Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Akureyrarsigur gegn HK í mögnuðum leik - Akureyri Handboltafélag
Fréttablaðið fjallar að sjálfsögðu um leik Akureyrar og HK frá því í gær. Eins og gefur að skilja er fjallað um framgöngu Sveinbjarnar í markinu og fylgir með ljósmynd af honum. Sveinbjörn hefur reyndar stundum ruglað okkur í ríminu með því að breyta um hárgreiðslu þegar minnsts varir og satt að segja birtist algjörlega ný útgáfa af honum í Fréttablaðinu. Reyndar hefur einhver samsláttur orðið í myndabanka Fréttablaðsins því glaðbeitti markvörðurinn á myndinni er nefnilega ekki Sveinbjörn heldur Siguróli sem einnig klæðist markvarðartreyju Akureyrar við og við.
Hér sjáum við nýtt útlit Sveinbjarnar eins og það birtist í Fréttablaðinu
Leikurinn er í beinni útsendingu
13. apríl 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar
Leikur dagsins: Akureyri - HK - bein útsending frá leiknum
Í dag klukkan 15:00 er stórleikur í N1 deildinni þegar Akureyri Handboltafélag og HK mætast í KA heimilinu. Tveir leikmenn Akureyrar, Ásbjörn Friðriksson og Nikolaj Jankovic verða fjarri góðu gamni þar sem þeir taka út leikbann.
Að þessu sinni verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu og þannig að í stað okkar hefðbundu textalýsinga verður opinn sjónvarpsgluggi hér á meðan leikurinn stendur yfir og einfaldlega hægt að fylgjast með útsendingunni hér. Athugið að útsendingin hefst klukkan 14:50.
Það verður sannkallaður stórleikur í N1-deild karla á sunnudaginnn þegar Akureyri fær HK í heimsókn. KEA hefur ákveðið að bjóða öllum á leikinn og því ástæða til að hvetja alla til að mæta á leikinn sem hefst klukkan 15:00 í KA heimilinu. Það ber jafnframt til tíðinda að sjónvarpið verður með beina útsendingu frá leiknum og því mikilvægt að Akureyringar sýni þjóðinni raunverulega heimaleikjastemmingu eins og hún getur best verið.
Liðin mættust síðast í Kópavogi og sá leikur endaði með jafntefli eftir mikinn darraðardans á lokasekúndunum. Ekki var spennan minni þegar liðin mættust hér á Akureyri í nóvember en þá fór HK með eins marks sigur eftir að Akureyri átti skot í stöng og út á lokasekúndu leiksins.
KEA hefur ákveðið að bjóða öllum sem vilja á leikinn þannig að ekkert ætti að vera að vanbúnaði að drífa sig á staðinn og sjá alvöru handbolta.
Svo sakar ekki að nefna að kynþokkafyllsta hægri skytta handboltans verður að sjálfsögðu á staðnum og leikur allar sínar bestu listir.