Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Ekkert lát á sigurgöngu Akureyrar – völtuðu yfir Fram - Akureyri Handboltafélag
6. nóvember 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar
Leikur dagsins: Fram – Akureyri í beinni textalýsingu
Þá er komið að leikdegi hjá Akureyri Handboltafélagi eftir landsleikjahlé. Strákarnir halda suður á bóginn og leika við Fram í Safamýrinni og þarf ekki að efast um að það verður örugglega hörkuleikur þar sem bæði liðin munu selja sig dýrt.
Leikurinn sjálfur hefst klukkan 19:30 og að sjálfsögðu reiknum við með því að geta boðið stuðningsmönnum sem ekki eiga heimangegnt á leikinn upp á beina lýsingu frá leiknum hér á síðunni og hefst hún rétt fyrir leik.
Það er virkilega auðvelt að fylgjast með leiknum í gegnum Beinu Lýsinguna.
Beina Lýsingin opnast í nýjum glugga sem uppfærist sjálfvirkt á 15 sekúndna fresti. Það er því ekkert mál að fylgjast með. Leikurinn hefst eins og fyrr kom fram klukkan 19:30 og við hvetjum alla til að fylgjast vel með.
Halldór gekk í raðir Fram á síðasta tímabili
4. nóvember 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar
N1-deildin: Útileikur gegn Fram á fimmtudagskvöldið
Á fimmtudaginn halda Akureyrarstrákarnir suður og leika við Fram á heimavelli þeirra síðarnefndu. Það er ljóst að bæði lið munu selja sig dýrt í þessum leik enda bæði í efsta hluta N1-deildarinnar. Fram á reyndar eftir einn leik, gegn Stjörnunni sem var frestað vegna þátttöku þeirra í Evrópukeppni en þeir sigruðu HK í fyrsta leik, einnig Víking en töpuðu illa fyrir Val í þriðju umferð. Síðan gerðu þeir jafntefli við FH og unnu loks sannfærandi sigur 20-27 á Haukum í síðustu umferð. Fram hefur þannig einungis tapað þrem stigum það sem af er og standa því best að vígi í deildinni hvað það varðar.
Þrír Akureyringar leika með Fram, þar skal fyrstan nefna skyttuna Magnús Stefánsson – frá Fagraskógi og leikstjórnandann Guðmund Frey Hermannsson sem báðir hafa leikið með Akureyrarliðinu.
Magnús, Andri Snær og Guðmundur kátir á Greifamótinu í haust
Þriðji maðurinn er einnig leikstjórnandi, enginn annar en Halldór Jóhann Sigfússon sem lengst af lék með KA.
Fram liðið er vel skipað, auk Magnúsar eru þeir með tvær afar öflugar skyttur, Rúnar Kárason hefur farið á kostum í haust og var valinn í landsliðshópinn nú á dögunum og jafnframt er Andri Berg Haraldsson öflugur. Í vinstra horninu eru þeir Stefán Baldvin Stefánsson og Guðjón Drengsson báðir mjög öflugir og Haraldur Þorvarðarson er flinkur línumaður. Markverðir eru Magnús Gunnar Erlendsson og Davíð Hlíðdal Svansson, sem gekk til liðs við Fram frá Aftureldingu í sumar. Þjálfari Fram er svo enginn annar en Viggó Valdemar Sigurðsson.
Eins og áður segir þá eru bæði liðin að berjast á toppi deildarinnar og ljóst að það verður ekkert gefið eftir. Við viljum hvetja alla stuðningsmenn Akureyrar á höfuðborgarsvæðinu til að koma í Framheimilið klukkan 19:30 á fimmtudaginn og halda uppi sömu Akureyrarstemmingu og hefur verið á heimaleikjum Akureyrar til þessa.