Tími | Staða | Skýring |
|
| Velkomin í beina lýsingu frá leik Fram og Akureyrar í lokaumferð Olís-deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 19:30
|
|
| Hópur Fram: Markmenn: Kristófer Fannar Guðmundsson og Valtýr Már Hákonarson Útileikmenn: Birkir Smári Guðmundsson, Stefán Baldvin Stefánsson, Ragnar Þór Kjartansson, Stefán Darri Þórsson, Garðar Benedikt Sigurjónsson, Arnar Freyr Ársælsson, Elías Bóasson, Þorsteinn Gauti Hjálmarson, Þorgrímur Smári Ólafsson, Arnar Snær Magnússon, Óðinn Þór Ríkharðsson og Sigurður Örn Þorsteinsson
|
|
| Hópur Akureyrar: Markmenn: Tomas Olason og Hreiðar Levý Guðmundsson Útileikmenn: Andri Snær Stefánsson, Halldór Logi Árnason, Garðar Már Jónsson, Hörður Másson, Friðrik Svavarsson, Bergvin Þór Gíslason, Kristján Orri Jóhannsson, Róbert Sigurðarson, Sigþór Árni Heimisson, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Brynjar Hólm Grétarsson og Ingimundur Ingimundarson
|
|
| Þetta er hreinn úrslitaleikur liðanna um 7. sætið í deildinni en heimamenn í Fram dugar jafntefli til að tryggja sætið.
|
|
| Síðasti leikur liðanna hér í Safamýri var ævintýralegur en þar tókst Akureyri að sækja jafntefli eftir jöfnunarmark á lokasekúndunum, hvað ætli gerist hér í kvöld?
|
|
| Enn og aftur furða ég mig á slakri mætingu hjá fólki á leiki hér fyrir sunnan. Stutt í leik og tæplega 50 manns í stúkunni!
|
|
| Framarar mega eiga það að þeir eiga þó nokkur liðslög og eru þau öll vel áhlustanleg. Bíð þó enn spenntur eftir því að heyra Framarar með Framherjum, magnað lag
|
|
| En að alvörunni, liðin mætt á völlinn og verið að kynna menn til leiks
|
|
| Akureyri mun byrja með boltann
|
0:01
|
| Leikurinn er hafinn, Akureyri í sókn
|
0:26
| 0-1
| Sigþór Árni Heimisson að sjálfsögðu! Með snöggt skot af gólfinu og fyrsta markið komið
|
0:55
| 1-1
| Framararnir ekki lengi að svara með góðu marki af línunni
|
1:11
|
| Hörður Másson með skot í vörnina og útaf, Akureyri á hornkast
|
1:33
|
| Bergvin Þór Gíslason með skot langt fyrir utan í slána og boltinn endar í loftinu, Fram á boltann
|
2:07
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson ver boltann eftir að vörnin hafði náð að fara í skot Stefáns Darra
|
2:54
|
| Hörður Másson með skot, höndin var komin upp
|
3:11
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson svarar með góðri vörslu en boltinn upp í loft og Fram heldur boltanum
|
3:40
| 2-1
| Stefán Darri kemst í gegn og skorar, Halldór Logi Árnason fær gult spjald
|
4:17
|
| Halldór Logi Árnason fær boltann á línunni en fær aukakast, vantaði smá kraft í Dóra þarna
|
4:32
|
| Stefán Darri fær gult spjald fyrir brot á Herði
|
4:53
|
| Hörður Másson í fínu færi en skýtur framhjá
|
5:08
|
| Stefán Darri sækir vítakast, þetta var ansi ódýrt og Akureyrarmenn láta heyra í sér, skiljanlega
|
5:31
| 3-1
| Garðar Benedikt skorar úr vítinu
|
6:15
|
| Framarar ná boltanum en hlaupa útaf, Akureyri með boltann
|
6:36
| 3-2
| Sigþór Árni Heimisson kemur sér í gegn og skorar, gult spjald á loft
|
7:21
| 4-2
| Garðar laus á línunni og hann skorar, Ingimundur Ingimundarson fær gult spjald
|
7:53
|
| Andri Snær Stefánsson inn úr horninu en Kristófer ver frá honum
|
8:10
| 5-2
| Óðinn Þór fer inn úr horninu og kemur Fram í 5-2
|
8:34
| 5-3
| Halldór Logi Árnason skilar boltanum í netið af línunni, flott sending hjá Begga þarna
|
9:53
| 6-3
| Arnar Freyr fer inn úr horninu og skorar
|
10:16
|
| Akureyri missir boltann, ekki sú byrjun sem við vorum að óska eftir
|
10:49
|
| Þorgrímur Smári með afleita sendingu og Akureyri með boltann
|
11:20
|
| Hörður Másson með skot í stöngina og útaf
|
11:38
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson með fína vörslu en Framarar fá aukakast
|
11:59
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson með magnaða vörslu frá Garðari af línunni
|
12:10
|
| Sverre Andreas Jakobsson tekur leikhlé fyrir Akureyri
|
12:10
|
| Framarar verið beittari það sem af er leiks en Akureyri er svo sannarlega ekki langt undan. Vonandi að Sverre takist að kveikja þennan neista sem vantar í liðið
|
12:11
|
| Akureyri kemur af stað í sóknina, væri gott að fá mark núna
|
12:38
|
| Sigþór Árni Heimisson með skot í stöngina
|
12:38
|
| Hörður Másson fær brottvísun en hann vill meina að hann hafi einungis stokkið upp í hávörn gegn Þorgrími Smára
|
12:38
|
| En Framarar eiga allavega aukakast og það manni fleiri
|
12:40
|
| Framarar heimta rautt á brotið en Akureyringar ósáttir við brottvísunina, gaman að vera dómari!
|
13:04
| 7-3
| Heimamenn ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og munurinn orðinn fjögur mörk
|
13:18
|
| Andri Snær Stefánsson að koma sér í gegn en ekkert dæmt fyrr en lína er dæmd á Andra
|
13:41
|
| Andri Snær Stefánsson fær gult spjald fyrir brot
|
14:01
|
| Ingimundur Ingimundarson með magnaða vörn, heldur Garðari á línunni þarna sem fær aukakast
|
14:20
| 8-3
| Stefán Darri með skot í engu jafnvægi sem endar í netinu, hefði viljað sjá þennan varðan
|
14:43
|
| Akureyri með fullskipað lið
|
15:22
|
| Óðinn Þór fær brottvísun, geggjaður Halldór Logi Árnason að tuddast á línunni þarna. Þrír á honum og hann fiskar einn útaf
|
15:39
|
| Bergvin Þór Gíslason fellur til jarðar og fær aukakast, þurfum að finna opnun manni fleiri
|
16:06
| 8-4
| Halldór Logi Árnason skorar af línunni, Dóri að byrja vel og Beggi að finna hann vel einnig
|
16:41
|
| Elías keyrir á Bergvin Þór Gíslason og Beggi heimtar ruðning en Elías fær aukakast
|
17:00
|
| Framarar reyna sirkusmark en það misheppnast, lína dæmd
|
17:24
| 8-5
| Halldór Logi Árnason skorar af harðfylgi af línunni, Sissi fann hann í þetta skiptið
|
17:59
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson hreinlega étur Garðar af línunni, þvílík varsla!
|
18:20
|
| Akureyri missir hinsvegar boltann og Framarar í sókn
|
18:29
| 9-5
| Þorgrímur Smári með mark fyrir utan
|
19:00
|
| Kristján Orri Jóhannsson missir boltann
|
19:11
|
| Kristján Orri Jóhannsson er að leika fyrir utan og Garðar er í horninu
|
19:34
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Elíasi og Akureyri með boltann
|
20:09
| 9-6
| Sigþór Árni Heimisson með glæsimark! Tekur skotið af gólfinu og Kristófer er svo sannarlega í boltanum en hann lekur inn, æðislegt!
|
20:48
|
| Elías keyrir á vörnina og er heppinn að fá ekki á sig ruðning, fær aukakast á endanum
|
21:17
|
| Róbert Sigurðarson fær brottvísun, höndin var uppi og allt sem gerir þetta enn meira svekkjandi
|
21:25
| 10-6
| Þorgrímur Smári kemur boltanum í netið, Framarar hafa gert vel manni fleiri hingað til
|
21:50
|
| Brynjar Hólm Grétarsson kemur í sókn Akureyrar
|
22:22
|
| Brynjar Hólm Grétarsson með skot fyrir utan en það fer framhjá
|
22:44
|
| Kristján Orri Jóhannsson gerir vel í að stöðva Þorgrím þarna, aukakast dæmt
|
23:09
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson ver og Akureyri með boltann
|
23:44
|
| Guð minn góður! Boltinn í fót Þorgríms og það tekur dómara leiksins 5 sekúndur að flauta á það, ákveðnir!
|
24:16
| 10-7
| Halldór Logi Árnason skorar af línunni, ætlar Dóri að sjá um markaskorunina í dag?
|
24:16
|
| Guðlaugur tekur leikhlé fyrir Fram
|
24:16
|
| Munurinn enn þrjú mörk en spilamennska Akureyrar að batna. Nú er bara að vona að fleiri fari að koma knettinum í netið en hann Dóri
|
24:29
|
| Framarar í sókn
|
24:41
|
| Elías með skot í vörnina og Hreiðar Levý Guðmundsson tekur það á endanum
|
25:14
| 10-8
| Halldór Logi Árnason, hvað haldið þið! Dóri skorar af línunni, Binni í þetta skiptið með sendinguna. Ef það virkar þá er um að gera að halda því áfram!
|
25:47
|
| Akureyrarvörnin er að loka heldur betur á Framarana þessa stundina
|
26:00
|
| Leikurinn heldur áfram eftir stutt stopp
|
26:16
|
| Brynjar Hólm Grétarsson stöðvar Sigurð Örn, aukakast
|
26:31
|
| Andri Snær Stefánsson fer illa í Elías og biðst afsökunar en það er að sjálfsögðu ekki nóg og hann fer útaf í 2 mínútur
|
26:46
| 11-8
| Arnar Snær laus í horninu og hann skorar
|
27:02
|
| Akureyri er manni færri og tekur Hreiðar Levý Guðmundsson útaf til að fá aukamann í sóknina
|
27:24
| 11-9
| Brynjar Hólm Grétarsson brýst í gegn og skorar, ekki nóg með það heldur fær Garðar Benedikt refsingu fyrir að hanga aftan í honum. Glæsilegt Binni!
|
28:07
|
| Glæsileg vörn strákar, nú þurfa menn bara að halda út
|
28:20
|
| Hávörnin ver og Hreiðar Levý Guðmundsson tekur hann á endanum, þetta er allt að koma
|
28:53
|
| Sigþór Árni Heimisson fer á vörnina, menn verjast inn í teig en aðeins aukakast dæmt
|
29:09
|
| Brynjar Hólm Grétarsson með skot sem er varið
|
29:38
|
| Sigurður Örn með skot sem Hreiðar Levý Guðmundsson ver
|
29:50
|
| Garðar Benedikt með glórulaust brot, kastar sér aftan á Kristján Orra og fær brottvísun. Krissi var nú kominn í gegn en aðeins aukakast dæmt
|
30:00
|
| Bergvin Þór Gíslason með skot fyrir utan sem Kristófer ver
|
30:00
|
| Haraldur Þorvarðarson aðstoðarþjálfari fær svo gult spjald. Veit ekki hvað hann er að setja útá enda Framarar stálheppnir að fá ekki á sig víti rétt áður
|
|
| En allavega, hálfleikstölur eru 11-9 fyrir heimamenn og er það í raun sanngjarnt. En Akureyrarliðið hefur verið að bæta leik sinn og munurinn fer minnkandi
|
|
| Halldór Logi Árnason er markahæstur hjá Akureyri með 5 mörk, næstur er Sigþór Árni Heimisson með 3 og Brynjar Hólm Grétarsson hefur gert 1 mark
|
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson hefur varið 10 skot í markinu
|
|
| Þorgrímur Smári Ólafsson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Stefán Darri Þórsson og Garðar Benedikt Sigurjónsson eru allir með 2 mörk fyrir Fram og Stefán Baldvin Stefánsson, Arnar Freyr Ársælsson og Arnar Snær Magnússon hafa gert 1 mark hver
|
|
| Kristófer Fannar hefur svo varið 5 skot í marki Fram
|
|
| En eins og ég segi þá fer spilamennska Akureyrar batnandi og verður spennandi að sjá hvort það haldi áfram inn í síðari hálfleiknum
|
|
| Liðin eru að koma sér aftur fyrir á vellinum og styttist í síðari hálfleikinn
|
|
| Eins og Vísir.is orðar það, baráttan um að sleppa við Haukana heldur áfram!
|
30:00
|
| Framarar munu byrja með boltann og geta þeir því aftur aukið muninn í þrjú mörk
|
30:01
|
| Þá er síðari hálfleikurinn hafinn, Framarar í sókn
|
30:30
|
| Halldór Logi Árnason stöðvar Þorgrím Smára, aukakast dæmt
|
31:03
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Þorgrími Smára og Akureyri með boltann
|
31:22
|
| Kristján Orri Jóhannsson með skot fyrir utan en Kristófer ver, Framarar með boltann
|
31:48
|
| Elías reynir að koma sér í gegn, Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá honum en Elías fær aukakast á endanum
|
32:10
|
| Hreiðar Levý Guðmundsson ver frá Þorgrími Smára í stöngina og útaf, Framarar eiga innkast
|
32:29
| 12-9
| Garðar Benedikt skorar af línunni og Róbert Sigurðarson fær brottvísun
|
33:12
|
| Bergvin Þór Gíslason með skot sem Kristófer ver í innkast, Akureyri enn með boltann
|
33:39
|
| Bergvin Þór Gíslason með örvæntingarfullt skot enda höndin uppi sem Kristófer grípur
|
34:00
| 13-9
| Heimamenn ekki lengi að refsa og munurinn fjögur mörk
|
34:19
|
| Akureyri reynir enn að spila með aukamann í sókninni þegar liðið er manni færri
|
34:44
|
| Halldór Logi Árnason í fínu færi á línunni en nær ekki alveg valdi á boltanum, fær aukakastið
|
35:07
| 13-10
| Kristján Orri Jóhannsson brunar á opnun í vörninni og þrumar boltanum í netið, flottur Krissi!
|
35:46
|
| Ingimundur Ingimundarson og Róbert algjörir klettar í miðju varnarinnar, stöðva Garðar þarna vel og aukakast dæmt
|
36:07
|
| Boltinn dæmdur af Fram
|
36:23
|
| Akureyri stillir upp í sókn
|
36:39
|
| Bergvin Þór Gíslason við það að sleppa í gegn en fær aukakast
|
37:08
|
| Höndin er komin upp
|
37:18
|
| Andri Snær Stefánsson fer inn úr erfiðu færi og Kristófer ver frá honum
|
37:52
|
| Mögnuð vörn hjá okkar mönnum, verst að hún er ekki að gefa nein hröð upphlaup
|
38:11
| 14-10
| Jahá! Þvílík negla og Hreiðar Levý Guðmundsson átti ekki möguleika, munurinn aftur fjögur mörk
|
38:46
| 14-11
| Andri Snær Stefánsson skorar og kemur muninum aftur niður í þrjú
|
39:25
|
| Róbert Sigurðarson kastar sér fyrir Þorgrím sem fær aukakast
|
39:38
| 15-11
| Þorgrímur svarar hinsvegar með snöggri einfaldri fintu og skorar
|
40:07
| 15-12
| Halldór Logi Árnason skorar af línunni, vel gert hjá Krissa þarna og Dóri heldur áfram að klára færin vel
|
40:38
| 16-12
| Óðinn Þór með bombu í stöngina, stöngina inn
|
40:57
|
| Bergvin Þór Gíslason fær dæmdan á sig ruðning, ekki viss með þennan dóm
|
41:01
|
| Sverre Andreas Jakobsson fær gult spjald fyrir mótmæli
|
41:38
|
| Róbert Sigurðarson stelur boltanum
|
41:48
|
| Andri Snær Stefánsson í gegn en Kristófer ver frá honum
|
42:34
|
| Andri Snær Stefánsson fær brottvísun, þetta var ansi lítið og hann lætur líka heyra í sér
|
42:35
|
| En leikurinn heldur áfram og Framarar í sókn manni fleiri
|
42:48
|
| Akureyri nær boltanum
|
43:05
|
| Enn kemur Hreiðar Levý Guðmundsson útaf þegar Akureyri er manni færri
|
43:19
|
| Halldór Logi Árnason fær aukakast, eins og áður tekur það dómara leiksins töluverðan tíma að blása í flautuna
|
43:42
| 16-13
| Bergvin Þór Gíslason skorar, mikilvægt mark
|
43:44
|
| Heiðar Þór Aðalsteinsson kemur inná
|
43:44
|
| Eða ekki, Akureyri með vitlausa skiptingu og Heiddi kemur útaf
|
43:44
|
| Akureyri er því tveimur færri núna
|
43:56
| 17-13
| Þorgrímur Smári kemur sér í gegn og skorar
|
44:22
|
| Bergvin Þór Gíslason fær aukakast, stutt í fyrsta manninn
|
44:49
|
| Akureyri heldur boltanum, lína dæmd á Framara
|
45:09
|
| Sigþór Árni Heimisson í gegn en skýtur framhjá. Fær aukakast
|
45:25
|
| Kristján Orri Jóhannsson með skot í stöng en fær aukakast
|
45:35
|
| Kristján Orri Jóhannsson með skot í hávörnina, hornkast
|
45:53
|
| Boltinn fer í fót eins Framarans en ekkert dæmt, Sverre Andreas Jakobsson ekki parsáttur enda lítið að falla með Akureyri í dómgæslunni hingað til
|
46:30
|
| Heiðar Þór Aðalsteinsson í hraðaupphlaupi en hann setur boltann í stöngina
|
46:53
|
| Nýting á færum er í raun eini munurinn á liðunum
|
47:18
| 18-13
| Uss, Garðar með svakalegan haus á Hreiðar, þetta var reyndar rándýrt
|
47:42
|
| Tomas Olason kemur í markið
|
47:59
|
| Nú verðum við einfaldlega að fá mark
|
48:14
|
| Kristján Orri Jóhannsson keyrir á vörnina og fær á sig ruðning
|
48:27
|
| Bergvin Þór Gíslason stelur hinsvegar boltanum til baka
|
48:36
|
| Brotið á Kristjáni Orra sem er ekki sáttur og ræðir hraustlega við Svavar dómara. Leikurinn heldur svo áfram
|
49:03
| 19-13
| Óðinn Þór skorar úr hraðaupphlaupi og Framarar eru að stinga af
|
49:42
|
| Sverre Andreas Jakobsson tekur leikhlé
|
49:42
|
| Rétt rúmar 10 mínútur eftir og munurinn er heil 6 mörk. Það þarf ansi mikið til að snúa þessu en það er ansi mikið hægt í handbolta eins og við þekkjum
|
50:07
|
| Bynjar Hólm Grétarsson með skot en Kristófer ver í marki Fram
|
50:45
| 20-13
| Óðinn Þór skorar úr horninu. Tomas varði en boltinn endaði í netinu
|
51:25
| 20-14
| Hörður Másson með mark fyrir utan
|
52:12
| 21-14
| Sigurður Örn skorar fyrir Fram, Tomas hefði átt að taka þennan bolta
|
52:40
| 21-15
| Friðrik Svavarsson með mark af línunni eftir sendingu frá Sissa
|
53:20
|
| Tomas Olason ver af línunni frá Garðari en vítakast dæmt
|
53:25
| 22-15
| Óðinn Þór tekur vítið og skorar
|
53:35
|
| Sigurður Örn rekinn af velli eftir mikinn barning á línunni
|
53:50
|
| Hörður Másson fær aðra brottvísun sína í leiknum
|
54:17
|
| Netið búið að vera í tómu tjóni hér í Safamýrinni undanfarnar mínútur
|
54:57
| 23-15
| Þorgrímur Smári skorar
|
55:27
|
| Óðinn Þór í hraðaupphlaupi en hann skýtur yfir, Akureyri með boltann
|
55:52
| 23-16
| Kristján Orri Jóhannsson gerir virkilega vel þarna, stekkur upp og ógnar skotinu en stingur svo niður og labbar í gegn. Boltinn að sjálfsögðu beinustu leið í netið
|
56:33
|
| Stefán Darri kemur sér í gegn og fær vítakast
|
56:49
| 24-16
| Garðar skorar úr vítinu
|
57:19
|
| Hörður Másson með skot í stöngina og útaf
|
57:35
|
| Þetta hefur bara því miður verið þannig leikur að það fellur lítið með okkar mönnum
|
58:00
|
| Tomas Olason ver og Kristján Orri sækir vítakast
|
58:24
| 24-17
| Kristján Orri Jóhannsson snýr hann laglega framhjá Kristófer í markinu og skorar
|
58:46
| 25-17
| Garðar fær allan tíma í heiminum á línunni og hann skorar
|
59:22
|
| Brynjar Hólm Grétarsson með skot framhjá
|
59:49
|
| Garðar með skot sem Tomas Olason ver
|
60:00
|
| Þá er þessu lokið hér í Safamýri, alls ekki okkar dagur og Framarar tryggja sér 7. sætið
|
60:00
|
| Það er því ljóst að Akureyri mætir Haukum í úrslitakeppninni og verður það ansi krefjandi verkefni
|
60:00
|
| Halldór Logi Árnason maður leiksins í liði Akureyrar að þessu sinni en það var kraftur í Dóra og hann stóð klárlega uppúr í dag
|
60:00
|
| Nú tekur við smá pása í boltanum og úrslitakeppnin tekur svo við, verður vægast sagt gaman þegar sú veisla hefst!
|