Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Slæmt tap gegn Aftureldingu í dag - Akureyri Handboltafélag
13. desember 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar
Leikur dagsins: Afturelding – Akureyri - textalýsing vísis/mbl
Í dag verður leikin síðasta umferð N1-deildarinnar á þessu ári. Akureyri heldur í Mosfellsbæinn og glímir þar við harðskeytta heimamenn sem greinilega ætla sér stóra hluti í kvöld. Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ ákváðu að bjóða öllum frítt á leikinn.
Það má því búast við hörkustemmingu og fjöri á pöllunum á leiknum en stutt er síðan liðin mættust á sama stað í bikarkeppninni og þá var reyndar afar fámennt að Varmá.
Ekki þarf að hafa mörg orð um hvað leikurinn í dag skiptir gríðarlega miklu máli, baráttan í efri hluta deildarinnar er hrikalega hörð og eftir að hafa klúðrað síðasta leik gegn HK má Akureyri ekki við frekari skakkaföllum.
Liðin hafa mæst tvisvar í vetur, Afturelding sigraði andlaust lið Akureyrar hér á heimavelli þann 18. október með fimm mörkum, 23-28. Liðin mættust aftur í Mosfellsbænum í bikarkeppninni þann 12. desember og þar sigraði Akureyri með fimm mörkum 20-25. Það er allavega ljóst að bæði lið vilja kvitta fyrir tapleikina og menn verða að halda einbeitingu allan leiktímann ef ekki á illa að fara.
Því miður virðist leikurinn ekki vera á dagskrá hjá SportTV.is þannig að við fáum ekki beina útsendingu frá þeim. Þar að auki á okkar maður á höfuðborgarsvæðinu ekki möguleika á að vera með textalýsingu í kvöld þannig að heimasíðan verður að treysta á beinar lýsingar annarra fjölmiðla frá leiknum sem hefst klukkan 18:00.