Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Fram-Akureyri mfl. karla: slæmt tap - Akureyri Handboltafélag
Dómarar: Þorlákur Kjartansson og Valgeir Egill Ómarsson
Umfjöllun
Tengdar fréttir
Sævar hefur væntanlega ekki verið sáttur með leikinn í dag
18. nóvember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar
Tap í Safamýrinni gegn Fram
Leik Fram og Akureyrar í meistaraflokki karla er lokið með átta marka sigri Fram. Lokatölur í leiknum voru 30-22 Fram í vil eftir að þeir höfðu yfir í hálfleik 12-8. Magnús Stefánsson og Goran Gusic voru markhæstir okkar manna með sjö mörk hvor.
Frændurnir Ási og Dóri mætast í dag
18. nóvember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar
Útileikur gegn Fram í dag - ekki útsending
Í dag mætir karlalið Akureyrar Handboltafélags sterku liði Fram og fer leikurinn fram í Safamýrinni. Mótherjarnir sitja sem stendur í þriðja sæti deildarinnar, hafa unnið fimm leiki, gert eitt jafntefli og tapað tveim leikjum. Liðin mættust á Akureyri þann 22. september og lauk þeim leik með fjögurra marka sigri Fram þannig að okkar menn eiga harma að hefna í dag.
Eins og menn muna þá bættist Fram liðsauki um síðustu mánaðarmót þegar Halldór Jóhann Sigfússon gekk til liðs við þá eftir að hafa fengið sig lausan frá þýska liðinu Tusem Essen. Halldór er okkur að sjálfsögðu að góðu kunnur, uppalinn KA maður og lék síðast hér vorið 2005.
Það verður fróðlegt að fylgjast með viðureign frændanna og leikstjórnendanna í dag en þeir Halldór Jóhann og Ásbjörn Friðriksson eru náskyldir, nánar tiltekið er Halldór föðurbróðir Ása.
Við sendum okkar strákum baráttukveðjur og vonandi sýna þeir allar sýnar bestu hliðar í dag.
Því miður er ekki hægt að hafa beina útsendingu frá leiknum í dag!