Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2015-16

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Bein lýsing
Olís deild karla 17. desember kl. 18:00 í KA heimilinu
Akureyri
 
ÍBV
0
-
0
00:00
Verið velkomin í beina lýsingu frá leik Akureyrar og ÍBV. Þetta er lokaleikur Akureyrar fyrir jólafrí og með sigri tryggir liðið sér sæti í efri hluta deildarinnar


Tími   Staða   Skýring
Verið velkomin í beina lýsingu frá leik Akureyrar og ÍBV. Þetta er lokaleikur Akureyrar fyrir jólafrí og með sigri tryggir liðið sér sæti í efri hluta deildarinnar
Hópur ÍBV:
Markmenn:
Kolbeinn Aron Ingibjargarson og Andri Ísak Sigfússon.
Útileikmenn: Magnús Stefánsson, Bergvin Haraldsson, Dagur Arnarsson, Hákon Daði Styrmisson, Einar Sverrisson, Nökkvi Dan Elliðason, Brynjar Karl Óskarsson, Elliði Snær Viðarsson, Theodór Sigurbjörnsson, Andri Heimir Friðriksson, Kári Kristján Kristjánsson og Grétar Þór Eyþórsson
Hópur Akureyrar:
Markmenn:
Tomas Olason og Hreiðar Levý Guðmundsson
Útileikmenn: Andri Snær Stefánsson, Halldór Logi Árnason, Garðar Már Jónsson, Hörður Másson, Friðrik Svavarsson, Bergvin Þór Gíslason, Kristján Orri Jóhannsson, Róbert Sigurðarson, Sigþór Árni Heimisson, Birkir Guðlaugsson, Brynjar Hólm Grétarsson og Ingimundur Ingimundarson
Heiðar Þór Aðalsteinsson fór í aðgerð í gær og er því ekki með í dag.
Birkir Guðlaugsson kemur í hópinn í hans stað
Hjá ÍBV er Stephen Nielsen ekki með en hann átti stórleik á lokamínútunum þegar liðin mættust í síðustu viku og gerðu jafntefli
Theodór Sigurbjörnsson er að snúa til baka eftir meiðsli og er með Eyjamönnum í dag. Hann hóf tímabilið af miklum krafti og skoraði mikið af mörkum. Verður áhugavert að fylgjast með honum í dag
Það er mikið undir hjá báðum liðum, sigur hjá Akureyri tryggir liðinu sæti í efri hlutanum sem þýðir 5 heimaleiki í lokaumferðinni í stað 4
Sigur hjá Eyjamönnum tryggir þeim 4. sætið fyrir jólafríið en það kæmi liðinu inn í Deildarbikarinn
Það fer að koma að því að þetta hefjist hér í KA-Heimilinu og það er ágætis mæting á pöllunum. Enn er fólk að streyma inn en ég hefði nú viljað sjá fleiri enda mikilvægur leikur
Þá er búið að kynna liðin og þetta fer að hefjast hjá okkur. Egill Ármann Kristinsson er í steggjun og fékk að halda á HSÍ fánanum fyrir leik
ÍBV mun byrja með boltann
0:01 Þetta er byrjað, ÍBV kemur af stað í sóknina
0:43 Slök sending hjá Degi og Akureyri með boltann
0:56 Sigþór Árni Heimisson brunar til baka eftir að Akureyri missti boltann og nær sendingunni fram, tvær misheppnaðar sendingar komnar hjá gestunum strax
1:25 1-0 Bergvin Þór Gíslason kemur sér í gegn og skorar, hann heldur áfram frá stórleiknum gegn Gróttu
1:43 ÍBV fær aukakast og gólfið þurrkað, greinilega smá spenna hjá báðum liðum enda strax komin mistök hjá þeim báðum
2:02 Hreiðar Levý Guðmundsson ver skot frá Nökkva Dan af gólfinu
2:15 Sigþór Árni Heimisson með skot af gólfinu en Kolbeinn ver frá honum
2:29 ÍBV fær vítakast
2:45 1-1 Kári Kristján skorar af öryggi úr vítinu
2:56 Akureyri leggur af stað í sókn
3:08 2-1 Andri Snær Stefánsson skorar úr horninu, vel gert hjá Begga að opna hornið og Lukkusleikir setur hann í skeytin
4:00 Kári Kristján snýr sér á línunni og fær vítakast
4:21 Hreiðar Levý Guðmundsson ver vítakastið frá Nökkva Dan!
4:31  Nökkvi Dan stekkur svo á Begga og brýtur á honum, uppsker gult spjald
4:46 Akureyri kemur í sókn
5:02 3-1 Bergvin Þór Gíslason prjónar sig í gegn og skorar, Beggi að byrja vel hérna
5:31 Dagur sækir á en Halldór Logi Árnason stöðvar hann, aukakast
5:47 Nökkvi Dan sækir á og fær vítakast, þriðja víti Eyjamanna og annað sem er í ódýrari kantinum
6:09 3-2 Kári Kristján skorar af línunni
6:40 Andri Snær Stefánsson fær sendingu í hornið en er útaf og boltinn dæmdur af Akureyri
6:56   Róbert Sigurðarson ýtir á Hákon Daða og fær gult spjald. ÍBV með boltann
7:16 Dagur með örvæntingarfullt skot fyrir gestina sem fer framhjá
7:30 Kristján Orri Jóhannsson inn úr horninu en Kolbeinn ver frá honum
7:45 3-3 Grétar Þór skorar fyrir ÍBV og jafnar metin
7:58 Bergvin Þór Gíslason fær dæmdan á sig ruðning
8:07 Hreiðar Levý Guðmundsson með svakalega vörslu! Magnús Stefánsson í dauðafæri einn fyrir marki en Hreiðar étur hann!
8:55 Akureyri fær vítakast
8:57 4-3 Bergvin Þór Gíslason skorar úr vítinu
9:27 Nökkvi Dan sækir á en er stöðvaður, aukakast ÍBV
9:47 4-4 Dagur með gott skot af gólfinu og hann jafnar metin
10:12  Kristján Orri Jóhannsson fer inn úr horninu, það er farið í hann og hann sækir vítakast. Gult spjald á loft
10:26 Kolbeinn hinsvegar ver vítið
10:34 Akureyri heldur boltanum, innkast
10:51 Kristján Orri Jóhannsson kemur úr horninu og á skot fyrir utan en hávörnin ver frá honum
11:12  Andri Snær Stefánsson inn úr vinstra horninu, sækir vítakast og brottvísun á Grétar Þór fyrir að fara í hann
11:07 5-4 Bergvin Þór Gíslason skorar með því að skjóta í slánna og inn
11:34 Eyjamenn með markvörðinn útaf til að fjölga í sókninni
11:47 Ólögleg blokkering og Akureyri með boltann
11:58 6-4 Sigþór Árni Heimisson þrumar á markið af gólfinu og skorar í stöngina og inn, ramminn að aðstoða Akureyri þessa stundina
12:29 6-5 Theodór skorar úr horninu, snýr hann framhjá Hreiðari
12:57 Kristján Orri Jóhannsson skorar úr horninu en stígur á línuna. Markið stendur því ekki
13:14 Andri Snær Stefánsson með skemmtilega takta þarna samt, fór inn úr erfiðu færi en sendi boltann yfir í hitt hornið
13:34 6-6 Kári Kristján skorar af línunni, þetta er stál í stál hér á upphafsmínútunum
14:01 7-6 Hörður Másson með laglega hreyfingu og þrumar boltanum svo í netið
14:17   Ingimundur Ingimundarson fær gult spjald. Diddi ekki alveg sáttur með það en gult spjald þýðir nú lítið í handbolta
14:34 ÍBV heldur sókn sinni áfram eftir smá stopp
14:54 Ingimundur Ingimundarson og Kári Kristján í alvöru barning á línunni. Dómararnir ræða aðeins við þá en leikurinn heldur svo áfram
15:17 Bergvin Þór Gíslason ver skot frá Degi en ÍBV fær hornkast
15:36 Höndin hlýtur að vera að koma upp
15:49 7-7 Nökkvi Dan með hörkuskot af gólfinu sem steinliggur, hann varð að skjóta og það gerði hann svo sannarlega
16:20 8-7 Kristján Orri Jóhannsson laumar sér á línuna og skorar, góð sending hjá Sissa og Krissi gerir vel í barningnum
16:38 Boltinn dæmdur af ÍBV, Akureyri kemur í sóknina
16:58 Hörður Másson kemur á vörnina en fast er tekið á honum og hann fær aukakast
17:22 Bergvin Þór Gíslason með misheppnaða línusendingu
17:32 8-8 Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Hákoni Styrmi en Nökkvi fylgdi á eftir og skorar
17:40 Sverre Andreas Jakobsson tekur leikhlé
17:40 8-8 Staðan er 8-8 og þetta er einfaldlega hörkuleikur
17:41 Akureyri hefur leikinn að nýju
18:01  Sigþór Árni Heimisson kemur á vörnina og fær aukakast. Þegar búið er að flauta rífur Dagur hann niður og uppsker brottvísun, klaufalegt hjá Degi
18:02 Ingimundur Ingimundarson kemur í sóknina en Sissi fer útaf, greinilega eitthvað slappur eftir þetta brot
18:25  Andri Snær Stefánsson sækir vítakast og Brynjar Karl fer útaf í tvær mínútur
18:28 Kolbeinn hinsvegar ver vítið frá Bergvin
18:42 ÍBV kemur í sóknina fjórir á móti sex
18:58 Hákon Styrmir sækir aukakast
19:07 Slök sending og ÍBV missir boltann
19:38 9-8 Bergvin Þór Gíslason kemur sér í gegn og skorar, gekk erfiðlega að opna vörnina tveimur fleiri en gekk á endanum
20:23 Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Kára Kristjáni á línunni
20:35 10-8 Andri Snær Stefánsson brunar fram og skorar úr hraðaupphlaupi
20:47 Eyjamenn með fullskipað lið
21:00   Halldór Logi Árnason fer aftan í Andra Heimi og fer útaf í tvær mínútur
21:14 Hreiðar Levý Guðmundsson með svakalega vörslu frá Nökkva sem var í dauðafæri en ÍBV heldur boltanum
21:30 Akureyri að standa fína vörn manni færri
21:31 Arnar Péturs tekur leikhlé fyrir gestina
21:31 Akureyri skyndilega komið með tveggja marka forskot en er manni færri næstu 1:29, spurning hvort gestirnir geti nýtt þann tíma til að jafna metin
21:42 Kári Kristján skorar af línunni en lína dæmd á hann og Akureyri fær boltann
22:25 Andri Snær Stefánsson sækir aukakast
22:30 Erfitt sóknarlega manni færri
22:43 11-8 Kristján Orri Jóhannsson skorar af línunni, Ingimundur með rándýra sendingu aftur fyrir bak á línuna og Krissi skorar
23:04 Akureyri fær boltann, Eyjamenn klaufar og missa enn einn boltann hér í dag
23:30 12-8 Andri Snær Stefánsson nær frákasti í horninu og skorar, Kolbeinn varði skot frá Herði en Andri vel vakandi og munurinn orðinn fjögur mörk!
24:03 12-9 Theodór stekkur upp fyrir utan og skorar
24:22 12-10 Hákon stelur boltanum og skorar úr hraðaupphlaupi
24:52 Hörður Másson með skot framhjá
25:05 Andri Snær Stefánsson í hraðaupphlaupi en farið í hann og Akureyri fær hornkast, vel gert hjá Begga að stela boltanum
25:43 Andri Snær Stefánsson laumar sér á línuna, fær sendingu frá Herði og hann sækir vítakast
26:03 Andri Snær Stefánsson mun taka það sjálfur
26:06 13-10 Andri Snær Stefánsson skorar úr vítinu, að sjálfsögðu skorar Lukkusleikir af punktinum!
26:31 Halldór Logi Árnason stelur boltanum!
26:42 Ingimundur Ingimundarson með skot fyrir utan í vörnina og Kolbeinn nær honum
26:55 ÍBV fær aukakast og gólfið þurrkað. Meiri hraði að komast í leikinn og mistökum beggja liða búið að fjölga
27:14 13-11 Einar Sverrisson bombar á markið fyrir utan og hann skorar, Hreiðar ekki sáttur við sjálfan sig þarna
27:43 Ólögleg blokkering á Akureyri og ÍBV með boltann
27:58 Theodór sækir á en Ingimundur Ingimundarson sér við honum, aukakast
28:21 Kári Kristján með hörmulegan snúning sem fer víðsfjarri markinu
28:38 Akureyri í sókn
28:49 14-11 Hörður Másson með laglega einfalda fintu og skilar boltanum í netið
29:22 Theodór fær harðar móttökur og liggur eftir, ÍBV fær aukakast
29:22   Róbert Sigurðarson fær brottvísun, furðulegur dómur og virðist vera einungis þar sem Theodór lá eftir
29:36  Andri Heimir í gegn og Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá honum. Af einhverri ástæðu er dæmt vítakast
29:36  Bergvin útaf í tvær
29:38 14-12 Kári Kristján skorar af punktinum
29:46 Tvær ansi ódýrar brottvísanir á Akureyri á stuttum tíma þarna
30:00 Hörður Másson þrumar boltanum í markið en dómarinn dæmir ekki mark, persónulega fannst mér boltinn vera inni þegar flautið kom en við skulum treysta dómaranum þarna. Þó erum við í blaðamannastúkunni allir sammála um það að boltinn hafi verið kominn inn
30:00 En allavega 14-12 í hálfleik og Akureyri verið betri aðilinn heilt yfir. Þó verður erfitt að byrja síðari hálfleikinn tveimur færri
30:00 RÚV er með myndavél á leiknum, verður áhugavert að sjá upptökuna af þessu lokaskoti fyrri hálfleiks
30:00 Bergvin Þór Gíslason er markahæstur hjá Akureyri með 5 mörk (2 úr vítum), Andri Snær 4 (1 úr víti), Kristján Orri og Hörður eru með 2 hvor og Sigþór Árni er með 1 mark
30:00 Hreiðar Levý Guðmundsson hefur varið 8 skot í markinu og þar af 1 vítakast
30:00 Akureyri mun byrja með boltann í síðari hálfleik og þarf klárlega að taka langa sókn. Liðið er tveimur færri og Eyjamenn geta nýtt það vel til að jafna metin. Þetta verður spennandi gott fólk!
30:00 Þetta er að hefjast aftur, hvað gerist í síðari hálfleik?
30:01 Akureyri hefur hafið síðari hálfleikinn og kemur í sóknina tveimur færri. Hreiðar Levý Guðmundsson bíður í markinu
30:28 Theodór kemur í dauðafæri í horninu en skýtur framhjá. Brynjar Hólm Grétarsson hafði misst boltann þar áður
30:52 Hörður Másson með skot sem er varið
30:58 ÍBV í sókn
31:10 14-13 Kári Kristján fær allan tímann í heiminum á línunni og hann skorar
31:24 Akureyri manni færri núna
31:36 Akureyri með fullskipað lið
31:45 Ágætis kafli þarna tveimur færri
31:57 Brynjar Hólm Grétarsson fær aukakast, vantar smá aukakraft í Binna þarna
32:09 15-13 Halldór Logi Árnason opinn á línunni og hann skilar boltanum í netið!
32:40 Kári Kristján sækir vítakast, Eyjamenn eru að nýta kraft Kára ansi vel þessa stundina
32:49 15-14 Theodór skorar úr vítinu, Tomas Olason kom engum vörnum við þarna
33:20 16-14 Andri Snær Stefánsson keyrir á Grétar í vörninni og skorar, kraftur í Andra þarna
33:59 Hákon hendir sér niður en ekkert dæmt eðlilega. Heppinn að fá ekki brottvísun fyrir leikaraskap
34:15 Akureyri með boltann
34:33 Brynjar Hólm Grétarsson með misheppnaða línusendingu en Akureyri heldur boltanum
34:56 17-14 Hörður Másson með neglu af gólfinu og þessi fer beinustu leið í markið
35:12 Andri Heimir fær aukakast, ÍBV í erfiðleikum með sóknina en eru þó að nýta Kára Kristján vel. Spurning hve lengi það endist
35:44 Ingimundur Ingimundarson með risavörslu í vörninni, Einar með skot en Diddi er fyrir. Hornkast ÍBV
36:04 Kári Kristján hendir sér í gólfið og leikurinn stöðvaður, eiga aukakast
36:05 Einar með skot hátt yfir markið, ÍBV átti engin svör í þessari sókn
36:33 Halldór Logi Árnason fiskar vítakast af línunni, vel spilað hjá Akureyri og ekki spurning með vítið þarna
37:00 18-14 Andri Snær Stefánsson setur boltann í gegnum klofið á Kolbeini og munurinn er orðinn fjögur mörk
37:19 Það er komin hörkustemning á pallana hér í KA-Heimilinu!
37:48   Ingimundur Ingimundarson fær brottvísun og Kári Kristján fær vítakast. Diddi ekki sáttur þarna
37:52 Theodór skýtur hátt yfir! Þessu er vel fagnað
38:25 Brynjar Hólm Grétarsson fær aukakast, finnst vanta smá kraft í Binna hér í dag
38:55 Brynjar Hólm Grétarsson með skot sem er varið
39:06 Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Hákoni úr fínu færi úr horninu
39:08 Tíminn er stopp, Andri Snær Stefánsson liggur eftir
39:08 Andri Snær Stefánsson fékk þarna högg á vondan stað en hann er upprisinn og heldur áfram. Honum er klappað lof í lófa
39:16 Jæja, við höldum þá áfram, Akureyri með boltann
39:39 Bergvin Þór Gíslason með skot af gólfinu sem Kolbeinn ver
39:48 18-15 Grétar skorar strax fyrir ÍBV
40:23 Brynjar Hólm Grétarsson kemur sér í gegn en fær aðeins aukakast
40:43 Andri Snær Stefánsson sendir boltann yfir í hitt hornið en leiktöf dæmd á Akureyri
40:56 18-16 Andri Heimir skorar fyrir utan
41:33 Bergvin Þór Gíslason með skot í hávörnina en Akureyri fær hornkast
41:46 Brynjar Hólm Grétarsson með skot af gólfinu beint á Kolbein
41:58 18-17 Theodór skorar úr hraðaupphlaupi og munurinn orðinn eitt mark
42:00 Sverre Andreas Jakobsson tekur leikhlé
42:00 Eyjamenn með þrjú í röð og spennan er í hámarki á ný
42:01 Akureyri kemur af stað í sóknina
42:19 Bergvin Þór Gíslason fær harðar móttökur þegar hann kemur á vörnina og fær aukakast
42:35 Brynjar Hólm Grétarsson með slaka sendingu og ÍBV fær innkast
42:52 Einar Sverris með skot af gólfinu en skotið er framhjá
43:08 19-17 Brynjar Hólm Grétarsson þarna þekki ég þig! Kemur á vörnina, driplar og kemur sér í gegn, ekki að sökum að spyrja og boltinn í netinu
43:39 Róbert Sigurðarson með flotta vörn og vinnur boltann en dómararnir flauta og ÍBV sleppur með skrekkinn
43:47 Arnar Péturs tekur leikhlé fyrir ÍBV
43:47 Þetta mark frá Binna ansi mikilvægt enda sókn Akureyrar búinn að hiksta allsvakalega að undanförnu
43:48 Leikurinn hafinn að nýju, ÍBV í sókn
43:57 19-18 Theodór lyftir sér upp og skorar, Teddi er búinn að vera mjög góður í dag
44:25 Brynjar Hólm Grétarsson með skot sem hávörnin ver, Krissi nær þó boltanum aftur
44:36 Hörður Másson skýtur núna í hávörnina en Akureyri fær hornkast
44:53 Bergvin Þór Gíslason með skot í vörnina en Akureyri fær innkast
45:06 20-18 Kristján Orri Jóhannsson skorar svo úr horninu, Binni með flotta sendingu yfir í hornið en þessi sókn var ekki góð fram að þessu
45:39 Einar Sverris fær aukakast fyrir ÍBV
46:08 21-18 Kristján Orri Jóhannsson skorar úr hraðaupphlaupi
46:16 Andri Heimir keyrir á Hörð Másson og báðir liggja. ÍBV á aukakast
46:16 Þegar Krissi skoraði áðan var farið vel í Ingimund þegar hann sendi boltann fram en Eyjamenn sluppu með brottvísun
46:18 Leikurinn kominn aftur í gang, ÍBV með boltann
46:32 Ingimundur Ingimundarson ver skot frá Theodóri en ÍBV heldur boltanum. Sýnist Diddi hafa fengið boltann í magann og hann þarf aðeins að jafna sig
46:42 Ruðningur dæmdur á Eyjamenn
46:49 Akureyri kemur því af stað í sókn
47:26 Halldór Logi Árnason með þrumuskot af línunni sem Kolbeinn ver
47:26 Bergvin Þór Gíslason kastar sér á boltann og Eyjamenn taka vægast sagt hart á honum og Akureyrarbekkurinn er brjálaður. Engin brottvísun þó
47:39 Andri Snær Stefánsson missir boltann og dómararnir dæma hann útaf
47:49 Hreiðar Levý Guðmundsson með góða vörslu en ÍBV heldur boltanum
48:03 Það er svakalegur hiti í húsinu, svona á þetta að vera
48:17 21-19 Kári Kristján laus á línunni og hann skorar
48:23  Gult spjald á Sverre Andreas Jakobsson og félaga á Akureyrarbekknum. Menn ekki parsáttir með dómgæsluna að undanförnu
48:46 Halldór Logi Árnason fær aukakast, erfið línusending en Dóri gerir vel í að fá brotið
49:08 Verið að þurrka gólfið, spennan er ótrúleg í þessum leik. Mikil barátta og greinilegt að bæði lið ætla sér sigurinn
49:19 Brynjar Hólm Grétarsson fær aukakast
49:35 21-20 Magnús Stefánsson skorar úr hraðaupphlaupi fyrir ÍBV
50:09 22-20 Bergvin Þór Gíslason með fast skot fyrir utan beint á höfuðið á Kolbeini og þessi fer inn
50:24   Kristján Orri Jóhannsson fær brottvísun og ÍBV vítakast. Nökkvi Dan keyrði þarna á vörnina og sótti vítið
50:26 Hreiðar Levý Guðmundsson ver vítakastið!!! Kári Kristján skaut strax en Hreiðar vel vakandi og varði
50:39 ÍBV fékk hinsvegar innkast og heldur því boltanum
50:59 Hreiðar Levý Guðmundsson er kominn í gang! Grétar í fínu færi í horninu en Hreiðar hreinlega étur hann!
51:19 Akureyri í sókn, manni færri
51:37 23-20 Brynjar Hólm Grétarsson í gegn í öfugu horni, Kolbeinn í boltanum en hann lekur inn. Við elskum svona mörk!
52:01 23-21 Nökkvi Dan kemur sér í gegn og skorar, þessi leikur er galopinn
52:26 23-22 Theodór stelur boltanum og minnkar muninn, menn verða að gera betur þarna
52:52  Brynjar Hólm Grétarsson kemur á vörnina, Dagur fer í hliðina á honum og Binni fellur til jarðar. Dagur fær brottvísun
52:54 Akureyri í sókn, manni fleiri
53:09 Theodór stelur boltanum en rétt missir hann útaf, Akureyri hrikalega heppið þarna
53:43 Hörður Másson fær aukakast, ekki að sjá að Akureyri sé manni fleiri
53:58 Andri Snær Stefánsson inn úr horninu en Kolbeinn ver frá honum
54:09 Úff, þetta var ekki nógu gott manni fleiri
54:39 Ingimundur Ingimundarson ver í hávörninni frá Andra Heimi og ÍBV fær hornkast
54:56 Enn er hávörnin að standa fyrir sínu, hornkast ÍBV
55:10 Boltinn dæmdur af ÍBV, leiktöf. Þetta var hrikalega klaufalegt hjá gestunum
55:50 Brynjar Hólm Grétarsson fær aukakast, ekkert í gangi í sókninni
56:04 Hörður Másson með skot fyrir utan sem Kolbeinn ver
56:17   Hörður Másson missir Nökkva og fær brottvísun, ÍBV fær víti
56:17 23-23 Kári Kristján skýtur strax og núna gengur það upp, jafnt og Akureyri manni færri
56:48 Eyjamenn að mæta mönnum ansi framarlega
57:01 Brynjar Hólm Grétarsson inn úr horninu en Kolbeinn ver, Akureyri á innkast
57:16 24-23 Brynjar Hólm Grétarsson í gegn og skorar stöngin og inn, vörn ÍBV galopnaðist og mikilvægt mark!
57:36 Nökkvi Dan keyrir á vörnina og ruðningur dæmdur, klár ruðningur og Akureyri í sókn manni færri en marki yfir
58:18 25-23 Brynjar Hólm Grétarsson bombar á markið og þessi steinliggur, höndin var uppi en vel skotið hjá Binna!
58:37 Arnar Péturs tekur leikhlé og Akureyri er komið með fullskipað lið
58:37 Þvílíkur kafli manni færri! Tekst strákunum að landa þessu? Það er ennþá nóg eftir og gestirnir eru með boltann en staðan er engu að síður góð
58:38 ÍBV hefur leikinn að nýju
58:49 Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Grétari en líka dæmd lína og Akureyri með boltann!
59:21 25-24 Theodór skorar eftir að Akureyri missti boltann, klárlega brotið á Binna en ekkert dæmt
59:30 Sverre Andreas Jakobsson tekur leikhlé og það er allt að fara úr böndunum hérna, hrikalegur hiti í mönnum
59:30 Það var púað hressilega á dómarana fyrir að dæma ekki aukakast þarna enda minnkuðu gestirnir muninn uppúr því
59:31 Akureyri kemur í sóknina, hvað gera menn núna?
59:43 Bergvin Þór Gíslason liggur eftir og Theodór stendur yfir honum og hraunar yfir hann, ekki er þetta drengilegt hjá Tedda
59:43  Elliði Snær fær beint rautt en hann fór illa í andlitið á Begga þarna
59:43 Bergvin Þór Gíslason kominn á fætur, 17 sekúndur eftir og Akureyri með boltann
59:55 Andri Snær Stefánsson fær á sig ruðning
59:55 ÍBV á aukakast, 5 sekúndur eftir
59:57   Ingimundur Ingimundarson of fljótur af stað í hávörnina og fær brottvísun
59:57 3 sekúndur eftir!
60:00 25-25 Einar Sverrisson þrumar boltanum í netið og tryggir ÍBV stig
60:00 Þetta var ákaflega sérstakur leikur, bæði lið með hörkuleik en dómgæslan féll ekki alveg með okkar mönnum að þessu sinni
60:00 En vel gert hjá Eyjamönnum að halda áfram og sækja stigið
60:00 Kristján Orri Jóhannsson er valinn maður leiksins í liði Akureyrar
60:00 Afsakið en ég hreinlega missti af því hver var maður leiksins í liði ÍBV
60:00 Algjör þögn í húsinu enda ekki alveg það sem fólk vildi útúr þessum leik
60:00 Það er enn von um sæti í efri hlutanum fyrir jól en þá má Afturelding ekki fá meira en tvö stig úr þeim tveimur leikjum sem þeir eiga eftir fyrir jól
60:00 En við þökkum fyrir okkur hér í dag, endilega fylgist vel með okkur á akureyrihandbolti.is upp á framhaldið

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson