Tölfræði leiksins
Akureyri - Akureyri 2 27-20 (15-12) Sjallamót karla 2006 KA-Heimilið 8. september 2006 klukkan: 17:00 Dómarar:
Umfjöllun Flott byrjun á Sjallamótinu8. september 2006 - SÁ skrifar Sjallamót karla: Akureyri með 7 marka sigur á Akureyri 2 Fyrsta leik Sjallamótsins var að ljúka núna rétt í þessu en þar mættust Akureyri og Akureyri 2. Leikurinn var ansi skemmtilegur og afar hratt leikinn á köflum. Jafnræði var með liðunum framan af en í seinni hálfleik stakk Akureyri fram úr liði Akureyrar 2 og vann 27-20 sigur. Leiknar voru 2x20 mínútur. Liðin voru eftirfarandi:Akureyri: Sveinbjörn Pétursson, Elmar Kristjánsson, Heiðar Aðalsteinsson, Andri Snær Stefánsson, Magnús Stefánsson, Ásbjörn Friðriksson, Alex Kuzmins, Aigars Lazdins, Bjarni Gunnar Bjarnason, Goran Gusic, Sigurður Brynjar Sigurðsson, Þorvaldur Þorvaldsson og Atli Ævar Ingólfsson.Akureyri 2: Arnar Sveinbjörnsson, Stefán Guðnason, Arnar Bjarnason, Elfar Halldórsson, Hákon Stefánsson, Guðmundur Hermannsson, Óðinn Stefánsson, Nikolaj Jankovic, Gunnlaugur Darri Garðarsson, Eiríkur Jónasson og Steinþór Andri Steinþórsson. Leikurinn fór gríðarlega hratt af stað og sóknirnar afar stuttar en staðan var orðin 2-2 eftir einungis tvær mínútur. Þorvaldur Þorvaldsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Akureyri eftir mjög gott spil en flott spil einkenndi lið Akureyrar. Nokkuð jafnræði var fyrstu mínúturnar og skiptust á því að hafa forystuna framan af leik. Akureyri 2 kemst svo 7-9 yfir og var Akureyri þá nóg boðið. Þeir skora næstu 4 mörk leiksins og komast 11-9 yfir þegar um fimm mínútur voru til hálfleiks. Akureyri bætti svo við muninn og staðan 15-12 í hálfleik. Akureyri var alls ekki að leika nógu góða vörn og var markvarslan ekki mikil á bak við hana. Þeir hleyptu mikið af skotum utan af velli í gegn og voru þau ekki stoppuð. Sóknin hins vegar var að ganga vel og gríðarlega gaman að sjá flæðið á boltanum. Alex Kuzmins og Aigars Lazdins fóru mikinn í spili liðsins en Goran Gusic naut mjög góðs af spilinu í dag en hann setti 8 af 15 mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Akureyri 2 sýndi fína takta í hálfleiknum í sókninni þá aðallega fram í 7-9. Þá dalar leikur þeirra og kemst Akureyri á skrið. Skot utan af velli einkenndu þá og spilið alls ekki nógu gott. Í seinni hálfleik voru Akureyri mikið sterkari. Vörnin batnaði mikið og flott spil þeirra hélt áfram. Þeir fara í 19-13 en Akureyri 2 minnkar muninn þó í 20-16 skömmu síðar. Akureyri bætir aftur í og fer í 23-16. Sá sjö marka munur hélst til leiksloka og niðurstaðan 27-20 sigur Akureyrar. Vörn Akureyrar batnaði í seinni hálfleik en einkennandi var frábært spil Akureyrar sem hélt áfram í seinni hálfleik og sést það vel á því að liðið átti samanlagt 12 stoðsendingar í dag. Hægri hornamennirnir Goran Gusic og Sigurður Brynjar nutu áfram góðs af spilinu með afar opnum færum en þau nýtti einungis Goran en hann lauk leik með 12 mörk. Magnús Stefánsson var öflugur í aðgerðum sínum og einkenndi skemmtilegur kraftur leik hans. Hann kom með sleggur utan af velli sem að lofuðu góðu. Aigars og Kuzmins stjórnuðu spilinu og þó að ekki hafi borið mikið á Alex í leiknum þá var hann afar mikilvægur í liðinu í dag og gekk boltinn afar vel í gegnum hann. Þá má kannski minnast á að Elmar Kristjánsson kom inn í seinni hálfleik og nýtti séns sinn vel en hann var með 4 af 8 skotum varin. Í liði Akureyrar 2 var Nikolaj Jankovic afar öflugur framan af leik en hann byrjaði í skyttunni. Mörgum þótti skrítið að Jankovic væri í liði Akureyrar 2 og sýndi hann hluti í dag sem ættu að koma honum nálægt byrjunarliði Akureyrar í vetur. Guðmundur Hermannsson sýndi flotta takta í sókninni og skoraði nokkur góð mörk. Elfar Halldórsson reyndi mjög mikið í leiknum með misjöfnum árangri. Margt í leiknum lofaði góðu fyrir veturinn hjá Akureyri og þá aðallega stimplunin og spilið. Hins vegar verður liðið að leika mun öflugri vörn en þeir gerðu í þessum leik og fá fleiri bolta varða ef þeir ætla sér einhverja hluti í vetur. Fólk er eindregið hvatt til að mæta á morgun og sjá liðin leika gegn ÍR og Fylki. Hægt er að nálgast leikjaprógramið hér . Maður leiksins: Goran Gusic, afar ítarleg tölfræði um leikinn mun koma í kvöld sem og umfjöllun um fleiri leiki dagsins.
Til baka Senda á Facebook