Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Haukar höfðu betur í baráttuleik - Akureyri Handboltafélag
Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Ó Pétursson. Eftirlit Kristján Halldórsson
Umfjöllun
Tengdar fréttir
Ógnarsterkri Haukar koma í Höllina í dag
4. febrúar 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar
Leikur dagsins: Akureyri – Haukar frítt í Höllina
Þá er komið að fyrsta leik meistaraflokks Akureyrar eftir vetrarfríið. Landsliðsþjálfarinn, Aron Kristjánsson mætir í Höllina með lið sitt, Hauka sem ekki hafa tapað leik á tímabilinu. Leikmannahópur Hauka er gríðarlega öflugur, sambland af ungum strákum sem eru ekki lengur bara efnilegir heldur orðnir alvöru leikmenn ásamt reynsluboltum sem hafa lengi verið að.
Akureyraliðið hefur endurheimt Hörð Fannar Sigþórsson í leikmannahópinn og verður gaman að sjá hann á fjölum Hallarinnar á ný.
Vodafone býður öllum í Höllina þannig að enginn ætti að láta þennan stórleik fram hjá sér fara, leikurinn hefst klukkan 19:00.
Glæsilegt boð hjá Vodafone
29. janúar 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar
Algjör handboltaveisla mánudaginn 4. feb
Nú styttist í að handboltavertíðin fari í gang á nýjan leik eftir langt hlé. Það er heldur enginn smáleikur sem við fáum, Haukar, topplið deildarinnar koma í Höllina en sem kunnugt er þá hafa Haukar einungis tapað einu stigi það sem af er deildarkeppninnar. Undanfarin ár hafa leikir liðanna hér í Höllinni verið æsispennandi, Akureyrarliðið vann með einu marki í fyrra, vorið 2011 lauk leik liðanna með jafntefli.
Hörður Fannar skoraði sigurmarkið gegn Haukum í fyrra
Með troðfulla Höll ætti að vera tryggt að stemmingin verður stórkostleg. Vodafone leggur sitt að mörkum og býður öllum sem vilja á leikinn. Þetta er tækifæri sem enginn getur látið fram hjá sér fara, boð á toppleikinn í deildinni þar sem liðin í 1. og 3. sæti deildarinnar mætast.
Akureyringar hafa sérstaka ástæðu til að fagna heimkomu Harðar Fannars Sigþórssonar en þetta verður fyrsti heimaleikur hans með liðinu á þessu tímabili. Eins og fram kemur í annarri frétt hefur liðið einnig endurheimt Jón Heiðar Sigurðsson og Halldór Tryggvason þannig að leikmannahópurinn stækkar og styrkist.
Takið frá mánudagskvöldið 4. febrúar og fjölmennið í Höllina í boði Vodafone!