Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Bikardraumnum lokið að þessu sinni - tap fyrir FH - Akureyri Handboltafélag
Stór dagur í sögu Akureyrar Handboltafélags, tvö lið samtímis í 16-liða úrslitum
9. nóvember 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar
Leikur dagsins: FH-Akureyri tvísýnt um beina lýsingu
Í dag, sunnudag er sannkallaður bikardagur hjá Akureyri Handboltafélagi bæði lið félagsins leika í 16-liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Í Kaplakrika leika topplið N1- deildarinnar Akureyri og FH og hefst sá leikur klukkan 17:00.
Undir öllum eðlilegum kringumstæðum værum við örugglega með beina lýsingu á leiknum hér á heimasíðunni en nú eru þær sérstöku aðstæður að umsjónarmenn Beinu lýsingarinnar leika báðir með spútnikliði Akureyri 2 sem mætir toppliði 1. deildar, Selfyssingum klukkan 15:00 á Selfossi.
Ef sá leikur fer ekki í framlengingu er mögulegt að við náum í Kaplakrikann til að fylgjast með seinni hálfleik Akureyrar og FH og getum þá hugsanlega sent út lýsingu á honum.
Upp á von og óvon setjum við hér upp tenginguna fyrir beinu lýsinguna og það verður bara að koma í ljós þegar þar að kemur hvort lýsingin verður í gangi. Ef ekki bendum við fólki á að fylgjast með gangi leiksins á textavarpinu.
Það er virkilega auðvelt að fylgjast með leiknum í gegnum Beinu Lýsinguna.
Beina Lýsingin opnast í nýjum glugga sem uppfærist sjálfvirkt á 15 sekúndna fresti. Það er því ekkert mál að fylgjast með. Leikurinn hefst eins og fyrr kom fram klukkan 17:00 og við hvetjum alla til að fylgjast vel með.
Stórleikur efstu liða N1 deildarinnar í bikarkeppninni
7. nóvember 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar
Bikarinn: Akureyri mætir FH í Kaplakrika á sunnudag
Meistaraflokkurinn fær ekki langt frí eftir Framleikinn í gær því á sunnudaginn keppa strákarnir í Eimskipsbikarnum og fer sá leikur fram í Hafnarfirði. FH liðið er á mikilli siglingu þessa dagana líkt og Akureyrarliðið enda sitja þau á toppi N1 deildarinnar með 10 stig eftir sjö leiki. FH lagði Íslandsmeistara Hauka að velli á fimmtudaginn í grannaslagnum í Hafnarfirði og eru með frábært lið sem hefur varla misstigið sig það sem af er tímabilinu.
Í dag vita allir handboltaáhugamenn hver Aron Pálmason er en hann hefur farið á kostum með FH liðinu í upphafi tímabilsins og var fyrir vikið valinn í landsliðshóp Íslands á dögunum. Þá hefur skyttan Ólafur Guðmundsson farið hamförum og verið illviðráðanlegur og ekki skal sleppt að minnast á okkar mann Ásbjörn Friðriksson sem hefur leikið af stakri snilld með FH liðinu það sem af er mótsins.
En það eru ekki bara ungir og efnilegir piltar sem mynda FH liðið þar eru einnig reynsluboltar eins og Guðmundur Pedersen, Hjörtur Hinriksson og markvörðurinn Magnús Sigmundsson.
Það hefur verið mikil stemming í FH liðinu og stuðningsmönnum þeirra þannig að það verður ekki létt verkefni sem bíður Akureyrarliðsins á sunnudaginn. En það er jú það sem við viljum og nú treystum við á alla sem vettlingi geta valdið að fjölmenna í Kaplakrika og halda uppi Akureyrarstemmingunni þar, stuðningsmennirnir á höfuðborgarsvæðinu sýndu það svo sannarlega á Fram leiknum á fimmtudaginn að þeir geta gert kraftaverk. Leikurinn hefst klukkan 17:00 á sunnudaginn - Góða skemmtun!