Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Öruggur sigur karlaliðsins á ÍBV - Akureyri Handboltafélag
Heljarinnar veisla kringum síðasta leikinn hjá karlaliðinu á laugardag
Á morgun spila strákarnir okkar í Akureyri Handboltafélag sinn síðasta leik á þessu tímabili þegar þeir taka á móti ÍBV. Það má með sanni segja að strákarnir ætli að klára tímabilið með flugeldasýningu. Strákarnir sjálfir hafa séð um allan undirbúning leiksins, eins og auglýsingar og fleira.
Fyrir leik verða grillaðar Goðapylsur og ölgerðin býður upp á gosdrykki. Í hálfleik verður mikið húllum hæ þegar leikmenn Akureyrar munu stjórna mikilli skemmtihátíð. Áhorfendum verður boðið að taka þátt í ýmsum þrautum sem leikmenn hafa skipulagt. Fjölbreytt og skemmtileg verðlaun eru í boði fyrir þáttakendur, þar má m.a. nefna síma, bíómiða, ljósakort, fataúttekt og margt fleira.
Við hvetjum alla til að fjölmenna á síðasta leik Akureyrar í vetur, endilega mæta snemma í pylsur og gos og taka þátt í þessum miklu hátíðarhöldum. Góða skemmtun og áfram Akureyri!
Íslandsmótið klárast á laugardaginn
29. apríl 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar
Breyting á leikdegi - Akureyri og ÍBV mætast á laugardag
HSÍ hefur tilkynnt breytingu á síðustu umferð N1-deildar karla. Fyrirhugað var að leikirnir yrðu spilaðir næstkomandi sunnudag en nú hafa þeir flestir verið færðir yfir á laugardag.
Þetta þýðir að karlalið Akureyrar tekur á móti ÍBV á laugardaginn klukkan 14:00 í KA-heimilinu og lýkur þar með N1 deild karlanna.
Strax þar á eftir eða klukkan 16:00 leikur meistaraflokkur kvenna sinn síðasta leik þegar Gróttustúlkur koma norður og er sömuleiðis um að ræða síðustu leiki kvennaliðanna á þessu tímabili.
Það verður því líf og fjör á laugardaginn og handboltaáhugamenn hvattir til að mæta og ná upp góðri stemmingu fyrir sumarfríið í handboltanum.