Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Tap á útivelli gegn Val - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2006-07

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla
Deild kvenna
Leikmenn meistarafl. kvenna




Sjá tölfræði leiksins 
    Valur - Akureyri  27-20 (11-9)
DHL deild kvenna
Laugardalshöll
29. október 2006 klukkan: 16:00
Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólafur Pétursson
Umfjöllun

Það gekk ekki gegn Val

2. nóvember 2006 - SMS skrifar
Tap á útivelli gegn Val
Akureyri spilaði við Val í Laugardalshöll á sunnudaginn og tapaði þar með 7 mörkum, en það er vissulega framför hjá stelpunum. Staðan í hálfleik var 11-9 Val í við en, eins og það sem hefur einkennt stelpurnar í vetur þá missa þær alltaf leikinn í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var illa spilaður af Valsstelpum og var Alla Gorkoria ekki með þeim.

Markverðir beggja liða voru að loka mörkunum og Sibba var að standa sig mjög vel. Akureyrar stelpur réðu ekkert við Hildigunni Einarsdóttir en hún skoraði 10 mörk fyrir Val. Atkvæðamest hjá Akureyri var Ester Óskarsdóttir en sú 18 ára stelpa skoraði hvorki fleiri né færri en 11 mörk. Leikurinn endaði svo 27-20 Valsstúlkum í vil. Til gamans má geta að Katrín Andrésdóttir, Akureyringur hjá Val, skoraði 2 mörk.

Aðrar sem komust á blað voru Guðrún Tryggvadóttir með 4 mörk, Erla Tryggvadóttir með 2 mörk, Þórsteina með 1 mark, Lilja Þórisdóttir með 1 mark og Auður Ómarsdóttir með 1 mark.

Næsti leikur hjá kvennaliðinu er ekki fyrr en 9 nóvember, þannig það er nógur tími til að rétta úr kútnum á komandi vikum.

Til baka

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson