Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Góður sigur á ÍR í Eimskipsbikarnum - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2007-08

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla
Deild kvenna
Leikmenn meistarafl. kvenna




Textalýsing frá leiknum     Tölfræði leiksins 
    ÍR - Akureyri  22-24 (9-11)
Eimskipsbikar karla
Austurberg
4. nóvember 2007 klukkan: 17:00
Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson
Umfjöllun

Sveinbjörn kunni vel við sig í Austurbergi

6. nóvember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar

Góður sigur á ÍR í Eimskipsbikarnum

Karlalið Akureyrar mætti liði ÍR í 16-liða úrslitum Eimskipsbikarsins á sunnudaginn. Leikið var á heimavelli ÍR-inga í Austurbergi. Það er skemmst frá því að segja Akureyri fór með tveggja marka sigur af hólmi sem var þó miklu öruggari en lokatölurnar benda til.

Það var ánægjulegt að sjá Jónatan Magnússon í byrjunarliðinu og virtist hann bara vera í þokkalega góðu standi í leiknum.

Fyrri hluti hálfleiksins var mjög vel leikinn af hálfu Akureyrar, sóknarleikurinn hraður og gekk vel sem skilaði stöðunni 8-4 fyrir Akureyri. Það sem eftir lifði hálfleiksins datt hins vegar botninn úr sóknarleik liðsins sem skoraði einungis þrjú mörk á síðustu 15 mínútum hálfleiksins. Það virtist sem einbeitingin væri ekki alveg til staðar, ótal tapaðir boltar, ómarkviss skot og glötuð dauðafæri. Á sama tíma fór gamall kunningi okkar, Bjartur Máni á kostum í ÍR liðinu og skoraði hvert markið á fætur öðru úr hægra horninu þannig að í hálfleik var munurinn einungis tvö mörk, 11-9 fyrir Akureyri.

Rúnar las hressilega yfir sínum mönnum þegar ÍR-ingar tóku leikhlé þegar ein mínúta var eftir af hálfleiknum og væntanlega hefur hálfleiksræðan verið býsna hvöss því að okkar menn tóku leikinn hreinlega í sínar hendur í upphafi síðari hálfleiks. Sóknarleikurinn gekk fínt og vörnin stóð vel með Sveinbjörn í miklum ham þar fyrir aftan. Á fyrstu tólf mínútum síðari hálfleiks gerðu strákarnir út um leikinn og náðu sjö marka forystu 19-12. Mörkin voru í öllum regnbogans litum, komu úr hraðaupphlaupum, langskotum og af línunni. Raunar hefði munurinn getað verið mun meiri með örlítilli heppni þar sem nokkur upplögð færi fóru forgörðum.

Um miðjan síðari hálfleikinn misstu okkar menn boltann og ÍR-ingar geystust fram, Rúnar braut hraustlega á leikmanni ÍR sem náði þó hörkuskoti, beint í andlitið á Sveinbirni sem eðlilega vankaðist eitthvað við skotið, dómararnir ráku Rúnar af velli fyrir brotið og dæmdu vítakast. Þeir virtust þó ekki veita því athygli að Sveinbjörn var enganveginn í standi til að reyna að verja vítakastið en gáfu leikmanni ÍR heimild til að taka vítið sem hann og gerði en skaut í stöng og útaf. Sveinbjörn var eðlilega ósáttur við þessa framgöngu dómaranna og hljóp fram að miðju vallarins og lét þá heldur betur heyra það. Þarna átti maður sannarlega von á því að Sveinbirni yrði vísað af velli fyrir kjafthátt en sem betur fer játuðu dómararnir mistök sín og létu kyrrt liggja.

Akureyri hélt síðan ágætum tökum á leiknum þar til að fimm mínútur voru eftir af leiknum og staðan 24-18, þá brugðu ÍR-ingar á það ráð að taka tvo menn úr umferð og við það riðlaðist sóknarleikur okkar manna svo um munaði þannig að þeir skoruðu ekki mark eftir það en ÍR-ingar skoruðu hins vegar fjögur síðustu mörkin og lauk leiknum því með tveggja marka sigri Akureyrar 24-22.

Í heildina var leikurinn mjög sveiflukenndur, fínir sprettir en óþarflega mikið óðagot sem skilaði alltof mörgum feilsendingum og ómarkvissum skotum. Sveinbjörn stóð sig mjög vel í markinu allan tímann, varði mörg dauðafæri og er því útnefndur maður leiksins.

Tengdar fréttir

Akureyri er komið í 8-liða úrslit Eimskipsbikarsins

4. nóvember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar

Akureyri lagði ÍR, komið í 8-liða úrslit

Karlalið Akureyrar var nú rétt í þessu að leggja fyrstu deildarlið ÍR að velli í 16-liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Leikið var á heimavelli ÍR-inga að Austurbergi. Akureyri hafði forystu allan leikinn en gekk illa að hrista ÍR alveg af sér.

Akureyri komst tvisvar í fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik, í 4-8 og 7-11, hálfleikstölur voru þó 9-11. Akureyri hóf síðari hálfleikinn af miklum krafti og komst strax í 11-18. Er um kortér lifði leiks leiddi Akureyri 13-20 en það sem eftir lifði leiks nálgaðist ÍR okkar menn. Lokatölur voru 22-24 fyrir Akureyri og ljóst að Akureyri er komið áfram í næstu umferð bikarkeppninnar.

Leikurinn var í beinni lýsingu hér á síðunni og bendum við áhugasömum á hana fyrir ítarlegri lýsingu á gangi leiks.

Mörk Akureyrar skiptust þannig: Magnús 5, Andri Snær og Goran 4 hvor, Hörður Fannar og Jónatan 3 hvor, Heiðar Þór 2, Einar Logi, Þorvaldur og Rúnar 1 mark hver.


Fylgist með leik ÍR og Akureyrar hér á síðunni á sunnudag klukkan 17:00

3. nóvember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar

Bein Lýsing: ÍR- Akureyri

Strákarnir okkar leika á sunnudaginn gegn ÍR í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. Heimasíðan býður upp á beina textalýsingu af leiknum sem hún hvetur fólk til að fylgjast með en að sjálfsögðu eru allir Akureyringar sem eru staddir á suðvesturhorninu hvattir til að mæta í Austurbergið og hvetja okkar menn.

Það er virkilega auðvelt að fylgjast með leiknum í gegnum Beinu Lýsinguna.

Smellið hér til að opna Beina Lýsingu

Beina Lýsingin opnast í nýjum glugga sem uppfærist af sjálfu sér á 15 sekúndna fresti. Það er því ekkert mál að fylgjast með. Leikurinn hefst eins og fyrr kom fram klukkan 17:00 en við hvetjum alla til að fylgjast vel með.


Bikarleikur geg ÍR

1. nóvember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar

Útileikur gegn ÍR í bikarnum á sunnudaginn

Nú er ljóst að leikur Akureyrar og ÍR í 16-liða úrslitum Eimskips-bikarsins verður næstkomandi sunnudag klukkan 17:00. Leikið er í Austurbergi í Breiðholtinu og eru allir stuðningsmenn liðsins sem verða á höfuðborgarsvæðinu um helgina hvattir til að mæta og styðja strákana sem vonandi eru komnir í rétta gírinn eftir góðan útisigur í Vestmannaeyjum í gær.

Til baka    Senda á Facebook

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson