Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2015-16

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Bein lýsing
Olís deild karla 19. nóvember kl. 19:00 í KA heimilinu
Akureyri
 
FH
0
-
0
00:00
Velkomin til leiks við vindum okkur beint í að kynna persónur og leikendur


Tími   Staða   Skýring
Velkomin til leiks við vindum okkur beint í að kynna persónur og leikendur
Lið heimamanna er skipað á hefðbundinn hátt
1 Tomas Olason
11 Hreiðar Levy Guðmundsson
2 Andri Snær Stefánsson
3 Halldór Logi Árnason
8 Garðar Már Jónsson
13 Hörður Másson
15 Friðrik Svavarsson
17 Bergvin Þór Gíslason
19 Kristján Orri Jóhannsson
20 Róbert Sigurðarson
22 Sigþór Árni Heimisson
23 Heiðar Þór Aðalsteinsson
24 Brynjar Hólm Grétarsson
32 Ingimundur Ingimundarson
Og lið gestanna úr FH er þannig skipað:
12 Arnar Pétursson
16 Ágúst Elí Björgvinsson
3 Benedikt Reynir Kristinsson
4 Hlynur Bjarnason
5 Ásbjörn Friðriksson
6 Andri Berg Haraldsson
7 Theodór Ingi Pálmason
9 Jóhann Birgir Ingvarsson
13 Einar Rafn Eiðsson
14 Henrik Bjarnason
15 Halldór Ingi Jónasson
18 Daníel Matthíasson
19 Jón Bjarni Ólafsson
23 Þorgeir Björnsson
Dómarar í dag eru Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson
0:01 Það er Akureyri sem hefur leikinn
0:30 Boltinn dæmdur af Sigþóri Árna Heimissyni
0:46 Vá! Dómararnir gefa Halldóri Loga Árnasyni beint rautt spjald. Vilja meina að hann hafi gefið Einari Rafni Eiðssyni olnbogaskot í andlitið. Afar umdeildur dómaru enda sneri Dóri baki í Einar og sá aldrei til hans. Það verður allt vitlaust í húsinu
0:55 0-1 Halldór Ingi Jónasson skorar fyrsta mark leiksins – það kemur úr hægra horninu
1:10 Bergvin Þór Gíslason skýtur á FH markið en Ágúst Elí í markinu er vandandum vaxinn
2:25 0-2 Benedikt Reynir Kristinsson fer inn úr vinstra horninu og skorar annað mark FH-inga
2:40 1-2 Hörður Másson minnkar muninn með laglegu marki
2:55 Hreiðar Levý Guðmundsson með góða vörslu, undirhandarskot frá Einari Rafni
3:02 Bergvin Þór Gíslason sækir vítakast
3:45 2-2 Heiðar Þór Aðalsteinsson tekur vítið, það er varið en Heiddi nær frákastinu og skorar
5:10 Löng sókn FH inga sem endar með því dæmdur er ruðningur á Einar Rafn Eiðsson
05:22 3-2 Sigþór Árni Heimisson bombar boltanum í netið af gólfinu og Akureyri er komið yfir
06:34 Hreiðar Levý Guðmundsson ver í markinu frá Benedikt Kristinssyni
06:46 Hreiðar Levý Guðmundsson ver aftur í markinu! Akureyri í sókn
07:04 Heiðar Þór Aðalsteinsson með skot sem Ágúst Elí ver, en Akureyri heldur boltanum
07:27 4-2 Bergvin Þór Gíslason skorar gott mark úr horninu
08:36 FH missir boltann, kasta honum beint útaf
09:02 Kristján Orri Jóhannsson fær dæmda á sig línu
09:14 Ólögleg blokkering dæmd á FH
09:24 Sigþór Árni Heimisson sækir vítakast
09:58 5-2 Heiðar Þór Aðalsteinsson skorar úr vítakastinu
10:09 Halldór Jóhann Sigfússon tekur leikhlé fyrir FH og skyldi engan undra
11:19 6-2 Róbert Sigurðarson skorar fyrir Akureyri
10:46 FH missir boltann enn einu sinni
12:08 Akureyri vinnur boltann
12:54 FH vinnur boltann
13:25 FH fær aukakast
13:48 Enn fær FH aukakast og síðan horn
14:30 FH missir boltann
14:50  Spjald á Jóhann Birgi leikmann FH
15:15 7-2 Bergvin Þór Gíslason lyftir sér upp og skorar upp í samskeytin
15:34 7-3 FH skora eftir hraða sókn Ásbjörn Friðriksson þar að verki
16:04 Dæmd lína á FH eftir hraðaupphlaup
16:22 Akureyri í sókn
16:36 Friðrik Svavarsson kemst í gegn en það er varið
16:52 FH missa boltann
16:57 Kristján Orri Jóhannsson inn úr horninu en dæmd lína á hann
17:15 7-4 Ási skorar eftir hraða sókn FH inga
17:40  Sigþór Árni Heimisson vinnur vítakast og FH missa Andra Berg Haraldsson af velli
18:38 7-5 Theodór Ingi vippar yfir Hreiðar í markinu
19:31 Heiðar Þór Aðalsteinsson með skot sem er varið en Akureyri fær boltann
19:52 8-5 Sigþór Árni Heimisson skorar með skoti af gólfinu
20:18 FH fær aukakast
20:37 FH með skot framhjá – held að Hreiðar hafi ekki haft neitt af því að segja
21:05 9-5 Bergvin Þór Gíslason fintar sig í gegn og skorar
21:43 Skref dæmd á Einar Rafn
22:01 Akureyri missir boltann – ruðningur dæmdur á Ingimund
22:27 Klassa vörn hjá Akureyri en FH fær aukakast
22:56 Akureyri vinnur boltann og Sverre Andreas Jakobsson tekur leikhlé
22:56 Akureyri hefur leik á ný
23:10 10-5 Kristján Orri Jóhannsson lyftir sér upp og leggur boltann í netið
23:30 Akureyarvörnin ver í innkast
23:55  FH kasta boltanum útaf en Brynjar Hólm Grétarsson fær spjald
24:20 Akureyri með boltann
24:30 11-5 Sigþór Árni Heimisson lyftir sér bara upp og skorar yfir FH vörnina
24:43   Friðrik Svavarsson rekinn af velli fyrir vaska framgöngu í vörninni
24:55 11-6 Daníel Matthíasson frír á línunni og skorar
25:41 Sigþór Árni Heimisson fær aukakast
25:56 Sigþór Árni Heimisson með skot sem er varið
26:07 FH fær á sig ruðning - var reyndar vafasamur dómur
26:35 12-6 Brynjar Hólm Grétarsson með rosalegt mark - var kominn alveg yfir í hægra hornið þegar hann stökk upp og bombaði á markið
27:23 FH henda boltanum útaf
27:34 Ruðningur dæmdur á Brynjar Hólm Grétarsson
28:18 FH missa boltann
28:29 Brynjar Hólm Grétarsson fær aukakast
28:59 Hreiðar ver hraðaupphlaup Benedikts Reynis
29:28 13-6 Kristján Orri Jóhannsson inn úr horninu og skorar
29:51 13-7 Ásbjörn skorar eftir gott uppstökk
30:00 14-7 Ingimundur Ingimundarson með ævintýralega neglu upp í samskeytin á lokasekúndu hálfleiksins
30:00 Eftir að FH komst í 2-0 hefur Akureyri tekið öll völd á vellinum - ekki síst með frábærum varnarleik
30:00 Bergvin Þór Gíslason og Sigþór Árni eru með 3 mörk hvor, Heiðar Þór og Kristján Orri 2 hvor, Ingimundur, Hörður, Róbert og Brynjar 1 mark hver
30:00 Hreiðar Levý Guðmundsson er kominn með 6 varða bolta
30:00 Hjá FH er Ásbjörn Friðriksson með 3, Benedikt, Theodór Ingi, Daníel Matthíasson og Halldór Ingi Jónasson 1 mark hver
30:00 Ágúst Elí er með 9 varin skot
30:00   Rauða spjaldið sem Halldór Logi Árnason fékk eftir rúmlega 40 sekúndna leik hefur heldur betur kveikt í Akureyrarliðinu
30:00 Akureyrarliðið er komið fram á völlinn en ekkert bólar á FH liðinu - trúlega alvarleg ræða hjá Halldóri Jóhanni
30:00 Jæja þeir eru mættir enda eins gott því þeir byrja seinni hálfleikinn núna
30:40 14-8 Ási með mark - í stöng, bakið á Hreiðari og í netið
31:18 Akureyri missir boltann en FH stíga útaf vellinum þannig að Akureyri fær boltann aftur
31:38 15-8 Brynjar Hólm Grétarsson brýst í gegn og skorar
31:44  Theodór FH ingur rekinn af velli
32:22  FH fær víti og Brynjar Hólm Grétarsson rekinn útaf
32:32 Hreiðar Levý Guðmundsson ver vítið frá Einari Rafni og Akureyri fær boltann
33:07 Bergvin Þór Gíslason með skot sem er varið
33:20 15-9 Það losnar um Ásbjörn sem þakkar fyrir sig og skorar
33:44 Sigþór Árni Heimisson fer í gegn og vinnur vítakast
33:57 Andri Snær Stefánsson kemur inná til að taka vítið
33:57 16-9 Andri Snær Stefánsson hausar Ágúst Elí í markinu
34:10 16-10 Einar Rafn svarar með marki fyrir FH
34:57 17-10 Hörður Másson með laglegt mark úr þröngu færi á hægri vængnum
35:24 Skref dæmd á FH
35:57  Andri Berg rekinn útaf fyrir að berja Friðrik - menn heimta rautt
36:15  Sigþór Árni Heimisson vinnur vítakast og Theodór rekinn útaf
36:18 18-10 Andri Snær Stefánsson skorar úr vítinu - að þessu sinni undir Ágúst Elí
36:58 FH fær aukakast
37:16 FH missa boltann
37:25 19-10 Kristján Orri Jóhannsson skorar úr hraðaupphlaupi – markið var mannlaust
38:19 Höndin eru uppi
38:33 19-11 Andri Berg læðir boltanum í netið – raunar af ótrúlega löngu færi
39:09  Einar Rafn Eiðsson rekinn af velli fyrir brot á Friðriki Svavarssni, sýndist að dómararnir ætluðu fyrst að reka Frikka af velli sem hefði verið vægast sagt skrýtið
40:01 19-12 FH fékk ótrúlegt víti sem Ási skoraði úr
41:10 Allt að verða vitlaust - FH er í sókn
41:35 19-13 Jóhann Ingvarsson skorar fyrir FH
41:51 Akureyri tekur leikhlé Sverre Andreas Jakobsson vill ræða við sína menn
41:51 Akureyri hefur leik á ný og Tomas Olason kemur í markið
42:18 Hörður Másson með skot sem er varið
42:56 FH fær aukakast
43:14 19-14 Ási losnar og skorar fyrir utan
43:42 Hörður Másson með skot framhjá
43:53 Tomas Olason ver en FH fær aukakast
44:20 Tomas Olason ver frá Einar Rafni og Akureyri með boltann
44:53 Boltinn dæmdur af Akureyri
45:19 FH fær aukakast
45:38 Tomas Olason með meistaralega vörslu af línunni Akureyri í sókn
46:07 Andri Snær Stefánsson er kominn í hornið
46:25 20-14 Andri Snær Stefánsson frír á línunni og skorar
46:46 FH fær aukakast
47:04 Akureyrarvörnin tekur kraftinn úr skoti og Tomas skutlar sér og handsamar boltann
47:48 Liðin missa boltann á víxl en FH er með boltann núna
47:59 FH tekur leikhlé
47:59 FH hefur leikinn aftur
48:17 20-15 Einar Rafn með skot í gegnum vörnina og undir Tomas
48:57 Brynjar Hólm Grétarsson fær dæmdan á sig ruðning
47:59 20-16 Ásbjörn skorar
47:59 21-16 Kristján Orri Jóhannsson svarar samstundis með góðu marki fyrir utan
47:59 Sóknarbrot á FH
47:59 Brynjar Hólm Grétarsson kominn í gegn en það er varið
47:59 Tomas Olason með frábæra vörslu úr horninu og Akureyri með boltann
51:23  Ásbjörn rekinn af velli, fór í andlitið á Friðriki
51:40 21-17 Halldór Ingi skorar úr hraðaupphlaupi
52:11 Brynjar Hólm Grétarsson með skot framhjá
52:20 Tomas Olason ver með tilþrifum og Akureyri í sókn
52:55 Akureyri missir boltann en FH gera það sömuleiðis
52:55 Tomas Olason ver en FH fær frákastið
54:21 21-18 Ási skorar - þetta er ekki alveg að ganga hjá okkar mönnum
54:42 Andri Snær Stefánsson vinnur vítakast
54:52 Andri Snær Stefánsson tekur vítið sjálfur en lætur Ágúst verja vítið
55:20 Andri Snær Stefánsson vinnur boltann af miklu harðfylgi í vörninni
55:53 22-18 Bergvin Þór Gíslason brýtur ísinn með glæsilegri fintu
56:13 FH missir boltann - ruðningur
56:38 Sigþór Árni Heimisson fær aukakast
57:01 23-18 Sigþór Árni Heimisson skorar hefur heppnina með sér boltinn fellur til hans og Sissi sleppir ekki svona tækifæri
57:07   Ingimundur rekinn útaf menn skilja ekki fyrir hvað
57:27   Bergvin Þór Gíslason rekinn útaf - klaufaskapur
57:28 FH tekur leikhlé – Halldór vill gera eitthvað enda FH tveim mönnum fleiri
57:28 Leikurinn byrjar á ný
57:37 Ruðningur dæmdur á FH
58:12 Akureyri missir boltrann
58:23 23-19 FH skorar – Þorgeir með vippu úr horninu
58:44 Sverre Andreas Jakobsson tekur leikhlé
58:48 Akureyri byrjar aftur - eru manni færri
58:55 Tomas Olason ver eftir hraða sókn og Akureyri með boltann
59:22 24-19 Kristján Orri Jóhannsson skorar
59:41 24-20 Ási klórar í bakkann fyrir FH
59:59 25-20 Andri Snær Stefánsson fer í gegn og skorar
60:00 Frábær sigur heimamanna staðreynd og mikill fögnuður í húsinu
60:00 Ásbjörn Friðriksson er valinn maður FH liðsins
60:00 Tomas Olason var með frábæra innkomu í seinni hálfleiknum og er maður Akureyrarliðsins. Að vanda fá báðir veglega matarkörfu frá Norðlenska
60:00 Með þessum sigri fer Akureyri uppfyrir bæði ÍR og FH í töflunni
60:00 Kristján Orri Jóhannsson skoraði 5 mörk, Andri Snær, Bergvin og Sigþór 4 mörk hver, Brynjar, Heiðar og Hörður 2 mörk hver, Ingimundur og Róbert 1 mark hvor
60:00 Tomas Olason varði 9 skot og Hreiðar 7 skot
60:00 Við þökkum fyrir okkur í kvöld

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson