Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Lið Akureyrar á sigurbraut, baráttusigur á Stjörnunni - Akureyri Handboltafélag
Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Hörður Aðalsteinsson
Umfjöllun
Tengdar fréttir
Nauðsynlegt að hafa varamenn til taks á kústinn
8. október 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar
Skondin uppákoma í síðasta leik - kústamálið
Það gerast ávallt einhver óvænt og skemmtileg atvik í hverjum handboltaleik. Í síðasta leik, sigurleiknum gegn Stjörnunni dró til tíðinda undir lok leiksins þegar annar dómarinn stöðvaði skyndilega leikinn til að hafa afskipti af tveimur af kústastrákunum. Dómarinn var greinilega ósáttur við eitthvað í fari strákanna og vísaði þeim burt af vellinum og muna menn varla eftir slíkri uppákomu í leik.
Atli Ragnarsson formaður Akureyrar Handboltafélags tók sér þá kústinn í hönd og stóð skúringavaktina þær mínútur sem eftir lifðu leiksins. Það verður vonandi allt í góðu lagi með skúringarnar í næsta leik.
Dómarinn virðist gefa bendingu um óæskilegt tal strákanna sem virðast þó ekki vera með á nótunum
Dómarinn ákveðinn í að vísa strákunum úr húsinu og Atli gerir sig líklegan til að taka við
Höddi fékk að kenna á því í leiknum en hristi það af sér
5. október 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar
Myndir frá sigurleiknum gegn Stjörnunni
Þórir Tryggvason sendi okkur myndasyrpu frá leik Akrureyrar gegn Stjörnunni síðastliðinn fimmtudag. Áður höfðum við birt myndir úr stúkunni en hér koma myndir af því sem gekk á niðri á gólfinu. Það er rétt að benda öllum á að fjörið heldur áfram næsta fimmtudag þegar stórlið HK kemur í heimsókn og þá þurfa allir að taka á honum stóra sínum til að knýja fram annan sigur.
Það þarf greinilega að fjölga sætum í Höllinni fyrir næsta leik
3. október 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar
Og þá var kátt í Höllinni - Áhorfendur í aðalhlutverki
Það var rafmögnuð stemming í Íþróttahöllinni í gærkvöldi þegar Stjarnan kom í heimsókn. Hinir frábæru stuðningsmenn Akureyrar létu ekki sitt eftir liggja, fylltu stúkuna og hvöttu sína menn dyggilega áfram. Leikmenn Akureyrar þökkuðu fyrir stuðninginn með flottri frammistöðu og með sameiginlegu átaki áhorfenda og leikmanna lyktaði háspennuleik með sanngjörnum sigri heimamanna 22-19.
Þórir Tryggvason ljósmyndari fangaði stemminguna á pöllunum og hér er hægt að skoða myndasyrpu sem sýnir gleðina, spennuna og kraftinn sem skein af hverju andliti. Nú bíðum við spennt eftir næsta leik til að halda stemmingunni áfram.
Leikir liðanna síðasta vetur voru háspennuleikir af bestu tegund
2. október 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar
Leikur dagsins: Akureyri - Stjarnan í beinni textalýsingu
Í dag fáum við leikmenn Stjörnunnar í heimsókn í Íþróttahöllina og verður það örugglega hörku leikur þar sem bæði lið ætla að krækja í sinn fyrsta sigur á leiktíðinni. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og að sjálfsögðu er skyldumæting á leikinn.
Við ætlum að vera með beina lýsingu frá leiknum hér á síðunni fyrir þá sem ekki komast á leikinn og hefst hún rétt fyrir leik.
Það er virkilega auðvelt að fylgjast með leiknum í gegnum Beinu Lýsinguna.
Beina Lýsingin opnast í nýjum glugga sem uppfærist af sjálfu sér á 15 sekúndna fresti. Það er því ekkert mál að fylgjast með. Leikurinn hefst eins og fyrr kom fram klukkan 19:30 og við hvetjum alla til að fylgjast vel með.
Það er óhætt að lofa frábærri skemmtun á fimmtudaginn
30. september 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar
Heimaleikur á fimmtudaginn: Akureyri - Stjarnan
Stjarnan úr Garðabæ verður andstæðingur okkar manna á fimmtudagskvöldið þegar 3. umferð N1-deildarinnar hefst. Þjálfarar og fyrirliðar spáðu Stjörnunni 5. sæti í deildinni og því má segja að Stjarnan hafi komið á óvart um síðustu helgi þegar þeir voru í raun óheppnir að missa unninn leik gegn Val niður í jafntefli á síðustu sekúndum leiksins. Fyrir vikið völdu spekingarnir á handbolti.is Stjörnuna lið 2. umferðar, Ólaf Sigurjónsson besta miðjumanninn og Patrek Jóhannesson þjálfara umferðarinnar.
Það er því öruggt mál að það verður hörkuleikur í Höllinni, Stjarnan ætlar örugglega að fylgja eftir góðum leik gegn Val og Akureyri ætlar sér pottþétt að taka sín fyrstu stig. Liðin mættust síðast í leik um 3. sætið í Reykjavíkurmótinu og þar fór Akureyri með sigur af hólmi.
Stjörnuliðið er nokkuð breytt frá því í fyrra en þeir misstu Heimi Örn Árnason, sem var valinn besti maður Íslandsmótsins í fyrra, þá er Hlynur Morthens markvörður farinn til Gróttu, Volodymyr Kysil er farinn erlendis og Patrekur er hættur að leika með liðinu en þjálfar í staðinn.
Af nýjum leikmönnum sem Stjarnan hefur fengið má nefna Ólaf Sigurjónsson úr ÍR, Fannar Þór Friðgeirsson frá Val, Fannar Örn Þorbjörnsson frá Danmörku og Hrafn Ingvarsson frá Aftureldingu. Það voru einmitt þeir Ólafur Sigurjónsson og Fannar Friðgeirsson sem voru atkvæðamestir í liðinu í síðasta leik með 8 og 6 mörk. Auk framantalinna hefur Stjarnan innanborðs frábæra leikmenn eins og markvörðinn, Roland Eradze, skyttuna Björgvin Þór Hólmgeirsson, hornamanninn Ragnar Má Helgason og Ólaf Víði Ólafsson sem reyndar hafa verið að glíma við meiðsli og því óljóst um þátttöku þeirra í næsta leik.
Leikmenn Akureyrar eru klárir í slaginn og lofa hörkuleik og ekki þarf að efast um að frábærir áhorfendur Akureyrar, bestu áhorfendur fyrstu umferðarinnar, mæta og sýna þjóðinni að þeir standa undir nafni með dúndurstemmingu í Höllinni.