Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Svekkjandi tap í Mosó með óbragð í munni - Akureyri Handboltafélag
Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson, og Hafsteinn Ingibergsson
Umfjöllun
Tengdar fréttir
Kristjáni var ekki hlátur í hug frekar en öðrum eftir leikinn
16. febrúar 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar
Umsagnir eftir sunnudagsleikinn við Aftureldingu?
Það er óhætt að segja að Akureyringar voru hrikalega ósáttir við að fara tómhentir úr Mosfellsbænum á sunnudaginn eftir hörkugóðan handboltaleik. Það er ekki oft sem við vogum okkur að fara orðum um störf dómara en það virðist býsna samhljóða álit þeirra sem fylgdust með leiknum að dómaraparið hafi átt afleitan kafla á síðustu mínútum leiksins. Sú skoðun endurspeglast í viðtölunum hér á eftir og fleirum sem voru viðstaddir leikinn.
Byrjum á viðtölum Ingva Þórs Sæmundssonar sem birtust á visir.is.
Kristján Orri: Mikil framför frá síðasta leik
Kristján Orri Jóhannsson, hægri hornamaður Akureyrar, var súr í broti eftir tapið gegn Aftureldingu í dag. „Þetta er ógeðslegt. Þetta er grátlegt. Mér fannst við eiga allavega eitt stig skilið út úr þessum leik. En svona er boltinn, hann er stundum ósanngjarn,“ sagði Kristján sem skoraði fjögur mörk úr fimm skotum í dag.
Þrátt fyrir vonda niðurstöðu spilaði Akureyri mun betur en í leiknum gegn Aftureldingu á fimmtudaginn þar sem liðið tapaði með fimm mörkum, 22-17. Kristján sá marga ljósa punkta í leik Norðanmanna í dag. „Þetta var mikil framför frá síðasta leik og það er mjög jákvætt. Mér fannst ekki koma langur lélegur kafli eins og hefur komið í síðustu þremur leikjum. Grimmdin og áræðnin var til staðar allan tímann, sem er mjög gott, og með því áframhaldi munum við ná hala inn einhver stig,“ sagði Kristján sem var ánægður með sóknarleik Akureyrar í dag.
„Sóknarleikurinn kom vel út og við getum byggt á því. Það var bara eitt mark sem skildi liðin að og það er erfitt að finna hvaða atriði urðu þess valdandi að við töpuðum,“ sagði Kristján að lokum.
Kristján Orri í leiknum. Mynd: Stefán/visir.is
Örn Ingi: Erum með tvo frábæra markmenn
Örn Ingi Bjarkason átti frábæran leik þegar Afturelding bar sigurorð af Akureyri, 27-26, í miklum spennuleik í N1-höllinni í dag. Leikstjórnandinn skoraði tíu mörk í leiknum og átta mörk í leiknum gegn Norðanmönnum á fimmtudaginn. Það er því eðlilegt að spyrja hvort Örn vilji ekki spila við Akureyri í hverri einustu umferð? „Jú, þetta gengur vel hjá liðinu og gengur vel hjá mér. Mér líður mjög vel,“ sagði hann og hló.
„Þeir eru með hörkuvörn og það var gaman að geta gert eitthvað af viti í þessum leikjum,“ sagði Örn en Mosfellingar voru lengi í gang í dag og lentu tvívegis fimm mörkum undir í fyrri hálfleik. „Við vorum mjög slakir í byrjun leiks og vorum bara ekki vaknaðir. Við virkuðum þungir og áhugalausir en náðum svo að koma varnarleiknum í lag og halda þeim í fáum mörkum. Við það fengum við sjálfstraust í sóknarleiknum og svo kom þetta koll af kolli,“ sagði leikstjórnandinn knái sem bar lof á markvörðinn Pálmar Pétursson sem varði vel eftir að hann kom inn á í fyrri hálfleik. „Við erum með tvo frábæra markmenn og þeir skipta sköpum í nánast hverjum leik.“
Myndband af lokamínútu leiksins
Eins og kom fram í inngangi þótti mönnum margt orka tvímælis hjá dómurum leiksins á síðustu fimm mínútum leiksins. Því miður höfum við ekki aðgang að upptöku frá þeim tíma en vefurinn fimmeinn.is hefur þó birt myndband af lokamínútu leiksins (þar á meðal er reyndar leikhlé sem Akureyri tók). Í upphafi sést einmitt afar umdeilt atvik þar sem Aftureldingu er dæmdur boltinn eftir frákast sem færir þeim síðan sigurmarkið í leiknum:
Á fimmeinn.is eru þó nokkur viðtöl við leikmenn og þjálfara liðanna, byrjum á viðtali við Ingimund Ingimundarson:
Ingimundur: Ég skora á dómarana að skoða lokin á leiknum
Ingimundur Ingimundarsson leikmaður Akureyrar átti góðan leik í dag á móti Aftureldingu og var ósáttur eftir eins marks tap. Leikur liðsins sagði hannn líklega það besta sem liðið hefði sýnt eftir áramót. Ingimundi fannst halla á Akureyrar liðið í dómgæslu undir lokin og skorar á dómara leiksins að skoða síðustu mínútur leiksins.
Atl Hilmarsso: Leiðinlegt að svona frammistaða skili ekki stigi
Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar sagði liðið hafa átt skilið allavega eitt stig úr þessum leik, liðið hefðu sýnt mikla baráttu allan tímann og sárt að hafa ekki tekið neitt með sér heim. hann sagðist ekki vera vanur að tala um dómara í leikjum, en síðustu 5 mínúturnar hefðu fallið með heimamönum.
Kristján Orri: Langar helst bara að fara að gráta
Hornamaðurinn knái Kristján Orri sagðis helst vilja bresta í grát eftir eins marks tap á móti Aftureldingu í dag. Hann vildi lítið tala um dómana undir lok leiks og sagðist ekkert ætla að falla í gildrur fréttaritara þegar hann var spurður um hvort dómararnir hefðu tekið stig af þeim.
Örn Ingi: Við erum nýliðarnir í þessu móti
Örn Ingi sagðist sáttur með tvö stig í dag. Liðið er nú komið að hlið Vals á toppnum og sagðist Örn ekkert vita hvort Valsmenn myndu misstíga ig á næstunni, hann sagði deilsina geta spilast allavega og öll lið gætu sigrað alla.
Einar Andri: Vorum heppnir að ná í sigur í dag
Einar Andri þjálfari Aftureldingar var sáttur með 2 stig eftir sigurinn á móti Akureyri, en hann sagði liðið ekki hafa verið almennilega klárir í leikinn í upphafi.
Á sport.is ræddi Þorsteinn Haukur Harðarson við þjálfarana Atla Hilmarsson og Einar Andra Einarsson
Atli Hilmarsson: Fannst halla á okkur í dómgæslunni
Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyringa, var svekktur með tapið gegn Aftureldingu í kvöld en sagðist þó stoltur af liðinu sínu eftir frammistöðuna. Þá segist Atli óánægður með dómgæsluna í leiknum en vildi þó ekki tjá sig mikið um það.
Einar Andri: Ánægður með sigurinn en ekki spilamennskuna
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með sigurinn gegn Akureyri í kvöld en þetta var í annað sinn á fjórum dögum sem liðin mættust. Einar var þó ekkert sérstaklega sáttur við spilamennsku liðsins þrátt fyrir sigurinn.
Loks skoðum við viðtöl Péturs Hreinssonar sem birtust á mbl.is. En líkt og aðrir þá ræddi hann við Ingimund og Örn Inga:
Ingimundur: Við erum í basli
„Við gáfum allt sem við áttum í þennan leik, sem hefur kannski vantað í síðustu leikjum. Við tökum það með okkur en vissulega er mjög súrt að tap hérna með einu marki, en þetta var bara hörkuleikur“ sagði Ingimundur Ingimundarson leikmaður Akureyrar sem tapaði naumlega fyrir Aftureldingu 27:26 í Olís-deild karla.
Akureyringar spiluðu vel og voru yfir stærstan hluta leiksins en spilamennska norðanmanna var talsvert betri en þeir sýndu á fimmtudag gegn Aftureldingu. „Það var meiri kraftur í okkur og áræðni og stemning sem hefur vantað í leikinn hjá okkur eftir áramót og við fengum það í dag. Það er fúlt að taka ekki tvö stig norður,“ sagði Ingimundur sem var í stóru hlutverki í sóknarleik liðsins og skoraði fimm mörk.
„Við erum í basli, og það er bara gamla tuggan, maður kemur í manns stað. Þetta hefur ekki beint verið mitt hlutverk en ég þurfti að taka það á mig í dag og það gekk allt í lagi,“ sagði Ingimundur en nánar er rætt við hann í myndskeiðinu hér að neðan.
Örn Ingi: Ljúft að taka þetta
Örn Ingi Bjarkason fyrirliði Aftureldingar dró vagninn hjá liðinu í dag en hann skoraði 10 mörk í sætum sigri Aftureldingar á liði Akureyrar í Olísdeild karla í handknattleik en lokatölur urðu 27:26 fyrir Aftureldingu sem skoraði sigurmarkið þegar 30 sekúndur voru eftir. „Mjög svo, við vorum undir mestmegnis af leiknum en góður karakter skilaði tveimur stigum í hús hér á heimavelli, eins og það á að vera. Við erum með frábæra stemningu og frábæran sal.“ sagði Örn Ingi.
Það gekk erfiðlega hjá Mosfellingum í fyrri hálfleik og Akureyri náði meðal annars fimm marka forystu. „Við vorum hikstandi og virkuðum frekar þungir. Um leið og við náðum upp okkar aðalsmerki þá fór þetta í gang. Þar af leiðandi fáum við sjálfstraust í vörn sem sókn. En þessi góði varnarleikur skilaði okkur hægt og bítandi aftur inn í leikinn. Við erum mjög ánægður með að klára þennan leik, þetta var erfiður leikur, hann var þungur og þeir börðust eins og ljón og við líka en við uppskárum eins og við sáðum, og það var ótrúlega ljúft að taka þetta,“ sagði Örn Ingi en sjá má viðtalið við Örn hér að neðan.
Tomas átti stórleik síðast þegar liðin mættust
15. febrúar 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar
Leikur dagsins: Afturelding - Akureyri í textalýsingu
Akureyri og Afturelding mætast öðru sinni í Olís-deildinni á fjórum dögum í Mosfellsbænum. Vonandi ná strákarnir að bæta fyrir tapið á fimmtudaginn og hvetjum við alla stuðningsmenn á höfuðborgarsvæðinu til að mæta í Mosfellsbæinn og styðja strákana klukkan 16:00 í dag.
Fyrir þá sem ekki komast bendum við á að leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á heimasíðunni.