Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Lukkudísirnar voru með Stjörnunni - Akureyri Handboltafélag
8. desember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar
Stjarnan - Akureyri: Bein lýsing hefst klukkan 16:00 í dag
Okkar strákar mæta í dag Stjörnunni í Garðabæ klukkan 16:00. Við hvetjum stuðningsmenn liðisins á höfuðborgarsvæðinu til að mæta í Mýrina og styðja okkar menn allt frá byrjun leiks. Fyrir þá sem heima sitja bjóðum við upp á beina lýsingu hé hér á síðunni.
Það er virkilega auðvelt að fylgjast með leiknum í gegnum Beinu Lýsinguna.
Beina Lýsingin opnast í nýjum glugga sem uppfærist af sjálfu sér á 15 sekúndna fresti. Það er því ekkert mál að fylgjast með. Leikurinn hefst eins og fyrr kom fram klukkan 16:00 og við hvetjum alla til að fylgjast vel með.
Hvað gera meistaraflokkar Akureyrar Handboltafélags í dag?
8. desember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar
Tveir útileikir hjá Akureyri Handboltafélagi í dag
Meistaraflokkur karla og kvenna hjá Akureyri Handboltafélagi eiga bæði útileik í dag. Kvennaliðið mætir FH í botnslag klukkan 14:00 í Kaplakrika á meðan karlaliðið mun mæta Stjörnunni klukkan 16:00 í Mýrinni.
Kvennalið Akureyrar bíður enn eftir sínu fyrsta stigi í vetur en andstæðingar dagsins eru einu sæti fyrir ofan Akureyri með 4 stig. Lið FH lagði á dögunum Íslandsmeistara Stjörnunnar og vakti sá sigur mikla athygli. Það er þó ljóst að stelpurnar okkar geta vel lagt lið FH en liðin eru afar lík að getu.
Karlaliðið mætir í Mýrina í dag og mætir Bikarmeisturum Stjörnunnar. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur aðeins hallað undir fæti hjá Stjörnumönnum. Okkar menn eiga að nýta tækifærið og mæta einbeittir til leiks. Akureyri er þó ekki alveg með heilt lið, en Hörður Fannar Sigþórsson er í banni, Ásbjörn Friðriksson er meiddur, Þorvaldur Þorvaldsson er einnig meiddur og þá er ólíklegt að Magnús Stefánsson verði með í dag en hann hefur verið að berjast við meiðsli.
Það er ljóst að bæði lið þurfa að mæta í leiki dagsins með mikla baráttu. Liðin hjálpa hvort öðru í að koma sér í gírinn fyrir leik dagsins en liðin ferðast saman í rútu suður.
Höddi myndi sennilega frekar vilja vera með gegn Stjörnunni!
6. desember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar
Hörður Fannar verður í banni gegn Stjörnunni
Hörður Fannar Sigþórsson var á fundi aganefndar HSÍ dæmdur í eins leiks bann eftir rauða spjaldið sem hann fékk í bikarleiknum gegn Aftureldingu 2 um síðustu helgi. Þetta þýðir að Hörður Fannar verður ekki með á laugardaginn þegar lið Akureyrar mætir Stjörnunni á heimavelli þeirra í Garðabæ.