Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Fyrsti sigur kvennaliðs Akureyrar er staðreynd! (myndir) - Akureyri Handboltafélag
16. mars 2007 - SMS skrifar Akureyri - FH , upphitun Á morgun fer fram leikur Akureyrar og FH í kvennaboltanum. Leikurinn er kl 16:00 í KA heimilinu. Svo kl 19:00 er leikur í unglingaflokki kvenna gegn Stjörnunni og aftur á sunnudaginn kl 13:00.
FH er sem stendur í næst neðsta sæti, 5 stigum á undan liði Akureyrar sem rekur lestina. FH hafa unnið 2 leiki sem af er af tímabilinu og gert 2 jafntefli. Þessir tveir leiki sem þær FH stúlkur hafa unnið hafa báðir verið á móti Akureyri, en jafnteflin komu á móti Gróttu og Fram.
FH hafa reyndar verið á miklu skriði undanfarna 2 leiki, þar sem þær gerðu jafntefli við lið Gróttu sem stendur í 3. sæti og rétt töpuðu gegn liði Hauka sem er í fjórða sæti.
Akureyri mætti FH í fyrsta heimaleik vetrarins sem Akureyri tapaði 18-21 eftir að hafa verið 10-7 yfir í hálfleik. Síðan mættust þessi lið í Kaplakrika í fyrsta leik Jónatans Magnússonar sem þjálfara liðsins og sagði hann í spjalli við heimasíðuna að þær hefðu bæði verið óheppnar og lélegar að vinna ekki þann leik, sem tapaðist jú 26-19.
Í lið FH eru nokkrir einstaklingar sem þarf að stoppa. Markvörður FH er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liðinu og ver hún oft á tímum eins og berserkur, einnig hefur Ásta Agnarsdóttir skorað 108 mörk í 18 leikjum sem gerir það að 6 mörkum að meðaltali í leik.
Þjálfarar liðsins Jónatan og Jóhannes sögðu í samtali við fréttaritara að allt annað sigur væru mikil vonbrigði. Þeir vonuðust til að liðið hefði bætt sig það mikið frá því þeir tóku við að það muni innbyrða sigur á morgun. Aðspurðir hvernig ástandið væri á hópnum sögðu þeir að það væri mun betra en fyrir síðasta leik en þó sé ólíklegt að Jóhanna Tryggvadóttir og Harpa Baldursdóttir verði í hóp á morgun sökum meiðsla.
Ég minni aftur á að leikurinn hefst kl 16 á morgun í KA heimilinu og hvet ég alla til að mæta.
Svo minni ég einnig á leiki unglingaflokks sem eru kl 19:00 á laugardaginn og 13:00 á sunnudaginn gegn Stjörnunni. Það verða hörkuleikir.