Dómarar: Magnús Ólafur Björnsson og Ómar Ingi Sverrisson
Umfjöllun
Tengdar fréttir
Tímabilið er að byrja hjá stelpunum
12. september 2007 - BHB skrifar Valur - Akureyri (upphitun) Heimasíðan náði tali af Jonna Magg þjálfara kvennaliðs Akureyrar og spurði hann nokkurra spurninga í tilefni þess að fyrsti leikur tímabilsins er á morgun. Hann er spilaður í nýju og glæsilegu íþróttahúsi Vals klukkan 20:00. Valsstúlkum var núna fyrir helgi spáð þriðja sæti í deildinni af forráðamönnum liðanna.
Hvernig leggst leikurinn í þig? Leikurinn leggst bara nokkuð vel í mig. Gaman að fara að spila í nýrri og glæsilegri Vodafonehöll. Mikil eftirvænting eftir langar og strangar æfingar.
Hvernig er staðan á hópnum? Staðan á hópnum er bara nokkuð góð, búnar að æfa vel, en vantar þá ennþá nokkuð í hópinn.
Eru allar stelpurnar með? Nokkrir leikmenn eru í útskriftarferð með MA og verða ekki með okkur á morgun. Við ætlum að njóta þess að spila á morgun, og vonandi tekst okkur að ná hagstæðum úrslitum.