Tími | Staða | Skýring |
|
| Verið velkomin í beina lýsingu frá leik Vals og Akureyrar í 19. umferð Olís deildar karla
|
|
| Hópur Vals: Markmenn: Sigurður Ingiberg Ólafsson og Hlynur Morthens Útileikmenn: Orri Freyr Gíslason, Elvar Friðriksson, Guðmundur Hólmar Helgason, Atli Már Báruson, Vignir Stefánsson, Daníel Þór Ingason, Ómar Ingi Magnússon, Alexander Örn Júlíusson, Sturla Magnússon, Sveinn Aron Sveinsson, Geir Guðmundsson og Ýmir Örn Gíslason
|
|
| Hópur Akureyrar: Markmenn: Tomas Olason og Bernharð Anton Jónsson Útileikmenn: Andri Snær Stefánsson, Halldór Logi Árnason, Garðar Már Jónsson, Hörður Másson, Friðrik Svavarsson, Bergvin Þór Gíslason, Kristján Orri Jóhannsson, Róbert Sigurðarson, Birkir Guðlaugsson, Vignir Jóhannsson, Patrekur Stefánsson og Ingimundur Ingimundarson
|
|
| Verið er að kynna liðin, þetta er að bresta á!
|
|
| Bernharð Anton Jónsson og Vignir Jóhannsson leika í dag sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Akureyrar
|
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson, Sigþór Árni Heimisson og Brynjar Hólm Grétarsson eru ekki með í dag vegna meiðsla
|
|
| Síðast þegar liðin mættust var Ólafur Stefánsson munurinn á liðunum, hann er sem betur fer ekki með í kvöld!
|
0:01
|
| Akureyri hefur hafið leikinn
|
0:03
|
| Ingimundur Ingimundarson er á miðjunni og stýrir spili Akureyrar
|
0:23
|
| Halldór Logi Árnason missir boltann klaufalega og Guðmundur Hólmar kastar sér á boltann, Valsmenn í sókn
|
0:55
| 1-0
| Guðmundur Hólmar þrumar á markið og boltinn steinliggur
|
1:27
|
| Bergvin Þór Gíslason keyrir á vörnina en fær aðeins aukakast, gult spjald á Guðmund Hólmar
|
1:50
|
| Bergvin Þór Gíslason með flotta sendingu á Halldór Loga sem sækir vítakast
|
2:09
| 1-1
| Andri Snær Stefánsson skorar af miklu öryggi af línunni og kemur okkar liði á blað
|
2:39
|
| Vægast sagt döpur mæting á pöllunum
|
2:59
|
| Róbert Sigurðarson nær boltanum en missir hann strax aftur
|
3:09
|
| Bergvin Þór Gíslason brýtur á Ómar Inga sem fær aukakast, Beggi fær gult spjald
|
3:41
|
| Flott vörn hjá Akureyri það sem af er
|
3:57
| 2-1
| Guðmundur Hólmar bombar á markið og þessi eins og áðan steinliggur, þarf greinilega að mæta Gumma ansi framarlega í kvöld
|
4:24
| 2-2
| Andri Snær Stefánsson skorar úr horninu, góð sendingu yfir völlinn frá Herði
|
4:55
|
| Ómar Ingi keyrir á vörnina og fær ruðning, Akureyri með boltann
|
5:29
|
| Bergvin Þór Gíslason í algjöru dauðafæri en Hlynur étur hann
|
5:42
|
| Tomas Olason er einnig svangur og étur Geir Guðmundsson hinum megin
|
5:56
|
| Akureyri með boltann
|
6:16
|
| Bergvin Þór Gíslason með skot af gólfinu sem Hlynur Morthens ver
|
6:25
|
| Valsmenn leggja upp í sókn
|
6:48
|
| Ómar Ingi með skot sem fer langt framhjá
|
7:05
| 3-2
| Vignir Stefánsson skorar úr hraðaupphlaupi fyrir Val eftir að Hlynur hafði varið skot frá Herði
|
7:35
|
| Bergvin Þór Gíslason fær aukakast
|
7:56
|
| Bergvin Þór Gíslason með skot sem Hlynur ver, enn er Hlynur að verja vel gegn Akureyri
|
8:11
|
| Guðmundur Hólmar með skot yfir og Akureyri með boltann
|
8:37
|
| Elvar fer harkalega í andlitið á Bergvin Þór og uppsker brottvísun
|
8:56
|
| Kristján Orri Jóhannsson fer inn úr horninu en Hlynur ver frá honum
|
9:14
| 3-3
| Bergvin Þór Gíslason gerir vel og skorar fyrir utan, lagði boltann einfaldlega í öfugt horn við Hlyn
|
9:55
|
| Ómar Ingi skorar en búið að flauta aukakast, Valsmenn enn í sókn
|
10:16
|
| Róbert Sigurðarson ver skot frá Ómari en Valsarar fá innkast, flott vörn
|
10:28
|
| Geir Guðmunds inn úr horninu en með afleita vippu
|
10:41
|
| Halldór Logi Árnason í barning á línunni og fær aukakast, gult spjald á Ómar Inga
|
11:06
|
| Hörður Másson með skot fyrir utan en enn ver Hlynur Morthens
|
11:19
|
| Ingimundur Ingimundarson fær gult spjald og Valsarar aukakast
|
11:42
|
| Halldór Logi Árnason stendur vörnina vel og stöðvar Guðmund Hólmar
|
11:54
| 4-3
| Guðmundur Hólmar þó snöggur að átta sig og þrumar boltanum í netið af gólfinu
|
12:25
|
| Boltinn dæmdur af Akureyri, segja að menn hafi stytt sér leið í gegnum teiginn
|
12:54
| 5-3
| Elvar Friðriksson með skot fyrir utan og skorar, munurinn orðinn tvö mörk í fyrsta skiptið
|
13:45
|
| Bergvin Þór Gíslason með skot í vörnina og Akureyri fær hornkast
|
13:58
|
| Bergvin Þór Gíslason með skot sem Hlynur ver en Akureyri fær innkast
|
14:35
| 5-4
| Halldór Logi Árnason skorar af línunni, frábær hreyfing hjá Dóra og flott sending frá Herði
|
15:16
| 6-4
| Elvar Friðriksson skorar fyrir utan, menn aðeins of passívir, þurfa að mæta honum
|
15:45
|
| Andri Snær Stefánsson inn úr horninu en Hlynur Morthens ver enn og aftur
|
15:58
|
| Hlynur er einfaldlega svindl það sem af er leiks
|
16:24
|
| Róbert Sigurðarson stöðvar Elvar, meira svona
|
16:37
|
| Tomas Olason ver en hrikalega klaufaleg mistök hjá okkar mönnum og Valsarar koma í sókn
|
17:00
|
| Guðmundur Hólmar með skot hátt yfir markið
|
17:12
| 6-5
| Ingimundur Duranona Ingimundarson þrumar boltanum í netið, sá er með þetta!
|
17:49
| 7-5
| Guðmundur Hólmar skorar af gólfinu og Friðrik Svavarsson fær gult spjald
|
18:36
| 7-6
| Ingimundur Ingimundarson skorar úr hægra horninu, Vignir reyndi að stela boltanum en Diddi og Krissi leystu þetta vel
|
19:22
| 8-6
| Elvar Friðriksson er enn að skora fyrir utan, menn verða að mæta honum betur í staðinn fyrir að reyna að verja frá honum í hávörninni
|
20:02
|
| Bergvin Þór Gíslason sækir vítakast! Gult spjald á Geir Guðmunds
|
20:24
| 8-7
| Andri Snær Stefánsson hausar Hlyn Morthens, þetta hefur sést áður á vítalínunni!
|
21:19
|
| Bernharð er mættur í rammann og hann ver frá Elvari!
|
21:28
|
| Akureyri í sókn
|
21:51
| 8-8
| Ingimundur Ingimundarson nær frákasti og skorar eftir að Hlynur hafði varið frá Bergvin
|
22:23
|
| Friðrik Svavarsson og Róbert Sigurðarson ná að stöðva Guðmund Hólmar, aukakast Valur
|
22:44
| 9-8
| Guðmundur Hólmar fer aftur á Frikka og fintar hann upp úr skónum og skorar
|
23:17
|
| Bergvin Þór Gíslason fær bakhrindingu og Geir Guðmundsson fær brottvísun
|
23:17
|
| Það var nú reyndar Guðmundur Hólmar sem átti brotið en Geir fer engu að síður útaf
|
23:32
| 9-9
| Andri Snær Stefánsson skorar úr horninu, vel stimplað hjá okkar liði
|
24:18
|
| Róbert Sigurðarson stöðvar Atla Má, Valsarar fá aukakast
|
24:32
|
| Höndin er uppi
|
24:44
|
| Enn bíðum við eftir leiktöfinni
|
24:53
|
| Hrikalegt skot sem er víðsfjarri, Akureyri með boltann
|
25:13
|
| Bergvin Þór Gíslason kemur sér í gegn og fær vítakast
|
25:37
| 9-10
| Andri Snær Stefánsson gríðarlega öruggur á línunni og kemur Akureyri yfir
|
26:11
|
| Bernharð ver í tvígang og Akureyri með boltann!
|
26:22
|
| Sá er að koma flottur inn í sínum fyrsta leik
|
26:30
|
| Sverre Andreas Jakobsson tekur leikhlé fyrir Akureyri
|
26:31
|
| Akureyri hefur leikinn á nýjan leik
|
26:46
|
| Orri Freyr ýtir vel á bakið á Friðrik Svavarssyni og fær tvær mínútur
|
26:59
|
| Ingimundur Ingimundarson fer í gegn en Hlynur ver frá honum
|
27:13
|
| Flott spil hjá Akureyri en Hlynur er búinn að vera fáránlega góður í dag
|
27:37
| 10-10
| Alexander Örn kemur á vörnina og skorar, Bernharð var í boltanum
|
28:03
|
| Bergvin Þór Gíslason með skot framhjá
|
28:35
| 11-10
| Guðmundur Hólmar skorar fyrir utan
|
28:55
|
| Andri Snær Stefánsson fær vítakast, farið í andlitið á honum en aðeins vítið dæmt
|
29:06
| 11-11
| Andri Snær Stefánsson skorar enn úr vítunum
|
29:40
| 12-11
| Friðrik Svavarsson missir Alexander sem skorar og Frikki fær brottvísun
|
29:40
|
| Róbert Sigurðarson fær brottvísunina, dómgæslan útum víðan völl hér í kvöld
|
30:00
|
| Hörður Másson með skot í vörnina og leiktíminn rennur út, 12-11 fyrir Val í hálfleik
|
30:00
|
| Flott spilamennska hjá Akureyri það sem af er en Hlynur Morthens er einfaldlega munurinn á liðunum
|
30:00
|
| Andri Snær Stefánsson er markahæstur í Akureyri með 6 mörk (þar af 4 úr vítum), Ingimundur Ingimundarson 3 mörk, Halldór Logi Árnason 1 og Bergvin Þór Gíslason 1 mark
|
30:00
|
| Bernharð hefur varið 3 skot og Tomas Olason 2 skot í marki Akureyrar
|
30:00
|
| Hlynur Morthens hefur varið 13 skot í marki Valsmanna og mörg þeirra úr úrvalsfærum. Vonandi heldur sókn okkar manna áfram að gefa færi og að menn finni leiðina framhjá Hlyni í síðari hálfleik
|
30:01
|
| Valsmenn hafa hafið síðari hálfleikinn
|
30:25
| 13-11
| Geir Guðmundsson kemur óáreittur að vörninni og hann skorar
|
31:00
|
| Bergvin Þór Gíslason í gegn og skorar en búið að flauta aukakast
|
31:28
|
| Höndin er uppi
|
31:35
|
| Ingimundur Ingimundarson reynir ævintýralega línusendingu sem geigar
|
31:48
|
| Akureyri nær boltanum
|
31:58
|
| Akureyri er komið með fullskipað lið
|
32:14
|
| Hörður Másson með skot fyrir utan sem Hlynur ver í stöngina
|
32:27
|
| Valsarar leggja upp í sókn
|
33:03
| 14-11
| Orri Freyr laus á línunni og hann skorar
|
33:36
|
| Bergvin Þór Gíslason með mislukkaða sendingu og Valsarar fá innkast
|
34:16
| 15-11
| Geir Guðmundsson klínir boltanum alveg út við stöng, heimamenn að byrja síðari hálfleikinn mikið mun betur
|
34:48
|
| Kristján Orri Jóhannsson með skot sem Hlynur ver en Halldór Logi Árnason nær frákastinu og fær vítakast
|
35:03
|
| Hlynur Morthens sér við Andra Snæ og ver vítið
|
35:34
|
| Bernharð ver vel frá Vigni
|
35:49
|
| Vignir aleinn í hraðaupphlaupi en Bernharð étur hann bara aftur!
|
36:01
|
| Þvílíkur fyrsti leikur hjá Bernharð!
|
36:32
| 15-12
| Halldór Logi Árnason skorar af línunni eftir frábæra sendingu frá Bergvin
|
36:45
|
| Bernharð heldur áfram að verja! Akureyri með boltann
|
37:07
| 15-13
| Bergvin Þór Gíslason keyrir á vörnina og setur boltann rakleiðis í netið, flottur Beggi!
|
37:45
|
| Bernharð ver frá Geira Guðmunds en hann fær aukakast
|
38:11
|
| Róbert Sigurðarson fær brottvísun og Orri Freyr sækir vítakast, Robbi hélt aðeins of lengi í Orra þarna
|
38:13
|
| BERNHARÐ VER VÍTIÐ! Benni er búinn að loka þessum ramma gjörsamlega og ver frá Ómari
|
39:02
|
| Hörður Másson með skot fyrir utan sem Hlynur Morthens ver, höndin var komin upp
|
39:30
|
| Bernharð ver frá Alexander og Akureyri með boltann
|
40:03
|
| Bergvin Þór Gíslason fær hrindingu og liggur eftir, Alexander fær brottvísun og Akureyri heldur boltanum
|
40:15
|
| Bergvin Þór Gíslason missir boltann
|
40:56
|
| Guðmundur Hólmar með skot framhjá
|
41:10
|
| Hörður Másson í fínu færi en hittir ekki á rammann, ætlar að ganga illa að minnka muninn enn frekar
|
41:58
|
| Andri Snær Stefánsson kemst inn í sendingu og Akureyri með boltann
|
42:13
|
| Bergvin Þór Gíslason með skot en Hlynur Morthens ver
|
42:24
|
| Hlynur virðist alltaf eiga stórleik gegn Akureyri
|
43:05
|
| Halldór Logi Árnason gengur vasklega fram í vörninni
|
43:18
|
| Stutt í höndina, vörnin frábær
|
43:30
|
| Bernharð ver frá Elvari, frábær vörn fyrir framan hann núna
|
43:52
|
| Patrekur Stefánsson kemur inn í sóknina í stað Ingimundar
|
44:12
|
| Bergvin Þór Gíslason fær dæmdan á sig ruðning
|
44:22
|
| Vignir í hraðaupphlaupi en Bernharð étur hann!
|
44:44
|
| Bergvin Þór Gíslason fær aukakast
|
45:04
|
| Bergvin Þór Gíslason með skot í vörnina og fær hornkast
|
45:24
|
| Kristján Orri Jóhannsson inn úr horninu en Hlynur Morthens ver frá honum
|
45:40
|
| Óskar Bjarni tekur leikhlé fyrir Val
|
45:40
|
| Valur hefur ekki skorað í rúmar 11 mínútur!
|
45:41
|
| Valsarar koma af stað í sókn
|
46:06
|
| Geir Guðmunds með skot langt langt framhjá
|
46:40
|
| Hörður Másson með skot í vörnina og uppsker hornkast
|
47:13
| 16-13
| Sveinn Aron skorar úr hraðaupphlaupi
|
47:40
|
| Ingimundur Ingimundarson fær fast högg á andlitið og Sveinn Aron fer útaf
|
47:40
|
| Sveinn Aron kvartar illa og fær aðra brottvísun
|
47:40
|
| Sveinn verður því útaf í fjórar mínútur
|
47:58
|
| Halldór Logi Árnason kastar sér á lausan bolta og Akureyri heldur boltanum, þarna skall hurð nærri hælum
|
48:09
|
| Bergvin Þór Gíslason með skot sem Hlynur Morthens ver, þetta er löngu hætt að vera fyndið
|
49:26
| 17-13
| Guðmundur Hólmar tætir vörnina í sig, labbar í gegn og skorar
|
49:38
|
| Akureyri hefur skorað 2 mörk það sem af er síðari hálfleik
|
49:59
| 17-14
| Ég hefði átt að kvarta undan markaleysi fyrr! Kristján Orri Jóhannsson skorar úr hægra horninu
|
50:49
| 18-14
| Geir Guðmundsson skorar fyrir utan, við erum manni fleiri en samt eru heimamenn að halda okkur í góðri fjarlægð
|
51:16
|
| Ingimundur Ingimundarson missir boltann
|
51:43
|
| Orri Freyr kemur á línuna og Valsarar því með fullskipað lið
|
51:59
| 19-14
| Elvar Friðriksson skorar fyrir utan, Bernharð var í boltanum en það er ekki nóg
|
52:10
|
| Sverre Andreas Jakobsson tekur leikhlé, þetta er að verða ansi erfitt hér að Hlíðarenda
|
52:10
|
| Akureyri kemur í sóknina
|
52:31
|
| Patrekur Stefánsson kemur á vörnina en fær aukakast
|
52:48
|
| Ingimundur Ingimundarson með skot fyrir utan en... jú Hlynur Morthens ver
|
53:18
| 20-14
| Elvar Friðriksson með baneitrað undirhandarskot og munurinn orðinn sex mörk
|
53:40
|
| Kristján Orri Jóhannsson með skot fyrir utan en Hlynur Morthens ver
|
54:05
|
| Bernharð ver frá Geira Guðmunds
|
54:12
|
| Hörður Másson missir boltann
|
55:04
| 21-14
| Elvar Friðriksson stekkur upp jafnfætis og þrumar boltanum í netið, menn eru farnir að leika sér
|
55:33
|
| Halldór Logi Árnason í dauða dauðafæri á línunni og Hlynur Morthens ver frá honum
|
55:51
|
| Stefnir allt í nýtt met hjá Akureyri, en liðið hefur minnst skorað 17 mörk í leik
|
56:16
|
| Kristján Orri Jóhannsson fær aukakast
|
56:57
|
| Patrekur Stefánsson með skot en Hlynur Morthens ver enn og aftur
|
57:59
| 21-15
| Hörður Másson þrumar boltanum í netið af gólfinu
|
58:12
|
| Birkir Guðlaugsson og Garðar Már Jónsson eru komnir í hornin
|
58:42
|
| Bernharð ver frá Alexander
|
58:53
|
| Hörður Másson missir boltann, aftur dæmd skref á hann
|
59:30
| 22-15
| Geir Guðmundsson neglir boltanum í fjærhornið og skorar
|
60:00
|
| Þetta er búið, hræðilegur sóknarleikur í síðari hálfleikur kostaði þennan leik en liðið skoraði einungis 4 mörk í honum
|
60:00
|
| Hlynur Morthens var banabiti Akureyrarliðsins í dag en hann varði 24 skot sem gerir 63% markvörslu
|
60:00
|
| Ekki nokkur spurning um mann leiksins í okkar liði í dag en það var Bernharð Jónsson, Benni varði 13 skot í dag, þar af 1 víti og mörg þeirra úr algjörum dauðafærum
|
60:00
|
| Við þökkum fyrir okkur að sinni og minnum á næsta leik sem er heimaleikur gegn ÍR á fimmtudaginn
|