Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 45

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 45
- Akureyri Handboltafélag
Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 61

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 61

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 67

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 67

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 68

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 68
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2007-08

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla
Deild kvenna
Leikmenn meistarafl. kvenna




Sjá tölfræði leiksins 
    Akureyri - Haukar  29-32 (11-16)
N1 deild kvenna
KA heimilið
13. mars 2008 klukkan: 19.00
Dómarar: Helgi Rafn Hallsson og Svavar Pétursson
Tengdar fréttir

Þórsteina og Anna röðuðu inn mörkum gegn Haukum



14. mars 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar
Naumt tap hjá kvennaliðinu gegn Haukum
Kvennalið Akureyrar lék í gær við Hauka í N1 deildinni í handbolta. Í síðustu leikjum hefur liðinu ekki gengið sem skyldi og liðið tapað stórt. Það má því kannski segja að það hafi þurft bjarstýni til að vonast eftir hagstæðum úrslitum gegn Haukunum. Eftir fyrri hálfleik höfðu Haukar fimm marka forystu, 11-16 sem segja má að hafi verið nokkuð eftir bókinni.

Framan af seinni hálfleik gekk Akureyrarstelpum frekar erfiðlega og jókst forysta Haukanna jafnt og þétt og náðu þær tíu marka forystu um miðjan hálfleik og útlitið verulega dökkt. Þá kom einn besti leikkafli sem liðið hefur sýnt í vetur og með hörku góðri vörn og fínum sóknarleik náðu þær að minnka muninn niður í tvö mörk þegar um það bil mínúta voru til leiksloka. Haukarnir klúðruðu næstu sókn og stelpurnar geystust fram og fengu upplagt tækifæri til að minnka muninn í eitt mark en markvörður Hauka náði að verja úr dauðafæri. Haukarnir geystust fram og náðu að skora síðasta mark leiksins og knúðu þar með fram þriggja marka sigur.

Stelpurnar eiga hrós skilið fyrir að stíga upp í seinni hluta leiksins og vinna sig inn í leikinn eftir erfiða stöðu. Ekki skorti mikið upp á að ná stigi á lokamínútunum en ef ekki hefði komið til hæpin brottvísun Jóhönnu undir lokin svo og misnotað vítakast eftir að Þórsteina hafði verið þrælörugg á vítalínunni hefði fyrsta stigið hugsanlega verið í höfn.

Mörk Akureyrar skoruðu: Þórsteina 9, Anna Teresa 8, Inga Dís og Auður 3 hvor, Kara 2 og Ester, Lilja Sif, Arna og Jóhanna 1 mark hver.

Í markinu varði Emelía 8 skot og Lovísa 6.


Hvað gera Anna og félagar gegn Haukum?

12. mars 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar
Kvennaliðið fær Hauka í heimsókn á fimmtudagskvöldið
Á morgun fimmtudag leikur meistaraflokkur kvenna við Hauka og hefst leikur þeirra í KA heimilinu klukkan 19:00. Haukastelpurnar hafa mjög sterkt lið á pappírunum en hafa engan veginn náð sér á strik í vetur og eru einungis með 50% árangur í N1 deildinni það sem af er. Stelpurnar þurfa að hafa góðar gætur á skyttunni Ramune Pekarskyte en hún ásamt Nínu Kristínu Björnsdóttur og hornamanninum Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur skora yfirleitt megnið af mörkum Haukaliðsins. Það er vonandi að Akureyrarstelpurnar sýni í leiknum hvað í þeim býr og láti nú finna rækilega fyrir sér þannig að það verði sama gleðin í KA heimilinu annaðkvöld og var í gærkvöldi.

Við hvetjum alla stuðningamenn til að fjölmenna á leikinn!

Til baka

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson