Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Vængbrotið lið Akureyrar tapaði fyrir Haukum - Akureyri Handboltafélag
Þeir sem ekki komast á leikinn fylgjast að sjálfsögðu með í sjónvarpinu
25. október 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar
Útileikur á laugardaginn, Haukar – Akureyri
Að þessu sinni á Akureyri erfiðan útileik fyrir höndum þegar liðið fer í Hafnarfjörðinn og mætir þar Haukum sem eru á toppi N1 deildarinnar sem stendur. Leikurinn var færður yfir á laugardag og verður þar með í beinni útsendingu hjá RÚV en leikurinn hefst klukkan 15:45.
Haukum var spáð mikilli velgengni fyrir mótið af forráðamönnum liðanna og því má segja að það komi ekki á óvart að þeir vermi toppsætið. Það sem af er mótinu hefur Stefán Sigurmannsson verið þeirra langatkvæðamestur í markaskorun, er kominn með 36 mörk í deildinni. Þar á eftir kemur Árni Steinn Steinþórsson með 20 mörk og skammt á eftir eru Tjörvi Þorgeirsson með 16, Gylfi Gylfason með 13 og línumaðurinn Jón Þorbjörn Jóhannsson með 12. Þá skyldu menn ekki gleyma að markvörður Hauka er Aron Rafn Eðvarðsson sem hefur verið viðloðandi landsliðið upp á síðkastið og var einmitt valinn í landsliðshópinn í gær.
Stefán Rafn, Árni Steinn og Tjörvi
Gylfi, Jón Þorbjörn og Aron Rafn
Haukar styrktu mjög lið sitt fyrir tímabilið og endurheimtu nokkra fyrri liðsmenn erlendis frá (þar með talið Vestmannaeyjum) eins og Elías Má Halldórsson, Gísla Þór Þórisson og Gísla Kristjánsson. Þá fengu þeir stóran og öflugan línumann, Jón Þorbjörn Jóhannsson auk þess sem markvörðurinn Giedrius Morkunas kom í stað Birkis Ívars Guðmundssonar sem lagði skóna á hilluna.
Auk þessara endurheimtu Haukar stórskyttuna Sigurberg Sveinsson sem hefur reyndar verið frá vegna meiðsla en er væntanlegur í slaginn fljótlega.
Þjálfari Haukanna er síðan landsliðsþjálfarinn, Aron Kristjánsson þannig að það er ekki laust við að róðurinn verði þungur fyrir Akureyrarliðið á laugardaginn.
Haukar unnu sannfærandi sigur á Val í síðustu umferð og hafa einungis tapað einu stigi það sem af er en það var einmitt á heimavelli sínum gegn HK.
Við hvetjum alla stuðningsmenn sem eiga þess kost að fjölmenna á leikinn, ekki veitir af að allir leggist á eitt.