Víkingur - Akureyri 23-28
18. október 2008
Akureyri mætti í Víkina þann 18. október 2008 og mætti stigalausum Víkingum. Bæði lið þurftu á stigunum að halda enda vildu Víkingar ekki missa af lestinni á meðan Akureyri var að berjast á toppi deildarinnar. Hér má sjá öll mörk Akureyrar, nokkrar vörslur hjá Hafþóri og nokkur mörk Víkingsmanna.
Akureyri byrjaði leikinn af krafti og hélt forystunni út allan leikinn og vann sannfærandi sigur á endanum, 23-28. Andri Snær Stefánsson var markahæstur í liði Akureyrar með 8 mörk (6 úr vítum), Heiðar Þór Aðalsteinsson, Oddur Gretarsson og Jónatan Þór Magnússon skoruðu allir 4 mörk. Í markinu varði Hafþór Einarsson vel og endaði með 20 skot.
Þá er gaman að sjá Heimi Örn Árnason (þáverandi leikmann Vals) í hlutverki spekingsins í hálfleik og að leik loknum. Þá eru Rúnar Sigtryggsson og Jónatan Þór Magnússon gripnir í viðtal eftir sigurinn góða.