Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Enn tap - en besti leikur vetrarins - Akureyri Handboltafélag
21. október 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar
Tilþrif í áhorfendaleiknum í hálfleik
Í hálfleik í gær stjórnaði Skapti Hallgrímsson keppni áhorfenda sem fólst í því að skora mark frá vítateigslínu og yfir í markið hinumegin. Tveir áhorfendur, Sigfríður Ingólfsdóttir og Séra Hannes Blandon kepptu um 10.000 króna inneign í Bónus. Bæði fengu tvær tilraunir, í fyrri umferðinni fór boltinn hárfínt framhjá markinu hjá báðum keppendum en í seinni tilraun hittu bæði og unnu því bæði til verðlaunanna. Þórir Tryggvason, hirðljósmyndari okkar sendi okkur nokkrar myndir frá tilþrifunum.
20. október 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar
Frítt á leikinn gegn Stjörnunni - Ekki bein lýsing
Í dag taka strákarnir á móti deildarbikarmeisturum Stjörnunnar og hefst leikurinn eins og áður hefur komið fram klukkan 13:30 í KA-heimilinu.
Að þessu sinni er því miður ekki hægt að halda úti beinni lýsingu frá leiknum. Um helgina er unnið að breytingum á netkerfi þar sem beina lýsingin er vistuð og fyrir vikið er beina lýsingin óstarfhæf í dag. Það er því ástæða til að hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á leikinn og rétt að ítreka að aðgangur er ókeypis! Það er fyrirtækið Vodafone sem hefur ákveðið að bjóða öllum á leikinn og vonandi þiggja Akureyringar gott boð og hvetja okkar menn.
Nú er bara að drífa sig á leikinn
19. október 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar
Vodafone býður öllum á Stjörnuleikinn
ÓKEYPIS verður á leik Akureyrar og Stjörnunnar í N1 deild karla í KA-heimilinu á morgun. Það er fyrirtækið Vodafone sem hefur ákveðið að bjóða öllum á leikinn og vonandi þiggja Akureyringar gott boð og hvetja okkar menn.
Athygli skal vakin á því að leikurinn hefst á óvenjulegum tíma – flautað verður til leiks kl. 13.30. Upphaflega átti leikurinn að fara fram í kvöld, en vegna Evrópuleiks Vals um síðustu helgi var leikur okkar gegn Vodafone-liðinu frá Hlíðarenda færður til miðvikudagsins og þessum síðan seinkað um einn dag.
Akureyrarliðinu hefur ekki gengið vel í haust, en mikil batamerki voru á liðinu gegn Val í vikunni þrátt fyrir tap. Sóknarleikurinn var góður og liðið fékk mörg mjög góð færi, en þá tók Ólafur Gíslason markvörður Vals upp á þeim óskunda að verja eins og berserkur. Vonandi gengur betur að nýta færin á morgun.