Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Akureyri - Haukar (Umfjöllun) - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2007-08

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla
Deild kvenna
Leikmenn meistarafl. kvenna




Sjá tölfræði leiksins 
    Akureyri - Haukar  18-36 (8-20)
N1 deild kvenna
KA heimilið
29. september 2007 klukkan: 16.00
Dómarar: Vilbergur F Sverrisson og Hörður Aðalsteinsson
Umfjöllun

Jóhanna skoraði 2 mörk gegn Haukum

30. september 2007 - BHB skrifar
Akureyri - Haukar (Umfjöllun)
Lið Akureyrar mætti Haukum í gær í KA-heimilinu. Því miður náðum við ekki að stríða Haukaliðinu eins mikið og við gerðum hérna heima á síðustu leiktíð, þegar við töpuðum 21-27.

Í liðið í dag vantaði bæði Ingu Dís og Jónatan þjálfara en hann var fyrir sunnan með karlaliðinu að spila gegn HK þannig að Jóhannes Bjarnason sá um liðið að þessu sinni.

Stjörnum prýtt lið Hauka réð lögum og lofum alveg frá byrjun og náði fljótt góðri forystu. Slæmur kafli Akureyrar í fyrri hálfleik gerði alveg útum okkar möguleika en við lentum í að vera tveimur leikmönnum færri á þeim kafla og tapa boltanum hvað eftir annað, Haukar skoruðu 6 auðveld mörk í röð á þessum kafla.

Akureyrar stelpur voru mjög óheppnar með skot sérstaklega í fyrri hálfleik þegar boltinn vildi ekki inn og hvað eftir annað small boltinn í tréverkinu. Einnig voru dómararnir í algjöru rugli og fannst flestum halla frekar á okkur, en við fengum 6 brottvísanir í leiknum á móti einni á Haukaliðið. Þó er alls ekki hægt að kenna dómurunum um tapið, því í heildina tapaði lið Akureyrar frá sér 20 boltum í þessum leik og mjög margir af þeim boltum enduðu með hraðaupphlaupum fyrir Hauka. Einnig klikkuðu 2 víti af 3 en það eru færi sem verða að klárast.

Jóhannes þjálfari leyfði mörgum stelpum sem minna hafa fengið að spreyta sig í vetur að fá nokkrar mínútur og var gaman að sjá hversu efnilegar margar þeirra eru.

Markvarsla:
Emelía 7 skot (eitt víti)
Lovísa 4 skot

Mörk:
Arna 3 (1 víti)
Lilja 3
Monika 3
Anna 2
Ester 2
Jóhanna 2
Kara 2
Unnur 1

Gangur leiksins:
0-2, 1-2, 1-5, 2-5, 2-6, 3-6, 3-7, 4-7, 4-8, 5-8, 5-9, 6-9, 6-15, 7-15, 7-17, 8-17, (8-20)
9-20, 9-21, 10-21, 10-22, 11-22, 11-25, 12-25, 12-26, 13-26, 13-29, 14-29, 14-31, 15-31, 15-33, 17-33, 17-35, 18-35, (18-36)

Næsti leikur er gegn Stjörnunni fyrir sunnan um næstu helgi. Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að mæta og styðja við bakið á stúlkunum.

Tengdar fréttir

Heimaleikur gegn Haukum





28. september 2007 - Akureyri Handboltafélag skrifar
Stelpurnar mæta Haukum á laugardaginn
Á laugardaginn leikur kvennalið Akureyrar Handboltafélag sinn annan heimaleik í N1 deildinni. Að þessu sinni koma Haukastúlkur í heimsókn og hefst leikurinn klukkan 16:00 í KA-heimilinu. Þetta verður fjórði leikur okkar liðs í deildinni en hins vegar hefur Haukaliðið aðeins leikið einn leik í deildinni, en þær töpuðu upphafsleik sínum gegn Fram 28:26.

Í Haukaliðinu eru mikir reynsluboltar og veitir okkar stelpum ekki af góðum stuðningi á heimavelli. Við hvetjum því alla sem vettlingi geta valdið til að koma á leikinn og láta duglega í sér heyra.

Til baka

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson