Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Haukarnir kaffærðu okkar menn í fyrsta leiknum - Akureyri Handboltafélag
Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Þorleifur Árni Björnsson, Ólafur Haraldsson eftirlitsmaður
Umfjöllun
Tengdar fréttir
Engir eru ósigrandi
14. apríl 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar
Leikur dagsins: Haukar - Akureyri í beinni
Fyrsti leikur Akureyrar í úrslitakeppninni er í kvöld á Ásvöllum klukkan 19:30 þar sem mótherjarnir eru heimamenn í Haukum. Við viljum sjá ykkur öll sem eruð fyrir sunnan til að mæta í Schenkerhöllina á Ásvöllum og hvetja strákana til sigurs. Akureyrarliðið ætlar sér klárlega að sækja að minnsta kosti einn sigur og best að ljúka því erindi strax í dag.
Við verðum með okkar textalýsingu hér á síðunni eins og vanalega en þar að auki höfum við áreiðanlegar heimildir fyrir því að leikurinn verði sýndur beint á HaukaTV.
Liðin mætast svo aftur í KA heimilinu á laugardaginn klukkan 16:00.
Það má búast við hörkueinvígi gegn Haukum
11. apríl 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar
Stóra stundin runnin upp, úrslitakeppnin að hefjast
Á fimmtudaginn hefst sjálf úrslitakeppnin þegar Akureyri sækir Deildarmeistara Hauka heim að Ásvöllum klukkan 19:30. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer áfram í undanúrslitin en komi til oddaleiks fer hann fram á heimavelli Hauka.Það verður að viðurkennast að Akureyrarliðið er ólíklegri aðilinn í einvíginu en Haukarnir eru auðvitað Deildarmeistarar og það verðskuldað. Liðin mættust þrisvar í deildarkeppninni og unnu Hafnfirðingar þá alla mjög sannfærandi.
En það sem er svo skemmtilegt við úrslitakeppnina er að þetta er glænýtt mót og það sem gerðist fyrr á tímabilinu skiptir nákvæmlega engu máli. Haukarnir ættu að vita það vel enda urðu þeir Íslandsmeistarar í fyrra þrátt fyrir að hafa ekki heimaleikjarétt í gegnum alla úrslitakeppnina.
Gott fólk, nú er komið að því sem við öll höfum verið að bíða eftir og við viljum sjá ykkur öll sem eruð fyrir sunnan til að mæta á Ásvelli og hvetja strákana til sigurs, ef Akureyrarliðið ætlar sér áfram þá þarf liðið að vinna að minnsta kosti einn leik að Ásvöllum og hví ekki að klára það af strax? Áfram Akureyri!