Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
FH sigraði í þriðja leik - allt undir á miðvikudaginn! - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2011-12

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Ljósmyndir frá leiknum     Tölfræði leiksins 
    FH - Akureyri  22-17 (9-10)
Undanúrslit karla
Kaplakriki
Sun 22. apríl 2012 klukkan: 15:45
Dómarar: Anton G. Pálsson og Jónas Elíasson, eftirlitsdómari Guðjón L. Sigurðsson
Umfjöllun

Höddi og Sveinbjörn stóðu fyrir sínu



22. apríl 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar

FH sigraði í þriðja leik - allt undir á miðvikudaginn!

FH-ingar og Akureyringar mættust í þriðja skiptið á 5 dögum í Hafnarfirði í dag. Staðan í einvíginu var jöfn, 1-1, þar sem bæði lið höfðu unnið hvort sinn heimaleikinn. Þegar liðin mættust síðast í Kaplakrika þurfti að framlengja, en FH-ingar fóru að lokum með eins marks sigur að hólmi. Það vantaði ekki spennuna og dramatíkina í leiknum í dag og fór það svo að FH vann góðan 5 marka sigur, 22-17, og eru því komnir í lykilstöðu í einvíginu.

Það er Siguróli Sigurðsson sem fjallar hér um leikinn, en hann skrifar fyrir Sport.is.

Þegar þessi lið mætast er venjulega lítið skorað en strax á fyrstu 40 sekúndunum vorum við búin að fá sitthvort markið í leikinn og benti allt til þess að þetta yrði fjörugur leikur. Leikurinn var í sjálfu sér fjörugur en minna var skorað en upphafsmínútan gaf til kynna um. Akureyringar höfðu frumkvæðið lengst af í fyrri hálfleik, en FH-ingar lentu í brottrekstrarvandræðum í upphafi og var þeirra helsta skytta, Ólafur Gústafsson, kominn með tvisvar sinnum 2 mínútur eftir 18 mínútna leik. Akureyringar nýttu sér þetta og náðu tveggja marka forystu, 8-6. Þá kom góður kafli hjá heimamönnum þar sem þeir skoruðu 3 mörk í röð og komust yfir, 9-8, og leiddu í hálfleik, 10-9. Varnir beggja liða voru frábærar, eins og svo oft áður, og bæði Daníel í marki FH og Sveinbjörn í marki Akureyrar voru að verja ljómandi vel. Skytturnar ungu, Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason, báru sóknarleik Akureyrar uppi til að byrja með en svo fór dálítið að draga af þeim, og nýttu FH-ingar sér það. Það var ljóst, í hálfleik, að síðari hálfleikurinn yrði barátta upp á líf og dauða.

Heimamenn í FH hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu tvö fyrstu mörkin og náðu þriggja marka forskoti, 12-9. Það tók Akureyringa nánast 5 mínútur að komast á blað á síðari 30 mínútunum. Þá kom hinsvegar frábær kafli hjá Akureyringum, þar sem Sveinbjörn skellti í lás og Akureyringar jöfnuðu metin, 12-12. Hafnfirðingar skoruðu ekki í tæpar 5 mínútur, þar til að Ragnar Jóhannsson skoraði og kom þeim í 13-12.

FH-ingar urðu fyrir áfalli eftir 13 mínútur í síðari hálfleik þegar Ólafur nokkur Gústafsson fékk sína þriðju brottvísun og þar með rautt spjald. Á þessum tímapunkti var staðan 13-13 og náðu Akureyringar ekki að nýta sér liðsmuninn, en vörn FH-inga var mjög hreyfanleg og erfið viðureignar. FH-ingar náðu fljótlega 2 marka forystu, 15-13 og 16-14, þrátt fyrir að vera einum færri í dágóðan tíma. Akureyringar voru að gera sig seka um klaufaleg mistök í sókninni og var það Hörður Fannar Sigþórsson sem virtist vera eini maðurinn með fullri meðvitund í sóknarleik þeirra í síðari hálfleik.

Þegar FH-ingar náðu 3 marka forystu, 18-15 og tæpar 7 mínútur eftir tók Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyringa, leikhlé. Atli hefur greinilega lagt línurnar vel því Akureyringar skoruðu strax og fengu svo tækifæri til þess að minnka muninn í 1 mark en Daníel í marki FH varði meistaralega frá Geir Guðmundssyni. Hjalti Pálmarsson kom FH-ingum aftur þremur mörkum yfir af vítalínunni, þegar rúmar 3 mínútur voru eftir af leiknum. Það var síðan Örn Ingi Bjarkarsson sem gulltryggði sigur FH-inga þegar hann kom þeim fjórum mörkum yfir, þegar 2 mínútur voru eftir. Að lokum fór það svo að FH vann 22-17, og eru því komnir í lykilstöðu í einvíginu. Þeir geta sent Akureyringa í sumarfrí þegar liðin mætast á Akureyri í vikunni.

Það var hálf ótrúlegt að Akureyringa skyldu ekki nýta sér liðsmuninn betur, en FH-ingar voru útaf í 16 mínútur í leiknum á meðan Akureyringar hvíldu sig aðeins í fjórar. FH lék oft á tíðum betur, þrátt fyrir að vera einum færri. Þeir leikmenn í Akureyrarliðinu sem höfðu haldið liðinu uppi í undanförnum leikjum voru ekki nægilega góðir í dag, á meðan liðsheildin hjá FH skilaði sigrinum.

Það hefur örugglega farið um Hafnfirðinga þegar Ólafur Gústafsson var sendur snemma í sturtu en þá stigu bara aðrir leikmenn upp og kláruðu dæmið. Það verður því barátta upp á líf og dauða þegar þessi lið mætast á Akureyri í vikunni. Aftur verður að nefna hversu fáir áhorfendur mættu í Kaplakrika í dag, en þetta hefur verið einn sterkasti heimavöllurinn í deildinni í vetur. Það er vonandi að fleiri muni mæta á oddaleik, fari það svo að Akureyringar vinni næsta leik.

Mörk Akureyrar: Geir Guðmundsson 4, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Hörður Fannar Sigþórsson 4, Bjarni Fritzson 2, Guðlaugur Arnarsson 1, Heimir Örn Árnason 1 og Oddur Gretarsson 1.
Í markinu var Sveinbjörn frábær með 18 skot varin.

Mörk FH: Ari Magnús Þorgeirsson 5, Hjalti Þór Pálmason 5, Andri Berg Haraldsson 3, Örn Ingi Bjarkason 3, Ólafur Gústafsson 2, Ragnar Jóhannsson 2, Atli Rúnar Steinþórsson 1 og Þorkell Magnússon 1.
Í markinu varði Daníel Freyr Andrésson 13 skot.

Á sport.is er hægt að skoða myndir frá leiknum.

Tengdar fréttir

Enn einn stórleikur þessara liða í uppsiglingu

22. apríl 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar

Leikur dagsins: FH - Akureyri, leikur 3 sýndur á RÚV

Í dag mætast Akureyri og FH í þriðja sinn í undanúrslitum N1 deildarinnar. Leikurinn fer fram í Kaplakrika, heimavelli FH inga og þarf ekki að efast um að baráttan verður í fyrirrúmi en ljóst er að sigurvegari leiksins verður kominn með vænlega stöðu í einvíginu.

Leikurinn hefst klukkan 15:45 og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Útsendingin á RÚV hefst klukkan 15:30.

Stuðningsmenn Akureyrar á höfuðborgarsvæðinu hafa alltaf verið kröftugir og látið til sín taka á útileikjum. Nú reynir svo sannarlega á þá að mæta í Krikann og styðja við sína menn.

Smelltu hér til að fylgjast með útsendingunni á RÚV.


Nú þarf að skapa heimavallarstemmingu í Kaplakrikanum

21. apríl 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar

Frí sætaferð á sunnudagsleik FH og Akureyrar - panta hér

Svarta áttan stendur fyrir rútuferð á þriðja leik Akureyrar og FH sem fram fer sunnudaginn 22. apríl í Kaplakrika.

Athugið að það er frítt í rútuna og einnig verður pizzuveisla í boði Wilson.

Farið verður frá Íþróttahöllinni klukkan 8:00 á sunnudagsmorgun og heim fljótt eftir leik.

Smelltu hér til að bóka þig í ferðina.


Svarta áttan stendur svo sannarlega með sínum mönnum


Til baka    Senda á Facebook

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson