Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Akureyri komið í 16-liða úrslit Eimskipsbikarsins - Akureyri Handboltafélag
Dómarar: Sigurjón Þórðarson og Júlíus Sigurjónsson
Umfjöllun
Tengdar fréttir
Bjóðum Reyknesinga velkomna í KA Heimilið
4. október 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar
Leikur dagsins: HKR - Akureyri í beinni lýsingu
Í dag kemur Handknattleiksfélag Reykjanesbæjar í heimsókn og leika gegn Akureyri Handboltafélagi í 32. liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Leikurinn fer fram í KA Heimilinu og er frítt á leikinn. Þeir sem ekki komast á leikinn geta fylgst með lýsingu hér á síðunni.
Það er einfalt mál, bara smella á linkinn hér fyrir neðan og þar með opnast nýr gluggi þar sem upplýsingar um gang leiksins birtast jafnt og þétt en síðan uppfærist á u.þ.b. 15 sekúndna fresti.
Akureyri leikur við HKR á laugardaginn - frítt á leikinn!
Á morgun, laugardag hefur Akureyri þátttöku sína í bikarkeppni HSÍ sem kennd er við Eimskip. Sú breyting hefur orðið frá því sem við auglýstum í gær að einungis verður einn leikur þar sem leik Akureyrar 2 og FH 2 hefur verið frestað um viku og er hann nú settur á laugardaginn 11. október klukkan 16:00 í KA-Heimilinu.
En að leiknum á morgun þá má segja að það sé nóg að gera hjá Akureyrarliðinu en það stóð í ströngu í gær og menn eru klárir á að gera engin mistök í bikarkeppninni enda ætla menn að fara alla leið þar.
Við vitum ekki mikið um mótherjana, HKR (Handknattleiksfélag Reykjanesbæjar) en liðið er nýlega stofnað og hyggst vinna handboltanum sess á Reykjanesinu. Á heimasíðu félagsins er þess getið að liðið lék sinn fyrsta leik þann 25. september gegn Heimsliðinu sem er utandeildarlið, byggt upp af strákum úr Stjörnunni í Garðabæ. Leikið var 2 x 25 mínútur og endaði leikurinn með 5 marka sigri HKR 24-19. Markahæstur í liði HKR var Einar Eiríkur Einarsson með 10 mörk en Arnar Ingi Sigurðsson varði 19 skot þar af 2 víti í leiknum. Þeir félagar eru jafnframt þjálfarar liðsins.
Við bjóðum HKR velkomna norður og hvetjum alla til að bregða sér í KA-Heimilið á laugardaginn til að taka þátt í upphafi bikarævintýrsins, athugið að það er frítt á leikinn!
Andstæðingar Akureyrarliðanna koma úr Reykjanesbæ og Hafnarfirði
2. október 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar
Bikarveisla í KA-Heimilinu á laugardaginn - breyting
Eins og við greindum frá á þriðjudagskvöldið dróst aðallið Akureyrar á móti HKR-Handknattleiksfélagi Reykjanesbæjar í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins og áttu Reyknesingar heimaleikjaréttinn. Það hefur nú orðið að samkomulagi að leikurinn verður leikinn á Akureyri næstkomandi laugardag klukkan 16:00 og verður leikið í KA-Heimilinu. Vegna kostnaðar við að leika í Reykjanesbæ sömdu liðin um að færa leikinn norður og bjóðum við liðsmenn HKR velkomna til Akureyrar.
Akureyri sendir annað lið, Akureyri 2 í bikarkeppnina og dróst það lið gegn FH 2 og átti sá leikur að fara fram í Hafnarfirði en hefur sömuleiðis verið færður til Akureyrar og fer sá leikur hefur nú verið færður til laugardagsins 11. október og hefst klukkan 18:00 í KA-Heimilinu.
Það er því kærkomið að sjá Akureyrarlið leika bikarleik á heimavelli en það hefur ekki gerst síðan í desember 2006. Í fyrra lék liðið fjóra bikarleiki, alla á útivelli en féll út í 4-liða úrslitum.