en ekkert dæmt
50:21 Hræðileg sending hjá heimamönnum og Akureyri með boltann
50:36 Akureyri kemur í sóknina með fullskipað lið, nú væri gott að fá mark
51:09 Bergvin Þór Gíslason brýst í gegn en skýtur yfir
51:29 16-15 Kristján Orri Jóhannsson skorar úr horninu, Akureyri náði boltanum aftur og vel gert hjá Ingimundi að sækja á og finna Kristján í horninu
52:17 17-15 Gunnar Malmquist skorar úr horninu fyrir heimamenn, algjört dauðafæri í horninu og hann gat ekki annað en skorað
52:44 17-16 Hörður Másson kemur sér í gegn og skorar, vel gert!
53:17 18-16 Árni Bragi skorar úr horninu, ekki sérstakt færi en hann klárar vel
53:40 Afturelding nær boltanum
54:12   Brynjar Hólm Grétarsson fær brottvísun og Afturelding vítakast. Ansi tæpur dómur og menn ekki parsáttir skiljanlega
54:17 19-16 Bjarki Lárusson skorar úr vítinu og þetta er að verða erfitt hérna að Varmá
54:38 Hörður Másson með skot í vörnina og útaf, Akureyri á hornkast
55:11 Andri Snær Stefánsson með skot fyrir utan sem Davíð ver, Afturelding með boltann
55:42 20-16 Árni Bragi skorar úr horninu og er líklega að klára þennan leik
56:16 20-17 Kristján Orri Jóhannsson skorar úr horninu, hann greiddi Davíð í markinu þarna slíkur var hausinn!
56:56 Ingimundur Ingimundarson ver í hávörninni en Afturelding fær aukakast
57:09 21-17 Böðvar Páll lyftir sér upp og skorar
57:38 Sigþór Árni Heimisson fær aukakast, erfið sókn hérna
58:03  Hörður Másson í algjöru dauðafæri en skýtur framhjá. Brottvísun á Jóhann fyrir brot fyrr í sókn Akureyrar
58:03 Nú þurfa menn að mæta framar en gera ekki
58:37 21-18 Andri Snær Stefánsson minnkar muninn úr horninu
59:07  Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Böðvari og Akureyri nær boltanum en brottvísun á Kristján Orra að mér sýndist
59:21 21-19 Halldór Logi Árnason skorar af línunni og menn mæta framar núna
59:31 Einar Andri tekur leikhlé
59:31 29 sekúndur eftir og munurinn tvö mörk. Það þarf kraftaverk svo Akureyri takist að fá stig útúr leiknum en við skulum bíða og sjá
59:41 22-19 Bjarki Lárusson skorar og klárar þetta, honum var hleypt í gegn enda ekkert annað í stöðunni
60:00 Hvorugu liðinu tekst að skora á lokasekúndunum og Afturelding sigrar því 22-19
60:00 Margt jákvætt hér í dag, vörnin og markvarslan algjörlega til fyrirmyndar, svona varnarleikur á að skila stigum í hús. Sóknarleikurinn mjög slakur lengst af en þó nokkrir góðir kaflar inn á milli
60:00 Hreiðar Levý Guðmundsson er maður leiksins að þessu sinni, 22 varin skot þar á meðal 1 vítakast en það dugði því miður ekki að þessu sinni
60:00 Við þökkum fyrir okkur í dag, við sjáumst á næsta leik, heimaleikur gegn Haukum á fimmtudaginn!

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson