Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2015-16

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Bein lýsing
Olís deild karla 26. nóvember kl. 19:00 í Framhúsinu
Fram
 
Akureyri
0
-
0
00:00
Velkomin í beina lýsingu frá leik Fram og Akureyrar í 15. umferð Olís deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 19:00.


Tími   Staða   Skýring
Velkomin í beina lýsingu frá leik Fram og Akureyrar í 15. umferð Olís deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 19:00.
Hópur Fram:
Markmenn:
Kristófer Fannar Guðmundsson og Valtýr Már Hákonarson
Útileikmenn: Birkir Smári Guðmundsson, Ólafur Ægir Ólafsson, Stefán Baldvin Stefánsson, Stefán Darri Þórsson, Arnar Freyr Arnarsson, Arnar Freyr Ársælsson, Elías Bóasson, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, Þorgrímur Smári Ólafsson, Arnar Snær Magnússon, Óðinn Ríkharðsson og Sigurður Örn Þorsteinsson
Hópur Akureyrar:
Markmenn:
Tomas Olason og Hreiðar Levý Guðmundsson
Útileikmenn: Andri Snær Stefánsson, Halldór Logi Árnason, Garðar Már Jónsson, Hörður Másson, Friðrik Svavarsson, Bergvin Þór Gíslason, Kristján Orri Jóhannsson, Róbert Sigurðarson, Sigþór Árni Heimisson, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Brynjar Hólm Grétarsson og Ingimundur Ingimundarson
Dómarar í dag eru þeir Ingvar Guðjónsson og Þorleifur Árni Björnsson
Búið er að kynna liðin, þetta er að fara að bresta á!
Akureyri hefur unnið síðustu fjórar viðureignir liðanna og vonandi að liðið haldi áfram þessu taki á Frömurum, en við sjáum hvað gerist
Akureyri mun byrja með boltann
0:01 Akureyri hefur hafið leikinn
0:25 Sigþór Árni Heimisson kemur sér í gegn en fær aukakast, bekkurinn vill víti en fær ekki
0:49 0-1 Hörður Másson lyftir sér upp og þrumar boltanum í netið, fyrsta markið komið
1:09 Framarar við það að missa boltann en fá hornkast
1:32 1-1  Þorgrímur Smári fintar Halldór Loga og skorar. Dóri uppsker gult spjald
2:05 1-2 Bergvin Þór Gíslason með glæsilega fintu og hann smeygir sér í gegn og skorar
2:21 2-2 Arnar Freyr galopinn á línunni og hann jafnar, mikill hraði í leiknum
2:51 Halldór Logi Árnason skorar af línunni en búið að dæma vítakast
3:15 2-3 Andri Snær Stefánsson hausar Kristófer og skorar því af öryggi úr vítinu
3:52 Hreiðar Levý Guðmundsson ver skot frá Þorgrími og Akureyri með boltann
4:10 Sigþór Árni Heimisson róar sóknina niður og stillir upp í kerfi
4:22 2-4 Bergvin Þór Gíslason skorar, flottur Beggi!
4:39 Þorgrímur kemur sér í gegn og fær vítakast
4:56 3-4 Óðinn Ríkharðsson skorar af öryggi úr vítinu
5:28 Sigþór Árni Heimisson með skot sem er varið
5:37 3-5  Sigþór Árni Heimisson fær annað tækifæri og skorar nú með skoti í stöngina og inn. Gult spjald á Arnar Frey
6:06 Hreiðar Levý Guðmundsson með svakalega vörslu, Stefán Darri í dauðafæri en Hreiðar ver
6:24 Andri Snær Stefánsson í góðu færi en Kristófer ver frá honum
6:36 Framarar stilla upp í sókn, voru tæpir á að missa boltann
6:58 Halldór Logi Árnason ver skot í hávörninni, fékk boltann beint í fingurgómana en hann harkar af sér
7:05 Fram enn í sókn
7:13   Bergvin Þór Gíslason fær gult spjald og Framarar vítakast
7:27 4-5 Óðinn aftur ákaflega öruggur á punktinum og skorar
8:07 Sókn Akureyrar ekki beint markviss hingað til
8:22 Bergvin Þór Gíslason kemur sér í færi en varið frá honum
8:32 Hreiðar Levý Guðmundsson svarar hinsvegar með svakalegri vörslu, algjört dauðafæri á línunni en Hreiðar er að byrja vel í rammanum
9:12 4-6 Kristján Orri Jóhannsson skorar úr horninu, vel gert hjá Begga að senda langa sendingu í hornið
9:46 Hreiðar Levý Guðmundsson tekur enn eitt skotið
9:57 Bergvin Þór Gíslason í gegn en skýtur í stöng og út, þarna gat hann alveg fengið víti
10:19 Hreiðar Levý Guðmundsson ver enn og aftur
10:27 5-6 Framarar skora beint í bakið en Akureyri missti boltann eftir að hafa reynt við hraðaupphlaup
10:58 5-7 Kristján Orri Jóhannsson laumar sér á línuna og Sissi gerir vel í að finna hann og Krissi skorar
11:31 6-7 Þorgrímur Smári með skot í vörnina og boltinn lekur inn, svekkjandi
11:59 Myndatökumenn RÚV voru hér þegar leikurinn hófst en þeir eru farnir nú þegar, áhugavert
12:29 7-7 Stefán Darri skorar úr hraðaupphlaupi, Akureyrarbekkurinn ekki sáttur enda brotið á Halldór Loga en ekkert dæmt
12:56   Halldór Logi Árnason fær aukakast og gult spjald á loft, þar kom að því. Ekki búið að dæma á þessi brot hingað til
13:26 7-8 Andri Snær Stefánsson setur boltann í stöngina og inn úr horninu
13:58 Stefán Darri með skot í stöngina og Akureyri með boltann
14:14 Akureyri með smá tak á leiknum hingað til en munurinn þó aðeins eitt mark
14:46 Bergvin Þór Gíslason með slakt skot hátt yfir markið
14:55 8-8 Arnar Freyr skorar af línunni og jafnar metin
15:11 Framararnir eru að keyra hratt á Akureyri þegar þeir fá boltann og það er að skila hingað til
15:34 Hreiðar Levý Guðmundsson hálf grípur boltann eftir langskot
15:49 Kristján Orri Jóhannsson vippar boltanum í slánna og Framarar fá boltann
16:18 Hreiðar Levý Guðmundsson ver langskot frá Þorgrími Smára
16:28 Akureyri leggur af stað í sóknina
16:48 Bergvin Þór Gíslason með skot í slánna og Fram með boltann
16:57 9-8 Þorgrímur Smári skorar fyrir utan, það mætti enginn og hann er of góð skytta til að nýta sér það ekki
17:20 Sverre Andreas Jakobsson tekur leikhlé
17:20 Eftir mjög flotta byrjun hafa Framarar lokað betur á sókn Akureyrar og flott hjá Sverre að brjóta þetta aðeins upp
17:20 Leikurinn hafinn að nýju
17:35 Hreiðar Levý Guðmundsson með magnaða vörslu úr hraðaupphlaupi eftir að Hörður Másson hafði misst boltann klaufalega
17:43 Hreiðar Levý Guðmundsson að byrja leikinn hrikalega vel
18:08 9-9   Sigþór Árni Heimisson brunar í gegnum vörnina og skorar. Gult spjald á loft
18:45 10-9 Hreiðar Levý Guðmundsson ver en boltinn dettur inn, Elías Bóasson með markið
19:54 11-9 Framarar skora úr hraðaupphlaupi – Óðinn Ríkharðsson
20:19 11-10 Brynjar Hólm Grétarsson kemur sér í gegn og skorar
20:49 Hreiðar Levý Guðmundsson með góða vörslu
21:29   Brynjar Hólm Grétarsson keyrir á vörnina og Arnar Freyr Ársælsson fær brottvísun
21:42 11-11 Brynjar Hólm Grétarsson ekkert að tvínóna við hlutina, lyftir sér bara upp og þrumar boltanum í netið
22:20   Róbert Sigurðarson fær brottvísun, einhver hasar á línunni
22:36 Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Þorgrími en hann fær aukakast
23:02 12-11 Arnar Snær skorar úr horninu, vel spilað hjá Frömurum, náðu að galopna hornið
23:30 Brynjar Hólm Grétarsson klaufi þarna, ruðningur
23:42 13-11 Arnar Freyr refsar með marki úr hraðaupphlaupi
24:16 Akureyri missti boltann en Framarar fá dæmda á sig línu
24:27 Akureyri leggur af stað í sókn, það væri gott að fá mark núna
24:55 13-12 Brynjar Hólm Grétarsson þrumar á markið og boltinn steinliggur, þarna er styrkur Binna alveg klárlega
25:36 Andri Snær Stefánsson stöðvar Elías í horninu og Fram fær aukakast
25:51 Allt galopið á línunni og Framarar fá vítakast
26:13 Hreiðar Levý Guðmundsson ver vítakastið!
26:19 Akureyri kemur í sóknina
26:51   Halldór Logi Árnason fær bakhrindingu á línunni og Ólafur Ægir fer útaf í 2 mínútur
27:22 13-13 Kristján Orri Jóhannsson skorar úr horninu, Binni með laglega sendingu niður í hægra hornið úr vinstri skyttunni
27:57 Andri Snær Stefánsson nær að stöðva Þorgrím áður en hann hleypir af
28:23 14-13 Þorgrímur Smári með fast skot af gólfinu og Framarar komast aftur yfir
28:45 Akureyri missir boltann
28:50 Spurning um að taka Þorgrím úr umferð, hann er býsna fyrirferðarmikill í sóknarleik heimamanna
29:20 Elías með skot hátt yfir, hafði komið sér fyrir fyrir utan en skotið ekki gott
29:47 Brynjar Hólm Grétarsson með skot framhjá
29:56 15-13 Framarar fljótir að refsa úr hraðaupphlaupi
30:00 Einhver rekistefna um hvort Akureyri eigi að fá tækifæri á að skora á lokasekúndunum en á endanum er ákveðið að láta tímann bara renna út og hálfleikstölur því 15-13 fyrir Fram
30:00 Leikurinn byrjaði vel en eftir því sem hefur liðið á leikinn hefur Akureyri gengið verr að opna Framarana á meðan heimamenn eru fljótir að refsa fyrir öll mistök
30:00 En það er svo sannarlega nóg eftir og þessi leikur er galopinn
30:00 Mörk Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 3, Brynjar Hólm Grétarsson 3, Andri Snær Stefánsson 2 (1 úr víti), Bergvin Þór Gíslason 2, Sigþór Árni Heimisson 2 og Hörður Másson 1
30:00 Hreiðar Levý Guðmundsson hefur varið vel í markinu og er með 10 skot varin, þar af 1 vítakast
30:00 Þá er síðari hálfleikurinn að fara að byrja
30:01 Framarar koma í sókn
30:27 16-13 Arnar Snær skorar af línunni, dauðafrír og vörnin þarf að loka betur
30:59 Kristján Orri Jóhannsson með skot í stöngina
31:08 Fótur svo dæmdur á Framara og Akureyri með boltann
31:26 Stefán Baldvin setti boltann alls ekki strax niður en slapp með brottvísun. Akureyrarliðið alls ekki sátt með það
31:44 Hörður Másson fær dæmd á sig skref
32:22 17-13 Þorgrímur Smári lyftir sér upp og skorar
32:51 Sigþór Árni Heimisson með skot af gólfinu sem er varið
33:02 Hreiðar Levý Guðmundsson með mikilvæga vörslu enn eitt dauðafæri sem hann ver
33:14 17-14 Hörður Másson skorar, vel gert hjá okkar liði að keyra á Framarana í seinni bylgjunni
33:43 Þorgrímur með slakt skot sem fer framhjá
33:55 Halldór Logi Árnason í algjöru dauðafæri á línunni en Kristófer ver frá honum, Dóri verður að gera betur þarna
34:26 18-14 Stefán Darri kemur sér í gegnum vörnina og skorar
34:36 Akureyrarvörnin hefur oft leikið betur en hingað til í kvöld
34:59 Bergvin Þór Gíslason með skot yfir
35:06 Framarar hinsvegar fljótir að missa boltann útaf
35:20 Friðrik Svavarsson í dauðafæri á línunni en Kristófer sér við honum, hvað er að gerast hjá línumönnunum okkar?
35:49 19-14 Arnar Freyr skorar af línunni og Framarar eru að stinga af
36:19 19-15 Hörður Másson með skot uppúr engu en boltinn endar í netinu og ekki hægt að kvarta undan þessu!
37:06 Andri Snær Stefánsson skýtur í stöngina úr hraðaupphlaupi
37:17 Framarar í sókn, ansi mörg dauðafæri farið forgörðum hjá okkar liði hér í upphafi síðari hálfleiks
37:41 Ruðningur dæmdur á Framara
38:01 Friðrik Svavarsson missir af línusendingu og Fram með boltann
38:11 20-15 Arnar Freyr skorar af línunni og munurinn aftur 5 mörk
38:22 Sverre Andreas Jakobsson tekur leikhlé og skyldi engan undra
38:22 Vörn Akureyrar hefur ekki komist í gang í kvöld og ef ekki væri fyrir stórleik Hreiðars Levý væri þessi leikur búinn. Sóknarleikurinn hefur gengið ágætlega en menn verða að nýta færin
38:23 Akureyri hefur leikinn að nýju
39:01 Andri Snær Stefánsson í gegn, fær snertingu en ekkert dæmt
39:16 Hreiðar Levý Guðmundsson svarar með góðri vörslu en Framarar fá innkast
39:27 Sverre Andreas Jakobsson ræðir hér við dómara leiksins, fannst brotið á Andra áðan
39:55 Hreiðar Levý Guðmundsson tekur enn eitt skotið
40:07 20 mínútur eftir og nú verða menn að fara að finna leið framhjá Kristófer
40:29  Arnar Freyr útaf í 2 mínútur. Hélt Sigþóri alltof lengi þarna
40:47 20-16 Friðrik Svavarsson skorar af línunni, Beggi með góða sendingu og Frikki nýtir færið vel þarna
41:30 Skref á Framara og Akureyri kemur í sóknina
41:53 Sigþór Árni Heimisson við það að komast í gegn en fær aukakast
42:10 20-17 Hörður Másson með flott skot fyrir utan og munurinn orðinn þrjú mörk
42:29 Framarar með fullskipað lið, góður kafli hjá okkar mönnum þarna einum fleiri
42:44  Þorgrímur Smári kastast í gólfið og Bergvin Þór Gíslason fer útaf í 2 mínútur. Begga fannst hann gera full mikið úr þessu en brottvísun niðurstaðan
43:01 21-17 Stefán Darri keyrir á opnu í vörninni og skorar
43:58 Róbert Sigurðarson missir boltann
44:21 Stefán Darri keyrir á vörnina en er stöðvaður, fær aukakast
44:42 Stefán Darri með skot sem fer framhjá en hann fær aukakast sem er furðulegt!
44:47   Sverre Andreas Jakobsson fær gult spjald fyrir mótmæli en hann hafði mikið til síns máls þarna, lítil sem engin snerting þarna
44:55 22-17 Framarar gera vel og skora, 5 mörk aftur orðinn munurinn á liðunum
45:42 22-18 Kristján Orri Jóhannsson skorar úr horninu, vel gert hjá Krissa en líka frábær sending hjá Sissa þarna
46:24 Kristján Orri Jóhannsson einn í gegn úr hraðaupphlaupi en Kristófer ver frá honum
46:31 Munurinn á liðunum hér í dag er einfaldlega sá að Framarar eru að nýta færin betur
47:04 Hreiðar Levý Guðmundsson ver en Framarar ná boltanum aftur
47:19 Hreiðar Levý Guðmundsson ver langskot frá Þorgrími
47:28 22-19 Róbert Sigurðarson skorar af línunni úr seinni bylgju
47:42 Akureyrarbekkurinn heimtar brottvísun enda farið í Róbert þarna en ekkert dæmt
48:14 Akureyrarvörnin að loka vel núna, vonandi heldur það áfram
48:34 Það er ennþá nóg eftir af þessum leik, vonandi spennandi lokamínútur framundan
48:38 Leiktöf dæmd á Fram
49:06 Bergvin Þór Gíslason með skot framhjá en fær aukakast enda farið í hann í loftinu
49:20 22-20 Hörður Másson með magnað undirhandarskot, það var ekki nokkur leið fyrir Kristófer að sjá þetta skot, hvað þá verja það!
49:30 Guðlaugur tekur leikhlé enda munurinn orðinn aðeins 2 mörk
49:30 Mikið rosalega er handbolti skemmtileg íþrótt, hlutirnir fljótir að gerast og aldrei hægt að afskrifa neitt
49:31 Framarar hefja leikinn að nýju, rétt rúmar 10 mínútur eftir
49:47 23-20 Þorgrímur Smári lyftir sér upp og skorar
50:23 Sigþór Árni Heimisson styttir sér leið í gegnum teiginn og boltinn dæmdur af Akureyri
50:52 Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Þorgrími Smára
51:09 Akureyri missir boltann, líklega brotið á Brynjari þarna en ekkert dæmt
51:45 24-20   Ingimundur Ingimundarson útaf í tvær mínútur á sama tíma og Arnar Freyr skorar af línunni
51:48 Akureyri kemur í mikilvæga sókn, manni færri
52:06 Kristján Orri Jóhannsson með slaka sendingu sem endar útaf
52:15 Hreiðar Levý Guðmundsson ver enn eitt dauðafærið
52:27 Hreiðar Levý Guðmundsson búinn að vera frábær í dag
52:46 24-21 Bergvin Þór Gíslason prjónar sig í gegn og skorar, koma svo strákar!
53:17 Framarar skjóta framhjá en fá aukakast. Voru stálheppnir að boltinn hafi ekki verið dæmdur af þeim en boltinn var klárlega farinn útaf rétt áður
53:35 Ólögleg blokkering hjá Arnari Frey og Akureyri með boltann
54:10 Bergvin Þór Gíslason með skot fyrir utan en fær aukakast
54:36 24-22 Hörður Másson skorar, sóknin var herfileg en Höddi nær að lauma boltanum í gegnum klof Kristófers með lúmsku skoti
55:10 25-22 Stefán Darri skorar fyrir Framara eftir gegnumbrot
55:38 Sigþór Árni Heimisson keyrir á vörnina en fær aukakast
55:50 Sigþór Árni Heimisson kemur sér aftur í gegn en Kristófer ver frá honum, Akureyri heldur þó boltanum
56:04 25-23 Friðrik Svavarsson kemur boltanum þó í netið á endanum, mikilvægt mark þarna
56:36 Hreiðar Levý Guðmundsson með rándýra vörslu úr dauðafæri af línunni
56:49 25-24 Bergvin Þór Gíslason keyrir á opnu í vörninni og kemur boltanum í netið, munurinn er eitt mark gott fólk!
57:21 Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Þorgrími en Framarar fá innkast
57:45 Framarar fá aukakast, höndin er komin upp
57:59 Hreiðar Levý Guðmundsson tekur hrikalega mikilvægt skot
58:16 Bergvin Þór Gíslason fær aukakast, vill fá víti en aukakast rétt
58:42 26-24 Akureyri missir boltann og Framarar refsa og klára líklega leikinn
58:56 26-25 Hörður Másson snöggur að kvitta fyrir þarna, enn er von!
59:12 Guðlaugur tekur leikhlé
59:12 Gulli vill klárlega spila eins langa sókn og hann getur. Framarar í dauðafæri til að klára leikinn en það er enn von hjá okkar mönnum um að fá stig hér í kvöld
59:14 Framarar hefja leikinn að nýju
59:34  Stefán Darri fær brottvísun, Friðrik Svavarsson las þetta hrikalega vel, stal boltanum og Stefán Darri hrindir honum niður
59:35 25 sekúndur eftir, Akureyri með boltann og það manni fleiri
59:35 Sverre Andreas Jakobsson vill fá vítakast enda var Friðrik Svavarsson fremsti maður í hraðaupphlaupi en ekkert fær hann
59:36 Akureyri kemur í sóknina
59:39 Sverre Andreas Jakobsson tekur leikhlé
59:39 Þvílík spenna!
59:40 Akureyri hefur leikinn að nýju, nú viljum við mark!
59:51 26-26 Sigþór Árni Heimisson skorar!
60:00 Hreiðar Levý Guðmundsson brunar inn á en Bergvin skutlar sér eins og fótboltamarkvörður fyrir boltann og ver meistaralega. Andri Snær nær síðan boltanum en fer með boltann inn í vítateiginn áður en tíminn rennur út þannig að Framarar eiga aukakast en tíminn er búinn
60:00 Skotið beint í vegginn og Akureyri sækir stig!
60:00 Úff! Þetta var svakalegur endir!
60:00 Æðislegt að fá stig útúr þessum leik, þvílíkur karakter að halda áfram og knýja þetta stig enda voru Framarar alveg með þennan leik
60:00 Hreiðar Levý Guðmundsson maður leiksins hér í dag, ekki nokkur spurning. Var gjörsamlega magnaður í rammanum í dag og hélt Akureyri inn í þessum leik
60:00 Við þökkum fyrir okkur í dag og við sjáumst á mánudaginn þegar Akureyri sækir Stjörnuna heim í 16-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson