Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2015-16

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Bein lýsing
Coca Cola bikar karla 30. nóvember kl. 18:00 í TM höllinni
Stjarnan
 
Akureyri
0
-
0
00:00
Velkomin í beina lýsingu frá leik Stjörnunnar og Akureyrar í 16-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins


Tími   Staða   Skýring
Velkomin í beina lýsingu frá leik Stjörnunnar og Akureyrar í 16-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins
Hópur Akureyrar:
Markmenn:
Tomas Olason og Hreiðar Levý Guðmundsson.
Útileikmenn: Andri Snær Stefánsson, Halldór Logi Árnason, Garðar Már Jónsson, Hörður Másson, Friðrik Svavarsson, Bergvin Þór Gíslason, Kristján Orri Jóhannsson, Róbert Sigurðarson, Sigþór Árni Heimisson, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Brynjar Hólm Grétarsson og Ingimundur Ingimundarson
Hópur Stjörnunnar:
Markmenn:
Einar Ólafur Vilmundarson og Ísak Magnússon.
Útileikmenn: Hörður Kristinn Örvarson, Ari Pétursson, Hjálmtýr Alfreðsson, Sverrir Eyjólfsson, Eyþór Magnússon, Hrannar Bragi Eyjólfsson, Ari Magnús Þorgeirsson, Andri Hjartar Grétarsson, Starri Friðriksson, Guðjón Ingi Einarsson, Guðmundur Guðmundsson, Dagur Snær Stefánsson og Finnur Jónsson.
Það má búast við hörkuleik hér í kvöld en Stjarnan er á toppi 1. deildar og hefur verið að leika afar vel. Leikurinn er klárlega risastór fyrir Garðbæinga
Liðin hafa einu sinni mæst áður í bikarnum og það var í undanúrslitum árið 2013. Stjarnan, eins og nú lék þá í 1. deildinni og fór með sigur af hólmi 24-26
Akureyri vann báða heimaleikina gegn Stjörnunni á síðustu leiktíð en leik liðanna hér í Mýrinni lauk með jafntefli. Það er þó að sjálfsögðu ekki möguleiki á jafntefli hér í dag enda leikið til þrautar
Dómarar í dag eru þeir Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson. Síðast þegar þeir dæmdu hjá Akureyri fauk Halldór Logi Árnason útaf með rautt spjald eftir 45 sekúndur. Hvað gerist í kvöld?
Kortér í leik og upphitun beggja liða langt komin. Nú er bara spurningin hvort að Silfurskeiðin láti sjá sig
Liðin eru að ganga inn í salinn, það eru skelfilega fáir áhorfendur mættir
0:01 Stjörnumenn hafa hafið leikinn
0:41 1-0 Sverrir Eyjólfsson laus á línunni og skorar fyrsta mark leiksins fyrir Stjörnuna
1:07 Heiðar Þór Aðalsteinsson í góðu færi í horninu en Einar Ólafur ver frá honum
1:34 1-1 Kristján Orri Jóhannsson skorar úr hægra horninu
2:13   Róbert Sigurðarson fær gult spjald eftir að hafa brotið á Sverri á línunni, vítakast Stjarnan
2:39 Hreiðar Levý Guðmundsson ver hinsvegar vítakastið!
2:50 Stjarnan heldur þó boltanum
3:06 Hreiðar Levý Guðmundsson með frábæra vörslu, Sverrir í dauðafæri á línunni en Hreiðar góður þarna
3:41  Bergvin Þór Gíslason sækir á en er stöðvaður, Andri Hjartar fær gult spjald
4:04 Hörður Másson með skot sem er varið en hann fær aukakast
4:16 1-2 Bergvin Þór Gíslason nýtir sér góða stimplun Akureyrarliðsins og skorar eftir gegnumbrot
4:46 2-2 Eyþór Magnússon hamrar boltanum í netið
5:04 2-3 Bergvin Þór Gíslason svarar með góðu skoti fyrir utan
5:24 3-3 Guðmundur Guðmundsson með lúmskt skot fyrir utan sem endar í netinu
5:41 Stál í stál hér á fyrstu mínútum leiksins
5:56  Halldór Logi Árnason gerir vel og sækir vítakast, gult spjald á Sverri
6:18 Einar Ólafur hinsvegar ver vítið frá Heiðari Þór Aðalsteinssyni
6:49 Hreiðar Levý Guðmundsson ver langskot frá Ara Magnúsi
7:04 Akureyri í sókn
7:28 3-4 Hörður Másson keyrir á gat í vörninni og setur boltann í netið, vel gert
7:43 Bergvin Þór Gíslason stendur vel í vörninni og stöðvar áhlaup Ara Magnúsar, aukakast dæmt
8:09   Ingimundur Ingimundarson fær gult spjald fyrir hrindingu, Stjarnan heldur enn sókn sinni áfram
8:35 Hreiðar Levý Guðmundsson ver auðveldlega skot frá Eyþóri
8:50   Halldór Logi Árnason sækir vítakast og Sverrir fer útaf í tvær mínútur
9:06 3-5 Kristján Orri Jóhannsson skorar af öryggi úr vítinu
9:35 4-5 Ari Magnús skýtur af gólfinu og boltinn endar í netinu, það var ekkert að gerast í sókn heimamanna en náðu markinu á endanum
10:04 Heiðar Þór Aðalsteinsson fær sendingu niður í horn en missir boltann og Stjarnan kemur í sóknina
10:34 Hörður Kristinn með skot í stöngina
10:44 4-6 Bergvin Þór Gíslason skorar svo strax í bakið og Akureyri heldur áfram tveggja marka forskoti
11:16 5-6  Ari Magnús kemur sér framhjá Bergvini og skorar, Beggi fær gult spjald
11:45 Bergvin Þór Gíslason flottur og svarar strax fyrir sig með því að ná í vítakast
12:06 5-7 Kristján Orri Jóhannsson skorar úr vítinu
12:40 6-7 Guðmundur lyftir sér upp og skorar, skyttur heimamanna að byrja leikinn vel
13:06 Kristján Orri Jóhannsson í fínu færi í horninu en Einar Ólafur ver frá honum
13:19 Heimamenn leggja af stað í sóknina
13:41 Bergvin Þór Gíslason með slaka sendingu sem heimamenn komast inn í
13:55 Hreiðar Levý Guðmundsson svarar hinsvegar með flottri vörslu, Hreiðar að byrja vel í dag
14:32 Boltinn dæmdur af Akureyri
15:05 Hreiðar Levý Guðmundsson tekur bolta sem fór af vörninni
15:17 Kristján Orri Jóhannsson í hraðaupphlaupi en Einar Ólafur ver frá honum. Krissi fékk vissulega boltann seint en engu að síður dauðafæri
15:39 7-7 Eyþór Magnússon þrumar á markið og jafnar hér metin
15:49 Sverre Andreas Jakobsson tekur leikhlé
15:49 Þetta er einfaldlega hörkuleikur í gangi hér í Mýrinni. Stjarnan með flottar skyttur sem okkar menn eiga í erfiðleikum með. Sóknarlega hefur Beggi verið okkar yfirburðarmaður
15:50 Akureyri hefur leikinn að nýju
16:02 Sigþór Árni Heimisson reynir að koma boltanum á línuna en er tekinn föstum tökum
16:17 Hörður Másson með skot fyrir utan en Einar Ólafur ver
16:55 8-7 Hjálmtýr fær boltann í horninu og vippar yfir Hreiðar, þrjú mörk í röð og Stjarnan er komin yfir
17:29   Halldór Logi Árnason sækir vítakast og gult spjald á loft. Beggi með góða sendingu á Dóra þarna
17:52 8-8 Kristján Orri Jóhannsson öruggur á línunni og skorar
18:17 9-8 Ari Magnús einn og óvaldaður fyrir utan og hann bombar boltanum í netið, það þarf klárlega að mæta honum betur
18:48 10-8 Bergvin Þór Gíslason með skot í slánna og Starri refsar með marki úr hraðaupphlaupi
19:13 11-8 Ari Pétursson stelur boltanum og skorar
19:25 Hræðilegur kafli þessa stundina hjá okkar mönnum
19:58 11-9 Bergvin Þór Gíslason skorar fyrir utan, var kominn öfugu megin en kemur boltanum í netið. Beggi yfirburðarmaður í sókninni
20:35 Hjálmtýr skorar en stígur á línuna
20:49 Bergvin Þór Gíslason kemur sér í gegn en setur boltann í stöngina
21:19 12-9 Guðmundur með rosalegt undirhandarskot sem steinliggur í netinu, þetta ætlar að verða erfitt í kvöld
21:55 Halldór Logi Árnason í færi á línunni en Einar Ólafur ver frá honum
22:14 12-10 Hörður Másson skorar gott mark af harðfylgi. Akureyrarliðið keyrði hratt á eftir að Ari Magnús hafði skotið yfir
23:07 Hreiðar Levý Guðmundsson með vörslu en Stjarnan heldur boltanum
23:17 Skot framhjá og Akureyri kemur í sóknina
23:34 Bergvin Þór Gíslason fær dæmdan á sig ruðning, Beggi vissi ekkert hvað hann ætlaði að gera þarna og ekki spurning með ruðninginn
24:19 Stjarnan fær vítakast, Hörður Másson stendur inn í teig
24:49 Ari Pétursson skýtur framhjá úr vítinu
25:16  Hörður Másson fær högg á andlitið og Ari fer útaf í 2 mínútur
25:32 Sigþór Árni Heimisson fær högg á andlitið en engin brottvísun núna
25:48 12-11 Bergvin Þór Gíslason lyftir sér upp og skorar
26:47 Ari Magnús með skot af gólfinu en Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá honum
27:02 Hörður Másson með furðulega ákvörðun og boltinn endar útaf
27:30 13-11 Ari Pétursson hreinlega labbar í gegnum vörnina og skorar, þetta var alltof auðvelt
27:48   Halldór Logi Árnason með vitlausa skiptingu og fær brottvísun. Stjarnan fær boltann að auki
27:56 14-11 Sverrir finnur svæði á línunni og skorar
28:31 Sigþór Árni Heimisson tekinn föstum tökum og fær aukakast, lítið að gerast í sókninni hjá okkar mönnum
28:49 Heiðar Þór Aðalsteinsson inn úr ákaflega þröngu færi og snýr boltann í stöngina og út
29:13 15-11 Ari Pétursson með skot af gólfinu og munurinn er orðinn fjögur mörk
29:51 9 sekúndur eftir, við þurfum mark
30:00 16-11 ÚFF! Hörður Másson með skot sem er varið, Andri Hjartar brunar fram og skorar þegar tíminn klárast
30:00 Stjarnan leiðir 16-11 í hálfleik og á það svo sannarlega skilið. Það þarf eitthvað mikið að breytast í síðari hálfleik ef að Akureyri á ekki að falla hér úr leik
30:00 Mörk Akureyrar: Bergvin Þór Gíslason 5, Kristján Orri Jóhannsson 4 (3 úr vítum) og Hörður Másson 2
30:00 Staðan er vissulega ekki góð en það er enn nóg eftir af þessum leik. Þá eigum við Brynjar Hólm Grétarsson inni. Aðallega þarf þó að mæta skyttum Stjörnunnar betur enda flest mörk þeirra að koma úr langskotum
30:01 Akureyri hefur hafið síðari hálfleikinn, koma svo strákar!
30:34 Hörður Másson missir boltann eftir erfiða sendingu frá Sissa
31:23 17-11 Eyþór Magnússon lyftir sér upp og setur boltann í netið. Menn verða að fara að mæta þeim framar
32:03   Bergvin Þór Gíslason keyrir á opnu í vörninni og fær vítakast. Ari Magnús útaf í tvær mínútur
32:03 Nei það var Ari Péturs sem fór útaf
32:07 17-12 Kristján Orri Jóhannsson skorar úr vítinu
32:46 17-13 Kristján Orri Jóhannsson skorar úr hraðaupphlaupi, flott hávörn þarna sem skilaði svo hraðaupphlaupi
33:28 Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Guðmundi
33:38 17-14 Kristján Orri Jóhannsson skorar eftir góða fintu og munurinn er að minnka hratt
34:05 Heimamenn með fullskipað lið
34:29 Tvígrip og Akureyri fær boltann
34:41 Sigþór Árni Heimisson stöðvaður og fær aukakast
35:07 17-15 Kristján Orri Jóhannsson skorar úr horninu, frábært spil og virkilega vel klárað hjá Krissa
35:21 Nú er maður farinn að þekkja okkar lið!
35:36 Róbert Sigurðarson hrikalega hraustur og stöðvar Ara Magnús sem keyrði af krafti á vörnina
36:05 18-15 Guðmundur með skot sem Ingimundur ver en Guðmundur fær boltann strax aftur og skorar
36:43 Bergvin Þór Gíslason kemur boltanum í netið en búið að flauta
36:57 Sigþór Árni Heimisson með skot af gólfinu sem er varið
37:05 Hörður Másson beið eftir frákastinu en hefði betur kastað sér á boltann, Stjörnumenn koma í sókn
37:52 19-15 Þrumuskot frá Ara Magnúsi sem steinliggur
38:06 Halldór Logi Árnason í færi á línunni en Einar Ólafur hreinlega étur hann
38:20 Heimamenn geta því aftur aukið muninn í 5 mörk
38:41 Sverrir sækir vítakast, ódýrt en Dóri virðist hafa verið aðeins inn í teignum
39:06 20-15 Starri skorar af öryggi úr vítinu
39:31 20-16 Kristján Orri Jóhannsson laumar sér á línuna og skorar eftir sendingu frá Sissa
39:51 20 mínútur eftir og nú þurfum við stöðugri leik
40:08 Akureyri vinnur boltann
40:29 Brynjar Hólm Grétarsson kemur inn á í vinstri skyttuna
40:51 20-17 Heiðar Þór Aðalsteinsson laumar sér inn á línuna og Sissi finnur hann vel, Heiddi klárar færið lystilega
41:24 21-17 Guðmundur Guðmundsson lyftir sér upp og skorar af öryggi enda engin hávörn fyrir framan hann
42:06 Sigþór Árni Heimisson fær aukakast. Sóknarleikur Akureyrar er einfaldlega hugmyndasnauður og Stjörnumenn loka frekar auðveldlega á okkur
42:27 21-18 Kristján Orri Jóhannsson með skot sem er varið en Sigþór Árni Heimisson nær frákastinu og skorar
43:04 Guðmundur kemst í algjört dauðafæri en skýtur í slá og yfir
43:19 Akureyri kemur í sóknina
43:41 Brynjar Hólm Grétarsson missir boltann
43:50   Brynjar Hólm Grétarsson brýtur af sér og fýkur útaf í 2 mínútur
44:06 22-18 Eyþór fintar Akureyrarvörnina upp úr skónum og skorar svo auðveldlega
45:03 Akureyri er manni færri næstu 47 sekúndurnar og það er ekkert sem bendir til þess að liðið nái að skora á næstu sekúndunum
45:11 22-19 Hörður Másson afsannar það með lausu skoti sem endar einhvernveginn í netinu, mikilvægt
45:35 Akureyri nær boltanum eftir slaka línusendingu heimamanna
45:53 Akureyri með fullskipað lið
46:14 Liðin skiptast á að missa boltann en Akureyri fær síðan aukakast
46:28 22-20 Hörður Másson bombar á markið og skorar, gott að fá Hödda í gang
46:53   Friðrik Svavarsson fær brottvísun, litlar sakir en dómararnir alveg vissir í sinni sök
47:04 Hreiðar Levý Guðmundsson með rándýra vörslu af línunni
47:15 22-21 Sigþór Árni Heimisson brunar á vörnina, tekur sína frægu yfirhandarfintu og svífur í gegn. Ekki að sökum að spyrja og boltinn endar í netinu
47:39 Ruðningur dæmdur á Stjörnuna, þvílík mínuta manni færri!
48:11 Sigþór Árni Heimisson fær aukakast
48:36 Heiðar Þór Aðalsteinsson fær sendingu niður í horn en missir hann útaf. Heiddi hefur oft verið betri en hingað til í kvöld
48:40 Einar tekur leikhlé fyrir Stjörnuna
48:40 Þetta er aftur orðinn leikur hér í Mýrinni en það þarf að halda áfram
48:43 Stjörnumenn koma í sóknina
48:53 Sverrir sækir vítakast fyrir Stjörnuna
49:16 Hreiðar Levý Guðmundsson glæsilegur í markinu og slær hönd í boltann!
49:34 Akureyri getur jafnað metin
49:59 Brynjar Hólm Grétarsson með þrumuskot sem fer beint í andlitið á Eyþóri. Eyþór liggur skiljanlega eftir og leikurinn er stopp. Akureyri heldur boltanum
50:12 Hörður Másson með skot í stöngina
50:19 Stjarnan í sókn
50:33 Hreiðar Levý Guðmundsson með mikilvæga vörslu
51:05 Sigþór Árni Heimisson fær dæmd á sig skref
51:37 23-21 Allt í einu snaropnast hornið og Andri Hjartar skorar og munurinn aftur tvö mörk
52:04 23-22 Hörður Másson flottur þarna, gerði þetta allt einn og bombaði á markið. Munurinn aftur eitt mark
52:40 Ingimundur Ingimundarson með magnaða hávörn en Stjörnumenn halda boltanum
52:55 Ingimundur Ingimundarson ver aftur en enn halda þeir boltanum
53:06 Starri skýtur framhjá, Akureyri fær enn möguleika á að jafna
53:27 Sigþór Árni Heimisson skorar en dæmd á hann lína
53:58 Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Hrannari
54:06 Akureyri með boltann
54:35 Friðrik Svavarsson í dauðafæri á línunni en Einar Ólafur ver frá honum
54:50 Akureyri fær þó innkast
55:09 Ólögleg blokkering dæmd á Friðrik Svavarsson
55:20 Mikið rosalega ætlar þetta að verða erfitt að jafna þennan leik
55:50 Ingimundur Ingimundarson með frábæra vörn og Stjarnan fær aukakast
56:02 Mikill hiti í mönnum enda lítið eftir, Stjarnan enn í sókn
56:22 24-22 Sverrir skorar af línunni eftir mikla baráttu. Hreiðar var í boltanum en hann lak á endanum í netið
56:22 Sverre Andreas Jakobsson tekur leikhlé
56:22 Nú eru góð ráð dýr, rétt rúmar þrjár og hálf mínúta eftir og enn leiða heimamenn
56:23 Akureyri kemur í sóknina, nú virkilega þurfum við mark
56:41 Friðrik Svavarsson missir boltann á línunni
56:49 Heimamenn koma pollrólegir í sóknina
57:17 25-22 Guðmundur Guðmundsson klínir boltanum upp í skeytin og fer langt með þennan leik
57:49 25-23 Bergvin Þór Gíslason með flott skot sem siglir beint í netið, enn er von
58:24 26-23 Sverrir fær boltann á línunni og hann skorar, þetta er búið
58:38 Akureyri missir boltann
59:08 Akureyri vinnur boltann en sendingin fram í hraðaupphlaupið gengur ekki
59:27 Lína dæmd á Hjálmtý
60:00 Þetta er búið, Stjörnumenn fagna innilega og það skiljanlega. Þeir eiga þennan sigur einfaldlega virkilega skilið
60:00 Okkar lið einfaldlega alltof mistækt hér í dag og vörnin ekki nógu beitt lengst af.
60:00 Bergvin Þór Gíslason maður leiksins hjá Akureyri í dag, reyndi af fullum krafti allan leikinn en fékk því miður ekki nægilega aðstoð frá öðrum leikmönnum og því fór sem fór
60:00 Bergvin Þór Gíslason maður leiksins hjá Akureyri í dag, reyndi af fullum krafti allan leikinn en fékk því miður ekki nægilega aðstoð frá öðrum leikmönnum og því fór sem fór
60:00 Bikardraumurinn er því úti þetta árið, en við sjáumst í KA-Heimilinu á fimmtudaginn þegar Víkingar koma í heimsókn. Við þökkum fyrir okkur að sinni

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson