Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Dýrmætur sigur á Aftureldingu í háspennuleik - Akureyri Handboltafélag
Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson
Umfjöllun
Tengdar fréttir
Andri Snær og Emelía meiddust í gær og missa af næstu leikjum Akureyrar
3. febrúar 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar
Leikir dagsins - meiðsli í herbúðum Akureyrar
Í dag leika bæði karla- og kvennalið Akureyrar í N1 deild og hefjast báðir leikirnir á sama tíma. Kvennaliðið mætir Fylki í KA heimilinu en karlarnir mæta Aftureldingu í Mosfellsbæ og hefjast leikirnir klukkan 16:00 í dag og er sá leikur jafnframt sýndur beint í sjónvarpinu.
Bæði lið urðu fyrir áfalli í gær þegar þau misstu leikmenn í meiðsli. Hornamaðurinn Andri Snær rifbeinsbrotnaði í gær og er ljóst að hann verður frá keppni og æfingum í einhverjar vikur. Þá meiddist Emelía markvörður kvennaliðsins í leik unglingaflokksins í gær og ljóst að hún verður ekki í leikmannahópnum í dag.
Við hvetjum stuðningsmenn Akureyrar á höfuðborgarsvæðinu til að fjölmenna í Mosfellsbæinn og hvetja strákana til dáða því að leikurinn í dag er gríðarlega mikilvægur og bráðnauðsynlegt fyrir liðið að ná í stig og slíta sig frá Aftureldingu í neðri hluta deildarinnar.
Þá hvetjum við bæjarbúa til að mæta á kvennaleikinn í KA heimilinu því að með góðum stuðningi er ekki ólíklegt að stelpunum takist að krækja í sín fyrstu stig í vetur.
Þar sem karlaleikurinn er sýndur beint í sjónvarpinu verðum við ekki með beina textalýsingu að þessu sinni.
Loksins, loksins fáum við að sjá þessa kappa í sjónvarpinu á sunnudaginn
31. janúar 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar
Deildin hefst hjá körlunum - Sjónvarpsleikur
N1 deildin hjá körlunum fer af stað núna um helgina og hefja okkar menn leikinn í Mosfellsbænum sunnudaginn 3. febrúar klukkan 16:00. Leikurinn átti upphaflega að vera á laugardeginum en hefur sem sé verið færður yfir á sunnudaginn. Þau undur hafa jafnframt gerst að RUV ætlar að sýna leikinn í beinni útsendingu sem hefst tíu mínútum fyrir leik þ.e.a.s. klukkan 15:50 á sunnudag samkvæmt dagskrárvef RUV.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig okkar menn koma undan þessu langa hléi en vonandi hefur Noregsferðin gert þeim gott og þeir komi margefldir til leiks.
Jafnframt mun 2. flokkur karla standa í ströngu um helgina en þeir munu leika tvo deildarleiki fyrir sunnan um helgina, við Víking á föstudag og HK á laugardag. Þess má geta að þetta verða fyrstu leikir liðsins síðan 11. nóvember á síðasta ári. Á þriðjudagskvöldið leikur 2. flokkur síðan margfrestaðan bikarleik við Val í Vodafone höllinni.