Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Meistarflokkur kvenna tapaði gegn HK á laugardaginn - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2007-08

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla
Deild kvenna
Leikmenn meistarafl. kvenna




Sjá tölfræði leiksins 
    HK - Akureyri  33-18 (15-11)
N1 deild kvenna
Digranes
26. janúar 2008 klukkan: 20.00
Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverrisson
Umfjöllun

Monika var markahæst í leiknum gegn HK

27. janúar 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar
Meistarflokkur kvenna tapaði gegn HK á laugardaginn
Leik Akureyrar og HK var frestað frá föstudegi til laugardags vegna veðurs og ófærðar. Akureyrarstelpurnar byrjuðu leikinn ágætlega en nokkurt jafnræði var með liðunum á fyrstu mínútum leiksins og leiddi Akureyri til að mynda 2-4 í upphafi leiks. Akureyri hélt forskotinu áfram og voru t.d. yfir 7-5 þegar fyrri hálfeikur var rúmlega hálfnaður. HK komst samt sem áður meir inn i leikinn er á leið hálfleikinn og náði yfirhöndinni og leiddi í leikhléi 15-11.

Seinni hálfleikur byrjaði nokkuð rólega en er á leið tók HK öll völdin á vellinum og vann öruggan sigur á Akureyri 33-18.

Erlingur Richardsson, þjálfari HK, var ánægður með sigur sinna stúlkna. Fyrri hálfleikur hefði verið þeim nokkuð erfiður en liðið komið öflugt til leiks í síðari hálfleik og náð að gera út um leikinn þá. Það væri stígandi í liðinu og vonaði að það skilaði sér í sigrum í næstu leikjum.

Markaskorarar HK voru:
Auður Jónsdóttir 11/16, Natalia Cieplowska 5/11, Tinna Rögnvaldsdóttir 4/4,
Arna Sif Pálsdóttir 4/4, Elín Anna Baldursdóttir 4/4, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 2/3,
Elsa Rut Óðinsdóttir 2/3 og Rut Jónsdóttir 1/1.

Ekaterina Dzhukeva varði 12 skot (12/27), Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir varði 4 skot þar af 2 víti (4/7).

Markaskorarar Akureyrar voru:
Monika Rukovska 4/5, Lilja Sif Þórisdóttir 3/4, Erla Tryggvadóttir 3/3,
Inga Dís Sigurðardóttir 2/3, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 2/4,
Anna Teresa Moralis 1/1, Arna Valgerður Erlingsdóttir 1/6,
Ester Óskarsdóttir 1/4 og Jóhanna Tryggvadóttir 1/1

Emelía Dögg Sigmarsdóttir 7 skot (7/24) og Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir varði 2 skot þar af 1 víti (2/9).

Dómarar leiksins voru þeir Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverrisson.
Áhorfendur voru rúmlega 100.

Byggt á grein á handbolti.is


Til baka

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson