Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Kvennalið Akureyrar tapaði gegn Fram - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2006-07

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla
Deild kvenna
Leikmenn meistarafl. kvenna




Sjá tölfræði leiksins 
    Akureyri - Fram  13-19 (8-7)
DHL deild kvenna
KA-Heimilið
9. janúar 2007 klukkan: 19:00
Dómarar: Anton Gylfi og Hlynur
Umfjöllun

Það gekk ekki í kvöld





9. janúar 2007 - SMS skrifar
Kvennalið Akureyrar tapaði gegn Fram
Það var skrítið að sjá Hadd og Einvarð meðal áhorfenda í dag meðan nýr þjálfari stjórnaði liðinu. Þetta var þó ekki Jónatan Þór Magnússon sem ráðinn hefur verið í starfið, en hann gat því miður ekki stjórnað liðinu í dag. Allt virtist stefna í þennan toppleik, slatti af fólki var mætt, stemmingin í hópnum góð og allar virtust stelpurnar vera í góðu ásigkomulagi. Leikurinn fór ágætlega af stað en þó þurfti að bíða aðeins eftir að fyrstu mörkin dyttu inn. Varnarleikur Akureyrar einkenndist af mikilli grimmd og hörku, þær börðust fyrir hverjum bolta í vörninni og hirtu nær öll fráköst. Erla og Guðrún Helga sýndu góða og skemmtilega samvinnu á miðjunni í 6-0 vörn. Sóknin einkenndist hins vegar af slöppum sendingum og neyðarskotum þar sem Akureyri tók sér góðan tíma í sókninni og fékk ansi oft hendina á dómurunum til að rísa þegar fór að síga á seinni hlutann sem endaði oftar en ekki með feilsendingu og hraðaupphlaupsmarki í bakið.
Fyrsta markið kom eftir 4 mínútur og 23 sekúndum gott betur en það, það voru Frammarar sem skoruðu úr skemmtilegri seinnibylgju, brutust í gegn og skoruðu. Akureyri virtist vakna aðeins við það og skoraði Erla Hleiður strax hinu megin. Þá kom vissulega smá bakslag í góða byrjun okkar liðs þar sem Fram skoraði næstu 4 mörkin í leiknum, öll úr hraðaupphlaupum eftir langar sóknir hjá okkur. Erla Hleiður var að sækja grimmt á í sókninni og Guðrún var að fá fína sénsa á línunni en boltarnir virtust ekki rata framhjá sterkum markverði Fram stúlkna. Staðan 1-5 eftir 13 mínútur, þá loksins skorum við annað mark okkar í leiknum og fylgir annað strax í kjölfarið, staðan 3-5. Fram skora síðan sitt fyrsta mark í uppstilltri sókn, 3-6. Guðrún brennir af á línunni en bætir það samt upp með glæsilegum varnarleik í næstu vörn. Næsta mark skorum við úr hraðaupphlaupi 4-7. Fram skora næst úr öðru hraðaupphlaupi og staðan orðin 4-7 og útlitið ekki gott. Þá kemur gífurlega góður og mikilvægur kafli hjá stelpunum okkar, þær rífa sig upp og komast yfir 8-7 rétt fyrir hálfleik með glæsilegum mörkum frá Lilju og Erlu. Á þessum tímapunkti skein leikgleðin af öllum leikmönnum liðsins, vörnin var að smella, skotin hittu á rammann og Sibba varði eins og berserkur fyrir aftan þær. Hún var með 55% markvörslu í hálfleik. Glæsilegur fyrri hálfleikur sem einkenndist af grimmd og baráttu um alla bolta. Fram stelpur skoruðu ekki mark síðust 12 mínúturnar af fyrri hálfleik.
Áhorfendur voru fullir bjartsýni þegar liðin komu aftur inn á völlinn eftir stutta pásu. Því miður náðu stelpurnar ekki að byrja nógu vel, Fram skoruðu fyrsta markið í hálfleiknum 8-8, þá kemur smá marka pása þar sem varnir og markmenn beggja liða setja í lás. Erla Hleiður fær tveggja mínútna brottvísun og þá er eins og ég hef sagt áður eins og tappi sé tekinn úr vörninni og allt fór að leka inn, Sibba sem hafði verið að verja frábærlega kom engum vörnum við sleipri Fram sókninni. Fram skoraði næstu 4 mörk og breytti stöðunni skyndilega í 8-12, þá kemur eitt gott mark hjá okkur en aftur taka Fram stelpur völdin á vellinum og setja þrjú í röð á okkur, flest úr hraðaupphlaupum eins og venjulega. Staðan 9-15 eftir 45 mínútna leik og náðu Akureyrarstelpur aldrei að koma til baka. Leikurinn endaði 19-13. Seinni hálfleikurinn tapaðist sem sagt 5-12 og lokatölur segja lítið um gang leiksins þar sem Akureyri spilaði fantavel á köflum í dag.
Því miður náðum við ekki í okkar fyrstu punkta í dag þrátt fyrir mjög góða spilamennsku fyrstu 30 mínúturnar af leiknum. Það sem varð okkar liði að falli í dag var sennilega ekki næg breidd í hópnum til að klára svona leik og einnig góð markvarsla Fram og skotin okkar voru ekki að rata í netið. Akureyri brenndi af 3 vítum í leiknum og var liðið með samtals 13 mörk úr 43 skotum. Ekki er það góð tölfræði. Fram skoraði 9 af 19 mörkum sínum úr hraðaupphlaupum eða seinni bylgju sem er mjög slæmt því að ef Akureyrar stelpur eru nógu fljótar aftur þá virðist varla vera hægt að brjóta sér leið framhjá þeim. Vörnin small í dag og vonum að hún smelli aftur í næsta leik. Sibba var með 18 bolta varða í dag og fékk aðeins á sig 19 mörk, það er mjög gott. Ef vörnin spilar svona það sem eftir lifir vetrar þá þarf aðeins að fínslípa sóknina sem virkaði hálf þung á köflum í dag og voru stelpurnar oft að velja vitlaus færi eða jafnvel bara að taka skot því höndin var oft komin upp hjá dómurunum.
Eins og ég vil líta á þetta þá getum við aðeins farið í eina átt það sem eftir lifir tímabils og það er upp á við. Ef liðið spilar heilan leik eins og það spilaði fyrstu 30 mínúturnar af þessum getur það unnið hvaða lið sem er. Að sjá Erlu og Guðrúnu spila svona vel saman í 6-0 vörninni minnti mann bara á gamla góða tíma þegar Alli Gísla og Erlingur Kristjáns voru saman í vörninni hjá KA. Dómarar leiksins í dag höfðu mjög góð tök á leiknum enda mjög reyndir og góðir dómarar, þeir Anton Gylfi og Hlynur. Þeir eru kunnugir KA heimilinu, og nokkuð vel var mætt af fólki á leikinn en áhorfendur voru í kringum 90.

Markahæst í liði Akureyrar í kvöld var Erla með 4/10, næst var Ester með 3/16 og svo Lilja með 2/6, aðrar með minna. Sibba varði eins og áður sagði 18 bolta.

Markahæst í lið Fram var Hekla Daðadóttir með 6 mörk.

Maður leiksins í kvöld var klárlega Sigurbjörg Hjartardóttir, en hún átti stórleik í markinu.
Ítarleg tölfræði er væntanleg með góðum upplýsingum.

Tengdar fréttir

Gengur það á morgun í KA-Heimilinu?

8. janúar 2007 - SMS skrifar
Upphitun: Akureyri - Fram
Þá er komið að því að Akureyri spilar loksins heimaleik á nýju ári eftir langa pásu frá því snemma í desember. Leikurinn er gegn liði Fram sem situr í 6. sæti deildarinnar með 9 stig eftir 11 leiki. Fram er jafnteflislið mikið en þær hafa gert 3 jafntefli í vetur, unnið 3 leiki og aðeins tapað 5. Fyrri leikur þessara liða fór fram í október og þá vann fram 8 marka sigur, 29-21 eftir að hafa aðeins verið 3 mörkum yfir í hálfleik.

Í Fram eru nokkrar stúlkur sem er vert að stoppa svo leikurinn vinnist en það er til dæmis Ásta Birna Gunnarsdóttir sem hefur spilað 5 leiki í vetur og skorað í þeim 32 mörk, hún er mjög öflug. Einnig er það útlendingur í þeirra liði að nafni Anett Köbli en hún er afar öflug og er að koma aftur eftir meiðsli í lið Fram. Kristina Matuzeviciute stendur í markinu og ver að öllu jöfnu mjög vel.

Fram hafa verið á ágætis siglingu en töpuðu þær aðeins með 2 mörkum gegn Haukum á þrettándanum og unnu þær HK um miðjan nóvember, en gert var hlé á deildinni í byrjun desember. Akureyri ætlar sér klárlega ekki að gefa neitt eftir á morgun. Auður Ómarsdóttir ætti að detta inn í lið Akureyrar að nýju en Jarmila er ennþá að jafna sig eftir slæmt puttabrot í lok október.

Ef Akureyri nær sér á siglingu í byrjun þá ætti ekkert að geta stoppað þær, þær hljóta að fara verða hungraðar í stig og vonum að allt smelli heim og saman á morgun, þriðjudag klukkan 19:00 í KA heimilinu að vanda, þessi leikur verður undir stjórn nýs aðstoðarþjálfara. En eru það heimildir sem voru að berast í hús. Ég hvet alla til að mæta til að bera nýjan þjálfara augum og horfa á skemmtilegan handboltaleik. Því þær geta lofað ykkur því, með góðri mætingu og stemmingu í KA-Heimilinu er allt hægt


Hvað gera stelpurnar á morgun

8. janúar 2007 - SÁ skrifar
Kvennaleikur á morgun
Á morgun leikur meistaraflokkur kvenna hjá Akureyri annan leik sinn á árinu en leikurinn er gegn Fram og fer fram í KA-Heimilinu klukkan 19:00. Á föstudaginn biðu stelpurnar lægri hlut fyrir FH á útivelli 26-19 og mæta því hungraðar til leiks. Fyrr í vetur mætti Akureyri liði Fram í Safamýrinni og vann Fram þann leik 29-21. Heimasíðan hvetur fólk til að fjölmenna í KA-Heimilið og hjálpa stelpunum að ná sínum fyrstu stigum í vetur.

Til baka

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson