Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 45

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 45
- Akureyri Handboltafélag
Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 61

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 61

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 67

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 67

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 68

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 68
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2007-08

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla
Deild kvenna
Leikmenn meistarafl. kvenna




Textalýsing frá leiknum     Tölfræði leiksins 
    HK - Akureyri  34-24 (14-10)
N1 deild karla
Digranes
29. september 2007 klukkan: 16:30
Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson
Tengdar fréttir

Fylgist spennt með leik HK og Akureyrar hér á síðunni í dag klukkan 16:30

29. september 2007 - Akureyri Handboltafélag skrifar

Bein Lýsing: HK - Akureyri

Strákarnir okkar leika í dag mikilvægan leik og er leikurinn gegn hressum Kópavogspiltum í HK og byrjar klukkan 16:30. Það verður gaman að sjá hvernig liðið kemur tilbúið til leiks en í leikmannahópi Akureyrar er í fyrsta sinn gamalkunnur kappi, Hörður Flóki Ólafsson, sem reyndar hefur einnig leikið með HK. Heimasíðan býður upp á beina textalýsingu af leiknum sem hún hvetur fólk til að fylgjast með en að sjálfsögðu eru allir Akureyringar sem eru staddir á suðvesturhorninu hvattir til að mæta í Digranesið og hvetja okkar menn.

Það er virkilega auðvelt að fylgjast með leiknum í gegnum Beinu Lýsinguna.

Smellið hér til að opna Beina Lýsingu

Beina Lýsingin opnast í nýjum glugga sem uppfærist af sjálfu sér á 15 sekúndna fresti. Það er því ekkert mál að fylgjast með. Leikurinn hefst eins og fyrr kom fram klukkan 16:30 en við hvetjum alla til að fylgjast vel með. Um leið minnum við á leik kvennaliðsins gegn Haukum sem verður í KA heimilinu í dag klukkan 16:00.


Strákarnir spila við HK á laugardaginn

28. september 2007 - Akureyri Handboltafélag skrifar

Hvað gera strákarnir í Kópavogi?

Karlalið Akureyrar mætir HK í Kópavogi í N1 deildinni á morgun, laugardag, og þar verður örugglega við ramman reip að draga en því má ekki gleyma að allt er hægt ef nógu mikill vilji er fyrir hendi. Okkar menn eru með tvö stig eftir tvo leiki; sigur gegn Aftureldingu á útivelli og tap fyrir Fram hér heima um síðustu helgi.

Úrslit tveggja fyrstu leikja HK í deildinni sýna ef til vill betur en margt annað hve deildin gæti orðið jöfn. Í fyrstu umferð deildarkeppninnar töpuðu HK-ingar naumlega á heimavelli fyrir Stjörnunni, 26:25, og þvínæst sigruðu þeir Aftureldingu með fjögurra marka mun, 28:24, í Mosfellsbæ - en Akureyringar sigruðu þar með sex marka mun í fyrstu umferðinni. Afturelding sigraði síðan Val í þriðja leiknum! Öll þessi úrslit sýna hversu miklu máli skiptir að koma einbeittur til leiks, að hugarfarið sé í lagi - og að menn trúi á sjálfan sig. Akureyringar verða að gera það gegn HK.

Segja má að HK-ingar hafi verið óheppnir í fyrstu umferðinni en síðan gekk heppnin í lið með þeim gegn Aftureldingu. Morgunblaðið sagði eftir fyrsta leikinn: "Garðbæingar þurftu að nýta alla sína reynslu til hins ýtrasta er þeir sóttu HK heim í Digranesið í gærkvöldi því sprækir Kópavogsbúar létu hafa rækilega fyrir sér og hefðu getað jafnað í lokin en urðu að sætta sig við 25:26 tap. Leikurinn var hraður og skemmtilegur með flottum tilþrifum í bland við mistök allra á vellinum." Í blálokin fékk HK gott færi en skotið straukst við stöngina þannig að þar munaði mjóu að Kópavogsliðið næði í stig.

Svo skemmtilega vill til að fjórir fyrrverandi leikmenn KA eru í liði HK um þessar mundir; markvörðurinn sterki Egidijus Petkevicius, hornamaðurinn Árni Björn Þórarinsson, línumaðurinn (og vítaskyttan) Arnar Þór Sæþórsson og skyttan Ragnar Njálsson.

Arnar Þór gerði 9 mörk gegn Stjörnunni, þar af 7 af vítalínunni (úr 8 skotum) og var tiltölulega ánægður eftir leikinn. "Sumt var gott hjá okkur og sumt var slæmt, við vorum að spila okkar fyrsta leik og mér líst vel á framhaldið," sagði hann og taldi að jafntefli hefði verið sanngjarnt. "Við erum með seiga stráka, sem eru tilbúnir í allt og ég held að við höfum verið óheppnir í lokin, jafntefli hefði verið sanngjarnt. Leikur okkar var hraður en við þurfum að bæta aðeins vörnina og slípa ýmislegt en þá kemur þetta hjá okkur og mér líst vel á framhaldið. Það er alltaf gaman að vinna þá sem spáð er sigri í deildinni en við ætlum okkur samt að vinna deildina."

Varla er hægt að nefna einn leikmann bestan hjá HK því allir lögðu sitt af mörkum að mati blaðamanns Moggans en annað var upp á teningnum eftir næsta leik, sigurinn á Aftureldingu. Þar taldi blaðamaður úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum, "því í 50 mínútur var hann í járnum þar sem liðin skiptust á um að hafa eins til tveggja marka forskot. HK-menn voru klókari á endasprettinum og munaði þar miklu að Augustas Strazdas náði að rífa sig upp úr meðalmennskunni."

Blaðamaður Morgunblaðsins sagði HK-menn geta þakkað markverði sínum, Egidijus Petkevicius, fyrir stigin tvö sem þeir höfðu upp úr krafsinu gegn Aftureldingu, "Á sama tíma og liðsmenn voru langt frá því sannfærandi þá hélt Petkevicius þeim á floti með góðri markvörslu og hélt HK-liðinu öðrum fremur inni í leiknum gegn sprækum Mosfellingum sem léku mun betur að þessu sinni en þeir gerðu í upphafsumferð Íslandsmótsins í handknattleik gegn Akureyri."

Það var langt frá því að vera einhver meistarabragur á leikmönnum HK að þessu sinni að mati Moggans. Gunnar Magnússon, annar þjálfari HK, var á sama máli. "Ég er óánægður með mína menn, þeir voru lélegir og fyrri hálfleikur var hreinlega skandall af þeirra hálfu," sagði Gunnar. "Það vantaði alla baráttu og vilja og það var eins og menn væru ekkert að leggja sig fram. Í seinni hálfleik tókst okkur aðeins að snúa við blaðinu," bætti Gunnar við og vildi ekki viðurkenna að um vanmat af hálfu HK-manna hefði verið að ræða. "Fyrir leikinn vorum við búnir að hamra á því við menn að koma tilbúnir til leiks því að það yrði um erfiða viðureign að ræða. Miðað við okkar markmið fyrir keppnistímabilið þá verðum við að spýta í lófana í næstu leikjum ef við ætlum okkur að vera í toppbaráttunni. Miðað við þennan leik þá höfum við ekkert í toppbaráttuna að gera. Við getum í raun þakkað Petkevisiusi að hafa ekki dottið út úr leiknum í fyrri hálfleik," sagði Gunnar Magnússon.

Í fyrsta leiknum, gegn Stjörnunni, skiptust mörk HK svona: Arnar Þór Sæþórsson 9 (7 víti), Augustas Strazdas 7, Gunnar Steinn Jónsson 4, Tomas Eitutis 3, Brynjar Valsteinsson 1 og Ragnar Njálsson 1.

Petkevicius varði 14 skot, þar af 1 víti.

Gegn Aftureldingu, skiptust mörk HK svo þannig: Augustas Strazdas 8, Ragnar Hjaltested 6, Árni Björn Þórarinsson 4, Gunnar Steinn Jónsson 4, Tomas Eitutis 3, Arnar Þór Sæþórsson 2 og Ragnar Njálsson 1.

Petkevicius varði 19 skot, þar af 2 víti.

Til baka    Senda á Facebook

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson