Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Ótrúlegur endasprettur tryggði Akureyri eitt stig gegn Val - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2011-12

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Ljósmyndir frá leiknum     Textalýsing frá leiknum     Tölfræði leiksins 
    Akureyri - Valur  24-24 (13-14)
N1 deild karla
Íþróttahöllin
Fim 20. október 2011 klukkan: 19:00
Dómarar: Jón Karl Björnsson og Þorleifur Á. Björnsson, eftirlit Einar Sveinsson
Umfjöllun

Bjarni jafnaði á lokasekúndum leiksins





20. október 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar

Ótrúlegur endasprettur tryggði Akureyri eitt stig gegn Val

Ef tala má um að leikir verði að vinnast í byrjun tímabils þá má svo sannarlega segja að leikur kvöldsins hjá okkar mönnum í Akureyri gegn Val hafi verið einn af þeim leikjum. Leikurinn bar þess líka augljóslega merki því mikil spenna var allt til leiksloka.

Ekki virtist þó leikurinn ætla að verða spennandi lengi framan af fyrri hálfleik því Akureyrarliðið virkaði hálf vankað í allt þar til rúmar 10 mínútur lifðu fyrri hálfleiks en þá var staðan 5-11 gestunum úr Reykjavík í vil.

Þá hins vegar vaknaði hin margfræga vörn Akureyar loksins til lífs og fór að ganga almennilega út í skyttur Valsmanna, en þar hafði Anton Rúnarsson reynst okkur erfiðastur og skoraði hann ein 5 mörk í fyrri hálfleik. Munurinn minnkaði smá saman og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 14-13 Valsmönnum í vil en þeir skoruðu einungis eitt mark síðstu sex mínútur hálfleiksins gegn fjórum frá Akureyrarliðinu.

Heimamenn byrjuðu leikinn betur í seinni hálfleik og mörk frá þeim Guðmundi Hólmari og Bjarna Fritzsyni komu þeim yfir. Eftir það skiptust liðin á að hafa forystuna alveg þar til 8 mín lifðu leiks. En þá náðu Valsarar tveggja marka forskoti í kjölfar þess að Akureyri missti tvo leikmenn útaf vegna brottvísana og voru fjórir á vellinum í heilar 90 sekúndur. Valsmönnum tókst þó ekki að nýta sér liðsmuninn sem skildi og munurinn var enn tvö mörk þegar Akureyringar voru komnir aftur með fullmannað lið og um 6 mínútur til leiksloka.

Því miður virtist ætla að ganga brösulega að vinna þennan tveggja marka mun Valsmanna niður og virtist leikurinn í raun tapaður þegar Valur fékk víti tveimur mörkum yfir og einungis um tvær mínútur til leiksloka. Stefán Guðnason kom hins vegar í markið og geri sér lítið og varði vítið frá Sturlu Ásgeirssyni og Akureyri geystist í sókn sem lauk með því að Jón Heiðar skoraði þegar rétt rúm mínúta lifði leiks. Í næstu sókn sinni virtust Valsmenn ætla að ná að hanga á boltanum til leiksloka en boltinn barst til Bergvins þegar einungis 9 sekúndur voru eftir og hann náði að koma honum á Bjarna Fritzson sem skoraði úr hraðaupphlaupi þegar ekki nema 4 sekúndur voru eftir. Hlynur í marki Vals var snöggur að ná í boltann og koma honum til Sigfúsar Sigfúsarsonar sem ætlaði að taka miðju en Oddur var enn sneggri að hugsa og braut á Fúsa. Oddur uppskar því miður að launum rautt spjald og verður því væntanlega í leikbanni í næsta leik liðsins sunnudaginn 30. október gegn HK. (Sá sem þetta skrifar kann þó ekki alveg reglurnar í þessu samhengi). Hins vegar er stigið sem náðist í hús í þessum leik liðinu gríðarlega mikilvægt og sú staðreynd er liðinu sennilega alls ekki síður mikilvæg að það gafst ekki upp þegar leikurinn virtist hreinlega tapaður.

Leikurinn í heild var ágætis skemmtun þrátt fyrir að sennilega hafi sést betri handbolti spilaður í Höllinni. Akureyrarliðið var hrikalega lengi í gang og þá sérstaklega varnarlega. Þegar liðið fór hins vegar loksins að spila vörn sýndi það hversu óárennilegt það getur verið. Nú ertu strákarnir komnir með eitthvað til að byggja á fyrir næsta leik þar sem ætlunin er að ná í 2 stig til HK í Kópavog í beinni útsendingu á RÚV þann 30. október.

Markaskorun dreifðist nokkuð vel á Akureyrarliðið en þeir Guðmundur Hólmar og Bjarni Fritszon voru langmarkahæstu leikmenn liðsins, Bjarni með átta mörk og Guðmundur Hólmar með sex. Aðrir skoruðu tvö mörk eða minna.

Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 8 (3 úr vítum), Guðmundur Hólmar Helgason 6, Geir Guðmundsson 2, Jón Heiðar Sigurðsson 2, Oddur Gretarsson 2, Bergvin Gíslason 1, Guðlaugur Arnarsson 1,Halldór Tryggvason 1 og Hreinn Þór Hauksson.
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 17 og Stefán Guðnason varði eitt vítakast

Mörk Vals: Sturla Ásgeirsson 8 (2 víti), Anton Rúnarsson 5, Finnur Stefánsson 5, Magnús Einarsson 2, Orri Gíslason 2 og Sigfús Sigurðsson 2.
Varin skot: Hlynur Morthens 16 þar af 1 vítkakast

Sturla Ásgeirsson var valinn maður Valsliðsins og Bjarni Fritzson maður Akureyrarliðsins en báðir fengu körfu frá Norðlenska að launum.

Umfjöllun: Jón Stefán Jónsson

Tengdar fréttir

Jón Heiðar Sigurðsson stóð fyrir sínu í leiknum

25. október 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar

Ljósmyndir frá leik Akureyrar og Vals

Hér eru komnar ljósmyndir Þóris Tryggvasonar frá Valsleiknum í síðustu viku en eins og jafnan áður þá hefur Þórir séð um að festa augnablikin á filmu, eða kannski frekar á minniskort. Það eru ekki margir íþróttaviðburðir í bæjarlífinu sem Þórir hefur ekki skjalfest með þessum hætti og er framlag hans til menningarsögunnar í raun ómetanlegt.



Smelltu hér til að skoða allar myndirnar.

Auk þess bendum við á myndbandið frá leiknum.



Smelltu á myndina til að spila myndbandið.


Glæsileg tilþrif í leiknum

22. október 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar

Myndband frá leik Akureyrar og Vals

Nú er komið í hús meðfylgjandi myndband frá leik Akureyrar og Vals frá fimmtudeginum. Eins og áður þá er það Hákon Ingi Þórisson sem hefur haft veg og vanda að gerð myndbandsins og var bæði myndataka og klipping í hans höndum. Einnig er skotið inn nokkrum ljósmyndum frá Þóri Tryggvasyni.

Við þökkum Hákoni Inga fyrir þetta glæsilega myndband en eins og menn muna þá gerði hann annað fyrir FH leikinn fyrr í haust.



Smelltu á myndina til að spila myndbandið.

Ljósmyndir Þóris frá leikum eru einnig komnar hér á síðuna.


Leikir Akureyrar og Vals hafa verið spennuþrungnir undanfarin ár



20. október 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar

Leikur dagsins: Akureyri - Valur, nú verður allt lagt í sölurnar

Andstæðingar Akureyrar í leik dagsins eru engir aðrir en ríkjandi bikarmeistarar Vals. Það þarf ekki að hafa mörg orð um að lið Akureyrar á harma að hefna frá bikarúrslitaleiknum í fyrravetur. Valsliðið lenti eins og menn muna í hremmingum á síðasta leiktímabili en með endurkomu Óskars Bjarna Óskarssonar sem þjálfara hrökk Valsvélin í gang og gekk liðinu flest í haginn á lokaspretti N1 deildarinnar.

Óskar Bjarni heldur áfram um stjórnvölinn hjá Val og víst er að hann hefur lag á að ná því besta út úr sínum mönnum. Nokkrar mannabreytingar hafa orðið hjá Val frá síðasta tímabili, skyttan Ernir Hrafn Arnarson hélt til Þýskalands, Heiðar Þór Aðalsteinsson er kominn til Akureyrar á ný auk þess sem nokkrir leikmenn eru einfaldlega hættir. Valsmenn endurheimtu þá Gunnar Harðarson og Magnús Einarsson úr danska boltanum, þá er öldungurinn Sigfús Sigurðsson kominn til þeirra enn á ný eftir að hafa leikið með Emsdetten í Þýskalandi í fyrravetur.


Sigfús Sigurðsson í leik með Val á Opna Norðlenska mótinu í haust

Þá gekk fyrrum Haukamaðurinn Andri Stefan Guðrúnarson til liðs við Val en hann verður þó væntanlega ekki leikhæfur fyrr en eftir áramót vegna meiðsla.

Það sem af er mótinu hafa Valsmenn unnið Aftureldingu, gert jafntefli við Gróttu en tapað fyrir FH og Fram. Ef á að tilgreina mikilvægustu leikmenn Valsliðsins kemur fyrst upp í hugann markvörðurinn Hlynur Morthens sem oftar en ekki hefur hreinlega unnið leiki fyrir Val upp á eigin spýtur. Það sem af er N1 deildinni eru það Anton Rúnarsson, Sturla Ásgeirsson og Finnur Ingi Stefánsson sem eru langatkvæðamestir í sóknarleiknum og hafa allir skorað 20 mörk eða meira. Næstur kemur línumaðurinn Orri Freyr Gíslason með 11 mörk.


Hlynur, Anton, Sturla og Finnur Ingi

Þess ber að geta að ein skærasta stjarna liðsins, Valdimar Fannar Þórsson hefur lítið haft sig í frammi enda glímt við meiðsli og munar um minna en Valdimar er einn hæfileikaríkasti leikmaður landsins.

Það er ljóst að Valsmenn munu bíta hraustlega frá sér í leiknum en það ætla heimamenn svo sannarlega að gera einnig en það hefur vantað herslumuninn upp á að ná hagstæðum úrslitum í síðustu leikjum.

Líkt og í síðasta leik þá fáum við góðan liðstyrk í Hreini Haukssyni en hann kom í örstutta heimsókn frá Svíþjóð í gær og er til í slaginn. Hreinn kom einnig í Haukaleikinn í síðustu umferð og sýndi þar og sannaði að hann hefur engu gleymt í varnarleiknum.


Geir Guðmundsson er kominn á fulla ferð, hér skorar hann á móti Aftureldingu

Þá er heldur að vænkast útlitið hjá nokkrum sem hafa verið á meiðslalistanum og aldrei að vita nema einhverjir þeirra verði klárir í hópinn í dag.

Það er mikill hugur í strákunum að komast aftur á sigurbraut og með dyggum stuðningi áhorfenda getum við lofað hörkuleik í kvöld.

Við verðum að vanda með beina textalýsingu frá leiknum fyrir þá sem ekki eiga heimangengt á leikinn.

Smelltu hér til að opna beinu lýsinguna.


Til baka    Senda á Facebook

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson