5. apríl 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar Kvennaliðið leikur gegn Stjörnunni á útivelli í dag Kvennaliðið heldur í Garðabæinn í dag og leikur gegn Stjörnunni á heimavelli þeirra í Mýrinni klukkan 15:00.
Stjarnan situr sem stendur í 3. sæti N1-deildarinnar og er vissulega sigurstranglegra í dag. Síðast þegar liðin mættust var leikið hér á Akureyri og þá fór Stjarnan með þriggja marka sigur, þannig að á góðum degi gætum við alveg eins séð hagstæðari úrslit í dag.