Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Dramatískt jafntefli í Eyjum - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2015-16

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Myndband frá leiknum      Tölfræði leiksins 
    ÍBV - Akureyri  21-21 (9-12)
Olís deild karla
Vestmannaeyjar
Mið. 9. des. 2015 klukkan: 18:00
Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson
Umfjöllun

Kristján Orri og Tomas voru í sviðsljósinu í kvöld



9. desember 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Dramatískt jafntefli í Eyjum

Það var vægast sagt sveiflukenndur leikur sem Akureyri og ÍBV buðu upp á í Eyjum í kvöld. Framan af leik var allt í járnum, liðin skiptust á að hafa forystuna upp í stöðuna 5-5. Þá tók Akureyri yfir og staðan skyndilega orðin 5-10. Eyjamenn komust ekkert áfram gegn sterkri vörn og frábærri markvörslu Tomasar sem stóð vaktina með sóma í fjarveru Hreiðars Levý.

Smelltu hér til að sjá myndband frá leiknum.

Eyjamenn klóruðu í bakkann en máttu sjá á eftir línutröllinu Kára Kristjánssyni útaf með beint rautt spjald fyrir að fara harkalega í andlit Ingimundar í sókninni. Staðan í hálfleik 9-12 fyrir Akureyri.
Í fyrri hálfleiknum skoraði Kristján Orri Jóhannsson 5 mörk, Bergvin 3, Halldór Logi 2 og Sigþór Árni 2. Tomas var frábær með 12 varin skot og þar af eitt vítakast.

Seinni hálfleikurinn hófst með flugeldasýningu Akureyringa sem náðu sjö marka forskoti 10-17 eftir rúmlega tíu mínútna leik í seinni hálfleiknum. Eyjamenn sem ekki höfðu litið vel út komu til baka í kjölfarið og hægt og bítandi unnu þeir upp forskotið. Þegar um sjö mínútur voru til leiksloka náðu þeir að jafna leikinn í 20-20 og komust raunar yfir 21-20.

Sigþór Árni Heimisson jafnaði strax í næstu sókn og enn rúmar fimm mínútur eftir af leiknum. Þessar lokamínútur reyndust síðan eign markvarðanna, Akureyri fékk reyndar kjörið tækifæri til að innbyrða sigurinn þegar Sigþór Árni vann vítakast þegar 30 sekúndur voru til leiksloka. Andri Snær fór á vítapunktinn en Stephen Nielsen markvörður Eyjamanna kórónaði sinn leik með því að verja vítið. Eyjamenn fengu í kjölfarið síðustu sókn leiksins en tókst ekki að nýta hana og jafntefli 21-21 því niðurstaðan.

Vissulega svekkjandi að missa niður sjö marka forystu á lokahlutanum en stig í Eyjum er þó alltaf stig og við að sjálfsögðu þiggjum það.

Mörk Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 7, Bergvin Þór Gíslason 5, Sigþór Árni Heimisson 4, Halldór Logi Árnason 2, Brynjar Hólm Grétarsson 1, Heiðar Þór Aðalsteinsson 1 og Hörður Másson 1.
Tomas Olason stóð í markinu allan tímann og varði 20 skot, þar af 1 víti.

Mörk IBV: Grétar Þór Eyþórsson 5, Magnús Stefánsson 4, Andri Heimir Friðriksson 3, Dagur Arnarsson 3, Einar Sverrisson 2, Hákon Daði Styrmisson 2, Brynjar Karl Óskarsson 1 og Nökkvi Dan Elliðason 1.
Stephen Nielsen varði líkt og Tomas, 20 skot og þar af 1 víti.

Næsti leikur Akureyrar er á laugardaginn þegar liðið mætir Gróttu á Seltjarnarnesi en liðin eru nú jöfn að stigum í 6. og 7. sætinu. Síðasti leikur ársins verður svo heimaleikur gegn ÍBV fimmtudaginn 17. desember.

Tengdar fréttir

Sverre hefði að sjálfsögðu viljað taka bæði stigin með sér heim

11. desember 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Viðtöl eftir leikinn í Vestmannaeyjum

Eftir alla dramatíkina í leik ÍBV og Akureyrar á þriðjudagskvöldið ræddu blaðamenn við þjálfara liðanna sem voru ekki alltof sáttir með niðurstöðuna. Sverre skiljanlega svekktur með að missa afar vænlega stöðu niður í jafntefli og Arnar Pétursson ósáttur með spilamennsku sinna manna lengst af í leiknum.

Baldur Haraldsson fréttamaður mbl ræddi við þjálfarana og eru viðtölin í heild í vídeóspilurunum fyrir neðan.

Sverre: Þetta er grátleg niðurstaða

„Ég segi eitt stig tapað en miðað við hvernig síðasta sóknin var þá er þetta eitt stig unnið“- sagði Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyringa eftir jafntefli við ÍBV, 21:21 í Eyjum í kvöld. Þetta var frestaður leikur leikur úr 9. umferð Olísdeildar karla.

Í stöðunni 10:17 leit út fyrir að Akureyringar ættu þægilegar 15 mínútur eftir og tækju tvö stig með sér norður.
„Þá missum við haus og hann (Stephen Nielsen) ver líka svaka vel í lokin. Við erum að fá færi svosem, jafnvel mjög góð færi hjá leikmönnum sem hafa venjulega sett þessa bolta inn.Svo er þetta óskynsemi en þetta er bara einn af þessum leikjum. Þetta er grátlegt,“ sagði Sverre við mbl.is eftir leik.

Arnar Pétursson: Spurning hvort við séum betri en þetta

Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna langt frá því að vera sáttur þegar mbl.is náði tali af honum eftir leikinn.
Eyjamenn voru langt frá sínu besta fyrstu 40 mínútur leiksins og benti ekkert til þess að þeir tækju eitt stig úr leiknum. Þeir fóru hins vegar í gang og spiluðu vel síðustu 20 mínútur leiksins.
„Við vorum bara lélegir. Það verður að segjast eins og er að ákveðnir lykilmenn skiluðu sér ekki inn í leikinn og við þurfum að finna eitthvað út úr því og fá meira út úr þessum mönnum.“ sagði Arnar við mbl.is eftir leik.

„Seinustu 15 mínúturnar þá kemur ákveðin gredda í þetta. Ungir strákar eins og Hákon og Nökkvi Dan koma inn og bæta í gredduna sem að Grétar er með og þeir draga vagninn sóknarlega. Svo höfum við Binna, Magga og Stephen varnarlega sem að voru frábærir undir lokin,“ sagði Arnar.



Guðmundur Tómas Sigfússon ræddi við sömu aðila fyrir visir.is

Sverre: Sverre: Stephen býr yfir þessum gæðum

„Ég segi eitt stig tapað en miðað við hvernig síðasta sóknin var, þá er þetta eitt stig unnið,“ sagði Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, eftir jafntefli gegn ÍBV úti í Eyjum.

„Við vorum komnir í kjörstöðu í seinni hálfleik og hefðum átt að gera betur en er samt ánægður með stigið þó ég sé ósáttur með leikinn.“

Akureyri var sjö mörkum yfir í stöðunni 10-17, hvað gerist rétt eftir það?
„Þá missum við haus, hann ver líka svaka vel í lokin. Við erum að fá mjög góð færi, leikmenn sem setja þessa bolta venjulega inn. Þetta er líka óskynsemi og einn af þessum leikjum.“

Tomas Olason tók marga mikilvæga bolta í marki Akureyrar og samtals tuttugu vörslur hjá honum í dag.
„Tomas var flottur og okkar besti maður heilt yfir. Markverðirnir voru nokkurn veginn á pari, en eins og þú segir, þegar maður er kominn í 17-10 stöðu, þá viljum við vinna.“

„Við hendum boltanum í hendurnar á þeim tvisvar þegar menn koma inn af bekknum, þetta kostar allt. Þessi litlu atriði brutu okkur hægt og rólega niður, á venjulegum degi er maður sáttur með stig úti í Eyjum en ekki á þessum degi.“

Stephen Nielsen varði sjö skot á síðustu fimm mínútum leiksins, voru menn stressaðir í færunum?
„Hann býr yfir þessum gæðum og þessir leikmenn hefðu á venjulegum degi sett allavega þrjá eða fjóra inn, færin voru svo góð. Markmenn geta stundum breytt gangi leikja og hann gerði það hér í dag fyrir þá.“

„Ég sá þetta ekki, þeir hljóta að hafa séð eitthvað sem veldur því að hann verðskuldi þetta en Kári er drengur góður og ég trúi ekki að hann hafi gert þetta viljandi,“ sagði Sverre um atvikið þegar Kári Kristján sá rautt.

Arnar Pétursson: Grétar er mikilvægasti leikmaður deildarinnar

„Þetta er sitt lítið af hvoru, hefðum klárlega viljað taka tvö stig á heimavelli en sættum okkur úr því sem komið var,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, aðspurður því hvort að stigið væri eitt stig tapað eða eitt stig unnið.

Eyjamenn voru 10-17 undir eftir fjörtíu mínútna leik, hvað gerist á þessum fjörtíu mínútum hjá ÍBV?
„Fyrstu fjörtíu erum við lélegir, við erum ragir. Það verður að segjast eins og er, ákveðnir lykilmenn sem að skila sér ekki inn í leikinn. Við þurfum að finna eitthvað út úr því og fá meira út úr þessum mönnum.

Síðustu fimmtán mínúturnar kemur ákveðin gredda í þetta. Ungir strákar, Nökkvi Dan og Hákon (Daði), koma inn og bæta í gredduna sem Grétar er með. Þeir draga aðeins vagninn sóknarlega.
Svo höfðum við Binna (Brynjar Karl, Magga og Stephen varnarlega sem voru frábærir.“

Markverðir liðanna verja tíu skot á síðustu fimm mínútunum, var þetta stress í sóknarmönnum liðanna?
„Eru þetta ekki bara góðir markmenn, er það ekki málið? Þetta eru flottir markmenn í báðum liðum sem að eiga að verja. Það er samt ákveðið stress í mönnum, menn örvænta þegar punktasöfnunin er eins lítil og hún er.“

Er krísa í Eyjum? Liðið er ekki búið að vinna einn leik af síðustu níu.
„Það er ekki krísa í gangi, það er bara spurning hvort við séum betri en þetta, í alvöru. Okkur var spáð góðum hlutum í vetur og áttum að ná ágætis árangri. Við erum í þeirri spá með Tedda, Nemanja og Sindra Haraldsson.
Okkur munar klárlega um þá, ég væri alveg til í að vera með þá í öllum þessum leikjum. Ég er nokkuð viss um að þá væri þetta aðeins öðruvísi.“

Stephen varði tuttugu bolta í marki ÍBV í dag, átti hann stærsta þáttinn í þessum sigri?
„Stephen átti klárlega stóran þátt, eins og ég talaði um áðan vorum við líka með Binna og Magga með ákveðið líf inn í varnarleikinn en þeir voru frábærir. Karakterinn í Grétari og leiðtoginn í honum sem skipti sköpum.
Ég fer ekkert ofan af því að Grétar Þór Eyþórsson er mikilvægasti leikmaður deildarinnar, leikmaður sem hvert lið þarf að hafa. Við þyrftum aðeins meira af þessu,“ sagði Arnar að lokum.

Á vefnum fimmeinn.is eru í raun sömu vídeóviðtölin við þá Sverre og Arnar og eru hér að ofan sjónarhorn myndavélarinnar þó örlítið annað.


Við þökkum Eyjamönnum fyrir flotta þjónustu

9. desember 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Leikur dagsins: ÍBV – Akureyri í beinni á netinu

Okkar menn eru mættir til Eyja þannig að margfrestaður leikur ÍBV og Akureyrar fer loks fram í dag í Eyjum. Leikurinn er settur á klukkan 18:00 í dag. Við höfum fengið staðfest frá Eyjamönnum að þeir muni sýna leikinn beint á netinu sem er glæsilegt framtak hjá Eyjamönnum.

Smelltu hér til að fylgjast með útsendingunni hún ætti að byrja skömmu fyrir klukkan 18:00.


Magnús Stefánsson er fyrirliði Eyjamanna



HSÍ ákvað að fresta báðum leikjum mánudagsins

8. desember 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Leiknum gegn ÍBV frestað til miðvikudags

Leikur ÍBV og Akureyrar sem átti upphaflega að fara fram á mánudagskvöldið hefur öðru sinni verið færður og er nú settur á miðvikudaginn 9. desember. HSÍ gaf það út á mánudaginn að leiknum yrði frestað til þriðjudagsins en nú hefur verið ákveðið að leikurinn verði á miðvikudaginn, væntanlega klukkan 18:00 eins og upphaflega stóð til.

Í tilkynningu frá HSÍ sem send var út á mánudaginn kom eftirfarandi fram:

„Í ljósi þess hve slæm veðurspáin er fyrir seinni hluta dagsins í dag og með hliðsjón af tilkynningu frá Almannavörnum þá hefur mótanefnd HSÍ ákveðið að fresta öllum leikjum sem fram áttu að fara í kvöld.

Leikur ÍBV og Akureyrar annars vegar og leikur Hauka og FH hins vegar í Olís deild karla verða leiknir þriðjudaginn 8.desember á sömu tímum.“

Það skal sem sé ítrekað að leik ÍBV og Akureyrar hefur nú verið frestað til miðvikudagsins 9. desember.


Vestmannaeyingar eru erfiðir heim að sækja



6. desember 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Útileikur í Eyjum á miðvikudaginn

Athugið að leikurinn hefur verið færður yfir á miðvikudaginn 9. desember
Akureyri mætir til Vestmannaeyja á mánudaginn og mætir þar bikarmeisturum ÍBV í frestuðum leik. Liðin eru á svipuðum slóðum í deildinni en aðeins einu stigi munar á liðunum fyrir leikinn. Akureyri getur því farið upp fyrir ÍBV með sigri en Eyjapeyjarnir eru erfiðir heim að sækja.

Liðin hafa ekki mæst á þessari leiktíð enda var leiknum frestað á sínum tíma vegna Evrópuverkefna Eyjaliðsins. ÍBV komst áfram í þriðju umferð keppninnar en tapaði þar gegn sterku liði Benfica frá Portúgal en báðir leikirnir voru leiknir úti.

Síðasti leikur liðanna var því á síðustu leiktíð og þá vann Akureyri góðan heimasigur 25-19 í Höllinni þann 21. mars.


Svipmyndir frá síðasta leik liðanna sem Akureyri sigraði 25-19

Vestmannaeyingar hafa verið í nokkrum meiðslavandræðum hingað til í vetur og hafa því ekki sótt jafn mörg stig eins og flestir bjuggust við en liðið hefur einungis unnið einn af síðustu sex leikjum sínum.

Hér má svo sjá stöðuna í deildinni:
Staðan í deildarkeppni karla
Nr. FélagLeikir  U  J  TMörkHlutfallStig-
1.  Haukar151302405 : 3139226:4
2.  Valur161204407 : 3674024:8
3.  Fram16916381 : 3701119:13
4.  Afturelding15717346 : 343315:15
5.  ÍBV14707361 : 352914:14
6.  Grótta16709400 : 413-1314:18
7.  Akureyri15618360 : 365-513:17
8.  FH15609367 : 405-3812:18
9.  ÍR165110415 : 454-3911:21
10.  Víkingur162212351 : 411-606:26

Til baka    Senda á Facebook

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson