Inga Dís skoraði fjögur gegn FH
| | 24. september 2007 - BHB skrifar FH sigraði Akureyri Kvennalið Akureyrar í handbolta tapaði í gær 20-26 gegn FH í N1 deild kvenna.
Fyrsti heimaleikurinn hjá stelpunum var spilaður í gær þegar Akureyri mætti FH. Gaman var að sjá hversu margir áhorfendur mættu að horfa og skapaðist fín stemning á tímum. Þess má svo geta að í FH liðinu voru þrír leikmenn sem áður hafa spilað fyrir okkur, það voru þær Ebba, Erla og Guðrún en þær stóðu sig allar með prýði. Akureyri byrjaði leikinn mjög vel og hafði forystu framan af leik. Vörn liðsins var þá mjög ákveðin og sóknarleikurinn gekk mjög vel, falleg leikkerfi sáust og stelpurnar spiluðu við hvern sinn fingur. En í stöðunni 10-9, Akureyri í vil, á 18 mínútu fyrri hálfleiks hrundi gjörsamlega leikur liðsins. FH gekk á lagið og skoraði 6 seinustu mörk hálfleiksins, því var rúmlega 12 mínútna kafli þar sem liðið skoraði ekki. Staðan í hálfleik var 15-10 fyrir FH sem þarna lagði grunninn að sigri sínum. Þetta er mjög svipuð staða og kom oft upp á seinustu leiktíð, þar sem liðið virðist lenda í að eiga allavega einn kafla í hverjum leik þar sem er mikill einbeitingarskortur. Við supum seiðið af því í þessum leik þar sem það er alveg víst er að við eigum fínan séns í lið FH.
Í síðar hálfleik skiptust liðin á að skora en Akureyri náði aldrei almennilega að jafna sig eftir slæmar lokamínútur fyrri hálfleiks. Munurinn var 3-6 mörk allan tímann, Akureyri fékk þó þrisvar tækifæri til að minnka forystu FH í tvö mörk en í öll skiptin klúðruðu þær boltanum án þess að ná skoti á markið. Það má því segja að Akureyrarstelpur hafi geti sjálfum sér um kennt.
Að lokum fór svo að munurinn sem var í hálfleik hélst óbreyttur, FH sigraði með sex marka mun 26-20 og geta Akureyrarstelpur sannarlega nagað sig í handabökin að hafa ekki náð einhverjum stigum úr þessum leik.
Hjá Akureyri var Emilía Sigmarsdóttir markvörður að verja vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Arna Erlingsdóttir gerði vel og var grimm sóknarlega og svo var gaman að sjá Ingu Dís Sigurðardóttir koma inn í liðið aftur og stóð hún sig mjög vel bæði í markaskorun og var dugleg að finna línumennina.
Markaskorarar Akureyrar:
Arna 5 Inga Dís 4 Þórsteina 3(2) Lilja 2 Monica 2 Anna 1 Emma 1 Ester 1 Harpa 1
Varin skot:
Emilía 14 Lovísa 1
Gangur leikssins:
2-0, 2-1, 3-1, 3-2, 5-2, 5-4, 6-4, 6-6, 8-6, 8-8, 9-8, 9-9, 10-9, (10-15), 10-16, 11-16, 11-17, 12-17, 12-18, 13-18, 13-19, 16-19, 16-21, 18-21, 18-23, 19-23, 19-25, 20-25, (20-26)
Næsti leikur liðsins er gegn Fram á útivelli 26.sept. | |