Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Fram stúlkur fóru međ tvö stig frá Akureyri - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfrćđi  -  Höllin  -  Lagiđ  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilabođ - Vefur KA - Vefur Ţór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabiliđ 2007-08

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla
Deild kvenna
Leikmenn meistarafl. kvenna




Sjá tölfrćđi leiksins 
    Akureyri - Fram  18-26 (8-14)
N1 deild kvenna
KA heimiliđ
11. desember 2007 klukkan: 18.00
Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson
Umfjöllun

Lilja og félagar eru í mikilli framför







12. desember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar
Fram stúlkur fóru međ tvö stig frá Akureyri
Akureyrarstúlkur tóku á móti efsta liđi N1 deildarinnar í dag. Ţađ mátti búast viđ erfiđum leik enda var Fram eina taplausa liđ deildarinnar eftir tíu leiki. Ţađ kom líka á daginn ađ ţetta var fullstór biti fyrir okkar stelpur og urđu lokatölur 18-26 Fram í vil.

Eftir rúmlega tuttugu mínútna leik var stađan 5-10 fyrir Fram og ţađ sem eftir var fyrri hálfleiks hélst sá munur ađ mestu en hálfleikstölur voru 8-14. Dómarar leiksins voru ótrúlega vítaglađir og sem dćmi ţá voru ţrjú af fjórum síđustu mörkum Fram liđsins í fyrri hálfleik skoruđ úr vítaköstum.

Stelpurnar komu ákveđnar til síđari hálfleiks og skoruđu fyrstu tvö mörkin áđur en Framarar tóku viđ sér og skoruđu nćstu fimm mörk og náđu ţar međ níu marka forystu 10-19. Akureyrarstelpurnar börđust ţó áfram og svöruđu međ tveim mörkum 12-19. Ţađ sem eftir lifđi leiks var sigur Fram aldrei í hćttu, munurinn sveiflađist nokkuđ og sáust tölur eins og 14-22 en mestur varđ munurinn tíu mörk 15-25 en ţá skoruđu stelpurnar ţrjú mörk í röđ áđur en Fram skorađi síđasta mark leiksins á lokasekúndunni og leiknum lauk ţví međ 18-29 fyrir Fram eins og áđur segir.

Vítagleđi dómaranna hélt áfram allan leikinn og alls dćmdu dómararnir nítján víti í leiknum sem hlýtur ađ fara langt međ ađ vera Íslandsmet ef ekki heimsmet. Vítaköstunum var deilt nokkuđ bróđurlega á bćđi liđin, Fram nýtti sín ţó öllu betur, skorađi úr níu af ellefu. Emelía í marki Akureyrar varđi reyndar tvö vítanna í seinni hálfleik en í bćđi skiptin náđu Fram stúlkur frákastinu og skoruđu. Hins vegar fóru fjögur Akureyrarvíti í súginn af ţeim átta sem liđiđ fékk.

Eins og áđur segir voru Framstúlkur einu númeri of stórar fyrir okkar stúlkur í dag en ţađ verđur ađ segjast ađ stelpurnar hafa tekiđ miklum framförum í vetur og er allt annađ ađ sjá spilamennskuna hjá ţeim nú heldur en fyrstu leikjum tímabilsins. Sóknarleikur liđsins er orđinn beittari, fleiri farnar ađ taka af skariđ og iđulega skiluđu leikkerfin afbragđsfćrum ţó stundum vantađi ađ klára ţau. Lilja hefur vaxiđ mikiđ sem leikmađur og er farin ađ bíta hraustlega frá sér, í dag var hún međ fjögur fín mörk međ góđum gegnumbrotum. Inga Dís er afar mikilvćg liđinu bćđi í vörn og sókn, hún fékk ţungt höfuđhögg ţegar um ţađ bil tíu mínútur voru eftir af leiknum og ţurfti ađ fara af leikvelli og kom ekki meira viđ sögu.
Auđur Ómarsdóttir kom sterk inn á lokamínútunum međ mikla baráttu, síógnandi skorađi mark og fiskađi tvö víti.

Eins og svo oft áđur voru ţjálfarar liđsins ekki par ánćgđir međ dómgćsluna og létu óspart í sér heyra sem lyktađi međ ţví ađ Jóhannes Bjarnason fékk tveggja mínútna brottvísun. Ţađ má ţví segja ađ ţađ er orđin föst regla ađ ţjálfarar liđsins taki út brottvísun í hverjum leik. Ţeim til vorkunnar má reyndar segja ađ ýmsir dómar dagsins hafi orkađ verulega tvímćlis ţó ţađ hafi bitnađ á báđum liđum.

Mörk Akureyrar skoruđu: Arna og Lilja fjögur hvor, Inga Dís, Monika og Ţórsteina tvö hver, Auđur, Anna Morales, Emma og Ester Óskarsdóttir eitt mark hver.

Emelía stóđ vel fyrir sínu í markinu og varđi sautján skot, ţar af tvö víti eins og áđur segir.

Tengdar fréttir

Lilja skorađi 8 mörk í síđasta leik

11. desember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar
Akureyrarstelpur taka á móti toppliđi Fram í kvöld
Kvennaliđ Akureyrar fćr verđugt verkefni í kvöld ţegar ţćr mćta Fram stelpunum sem tróna núna á toppi N1 deildarinnar. Leikur liđanna fer fram í KA-heimilinu og hefst klukkan 18:00.

Akureyrar liđiđ spilađi hörkuleik um síđustu helgi gegn FH á útivelli ţar sem FH mátti ađ lokum ţakka fyrir nauman sigur. Vissulega er liđ Fram sigurstranglegra í kvöld en ćvintýrin geta svo sannarlega gerst og viđ skulum spyrja ađ leikslokum.

Til baka

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson