Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Fram hafði betur í undanúrslitum bikarsins - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2007-08

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla
Deild kvenna
Leikmenn meistarafl. kvenna




Textalýsing frá leiknum     Tölfræði leiksins 
    Fram - Akureyri  27-24 (13-13)
Eimskipsbikar karla
Framhús
12. febrúar 2008 klukkan: 19:00
Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson
Umfjöllun

Einar Logi fann sig vel gegn Fram í bikarleiknum



15. febrúar 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Fram hafði betur í undanúrslitum bikarsins

Það vantaði herslumuninn að Akureyri færi alla leið í bikarúrslitaleikinn í meistaraflokki karla. Strákarnir komu mjög einbeittir til leiks og voru sterkara liðið í fyrri hálfleik. Liðið leiddi leikinn að mestu fyrstu tuttugu mínúturnar og hafði eins til tveggja marka forystu allt þar til staðan var 8-10. Á þeim tíma hafði vörnin verið frábær, strákarnir spiluðu grimma 3-2-1 vörn með Jónatan sem fremsta mann og tókst vel að halda aftur af Halldóri Jóhanni Sigfússyni sem hafði reynst erfiður í deildarleiknum þrem dögum áður, og raunar skoraði Halldór ekki mark í leiknum. Sveinbjörn náði sér ekki á strik fyrstu tíu mínúturnar en átti fínan leik eftir það.

Fram náði að jafna leikinn og komast yfir en Akureyri jafnaði aftur fyrir leikhlé og hálfleikstölur 13-13. Þegar tæpar 26 mínútur voru liðnar af leiknum leysti Nikolaj Jankovic inn á línuna og fékk óblíðar viðtökur hjá Andra Berg Haraldssyni sem setti olnbogann á háls Nikolaj. Nikolaj var greinilega ekki sáttur með móttökurnar og rétti Andra Berg einn léttan á lúðurinn sem hné niður með þvílíkum tilburðum að hann fær trúlega hlutverk fórnarlambsins í næstu Rocky mynd. Báðir fengu þeir beint rautt spjald fyrir og mega búast við banni í næstu leikjum.

Einar Logi fór mikinn í sóknarleiknum og skorði 5 mörk í hálfleiknum auk þess sem hann var traustur í vörninni.

Síðari hálfleikur fór fjörlega af stað, Sveinbjörn varði víti en stuttu síðar voru Einar Logi og Ásbjörn reknir útaf þannig að við vorum tveim mönnum færri og í kjölfarið náði Fram tveggja marka forystu 16-14 sem tókst því miður aldrei að vinna upp. Þrátt fyrir fína spretti þá var alltof mikið um klúður og mistök í sókninni þannig að Fram náði mest fjögurra marka forystu 24-20 og útlitið heldur dökkt þegar aðeins sex og hálf mínúta eftir af leiknum.

Þá lifnaði yfir okkar mönnum og á næstu tveim mínútum minnkuðu þeir muninn í eitt mark 24-23, unnu boltann og geystust í sókn og áttu möguleika á að jafna leikinn. Framarar höfðu heppnina með sér og fengu dæmt á sig aukakast þar sem stuðningsmenn Akureyrar töldu hins vega að um augljóst vítakast hefði verið um að ræða. Í kjölfarið misstum við boltann og Einar Logi rekinn út af í tvær mínútur og þar með má segja að vonin hafi verið úti og Fram náði að tryggja sér sigurinn á síðustu tveim mínútunum og vinna 27-24.

Eins og svo oft áður þá vantaði að fylgja eftir fínni byrjun og klára leikinn. Einar Logi lék sinn albesta leik í vetur og skoraði 9 mörk í leiknum og var tvímælalaust maður leiksins hjá okkar mönnum. Þá átti Ásbjörn fínan leik og Sveinbjörn í markinu ef frá eru taldar upphafsmínútur leiksins. Það vakti athygli að Andri Snær kom inn á undir lok leiksins en aðeins eru liðnir tíu dagar síðan hann rifbeinsbrotnaði og raunar alls ekki í standi til að fara í nokkur átök, en menn leggja jú allt í sölurnar til að komast í bikarúrslitaleikinn sem verður þá bara vonandi strax á næsta ári.

Tengdar fréttir

Það er allt eða ekkert í bikarleikjum - Áfram Akureyri

12. febrúar 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Bikarslagur við Fram í dag - bein lýsing

Í kvöld mætast Akureyri og Fram í undanúrslitum Eimskipsbikars karla. Leikurinn fer fram í Framhúsinu og hefst klukkan 19:00. Liðin mættust í æsispennandi leik síðastliðinn laugardag og þar sem Fram fór með eins marks sigur og ljóst að okkar menn ætla sér að hefna grimmilega fyrir þann leik.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla stuðningsmenn liðsins á höfuðborgarsvæðinu til að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á strákunum og stuðla þannig að því að við fáum tækifæri til að fara alla leið í bikarúrslitaleikinn.

Allar horfur eru á því að leikurinn verði í beinni textalýsingu hér á síðunni og hefst þá lýsingin rétt fyrir klukkan 19:00.

Það er virkilega auðvelt að fylgjast með leiknum í gegnum Beinu Lýsinguna.

Smellið hér til að opna Beina Lýsingu

Beina Lýsingin opnast í nýjum glugga sem uppfærist af sjálfu sér á 15 sekúndna fresti. Það er því ekkert mál að fylgjast með. Leikurinn hefst eins og fyrr kom fram klukkan 19:00 og við hvetjum alla til að fylgjast vel með.

Til baka    Senda á Facebook

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson