Tími | Staða | Skýring |
|
| Velkomin í beina lýsingu frá leik Akureyrar og Aftureldingar hér í KA-Heimilinu. Þetta er síðasti heimaleikur Akureyrar í deildarkeppninni
|
|
| Hópur Aftureldingar: Markmenn: Pálmar Pétursson og Davíð Hlíðdal Svansson Útileikmenn: Birkir Benediktsson, Árni Bragi Eyjólfsson, Þrándur Gíslason, Gunnar Kristinn Þórsson, Gestur Ólafur Ingvarsson, Pétur Júníusson, Kristinn Hrannar Bjarkason, Jóhann Jóhannsson, Jóhann Gunnar Einarsson, Guðni Már Kristinsson, Mikk Pinnonen og Valdimar Sigurðsson
|
|
| Hópur Akureyrar: Markmenn: Tomas Olason og Hreiðar Levý Guðmundsson Útileikmenn: Andri Snær Stefánsson, Halldór Logi Árnason, Garðar Már Jónsson, Hörður Másson, Friðrik Svavarsson, Bergvin Þór Gíslason, Kristján Orri Jóhannsson, Róbert Sigurðarson, Sigþór Árni Heimisson, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Brynjar Hólm Grétarsson og Ingimundur Ingimundarson
|
|
| Dómarar í dag eru þeir Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson
|
|
| Þetta er þriðji leikur liðanna í vetur en Afturelding vann fyrsta leikinn sem fram fór í Mosfellsbæ. Akureyri hinsvegar svaraði vel fyrir sig með góðum sigri í KA-Heimilinu. Nú er spurning hvernig fer í kvöld
|
|
| Þetta er algjör lykilleikur fyrir Akureyri, en tapist leikurinn í kvöld er ansi líklegt að liðið fái annaðhvort Hauka eða Val í úrslitakeppninni
|
0:00
|
| Afturelding hefur leikinn
|
0:38
|
| Afturelding hendir boltanum útaf
|
1:30
|
| Sigþór Árni Heimisson fer í gegn og sækir vítakast
|
1:54
|
| Heiðar Þór Aðalsteinsson setur boltann í gólfið og yfir kanski kom Davíð við hann
|
2:27
|
| Róbert Sigurðarson fær gula spjaldið
|
2:49
| 0-1
| Gunnar Þórsson skorar úr vinstra horninu
|
3:19
|
| Bergvin Þór Gíslason með afleita sendingu beint útaf
|
3:36
|
| Afturelding með skot framhjá
|
3:54
|
| Halldór Logi Árnason fær aukakast
|
4:26
| 0-2
| Birkir kemst í gegn og skorar
|
4:58
|
| Bergvin Þór Gíslason með skot framhjá
|
5:27
| 0-3
| Árni Bragi Eyjólfsson skorar úr víti
|
5:48
|
| Hörður Másson var rekinn útaf í vítinu
|
6:13
|
| Heiðar Þór Aðalsteinsson inn úr vonlausu færi og það er varið
|
6:13
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson með flotta vörslu af línunni en Afturelding fær boltann
|
6:33
| 0-4
| Árni Bragi dauðafrír og skorar
|
7:50
|
| Sigþór Árni Heimisson fær aukakast
|
7:52
|
| brottrekstur á Þránd hér vildu menn fá beint rautt
|
8:21
|
| Akureyri missir boltann
|
8:32
| 0-5
| Árni Bragi skorar úr hraðaupphlaupi
|
8:32
|
| Sverre Andreas Jakobsson tekur leikhlé. Sóknarleikur Akureyrar hefur gengið afar brösulega
|
8:34
|
| Leikurinn hefst á ný
|
8:49
|
| Fótur á Aftureldingu
|
9:02
| 1-5
| Bergvin Þór Gíslason brýtur ísinn og stingur sér glæsilega í gegn
|
9:41
|
| Boltinn dæmdur af Aftureldingu
|
10:13
| 2-5
| Bergvin Þór Gíslason kemur á ferðinni og boltinn liggur í netinu
|
11:01
|
| Akureyri vinnur boltann
|
11:13
|
| brottvísun á Eistann Mikk Pinnonen
|
11:35
|
| Ruðningur dæmdur á Sigþór Árna Heimisson
|
12:34
| 2-6
| Jóhann Jóhannsson með neglu af gólfinu
|
13:01
| 3-6
| Kristján Orri Jóhannsson með glæsimark úr hægra horninu
|
13:17
|
| Þrándur rekinn aftur útaf
|
13:43
|
| Afturelding fær aukakast dómararnir gefa ýmsum leikmönnum tiltal
|
13:43
|
| Afturelding missir boltann
|
13:57
|
| Birkir Benediktsson rekinn útaf
|
14:17
| 4-6
| Kristján Orri Jóhannsson fer aftur inn úr horninu og skorar
|
14:57
|
| Afturelding fær aukakast
|
15:27
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson ver en boltinn fer í innkast
|
15:53
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson ver en Afturelding fær enn aukakast
|
16:29
| 4-7
| Afturelding skorar Árni Bragi þar á ferðinni
|
16:44
| 5-7
| Kristján Orri Jóhannsson fljótur að kvitta fyrir með marki úr horninu
|
17:03
|
| Afturelding fær ódýrt aukakast
|
17:22
|
| Afturelding fær víti og Ingimundur Ingimundarson rekinn útaf
|
17:26
| 5-8
| Árni Bragi skorar úr vítinu
|
17:59
|
| Heiðar Þór Aðalsteinsson tekur skot fyrir utan sem er framhjá
|
18:12
| 5-9
| Árni Bragi fyrstur fram í hraðaupphlaupi og skorar
|
18:39
|
| Sigþór Árni Heimisson fær aukakast
|
18:53
| 5-10
| Misheppnuð línusending og Jóhann skorar úr hraðri sókn
|
19:39
|
| Hörður Másson í gegn en það er varið Afturelding í sókn
|
20:19
|
| Afturelding fær aukakast
|
20:40
|
| og aftur
|
20:51
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Mikk Pinnonen
|
21:23
|
| Garðar Már Jónsson kemur í hornið og Kristján í hægri skyttuna
|
22:04
|
| Ólögleg blokk dæmd á Akureyri
|
22:34
| 5-11
| Birkir fer í gegn og skorar - þetta gengur illa í augnablikinu
|
23:07
|
| Skref dæmd á Begga - algjörlega rangur dómur
|
23:33
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson með magnaða vörslu frá Birki
|
23:45
|
| Akureyri fær vítakast
|
23:57
| 6-11
| Kristján Orri Jóhannsson skorar úr vítinu
|
24:23
|
| Boltinn dæmdur af Aftureldingu
|
24:36
| 7-11
| Bergvin Þór Gíslason með algjört klassamark - klesst upp í samskeytin
|
25:11
| 7-12
| Guðni Már fintar sig í gegn og skorar
|
25:34
|
| Birkir rekinn útaf fyrir hrindingu á Begga
|
25:50
|
| Akureyri fær aukakast - smáheppni þarna
|
26:12
|
| Pétur Júníusson rekinn útaf og Akureyri fær vítakast
|
26:12
|
| Spjald á Einar þjálfara Aftureldingar
|
26:12
|
| Nei það var bara dæmt aukakast!
|
26:27
| 8-12
| Kristján Orri Jóhannsson í gegn og skorar - þarna hefði átt að reka annan leikmann Aftureldingar útaf en þeir hafa sennilega ekki þorað
|
27:09
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson með flotta vörslu en Afturelding fær frákastið
|
27:36
|
| Afturelding tekur leikhlé
|
27:36
|
| Leikurinn hefst á ný
|
27:48
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson blakar boltanum aftur fyrir
|
28:12
| 9-12
| Kristján Orri Jóhannsson í loftið og skorar
|
28:47
| 9-13
| Jóhann Jóhannsson stekkur upp og skorar
|
29:20
|
| Kristján Orri Jóhannsson með skot en það er varið og Afturelding í sókn
|
29:52
|
| Afturelding fær aukakast
|
30:00
| 9-14
| Valdimar skorar á síðustu sekúndunni og eykur muninn aftur í fimm mörk
|
30:00
|
| Verið er að kynna vinningshafa í Orkulykilshappdrættinu. Við komum með nöfn þeirra á heimasíðuna í kvöld
|
30:00
|
| Kristján Orri Jóhannsson er með 6 mörk og Bergvin 3. Þannig að þetta er fljótupptalið
|
30:00
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson er með 8 varin skot
|
30:00
|
| Hjá Aftureldingu er Árni Bragi með 6, Jóhann Jóhannsson 3 og Birkir Benediktsson með 2
|
30:00
|
| Akureyri hefur leikinn
|
30:03
|
| Andri Snær Stefánsson er kominn í vinstra hornið
|
30:32
|
| Kristján Orri Jóhannsson fær aukakast
|
30:48
| 10-14
| Bergvin Þór Gíslason hangir og hangir í loftinu og skilar boltanum í netið
|
31:21
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson með vörslu og Akureyri í sókn
|
32:04
| 11-14
| Andri Snær Stefánsson fer inn úr þröngu færi og setur hann í netið
|
32:46
|
| Afturelding fær aukakast
|
33:12
|
| og aftur - höndin er uppi
|
33:19
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson ver og Akureyri í sókn
|
33:46
|
| Boltinn dæmdur af Akureyri og síðan strax aftur af Aftureldingu
|
34:13
| 12-14
| Bergvin Þór Gíslason með lúmskt skot af gólfinu sem steinliggur
|
34:45
|
| Skref á Aftureldingu
|
34:56
| 13-14
| Andri Snær Stefánsson skorar úr hraðaupphlaupi
|
34:58
|
| Afturelding tekur leikhlé - mögnuð byrjun Akureyrar veldur þeim áhyggjum
|
34:58
|
| Afturelding byrjar á ný
|
35:26
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson með tvær vörslur í sömu sókninni og Akureyri með boltann
|
36:05
| 14-14
| Halldór Logi Árnason fær boltann á línunni og jafnar leikinn - það verður allt vitlaust í húsinu
|
36:34
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Mikk
|
36:46
| 15-14
| Kristján Orri Jóhannsson fremstur fram og kemur Akureyri yfir
|
37:16
|
| Bergvin Þór Gíslason með fína vörn á Mikk sem fær aukakast
|
37:47
| 15-15
| Birkir Ben skorar með hörkuskoti af gólfinu
|
38:23
| 16-15
| Kristján Orri Jóhannsson siglir í gegnum vörnina og skorar
|
38:59
| 16-16
| Mikk Pinnonen í loftið og skorar - fyrsta markið hjá Eistanum í dag
|
39:31
|
| Þrándur brýtur af sér og fer útaf í þriðja sinn og þar með rautt spjald
|
39:54
|
| Sigþór Árni Heimisson fær aukakast
|
40:13
| 17-16
| Halldór Logi Árnason fær boltann á línunni og skorar
|
40:49
|
| Andri Snær Stefánsson stöðvar Árna Braga
|
41:09
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Mikk sem fær þó víti
|
41:13
| 17-17
| Árni Bragi skorar úr vítinu
|
41:26
|
| Kristján Orri Jóhannsson var rekinn útaf í vítadómnum
|
42:07
|
| Sigþór Árni Heimisson fær aukakast
|
42:18
| 18-17
| Andri Snær Stefánsson skorar úr vonlausu færi - ótrúlegt mark
|
42:51
| 18-18
| Hreiðar Levý Guðmundsson ver en Afturelding fær frákastið og Gunnar skorar
|
43:15
|
| Akureyri með fullskipað lið
|
43:42
|
| Mislukkuð sending og Afturelding fær boltann
|
44:18
|
| Kristján Orri Jóhannsson með hörkuvörn en aukakast dæmt
|
44:37
|
| Afturelding missir boltann
|
45:15
| 19-18
| Sigþór Árni Heimisson neglir boltanum upp í skeytin
|
45:47
| 19-19
| Valdimar losnar á línunni og jafnar fyrir Aftureldingu
|
46:24
|
| Brynjar Hólm Grétarsson með skot sem er varið Afturelding með boltann
|
46:57
| 19-20
| Birkir Ben með rosalegt skot sem syngur í netinu
|
47:32
|
| Brynjar Hólm Grétarsson með skot sem fer framhjá - dómararnir gáfu merki um aukakast en virðast vera hættir við
|
47:41
|
| Jóhann Jóhannsson var þó rekinn af velli
|
48:07
| 19-21
| Birkir heldur áfram að dúndra á markið og skorar
|
48:50
|
| Sigþór Árni Heimisson fær aukakast - höndin er uppi
|
49:09
|
| Afturelding komin með boltann
|
49:32
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson með flotta vörslu úr horninu
|
49:36
|
| Sverre Andreas Jakobsson tekur leikhlé - aðeins að skerpa á sínum mönnum aftur
|
49:37
|
| Akureyri hefur leikinn á ný
|
50:04
|
| Andri Snær Stefánsson inn úr horninu en Davíð ver í þetta sinn
|
50:37
| 19-22
| Mikk skorar af gólfinu Hreiðar sá þennan seint
|
51:14
|
| Halldór Logi Árnason fær aukakast - stutt í vítið
|
51:38
|
| Afturelding komin með boltann
|
51:58
| 19-23
| Mikk með neglu - það þarf að stoppa hann
|
52:24
|
| Akureyri fær aukakast
|
52:36
| 20-23
| Sigþór Árni Heimisson þrumar boltanum óverjandi í netið
|
53:08
|
| Mikill hasar í vörninni - mér sýnist Valdimar liggja í gólfinu
|
53:08
|
| Leikurinn hefst á ný
|
53:22
|
| Kristján Orri Jóhannsson er að skerma Mikk af - ekki veitir af
|
53:37
| 20-24
| Valdimar skorar af miklu harðfylgi á línunni
|
53:44
|
| Sverre Andreas Jakobsson tekur leikhlé
|
53:44
|
| Akureyri byrjar aftur - nú þarf að spýta í til að ná einhverju út úr þessum leik
|
54:14
| 21-24
| Sigþór Árni Heimisson í loftið og skorar
|
54:31
|
| Nú þarf bara að standa vörnina
|
54:56
|
| Tomas Olason er kominn í markið og ver en Afturelding fær frákastið
|
55:14
| 21-25
| Afturelding skorar úr vinstra horninu
|
55:34
| 22-25
| Bergvin Þór Gíslason með mark úr uppstökki
|
56:10
|
| Tomas Olason með algjöra draumavörslu og Akureyri með boltann
|
56:49
|
| Bergvin Þór Gíslason með skot sem er varið en Akureyri með boltann
|
56:58
| 23-25
| Kristján Orri Jóhannsson svífur inn af línunni og skorar
|
57:39
|
| Ruðningur á Mikk
|
57:50
|
| Bergvin Þór Gíslason fær sömuleiðis á sig ruðning
|
58:10
|
| Afturelding með skot framhjá
|
58:35
|
| Halldór Logi Árnason vinnur vítakast
|
58:39
|
| Kristján Orri Jóhannsson fer á línuna
|
58:39
| 24-25
| Kristján Orri Jóhannsson skorar úr vítinu
|
59:08
|
| Afturelding fær víti
|
59:19
| 24-26
| Árni Bragi skorar úr vítinu
|
59:34
|
| Skot sem er varið
|
59:49
|
| Halldór Logi Árnason í hraðaupphlaupi en varið
|
60:00
|
| Leiktíminn rennur út
|
60:00
|
| Árni Bragi Eyjólfsson er valinn maður Aftureldingar
|
60:00
|
| Kristján Orri Jóhannsson er maður Akureyrarliðsins og að venju fá báðir glæsilega körfu frá Norðlenska
|
60:00
|
| Nýjustu fréttir herma að Valur hafi stolið sigri gegn Fram og þar með er ljóst að leikur Akureyrar og Fram í lokaumferðinni verður hreinn úrslitaleikur um 7. sætið
|
60:00
|
| Kristján Orri Jóhannsson skoraði 10 mörk, Bergvin 6, Andri Snær og Sigþór með 3 hvor og Halldór Logi 2 mörk
|
60:00
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson er með 15 varin og Tomas með 2
|
60:00
|
| Við þökkum fyrir í kvöld, þá er bara lokaumferðin eftir. Útileikur gegn Fram og þar er sjöunda sætið undir eins og áður kom fram.
|