15. desember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar
Akureyri rústaði ÍBV 40-26
Rétt í þessu lauk leik Akureyrar og ÍBV í meistaraflokki karla. Er skemmst frá því að segja að Akureyri vann stórsigur 40-26. Nánari umfjöllun um leikinn og tölfræði kemur síðar.
Mörk Akureyrar: Jónatan 7 (3 víti), Einar Logi, Hörður Fannar og Jankovic 6 hver, Andri Snær og Goran 5 hvor, Ásbjörn og Heiðar Þór 2 hvor og loks Magnús 1 mark.
Sveinbjörn átti stórleik í markinu og varði 28 skot, þar af tvö víti. Arnar Sveinbjörnsson stóð í markinu síðustu þrjár mínúturnar.
Strákarnir mæta ÍBV og stelpurnar Haukum
15. desember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar
Seinkun á leik Akureyrar og ÍBV-bein lýsing kl. 15:30
Í dag leika bæði meistaraflokkslið Akureyrar síðustu leiki sína í N1 deildinni á þessu ár. Stelpurnar halda til Hafnarfjarðar og leika við Haukastelpur klukkan 14:00 á Ásvöllum.
Karlaliðið fær hins vegar lið ÍBV í heimsókn og verður leikur þeirra klukkan 15:30 í KA-heimilinu. Liðin mættust í Eyjum 31. október og þar sigraði og lauk þeim leik með níu marka sigri Akureyrar 26-35. Segja má að Jónatan Magnússon hafi missti alveg af þeim leik þar sem hann var fluttur á sjúkrahús strax í upphafi leiksins. Nú er Jonni hins vegar til í slaginn af fullum krafti. Sömuleiðis hafa Vestmannaeyingar styrkt lið sitt með öflugri skyttu og verða eflaust til alls líklegir.
Við hvetjum alla stuðningsmenn liðsins til að fjölmenna á leikinn í KA-heimilinu í dag klukkan 15:00. Mikilvægt er að mæta tímanlega og styðja okkar menn allt frá byrjun leiks. Aðrir geta þá fylgst með beinni lýsingunni hér á síðunni.
Það er virkilega auðvelt að fylgjast með leiknum í gegnum Beinu Lýsinguna.
Beina Lýsingin opnast í nýjum glugga sem uppfærist af sjálfu sér á 15 sekúndna fresti. Það er því ekkert mál að fylgjast með. Leikurinn hefst eins og fyrr kom fram klukkan 15:30 og við hvetjum alla til að fylgjast vel með.