Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Vonbrigði að ná ekki sigri gegn Aftureldingu - Akureyri Handboltafélag
Dómarar: Þorlákur Kjartansson og Valgeir Egill Ómarsson
Umfjöllun
Tengdar fréttir
Maggi skoraði 9 mörk í dag
10. nóvember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar
Jafntefli í baráttuleik
Nú rétt í þessu var að ljúka leik Akureyrar og Aftureldingar í KA-heimilinu. Leiknum lauk með jafntefli 26-26. Jafnræði var með liðunum allan tímann þó Akureyri hafi haft frumkvæði í leiknum nánast allan tímann. Afturelding komst þó yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar rúm mínúta var eftir af leiknum en Akureyri jafnaði þegar um hálf mínúta var eftir af leiknum.
Leikurinn hefst klukkan 16:00
10. nóvember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar
Bein Lýsing: Akureyri - Afturelding
Það verður hart barist í KA-Heimilinu í dag þegar Akureyri tekur á móti Aftureldingu klukkan 16:00 í dag. Liðin eru á mjög svipuðu róli í deildinni og því mikilvægt fyrir bæði lið að sigra í dag. Heimasíðan býður upp á beina textalýsingu frá leiknum. Hún hvetur þó alla sem geta til að mæta á leikinn en þið sem komist ekki á leikinn getið fylgst með beinu lýsingunni.
Það er virkilega auðvelt að fylgjast með leiknum í gegnum Beinu Lýsinguna.
Beina Lýsingin opnast í nýjum glugga sem uppfærist af sjálfu sér á 15 sekúndna fresti. Það er því ekkert mál að fylgjast með. Leikurinn hefst eins og fyrr kom fram klukkan 16:00 og við hvetjum alla til að fylgjast vel með.
Mikilvæg helgi hjá Akureyri Handboltafélagi
7. nóvember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar
Handboltaveisla í KA-Heimilinu
Næstkomandi laugardag verður sannkölluð handboltaveisla í KA-Heimilinu. Öll lið Akureyrar Handboltafélags munu leika deildarleiki. Það verður virkilega gaman að öll liðin skuli spila beint á eftir hvoru öðru og er fólk hvatt til að mæta á laugardaginn og hvetja bæjarliðið til sigurs í fjórum leikjum.
Meistaraflokkur kvenna hefur leikinn klukkan 14:00 er liðið tekur á móti sterku liði Gróttu. Grótta er með hörkulið á meðan Akureyri er enn án stiga, hinsvegar hefur spilamennska Akureyrar verið að batna gríðarlega og aldrei að vita nema að fyrstu stig vetrarins komi um helgina.
Meistaraflokkur karla leikur gegn Aftureldingu klukkan 16:00. Akureyri vann Aftureldingu í fyrstu umferð Íslandsmótsins í Mosfellsbæ. Fyrir leikinn er Afturelding með 5 stig en Akureyri er með 4. Það er því ljóst að bæði lið þurfa virkilega á stigunum að halda sem í boði eru til að komast betur í gang.
2. flokkur karla leikur gegn ÍR klukkan 18:00. 2. flokkur hefur hafið tímabilið af miklum krafti, hefur sigrað báða deildarleikina til þessa og er komið áfram í 8-liða úrslit Eimskips-Bikarsins. Liðin mættust um síðustu helgi og þá vann Akureyri stórsigur. Það er hinsvegar viðbúið að ÍR mæti með sterkara lið til leiks og verður gaman að sjá hvernig fer. Liðin mætast svo aftur á sunnudag klukkan 13:00
Unglingaflokkur kvenna spilar svo síðasta leik dagsins klukkan 20:00 en þá spila stelpurnar gegn Gróttu. Ljóst er að leikurinn verður mjög spennandi en liðin eru jöfn eftir tvær fyrstu umferðirnar í deildinni. Akureyri byrjaði á að leggja HK að velli en tapaði síðasta leik gegn Fylki. Liðin mætast svo aftur á sunnudag klukkan 11:00.