Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Valsmenn innbyrtu sigur á Akureyri - Akureyri Handboltafélag
Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Eftirlitsmaður Kristján Halldórsson
Umfjöllun
Tengdar fréttir
Spurning hvort Bergvin verður með í dag
14. mars 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar
Leikur dagsins: Akureyri - Valur - útsendingar
Við kynntum lið Valsmanna þegar þeir komu hingað norður þann 8. nóvember í vetur þar sem þeir fóru heim með bæði stigin. Síðan hefur mikið gengið á og Valsliðið tekið töluverðum breytingum, bæði leikmannahópurinn og ekki síst þjálfarateymið. Við höfum áður minnst á að Valsmenn sögðu Patreki Jóhannessyni þjálfara upp, einmitt eftir jafnteflisleik Vals og Akureyrar fyrir rúmum mánuði síðan. Í hans stað tók aðstoðarþjálfarinn, Heimir Ríkarðsson við og honum til aðstoðar er enginn annar en Þorbjörn Jensson, fyrrum landsliðsþjálfari.
Þess má geta að Þorbjörn lék á sínum fyrstu meistaraflokksárum hér á Akureyri með Þór, síðast tímabilið 1974-75 en þá gekk hann einmitt til liðs við Val.
Valsmenn fengu nýja og öfluga leikmenn til liðs við sig í janúar, þar má nefna serbnesku skyttuna Nikola Dokic, línumaðurinn sterki, Orri Freyr Gíslason sneri heim frá Danmörku og sonur Þorbjörns þjálfara, Fannar Örn Þorbjörnsson gekk til liðs við Valsmenn.
Hreinn og Guðmundur búnir að stöðva Nikola Dokic
Þegar skoðaðir eru fimm síðustu leikir Valsmanna er Finnur Ingi Stefánsson markahæstur með 24 mörk, þar af 7 í jafnteflisleiknum gegn Akureyri, Nikola Dokic er með 18, einnig 7 gegn Akureyri. Orri Freyr Gíslason 17, (hann fékk reyndar rautt spjald á upphafsmínútum síðasta leiks), Valdimar Fannar Þórsson 15 og síðan eru þeir Sveinn Aron Sveinsson og Þorgrímur Smári Ólafsson jafnir með 13 mörk hvor.
Lukkan hefur ekki verið með Valsmönnum í undanförnum leikjum sem hafa verið ótrúlega spennandi. Af síðustu sex leikjum Valsmanna lauk 2 með jafntefli, þrír töpuðust með 1 marki og einum leik töpuðu þeir með 2 mörkum.
Liðin hafa mæst tvisvar í vetur, fyrri leikinn vann Valur og sá seinni endaði með jafntefli þannig að Akureyri þarf að taka á öllu sínu til að rétta sinn hlut í leiknum í kvöld.
Lífið heldur áfram í handboltanum og næsta verkefni Akureyrarliðsins er að kljást við Valsmenn í Íþróttahöllinni á fimmtudaginn klukkan 19:00.
Þetta er að öllum líkindum næstsíðasti heimaleikur Akureyrarliðsins á þessu tímabili þannig að það er um að gera að drífa sig í Höllina og vera með í baráttunni.
Leikurinn er gríðarlega mikilvægur báðum liðum, nú þegar þrjár umferðir eru eftir getur Akureyri ennþá fallið en með sigri slítur Akureyri sig endanlega frá fallsæti en Valsmenn sem eru neðstir í deildinni þurfa sigur til að eiga möguleika á að halda sæti sínu. Það er því ljóst að bæði lið munu berjast til síðasta manns fyrir stigunum í leiknum.
Valsmenn gerðu góða ferð hingað fyrr í vetur og unnu þá fjögurra marka sigur á Akureyri en liðin gerðu síðan jafntefli í Vodafone höllinni. Valsmenn hafa því betur í innbyrðis leikjum liðanna í vetur.
Bjarni Fritzson og Valdimar Þórsson í leik liðanna fyrr í vetur
Valsmenn sögðu Patreki Jóhannessyni upp sem þjálfara liðsins en Heimir Ríkarðsson, fyrrum aðstoðarþjálfari tók við og honum til aðstoðar er komin Þorbjörn Jensson, fyrrum þjálfari landsliðsins og raunar Vals liðsins einnig.
Við hvetjum fólk til að fjölmenna á völlinn og tryggja Akureyri áframhaldandi veru í efstu deild.