Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Kristján Halldórsson eftirlitsdómari
Umfjöllun
Tengdar fréttir
Leikir liðanna í Höllinni hafa alltaf verið baráttuleikir
7. febrúar 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar
Sunnudagsleikurinn: Akureyri – Valur í bikarnum
Það er enginn smáleikur sem verður boðið uppá í Íþróttahöllinni á sunnudaginn, bikarleikur gegn toppliði Olís-deildarinnar, Val. Það þarf varla að kynna Valsliðið fyrir handboltaáhugamönnum á Akureyri en liðin mættust í hörkuleik í Höllinni fyrr í vetur þar sem Valur fór að lokum með þriggja marka sigur, 27-30.
Í þeim leik fóru Akureyrarfrændurnir Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson fyrir Valsmönnum líkt og þeir hafa svo oft gert undanfarin tvö ár eftir að þeir gengu til liðs við Hlíðarendaliðið.
Frændur Guðmundur og Geir
Í síðasta leik völtuðu Valsmenn yfir Framara þannig að þeir verða örugglega erfiðir viðureignar. Hlynur Morthens markvörður er kominn í leikmannahóp Valsmanna eftir meiðsli en hann hefur oftar en ekki farið á kostum hér í Höllinni.
Akureyrarliðið átti marga flotta spretti í jafnteflisleiknum gegn hinu toppliðinu, ÍR á fimmtudagskvöldið þannig að heimamenn munu selja sig dýrt á sunnudaginn. Enda er jafntefli ekki í boði í bikarleik og verður barist til þrautar til að fá sigurvegara.
Þó ótrúlegt megi virðast þá hafa Akureyri og Valur aðeins mæst einu sinni áður í bikarkeppninn en það var í sjálfum bikarúrslitaleiknum árið 2011. Þá var Akureyri á toppi deildarinnar en Valsmenn í ströggli í deildinni en eins og svo oft hefur komið í ljós þá segir staðan í deildinni ekki allt í bikarleikjum því Valur fór með sigur þá eftir mikla dramatík og spurninging því hvað gerist í ár?
Við minnum á að stuðningsmannaskírteinin gilda ekki á bikarleiki, allir þurfa að greiða aðgangseyrinn, 1.500 kr fyrir fullorðna en frítt er fyrir 15 ára og yngri.
Því miður höfum við ekki tök á að vera með textalýsingu frá leiknum og bendum því þeim sem ekki komast í Höllina á að fylgjast með lýsingu á mbl.is eða visir.is að þessu sinni.
Bergvin allur að koma til eftir meiðslin
7. febrúar 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar
Bergvin Þór Gíslason í nærmynd hjá Akureyri.net
Í tilefni stórleiks Akureyrar og Vals í bikarnum á morgun kynnir Þorleifur Ananíasson einn leikmann Akureyrar á vefnum akureyri.net. Að þessu sinni er það Bergvin Þór Gíslason og fer kynningin hér á eftir:
Í tilefni stórleiks Akureyri og Vals í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar sem verður leikinn í Íþróttahöllinni á Akureyri kl. 16.00 á sunnudaginn kynnum við til leiks Bergvin Þór Gíslason. Beggi er að komast á skrið að nýju eftir um tveggja ára ítrekuð og alvarleg meiðsli á öxl. Fyrir meiðslin blasti við honum björt framtíð í handboltanum og var hann af flestum talinn einn efnilegasti handboltamaður landsins. Beggi er gríðarlega tekniskur leikmaður og kraftmikill, góður bæði í vörn og sókn og getur leikið í flestum stöðum á vellinum. Verkefni hans og félaga hjá Akureyri verður þó ærið á sunnudaginn gegn besta liði Íslands um þessar mundir, en sigurverðlaunin í þeim leik ekki af verri endanum. Sæti í síðustu fjórum í bikarhelgi í Laugardalshöllinni síðar í vetur þar sem leikið verður til úrslita í bikarnum. Vonandi gengur Begga og félögum allt í haginn á sunnudaginn og vonandi kemst hann aftur á það skrið sem hann var á fyrir meiðslin og kemst þangað sem stefndi, í Íslenska landsliðið í handbolta.
Fullt nafn: Bergvin Þór Gíslason
F.d. mán ár: 30.07.91
Prenthæft gælunafn: Beggi.
Með hvaða félögum hefur þú leikið: Akureyri.
Hefur þú leikið í landsliði: Nei.
Hver er þín besta staða á vellinum: v-Skytta/horn.
Hver er/var fyrirmynd þín í handbolta: Jackson Richardson.
Uppáhaldsíþrótt önnur en handbolti: Fótbolti og NBA.
Hjátrú fyrir leiki: Engin hjátrú.
Besti samherji sem þú hefur leikið með: Er búinn að spila við hlið Valþórs upp alla yngri flokka og alveg upp í mfl, mjög góður samherji. Það er einnig þægilegt að spila með Heimi Árna. Annars er Jón Heiðar alger meistari líka.
Erfiðasti andstæðingur sem þú hefur leikið gegn: Erfitt gera upp á milli.
Eitthvað að lokum (hvað sem er): #StriveForGreatness!
Bergvin Þór Gíslason í góðu færi í leiknum gegn ÍR á fimmtudaginn
Heimir fær að mæta Valsmönnum aftur
7. febrúar 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar
Þegar Akureyri og Valur mættust í Bikarnum
Akureyri og Valur mætast á morgun í 8-liða úrslitum Coca-Cola Bikarsins. Leikurinn hefst klukkan 16:00 í Höllinni og við hvetjum alla til að mæta enda stórleikur. Gríðarlega mikið er í húfi enda sæti í undanúrslitum í boði á meðan liðið sem tapar fellur úr leik.
Liðin hafa aðeins einu sinni áður mæst í Bikarkeppninni en það var árið 2011 í sjálfum úrslitaleiknum. Eftir ótrúlega baráttu stóðu Valsmenn uppi sem sigurvegarar en hér má sjá frétt Stöðvar 2 um leikinn.